Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Hringiðan Til sölu - VOLVO F 10 - árg. 1982 Nýskoðaður, á góðum dekkjum, ekinn 380.000 km „Heppilegur til fiskflutninga" Verð kr. 1.750.000 án vsk. Bilaumboðið Krókhálsi, simi 91 -876631 /676833/Heiðar 31236 Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, mun frumsýna þann 23. febrúar næstkomandi leikritiö Baal eftir Bertold Brecht. Leikritiö er eitt af fyrstu verkum skáldsins og hefur það verið lagfært og aðlagaö af Halldóri E. Laxness sem leikstýrir því. Æfmgar hafa staðið yfir frá áramótum og eru öll hlutverk í höndum MR-inga en nemar úr MHÍ hanna sviðsmynd og búninga. Þeir Þórður Hall og Daði Guðbjörnsson voru að virða fyrir sér verk Johns heitins Lennons á sýningu á verkum hans sem opnuð var á Kjarvalsstöðum um helgina. Á þessari sýningu gefst einstakt tækifæri til að kynnast hstsköpun þessa þekkta listamanns auk þess sem nokkr- ar myndanna eru til sölu. Nokkrir þeirra nema úr Menntaskólanum í Reykjavík sem taka þátt í Herranótt að þessu sinni. Leikritið heit- ir Baal og er eftir þýska skáldið Bertold Brecht. Baal er hæfileikaríkt ungt skáld sem standa allar dyr opnar en í stað þess að notfæra sér það þá gerist hann illur. Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 leikur alla tónlist í verk- inu en hún er samin af Hlyni Aðils Vilmundarsyni sem er meðlimur hljómsveitarinnar. Rýmingarsala Verslimin flytur úr Kringluimi 15-30% afsláttur af öllum vörum dagana 16.-28. febrúar Antikmunir Kringlunni, 3. hæð, sími 887877 ATH. Rýmingarsalan er eingöngu í Kringlunni TÆKNI /////////////////////////////// Aukablað um HLJÓMTÆKI Miðvikudaginn 1. mars mun aukablað um hljómtæki fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það er viðkemur hljómtækjum. í blaðinu verða upplýsingar um gerð og gæði hljómtækja. Má nefna greinar um geislaspilara og magnara, ýmsar gerðir hátalara og minihljómtækjastæður. Einnig verður fjallað um samsetningu hljómtækjasamstæðna, útvarpsmagnara, útvörp og ýmsa fylgihluti fyrir hljómtæki. Loks verður fjallað sérstak- lega um hljómtæki í bíla og þróunina í þeim efnum. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hilmars Karlssonar, í síma 563 2885, fyrir 21. febrúar. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði um hljómtæki, vinsamlega hafi samband við Fríðu Sjöfn Lúðvíksdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563 2721. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 23. febrúar. ATH.I Bréfasími okkar er 563 2727. Sviðsljós Fluguköst æfð um alla Höll „Þetta styttir biðina eftir veiðis- umrinu að mæta hérna í Laugar- dalshöllina enda kasta menn flug- um og ræða um komandi veiðisum- ar,“ sagði veiðimaður í samtali við DV í Laugardalshöllinni þegar við litum inn þar. Það var fullt út úr dyrum af áhugasömum veiðimönn- um á öllum aldri. En sjón er sögu ríkari. Fluguköst æfð um alla Laugardals- höllina og veiðimennirnir voru á öllum aldri. Þórður Einarsson og Paul O’Keef skoða nýja flugustöng sem Veiðimaður- inn flytur inn. Þórði þótti stöngin merkileg, en þeir voru á kastæfingu í Laugardalshöllinni. DV-myndir G.Bender Fróöleikurinn er allur hjá Anelíusi Hagvik um fluguhnýtingar og flugu- veiði enda voru menn í hópum í kringum hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.