Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Side 12
12 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Spumingin Hverju spáir þú um kosn- ingarnar í vor? Oddur Hannesson verkstjóri: Ég þori voðalega lítið að segja um það. Þórhallur Guðjónsson markaðs- stjóri: Ég spái Sjálfstæðisflokknum meirihluta og að hann myndi stjórn með Framsóknarflokknum. Ragnar Sigtryggsson húsgagna- bólstrari: Ætli stjórnin haldi ekki bara velli. Pétur Guðmundsson tæknimaður: Ég hugsa að kosningamar verði tví- sýnar, það gæti brugðiö til beggja vona. Sigriður Gísladóttir húsmóðir: Æth Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur myndi ekki stjórn. Ólafur Frímannsson eftirlaunaþegi: Ég býst við að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndi stjóm. Lesendur Ástandið í þjóðfélaginu yfirþyrmandi: Þjóðflutningar til Ástralíu? Sigurður Einarsson skrifar: Það er ekki björgulegt ástandið í þjóðfélaginu eins og nú er umhorfs. Ungt fólk með börn, sem er að byrja að koma undir sig fótunum á sviði búskapar og húsnæðis, er afar illa sett, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nema fyrirvinna og jafnvel maki hafi sameiginlega hátt á annað hundrað þúsund krónur í laun. Og það er sannanlega algjört lágmark, t.d. ef höfð eru í huga hjón með, segj- um 2 eða 3 böm. Verkfall er í aðsigi, ekki bara hjá kennurum heldur líka um allt þjóðfé- lagið meðal allra launþegastétta. Þetta hrellir mann eins og mig og fleiri sem byggjum lífið á því að geta unnið fullan vinnudag alla virka daga og stundum meira. Og hvað á maður að gera ef af verkfalli verður? Ekki duga mér hlutagreiðslur frá mínu stéttarfélagi - einhverjar sára- bætur. Ég mun einfaldlega ekki lifa það af að fara í verkfall vikum saman og næ mér eflaust aldrei upp aftur með greiðslur aíborgana, matarkaup og skyldugreiðslur af rafmagni, hita, síma o.þ.h. Á mínum vinnustað hefur ástandið verið rætt af okkur vinnufélögunum. Sumir þeirra hafa gengið svo langt að kanna hvort ekki séu enn fyrir hendi möguleikar á að flytjast af landi brott, þangað sem menn á góð- um aldri geta fengið vinnu við sitt hæfi. í eina tíð var það Ástralía sem freistaði margra og þá komu hér ag- entar eða umboðsmenn áströlsku stjórnarinnar til að greiða fyrir flutn- ingum fólks þangað. Sumir á mínum vinnustað eru nú að kanna þetta mál að nýju og hafa skrifað út og beðið um upplýsingar þar að lútandi. Ég er helst á því aö fleiri en vinnu- félagar mínir séu að hugsa eitthvað í þessa veru. Ég og íjölskylda mín myndi t.d. ekki hika við að flytjast úr landi væri öruggt að geta fengið stöðuga vinnu í landi þar sem slíkt ástand og hér ríkir er ekki landlægt. Það er engin framtiö í svona ástandi ár eftir ár. Og aldrei talað um annað en íjármálavandræði einstaklinga eða ríksins. - Það er leitt til þess að vita að líklega er að skapast hér ástand sem leiðir til þjóðflutninga á ný - til Ástralíu eða annað þar sem fólk getur búist við betra lífi en hér. Leiðir ástandið hér til þjóðtlutninga? - Á slóðum sólar og sumars; frá borginni Sidney. ísland - Danmörk: 300% munur á launum Sigurbjörn E. Guðmundsson skrifar: I nóv. sl. rakst ég á grein í danska blaðinu Berhngske Tidende um launaþróun sl. 10 ár. í greininni eru talin upp laun 50 starfsstétta, eins konar þverskurður af dönsku launa- kerfi. Marga mun hafa rekið í roga- stans við lesturinn. Ég tek nokkur dæmi. - Allar tölur í ísl. krónum. Mánaðarlaun kassadömu (hjá rík- inu) 209 þús. kr. - Smiðir og hand- verksmenn (ríkið) 221 þús. kr. - Hjúkrunarkonur 220 þús. kr. Ræsti- tæknir (ríkið) 178 þús. kr. - Skrif- stofustúlka (ríkið) 209 þús. kr. - Verkamenn (ríkið) 188 þús. kr. - Starfskonur í fiskiðnaði 183 þús. kr. - Póstburðarmaður 194 þús. kr. - Ungur læknir 369 þús. kr. - Yfirlækn- ir 519 þús. kr. - Blaðamaður 314 þús. kr. - Bílstjóri 207 þús. kr. - Kennari 252 þús. kr. - Bankastarfsm. 226 þús. kr. - Forstjóri 529 þús. kr. - Bakari 238 þús. kr. - EDB forritari 291 þús. kr. - Ráðuneytisstjóri 717 þús. kr. Þjóðartekjur Dana, B.N.P. $ 17813, ísland $ 17801. - Væri nú ekki ráðlegt á kosningaári aö spyrja þingmenn hér hvernig standi á þessum endem- um? Eða þá hvemig skiptingin sé á þjóðarkökunni. Danskur þingmaður hefur 354 þús. kr. á mánuði, þ.e. laun tæplega tveggja ræstitækna. Sá ís- lenski hefur 178 þús. kr. eða laun 3,18 ræstitækna. Nú segja einhveijir að skattar séu miklu hærri í Danmörku en á íslandi. - Staðreyndin er sú að miðað við 200 þús. kr. mánaðarlaun og skuld í íbúð, jafngildi húsbréfa- láns þá borga menn lægri skatt í Danmörku (vextir, lífeyrissj. stéttar- félagsgj. o.fl. frádráttarbært til skatts). Það er hálf öld siðan við losnuðum við yfirráð Dana. Værum viö enn undir Dönum býst ég við að íslend- ingar töluðu hátt um arðrán, kúgun og „þriðjungslaun" á við herraþjóð- ina. Helmingi betra kjöt af heimaslátruðu Kristín Helgadóttir skrifar: Heimaslátmn sauðfjár er orðin viðtekin og sjálfsögð enda er hún ekki ólögleg. Sannleikurinn er hins vegar sá að fólk hefur komist að því af reynslu sinni að kjöt af heima- slátmðu er helmingi betra en það sem kemur frá sláturhúsunum, hveiju sem þaö má þakka. - Kjötiö er bæði meyrara og bragðmeira en kjöt úr slaturhúsunum. Hvað viðvíkur sölu á kjöti af heimaslátruðu er þaö að segja að ekki er nokkur von til þess að hægt verði að koma í veg fyrir hana á DV áskilur sér rétt tilaðstytta aðsend lesendabréf. CERTIFICAT DE GARANTIE ET D'ORIGINE 07221 frarnl.) . (hlmillsf.) slóturhósSdcOi'A cofnmoiclaUsé pv_ söluoðili Contrðlépv: Pour ioui«« tielMinillem. M'lðntiir é OuiUiM fnnto II. rul Volniy. rxoi Pltlt. Með afurðunum fylgir sérstakt skir- teini um uppruna og ábyrgð. meðan kjötið gengur gegnum ferli „kerfisins" (sláturhúsin, geymslu- og dreifingaraðila og loks smásala). Best væri auðvitað að opinberir aöií- ar kæmu hvergi nærri sauðijárslátr- un nema til eftirlits með hreinlætis- aðstæðum á sláturstaö. í góðum landbúnaðarlöndum eins og í Frakklandi keppa framleiðendur um sölu sinnar eigin framleiðslu. Með afurðunum fylgir sérstakt skír- teini sem greinir frá framleiðanda, slátrunardegi, aldri dýrsins við slátr- un og söluaðila. Svona skírteini sem fylgja afurðunum kallast á frönsku „Certificat de Garantie et d’Origine" (uppruna- og ábyrgðarskírteini). Að þessu ættu íslenskir bændur að stefna. Þeir stæðu þá styrkari fótum gagnvart bákninu sem vfll leggja hömlur á heimaslátrun. DV Aðildin að ESB: Vitlausfspurt Kristinn Sigurðsson skrifar: Það er athyglisvert að þeír ágætu menn sem stjórna skoð- anakönnunum um aðíld að ESB, spyija bara beint: Ert þú með aöild að ESB eöa á móti? - Svörin eru samkvæmt því. Það ætti að kynna fólki kosti og galla aðildar, t.d. hættunaafþvíeft.d. ryksugu- togarar Spánar og Portúgals fengju veiðiheimildir. Einnig á hættuna af að leyfa erlenda fjár- festingu í fiskiönaði, svo og hættu af fijálsum vinnumarkaði innan um 20 mifljónir atvinnulausra í „sæluríkjum" ESB. - Spyrjum fólkið í skoðanakönnunum, en kynnum kosti og galla ESB-aðild- ar í leiðinni, þá fást rétt svör. Hjúkrunarfor- stjórarífríi Gísli Ólafsson hringdi: Það eru ekki allir blankir i hefl- brigðisstéttunum. Sem betur fer. Nú hafa íslenskir hjúkrunarfor- stjórar ákveðið að halda árlegan fund sinn í Danmörku í stað þess að halda hann hér heima likt og flestir aðrir. Ekki síst ef viðkom- andi starfsstétt er á launum hjá ríkinu. - En hjúkrunarforstjórar þykjast víst eins i sveit settir og ráðherrar okkar og æðstu emb- ættismenn sem láta sig ekki muna um að kría út dagpeninga fyrir sig og sína. - Það veröur fróðlegt aö frétta hvemig hjúkr- unarforstjóramir slá um sig í Danaveldi á kostnaö okkar skatt- greiðendanna. Skotsambandið -máliðleyst Cari J. Eiriksson skrifai-: Þann 15. þ.m. birtust í lesenda- dáiki skrif mín um farandbikar Skotsambandsins fyrir rifiilskot- fimi sem átti að afhenda í fyrra. Fyrir ötula framgöngu nýkjörins formanns STÍ hefur málið nú verið ieyst með því að afhenda hann hinn 16. febr. sl. Af þessu má sjá hve máttug lesendabréf DV eru. - Með Sveini Sæmunds- syni, nýkjörnum formanni STÍ, er kominn réttsýnn maður og hafi hann bestu þakkir fyrir frumkvæði sitt. Hververðurfram- kvæmdasfjóri? Anna hringdi: Margir hafa velt því fyrir sér hver ráðinn veröur i stöðu fram- kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins. Verður ráöningin líklega eitt af síðustu embættisverkum núver- andi menntamálaráöherra. Það er athyglisvert í Ijósi siðvæðinga- rumræðunnar, sem heltekið hef- ur þjóðfélagið, að fylgjast meðþví hvort ráöherra muni ráða í stöð- una eftir flokkspólitískum línum. Svona rétt fyrir kosningar mun fólk taka eftir því hvort Sjálfstæð- isflokkurinn er undir sömu sök seldur og Alþýðuflokkurinn í þessum efnum. Óvirkirspila- kassarRKÍ Agnar skrifar: Þaö er einkennflegt hve margir spilakassar Rauöa krossins, eða svokallaðir „línupottar" eru óvirkir. Þetta lýsir sér einna helst í því að ekki er hægt að spila upp á 10 krónur, heldur aðeins 50 krónur, Þetta lýsir sér þannig að ef látinn er tíkall í viðkomandi rauf, dettur peningurinn niður ónotaður. Þegar kvartað er í sjoppunum er gjaman sagt sem svo; ja, tíkallaraufin er vist orðin eitthvað slöpp. Þetta er náttúr- lega ekki viöunandi af hendi RKÍ. Kannski er þetta bara trikk til að menn noti 50 krónur fremur en 10!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.