Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 43 dv Fjölmiðlar Tímasóun Myndaílokkurinn Feröaleiðir er sýndur um kvöldmatarleytið á laugardögum í Sjónvarpinu. Fjallað er um mannlíf, bygging- arlist og sögu nokkurra stórborga og að þessu sinni var sagt frá St. Pétursborg í Rússlandi, áður Leningrad. Undirritaður fylgdist spenntur með þættinum enda nokkuð kunnugur borginni. Vonbrigöin urðu hins vegar mikil. Þátturinn var svo yfirborðslegur aö þar kom ekkert fram sem ekki má lesa í öllum ferðabæklingum. Lí t- ið sem ekkert var vikið að mann- lífinu eins og það er í dag. Fuilyrt var að verslanir væru tómir og að þangað heföu ferðamenn iítið að gera nema til að hlæja að íbú- unum. Eftir að sýningu þáttarins iauk tók ég þá ákvörðun aö horfa ekki á fieiri þætti úr þessum myndaflokki. Meiri tímasóun get ég ekki hugsað mér. Fjölbreytt úrval var á báðum sjónvarpsrásunum um helgina og vafalaust hafa allir fundiö sér eitthvað til að horfa á. Upp úr stendur hins vegar aö Simpson- fjölskyldan er mætt til leiks á nýjan leik í Sjónvarpinu. Kristján Ari Arason Andlát Þórarinn Guðnason læknir lést í Landspítalanum fóstudaginn 17. fe- brúar. Jón E. Guðmundsson járnsmíða- meistari, Hamarsbraut 10, Hafnar- firði, lést fimmtudaginn 16. febrúar. Guðmundur Sveinsson kennari, Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum fóstudaginn 17. febrúar. Alfonso Cordova forstjóri, lést í Mexíkóborg miðvikudaginn 15. fe- brúar. Lilja Hansdóttir, Naustabúð 6, Hell- issandi, lést á heimih sínu fóstudag- inn 17. febrúar. Jaröarfarir Guðmundur Bergur Þorsteinsson bóndi, Hofi, Öræfum, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, miðvikudaginn 15. febrúar. Útfór hans fer fram frá Hofskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 14.00. Theódór Vosk, Kirkjulundi 6, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Eyjólfur Stefánsson, sem lést í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum laugar- daginn 11. febrúar, verður jarðsung- inn frá Áskirkju mánudaginn 20 fe- brúar kl. 13.30. Jónas G. Rafnar, fyrrverandi alþing- ismaður og bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Ingibjörg Ingvarsdóttir, Bústaðavegi 99, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Guðsteinn Ingvar Þorsteinsson frá Vestmannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem lést í St. Jósefsspít- ala þriðjudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Útfor Sveinbjörns Jóhannssonar, Álftamýri 34, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. fe- brúar kl. 15.00. Gunnar Guðjónsson verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 20. febrúar kl. 13.30. Guðrún María Guðmundsdóttir, vist- heimilinu Seljahlíð, áður til heimilis að Lindargötu 1, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Aktu eins og þú vilt OKUM EMSOGWNN að aðrir aki! UUMFEHOAH RAO ] Lalli og Lína VltMWM HOCST ENUHPMIMk 3/Z ifírsH' 1 'i Ég skal segja eitthvað gott um Lalla um leið og ég man eitt hvað. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfiörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafiörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna i Reykjavík 17. febrúar til 23. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími 568-0990. Auk þess verður varsla í Lyfia- búðinni Iðunni, Laugavegi 40A, sími 552-1133, kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfiarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Kefiavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opiö í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opiö kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfiörður, sími 51100, Keflavik, simi 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vifianabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfiaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- urn allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50árum Mánud. 20. febrúar Innstæður Þjóðverja í Sviss frystar. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Simi 612070. Hafnarfiörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensósdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og föstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-funmtud. kl. 9-21, fóstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriöjud.-föstud. kl. 15-19.' Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270 Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Spakmæli Föðurlandsást felst ekki svo mjög í því að vernda landfeðra okkar heldur í því að varðveita land barna okkar. Ók. höf. Listasafn Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi er opiö laugard.-sunnud. kl. 14-17. Nóttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opiö kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud, fimmtud, laugard. og sunnudaga kl. 12-16. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið samkvæt samkomu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Selfiarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðumes, sími 13536. Hafn- arfiöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, simi 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766, Suðumes, sími 13536. V atns veitubilanir: Reykjavík sími 27311. Selfiamames, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími Adamson 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- ar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Selfiamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síödegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa aö fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gidlir fyrir þriðjudaginn 21. febrúar. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): AUt gengur betur en undanfarna daga. Þú verður var við framfar- ir innan tíðar. Aðrir eru mjög örlátir. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Nú kemur skipulagsgáfa þín sér vel, bæði í viðskiptum og einka- lífi. Það gæti borgað sig að gera eitthvað óvenjulegt. Hugaðu að ferðalagi. Hrúturinn (21. mars-19. april): Ýmsir hafa aUt á homum sér. Það gæti því komið í þinn hlut að stilla til friðar þótt það sé ekki hefðbundið hlutverk þitt. Nautið (20. apríl-20. mai): Einbeittu þér að því sem snýr að framtíðinni. Hugsaöu um það hiiaöa álit aðrir hafa á þér og hvernig þú getur snúið málum þér Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Þú ert velvUjaður og ættir því ekki að eiga í samskiptavandræðum við aðra. Haltu ákveðnum áformum leyndum. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Það gengur á ýmsu í dag. Það er hagstæðast fyrir þig, við þessar aðstæður, að treysta fremur á eigið ágæti. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú ert bjartsýnn að eðlisfari. Láttu bjartsýnina þó ekki hlaupa’ með þig í gönur. Þú verður að vera raunsær í áætlanagerð. Happa- tölur eru 6,18 og 35. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þú ert afslappaður eftir að hafa fengið uppörvandi fréttir. Þér hættir þó tU að gleyma þér og ert fremur utangátta. Þér gæti því sést yfir ýmislegt. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú átt gott með að ná tengslum við aðra. Þú kemur hugmyndum þínum því á framfæri og aðrir fara eftir þeim. Þú miðlar málum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú gætir átt ánægjulegan dag í vændum ef þú tekur ákveðna áhættu. Gættu þess að eyða ekki of miklu af peningum. Happatöl- ur eru 3,15 og 25. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Dagurinn verður auðveldari og um leið árangursrikari en þú gerðir ráð fyrir. Þú þarft ekki að glíma við þau vandamál sem þú óttaðist. Aðrir eru hjálpsamir. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert fremur upptrekktur og gætir móðgast vegna smávægilegra atriða sem venjulega skipta litlu máli. Þér leiðist og ættir því að finna þér eitthvað skemmtilegt að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.