Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR 1995 9 Utlönd Fjöldamoröinginn Colin Ferguson var fundinn sekur á föstudagskvöld: Réttlætinu f ullnægt - sagði eiginkona eins fómarlambanna í lestinni Colin Ferguson, innflytjandi frá Jamaíku til Bandaríkjanna, sem á fóstudagskvöld var fundinn sekur um aö hafa myrt sex manns og reynt aö myröa nítján til viðbótar í þéttset- inni farþegalest í desember 1993, ætl- ar að áfrýja dómnum á þeirri for- sendu aö hann hafi ekki verið and- lega hæfur til aö koma fyrir rétt, að því er blaöið New York Times skýröi frá í gær. Ferguson á yfir höföi sér 200 ára fangelsisvist. Ferguson hafði hins vegar itrekað lýst því yfir á meðan á réttarhöldun- um yfir honum stóö aö hann væri andlega heilbrigöur. Blaðiö sagöi aö hann heföi þegar leitaö til sömu lög- fræöinganna og fóru meö mál hans áöur en hann rak þá við upphaf rétt- arhaldanna og hélt uppi vörnum fyr- ir sjálfan sig. „Réttlætinu hefur verið fullnægt," sagði Carolyn McCarthy, eiginkona eins fórnarlamba Fergusons í lest- inni og móöir annars sem slapp lif- andi frá skothríöinni. Hún og aðrir ættingjar fórnarlambanna ráku upp fagnaðaróp þegar dómurinn yfir Ferguson var kveðinn upp. Lögfræöingamir William Kunstler og Ronald Kuby höfðu ætlað aö byggja vörn sína á þvi aö Ferguson heföi verið geðveikur og aö hann heföi ráðist á hvíta lestarfarþegana í „svartri bræði“. Ferguson hafnaði hins vegar þeirri aöferö og varö fyrir vikiö svo til daglegur gestur í banda- rísku sjónvarpi þegar hann yfir- heyrði marga þeirra sem hann haföi skotið svo og þá sem tókst um síðir aö yfirbuga hann. Um tíma þrætti Ferguson fyrir aö vera moröinginn og sagöi að hvítur maöur hefði stolið af sér byssunni og skotiö. Síöar sagöi hann aö blökkumaður með sama nafn og eins í útliti heföi drepið farþegana. William Kunstler sagöi í viðtali viö New York Times aö hann ætlaöi ekki aðeins að bera brigöur á aö Ferguson heföi veriö andlega hæfur til að koma fyrir rétt heldur einnig á þaö hvernig Drakúla greifi kom á Massena-torg í frönsku Miðjarðarhafsborginni Nice í gær þar sem hann tekur þátt í kjötkveðjuhátið. Reyndar var þetta aðeins risastór stytta af aðalsmanninum bióðsjúgandi. Þema kjötkveðjuhátíðarinn- ar að þessu sinni er aldarafmæli kvikmyndanna. Simamynd Reuter Prinsar á refaveiðum Karl Bretaprins fór meö syni sína Wilhjálm og Harrý á refaveiðar um helgina og lét sig engu varða þótt allur þorri almennings sé á móti því aö litlu prinsarnir kynnist þessari íþróttagrein bresku yfirstéttarinnar. Feðgarnir fengu þó ekki gott veður þegar þeir þeystu yfir víöan völl á fákum sínum meö öðrum veiðimönn- um því úrhellisrigning gerði þeim lífið leitt. Harrý, 10 ára, og Vilhjálm- ur, 12 ára, hafa áöur tekið þátt í refa- veiöi en þetta mun hafa verið fyrsta veiöferöin sem þeir voru með í frá upphafi til enda, klæddir í græna jakka eins og aörir veiðimenn. Ríkisarfanum er mikið í mun aö synir hans læri refaveiðar þótt and- stæöingar þeirra segi þær vera blóði drifnaroggrimmilegar. Reuter Karl rikisarfi á Bretlandi. Simamynd Reuter slíkt er metiö i New York-fylki. Refsingin yfir Ferguson verður ákveðin þann 20. mars næstkomandi. Reuter Nýrfiokksfor- maðuríPortúgal Fernando Nogueira, varnar- málaráöherra Portúgals, var kjörinn leiötogi stjómarflokks jafhaðarmanna i gær og tekur við af Anibal Cavaco Silva forsætis- ráðherra sem hafði gegnt for- mennskunni í tíu ár. Kosið var milli Nogureiras og Barrosos utanríkisráðherra. Reuter ALLT FYRIR KERAMIK Mikið úrval af forbrenndum keramikvörum, litir, glerungur, penslar, áhöld, ofn- ar og allt sem tilheyrir leirmálun og brennslu. Völusteinn hf. Faxafeni 14,108 Reykjavík Sími 588 95 05 Námskeið í málun og litameðferö 28. febrúar, 14. og 28. mars. aiura aiuia aiuia aiuia aiura aiura aiu/a aiura 0) D) Fermingartilboð Q) 0) . n.ut« 9 »' mm ~ ._ < la* ' - f / »•*!»» r- •• U otwo SÉÍ89KL ailLía NSX-400 Front surround Q) E 0) ?! E 0) Q) E 0) Qj E Q) | CD Q) H5 3-diska geislaspilari Einnar snertingar upptaka BBE kerfi fyrir tæran hljóm SUPER T-BASSI Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna KARAOKE hljóökerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi sem deyfir raddir á geisladiskum, segulbandi og útvarpi þegar sungió er með hijóðnema. Hægt er að tengja 2 hljóðnema við stæðuna 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi Einfalt segulband Fullkomin fjarstýring fyrir allar gerðir Tengi fyrir aukabassahátalara (SUPER WOOFER) Segulvarðir hátalarar með innbyggðu umhverfis hljómkerfi (Front surround) Verð áður kr. 75.580 Verð nú kr. 59.900 stgr. Raðgreiðslur til allt að 24 mán. Raðgreiðslur til allt að 36 mán. Tilallt að 36mán. s j_r D ÍXdOiO ÁRMÚLA 38 (Selmúlamegln), 105 Reykjavik SÍMAR: 31133 813177 Q) E 0) g E 0) 0) E D) Q) E Q) Q) mm E Q) aiuia aiuia áiuia aiuia aiuia aiu/a anua aiuia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.