Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 4
4 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Fréttir Vestmannaeyjar: Karlmaður nef- braulkonuá skemmtistað Kona á þrítugsaldri hefur kært karlmann á svipuðum aldri fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum. Árásin átti sér stað á skemmti- staðnum Calypso aðfaranótt konudagsins. Sló maðurinn kon- una í andlitið að tilefnislausu, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Konan er neíhrotin og marin í andhti eftir höggið. Hún segist ekkert hafa þekkt manninn eöa átt saman við hann að sælda. ErillíKópavogi: Landasalitekinn meðtíulífra Talsverður erill var hjá lögregl- unni í Kópavogi um helgina. Fjór- ir ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Þá var einn maður tekinn, grunaður um landasölu. Tiu lítr- ar af landa fundust í bíl mannsins en hann neitaði að hafa selt öðr- um mjöðinn. Hann sagði landann hafa verið til einkaneyslu. Nokkur útköll voru vegna há- vaða í heimahúsum í Kópavogi. Aö sögn lögreglu er talsvert um slik útköll hverja helgi. Akranes: 12hrossá gotfvöHinn Tólfhross á lausagangi fóru inn á golfvöllinn hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi um miðjan dag í gær. Óttast var að völlurinn hefði skemmst þar sem lítill snjór var á honum, Lögreglan lét ijar- lægja hrossin áður en miklar skemmdir urðu. ÓveðuráHúsavík Lögreglan á Húsavík hafði i nógu að snúast í gær vegna óveð- urs. Hún aðstoðaði fólk við að komast leiöar sinnar innanbæjar en ekki urðu nein meiri háttar óhöpp. Vindhviður urðu það miklar að áratugagamalt tré klofnaði niður í rót. Banna notkun allra farsíma á spítölunum - taldir geta truflað viðkvæm rafeindatæki „Við höfum tekið þá ákvörðun að banna notkun á farsímum hér á Landspítalanum. í ljós hefur komið að þessir símar geta truflað þau tæki og tól sem hér eru notuð, þar á með- al flókinn rafeindabúnaö, með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Símarnir eru orðnir svo litlir að það er mjög erfitt að fylgjast með því hverjir eru með slíka síma og hverjir ekki. Því var eina ráðið að banna alveg notkun þessara síma,“ sagði Gísh Georgsson, verkfræðingur á Landspítalanum, viö DV. Notkun farsíma, bæði gömlu far- símanna og hinna nýju GSM-far- síma, hefur verið bönnuð á Ríkisspít- ölunum af ótta við að notkun þeirra geti truflaö flókinn og viökvæman rafeindabúnað sem þar er í notkun. Hafa sérstök bannmerki verið límd innan á útihurðir spítalans til að vekja athygli á banninu. Bannið mun væntanlega ná til allra spítalanna innan skamms. Sigurður Angantýsson, yfirmaður tæknideild- ar Borgarspítalans, segir farsíma- bann verða sett á þar á spítalanum innan skamms. Eftir sé að ganga frá formsatriðum. Á Siguröur von á að bannið nái einnig til Landakotsspít- ala. Ekki eru takmarkanir á notkun annarra tækja, eins og fistölva eða boðtækja, sem reyndar taka aðeins á móti boðum, á spítölunum. Farsím- amir eru með tveggja vatta sendi- styrk en öll önnur tæki, sem eru í almennri notkun, skapa ekki viðlika vandamál. Sigurður Angantýsson segir aö far- símar séu bannaðir víða annars stað- Notkun farsíma hefur verið bönnuð á Rikisspitölunum. Sams konar bann mun einnig taka gildi á Borgarspítala og Landakotsspítala. Skilti eins og það á myndinni mætir þeim sem eiga erindi á Rikisspítalana. DV-mynd GVA ar á spítölum, t.d. í Skandinavíu, en reyndar sé deilt um hættuna af notk- un GSM-símanna. Menn vilji þó ekki taka neina áhættu og því sé ákveðið að banna notkun símanna á spít- ölunum. Innbrotafaraldur: Einn grunaður Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyil; Innbrotafaraldur hefur verið á Akureyri að undanfórnu og hefur rannsóknarlögreglan upplýst þau nær öll og í leiðínni eínnig eldri innbrotamál. Ungur maður sat enn í gæslu- varðhaldi í gær vegna aðildar að innbrotum i 15 fyrirtæki ásamt öðrum, þar á meðal voru innbrot í 7 fyrirtæki í verslunarmiðstöð- inni Krónunni. Um helgina var stolið hljóm- flutningstækjum í Nýja filmu- húsinu við Hafnarstræti. Þá voru þrjú 15 ára ungmenni tekin eftir innbrot í Rúmfatalagerinn. Tvö þessara ungmenna viöurkenndu einnig innbrotstilraun í verslun- armíðstöðina í Kaupangi og inn- brot i Skíðaþjónustuna í byijun árs þar sem talsverðu var stoliö. Tekinn með24 grömmafhassi Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyii; Karlmaður var handtekinn á Akureyri um helgina og reyndist hann hafa 24 grömm af hassi í fórum sínum. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa keypt hassið af manni á Dalvík. Sá var hand- tekinn og viðurkenndi að hafa haft 50 grömm af efninu og selt Akureyringnum helmmginn. Vélsleðumstolið Gyifi KristjánsECm, DV, Akureyxi: Tveir menn um tvítugt stálu tveimur vélsleðum við verkstæði á Árskógsströnd í Eyjafirði á fóstudagskvöld og léku sér á sleð- unum um kvöldið og nóttina, m.a. nærri Dalvík. Mennirnir hugðust skila sleð- unum á sama stað daginn eftir en styggð kom að þeim áður en þeir komust alla leið. Skildu þeir því sleðana eftir en lögreglan hafði upp á þeim. Fá þeir væntan- lega einhverja refsingu fyrir þjófnaðinn. í dag mælir Dagfari Meira en aðrir Kennarar sitja enn eftir í verkfalli. Verkamenn hafa samið, ófaglærðar stéttir hafa samið, jafnvel aumustu lágstéttir þjóðarinnar hafa samið um kjör sín. En kennarar sitja eftir í verkfalli. Þeim hefur meira að segja verið boðið að fá það sama og aðrir en kennarar vilja ekki semja. Þeir sitja við sinn keip. Þetta kann að virðast öfugsnún- ingur og í óþökk annarra í verka- lýðshreyfingunni þegar kennara- stéttin í landinu neitar að semja. Svo bar við í gamla daga að verka- karlarnir í Dagsbrún báru hita og þunga dagsins í verkfaUsátökum og réttindabaráttu en nú er hún Snorrabúð stekkur og kannski skiljanlegt í Ijósi þess að kennarar hafa tekið forystuna í verkalýðs- baráttunni og heyja það stríð sem aðrir háðu fyrir þá á árum áður. Kennarastéttin er orðin að fulltrú- um öreiganna og hins vinnandi manns. Og hvers vegna ætti þá slík stétt að sætta sig við að fá það sama og aðrir? Hverjum dettur í hug að kennarar láti sér það nægja sem aðrir sætta sig við þegar kennarar fóma sér og vinnu sinni og berjast fyrir bættum kjörum alþýðunnar með þeim vopnum sem aðrir hafa að mestu lagt niður? Sannleikurinn er sá að kennarar húa við harðræði. Ekki aðeins vegna gífurlegs álags í vinnutíma heldur og í lágum skítalaunum í þeirri þrælkun sem þeir búa við. Ríkisvaldið hefur boöið þeim sjö hundruð milljónir króna til að skipta á milli sín, auk þess sem þeir fengju það sama og aðrir. En kennarar fussa með réttu við þess- ari ölmusu. Sjö hundruð milljónir er skítur á priki og þýðir einfald- lega að kennarar þurfa að bæta við vinnutíma sinn til að vinna fyrir þessum launum. Hafa menn heyrt annað eins! Hafa menn áður upplif- að jafn mikla storkun og lítilsvirð- ingu eins og það að ætlast til að heil stétt leggi meira að sér til að fá sjö hundruð milljónir til viðbótar launum sínum? Enda þótt þrælkunin sé rosaleg hjá kennurum hefur sem betur fer komið í ljós að enn þá er einhver tími aflögu og kennarar vilja út af fyrir sig taka að sér að vinna þann tíma. En alls ekki við kennslu. Þeir geta í sjálfu sér hugsað sér að taka að sér að vinna eina og eina stund til viðbótar en sú vinna á þá að fara í að undirbúa kennsluna og ef ætlast er til að kennarar vinni á starfsdögum verður að búa til nýja starfsdaga til að mæta þeim starfs- dögum sem þeir eiga að vinna. Þess vegna verða kennarar að fá meira en aðrir til viðbótar við þær sjö hundruð milljónir sem þeir fá meira en aðrir. Kennarar eru ekki kennarar fyrir ekki neitt og krakk- amir standa með þeim og foreldr- amir standa með þeim og kennarar standa saman um að þeim heri að kenna minna ef þeir eiga að kenna meira og það þýðir að þeir verða að fá hærra kaup en aðrir og meiri hækkun en aðrir til að mæta þeirri starfsskyldu sem á þeim hvílir vegna kennslunnar sem fylgir starfinu. Helst vildu kennarar geta lagt niður kennsluna til að geta helgaö sig starfinu og fyrir það þurfa þeir meira kaup. Eina ráðið fyrir ríkisvaldið er í rauninni þaö að bjóða kennurum að fá kaup fyrir að mæta í vinnuna sem þeir fá kaup fyrir til að geta kennt, sem þeir fá kaup fyrir, til að geta tekið sér starfsdaga, sem þeir fá kaup fyrir, til að samningar takist. Að öðrum kosti takast ekki samningar við kennarastéttina, sem á rétt á því að fá meira en aðr- ir, af því að hún leggur meira á sig til að geta sinnt kennslunni, sem hún getur ekki innt af hendi, af því að kennslan tekur of mikinn tíma. Vandamáhð er sem sé kennslan og ríkisvaldið verður að gera sér grein fyrir því að kennarar eru orðnir fullsaddir á að fá lúsarlaun fyrir kennslu sem þeim er ofviða af því að þeir kenna of mikið á of stuttum tíma. Ef lengja mætti tím- ann til kennslunnar er það í sjálfu sér hægt en þá verður líka að borga kennurum fyrir lengdan skóladag, af því að þá verða þeir aö kenna meira heldur en þeir gera í dag og þurfa þar af leiðandi meiri tíma til að undirbúa sig fyrir kennsluna heldur skóladagurinn leyfir. Já, kennarar þurfa meir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.