Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Afmæli Sigfinnnr Karlsson Sigfinnur Karlsson, framkvæmda- stjóri Alþýöusambands Austur- lands, Hlíðargötu 23, Neskaupstaö, varð áttræöur í gær. Starfsferill Sigfinnur er fæddur á Hóli í Nes- kaupstað og þar ólst hann upp til sjö ára aldurs er faðir hans lést. Var hann þá tekinn í fóstur að Skorra- stað í Norðíjarðarhreppi en móðir hans fluttist til Vestmannaeyja með systurhans. Sigfinnur var við nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum 1931-33, var sjó- maður framan af árum og starfaði sem skrifstofumaður hjá fyrirtækj- um i Neskaupstað. Hann sat í niður- jöfnunamefnd og skattanefnd í nokkur ár, sat í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar sem varamaður og aðal- maður 1948-82, í stjóm Verkalýðsfé- lags Norðfirðinga frá 1952, þar af formaður 1956-58 og frá 1969-94, í sambandsstjórn ASÍ fyrir Austfirði frá 1956-88, í stjórn Verkamanna- sambands íslands frá stofnun 1964-89 og í stjóm Sjómannasam- bands íslands frá 1978-94. Sigfinnur hefur veriö starfsmaður Verklýðsfélags Norðfirðinga frá 1945, var formaður Vélstjórafélags- ins Gerpis 1942-52 og einnig var hann forseti Alþýðusambands Aust- urlands 1958-87. Fjölskylda Sigfinnur kvæntist þann 31.12. 1938 Valgerði Ólafsdóttur húsmóð- ur, f. 6.9.1919. Hún er kjördóttir Ólafs Þórðarsonar, smiðs í Nes- kaupstað, og Helgu Gísladóttur, en foreldrar Valgerðar voru Jónas Þor- steinsson, skáld frá Skuggahlíð, og Jóhanna Jóhannsdóttir frá Breið- dal. Böm Sigfinns og Valgerðar: Jón, f. 10.9.1938, d. 1963, bílstjóri í Nes- kaupstað, var kvæntur Lám Ólafs- dóttur og eru dóttir þeirra Salgerður Jónsdóttir, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Ólafi Ásmundssyni, starfs- manni hjá Ingvari Helgasyni, og eiga þau tvíburana Guðjón og Láru Völu; Viggó, f. 8.12.1940, eigandi og framkvæmdastjóri Gúmmíbáta- þjónustunnar í Neskaupstað, kvæntur Eddu Clausen, og eiga þau þrjú böm, Sigfinn Val, f. 1.4.1967, íþróttakennara á Neskaupstað, kvæntan Þorbjörgu Kristjánsdóttur íþróttakennara og eiga þau eina dóttur, Valgerði, Ólaf Þröst, f. 4.10. 1969, og Jónu Hörpu, f. 15.10.1971, húsmóður í Neskaupstað, en maður hennar er Þráinn Haraldsson verkamaður og eiga þau soninn Sig- ursvein; Óla Helga, f. 25.9.1947, starfar við lífeyrissjóð verkfræð- inga, búsett í Mosfellsbæ, gift Sig- urði Fannar Guönasyni verslunar- manni og eiga þau tvö börn á lífi, Guðnýju, f. 15.4.1976, og Sigfinn Fannar, f. 5.10.1978. Systur Sigfinns: Bára, f. 1917, nú látin, var búsett í Vestmannaeyjum, gift Þorsteini Guðjónssyni, sem einnig er látinn, og eignuðust þau einn son, og Kristín, f. 1920, búsett í Vestmannaeyjum, gift Arnmundi Þorbjörnssyni netagerðarmanni og eiga þau tvær dætur. Fósturforeldrar Sigfinns vora Jón Bjamason, b. á Skorrastað í Norð- fjarðarheppi, og Soffia Stefánsdótt- ir. Foreldrar Sigfinns voru Karl Árnason, sjómaður í Neskaupstað, og Vigdís Hjartardóttir. Ætt Vigdis var dóttir Hjartar Hjartar- sonar og Gyðríðar Magnúsdóttur úr Landeyjum. Karl var sonur Árna Finnboga- sonar, Skúlasonar, b. í Sandvík, Skúlasonar, ættföður Skúlaættar- innar. Móðir Finnboga var Rósa Finn- bogadóttir Sigurössonar á Skálum. Menning Sigfinnur Karlsson. Móðir Árna var Katrín Þuríður Jónsdóttir, b. á Ýmastöðum, Þor- leifssonar og Oddnýjar Andrésdótt- ur frá Karlsstöðum. Móðir Karls var Guðlaug Torfa- dóttir, b. í Skuggahlíð, Jónssonar, b. á Kirkjubóli, Vilhjálmssonar. Móðir Torfa var Guðríður Stef- ánsdóttir, b. í Fannardal í Norð- firði, Sigurðssonar. Móðir Guðlaug- ar var Valgerður dóttir Stefáns, b. í Ormsstaðahjáleigu, Þorleifssonar, og Sesselju Bjarnadóttur, b. í Við- firði, Sveinssonar. Tómas R. með sextett Tómas R. Einarsson hóaði saman sextett á dögunum og fengum vér almenningur aö njóta á Jazzbarnum á fimmtudagskvöldið. Liðsmenn voru bæði þrautreynd- ír menn, eins og hljómsveitarstjórinn, Sigurður Flosa- son altsaxisti, og Matthías Hemstock trommari og síð- an þeir Gunnar Gunnarsson píanisti og tenóristinn Óskar Guðjónsson. En sjötti maðurinn hefur ekki mikið sést á sviði fram að þessu: Hann blæs í básúnu og heitir Samúel Jón Samúelsson. Þeir sem fylgjast með í íslenskum djassi vita að þeir eru ekki margir málmblásararnir sem að staðaldri sveifla lúðrinum á djassbúllum, og Tómas lætur ekki unga og efnilega menn á því sviöinu ganga lengi lausa heldur safnar liði. Annars var dagskrá kvöldsins hraðferð í gegnum ameríska djasssögu, allt frá „On the Sunny Side of the Street“ eftir McHugh, sem flestir þekkja best í flutn- ingi Louis Armstrong, og yfir í Wayne Shorter og McCoy Tyner, með viðkomu hjá Ellington, Parker, Mingusi og Rollins. Að auki var svo yfirreið yfir Land- sýnarplötu Tómasar á seinni hluta tónleikanna. Létt- leikinn var í fyrirrúmi hjá sextettinum. Hljóðfæraleik- ararnir skemmtu sér vel við spiliríið og mér er ánægja Tónlist Ársæll Másson að tilkynna að það gerðu áheyrendur líka. Skemmti- legast var að heyra alla þrjá blása í einu, eins og í „My Jelly Roll Soul“ og sér í lagi þó „íslandsblúsnum", sem var fiörlega fluttur og skemmtilega, og þar fékk Samú- el að láta gamminn geisa. Einnig fékk „Oleo" góða meðferð; Gunnar fór hamfórum á píanóið og Matthías átti glettin innskot á milh gleðifrasanna hjá þeim sax- istunum. Spilamennska eins og sextettinn sýndi þetta kvöld gerir þaö að verkum að maður fer heim léttari á brún en áður, og það er ekki svo ónýtt. Guy Barker og Jazz- kvartett Reykjavíkur Það hefur ekki farið jafnhátt og skyldi að síðastliðið vor spilaði íslensk djasshljómsveit í heila viku á fræg- asta djassklúbbi Lundúnaborgar, Ronnie Scott’s. Jazz- kvartett Reykjavíkur, en sú var hljómsveitin, hefur á að skipa tveimur helstu djasshöfundum íslenskum, þeim Sigurði Flosasyni altsaxófónleikara og Tómasi R. Einarssyni kontrabassaleikara. Ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni píanista og Einari Val Scheving tromm- ara er kvartettinn fullskipaður en með þeim á Ronnie Scott’s lék gamaU kunningi þeirra, Guy Barker, sem er bæði breskur og afburðasnjall trompetleikari. Upp- taka frá tónleikum þeirra í London var svo gefin út á geislaplötu „Hot House“. Guy Barker er staddur hér- lendis og hélt Jazzkvartett Reykjavíkur með honum Tónlist Ársæll Másson tvenna tónleika um helgina, aðra á Akureyri og hina á nývígðum Jazzbamum í Lækjargötu. Þeir léku aðal- lega efni af plötunni enda tónleikamir hugsaðir sem kynning á henni. Meirihluti laganna er eftir félaga kvartettsins, rammíslenskur djass. Aðeins titillagið og „Alone Together" em eftir aðra, en þau tilheyra þeirri alþjóðlegu vofu sem sameinar djassmenn allra landa. Tónleikamir vom í einu orði sagt frábærir þótt kvart- ettinn hafi oft spilað vel þá var sveiflan betri en nokkru sinni á sunnudagskvöldið. Erfitt er að tína til sérstaka ópusa sem betri voru en aðrir. Þeir byrjuðu á þremur gamalþekktum af fyrri plötum skáldanna, „Þegar öllu er á botninn hvolft” og „Flugi 622“ eftir Sigurð og „Skelk í bringu" úr smiðju Tómasar. „You Don’t Know What Love Is“ var annað af tveimur lögum sem ekki em á plötunni en þar átti Barker snilldareinleik í byrj- Sigurði Flosasyni altsaxófónleikara. un. Hann er mjög litríkur og alhliða spilari, hefur mikil blæbrigði í tón og blæs jafnt „effekta” sem falleg- ar og músíkríkar línur. Einar Valur var dúndurgóður og er framfor kvartettsins örugglega ekki minnst hon- um að þakka. Sigurður sýndi líka sínar bestu hliðar; maðurinn sá nær alltaf að heilla áheyrendur með sinni spilamennsku en hann er nú meðlimur í'kvintett Bar- kers, sem er skipaður Bretum og einum Portúgala. Hámarki náöu tónleikamir í lokalaginu, „Hot Ho- use“, rífandi sveifla á troðfullum Jazzbamum. Jazz- kvartett Reykjavíkur sýndi það þetta kvöld að hans plötu má ekki vanta í íslenskt djassplötusafn. með afmælið 20. febrúar 85 ára Karl Símonarson, Túrtgötu 8, Eskifirði. 75ára Oddný Þórormsdóttir, Skólavegi 46A, Fáskrúðsfirði. Elín Elíasdóttir, Höfðagrund 11, Akranesi. Guðfinna Hinriksdóttir, Grundarstíg 2, Flateyri. GeirBjörnsson, Víöimel32, Reykjavík. Jón Snorri Bjamason, Hrafnistu í Hafnarfirði. Ertendur Stefánsson, fyrrv. neta- gerðarmaöur, Vallargötu 6, Vestmannaeyj- um. Konahanser GuöfinnaK. Ólafsdóttir húsmóöir. Erlendur tekur á móti gestum, laugardaginn25.2. í s&fnaðarheim- ili Landakirkju í Vestmannaeyjum, frákl. 18.00-21.00. Hildur Kristjánsdóttir, Furulundi 6, Varmahlíð. Jómnn Gröndul, Hæðargaröi 35, Reykjavík. 70 ára Aðalsteina Helga Magnúsdóttir, Grund I, Eyjafiarðarsveit. Guðmundur Hjartarson, Grænhóli, Ölfushreppi. Ellen Margrete Guðjónsson hjúkrunarfræðingur, Hvassaleiti33, Reykjavík. Eiginmaöur hennar er Andrés Guð- jónsson.iýrrv. skólameistari Vélskólaís- lands. Þau eru i útlöndum á afmælisdag- inn. 50 ára Guðmundur Karl Sigurðsson, Reynilundi 3, Akueyri. Hann tekur á móti gestum í Odd- fellowhúsinu á Akureyri í dag milli kl. 17.00 og 20.00. Sigurbjörg Þórarinsdóttir, Bláskógum I, Egilsstöðum. 40 ára Friðgeir Sveinn Kristinsson, Furugerði 2, Reykjávík. Sigrún Kristín Þorsteinsdóttir, Funafold 6, Reykjavík. Anna María Svavarsdóttir, Þelamörk 60, Hveragerði. Lilja Matthíasdóttir, Úthlíð 4, HafnarfirðL Til sölu Scania 112M 6x4, árg. 1984. Dráttarbill með vökvadælu og stól i góðu lagi. Mikið endurnýjaður, á góðum dekkjum, ek. 600 þús. km. Verð 2.500.000 kr. án vsk. Bílaumboðið Krókhálsi, sími 91-876631/676833/Heiðar 31236

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.