Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 4. .MARS 1995
Fréttir
Ofanflóðasjóður má kaupa fasteignir á hættusvæðum:
Kostar milyarð að
kaupa upp 100 hús
- sjóðurinn á aðeins 130 milljónir
„Viö vitum af tilvikum þar sem
ódýrara er aö kaupa fasteignir en að
seýa upp vamarvirki. Þaö eru staöir
eins og Flateyri og Hnífsdalur auk
Súðavíkur. Þessi lagabreyting gerir
þá leið greiöari og skýrari aö hægt
sé að kaupa upp fasteignir á hættu-
svæöum,“ segir Ólafur Davíðsson
ráðuneytisstjóri. Samkvæmt breyt-
ingum á lögmn um Ofanflóðasjóö er
sjóðnum nú heimilt að kaup upp fast-
eignir á snjóflóðasvæðum sé þaö mat
sveitarstjórnar að slíkt sé ódýrara
en að setja upp snjóflóðavarnir til að
afstýra hættunni. Ólafur segir að það
þurfi aö fara fram nýtt hættumat út
frá reynslunni í Súöavik. Þá sé ljóst
að lögin geri ráð fyrir frumkvæði
sveitarstjómarmanna. Geir Zoéga,
framkvæmdastjóri Viðlagatrygging-
ar, sem hefur Ofanflóðasjóð í sinni
vörslu, segir að eignir sjóðsins nemi
nú um 130 milljónum króna. Tekjur
hans á síðasta ári hafi numið 30 mÚlj-
ónum króna. Hann segir að með nýj-
um lögum sé gert ráð fyrir að tekj-
umar fari upp í rúmar 70 milljónir
á ári.
„Sjóðurinn er svo lítill að á þessari
stundu er hann ekki undir þaö búinn
aö kaupa íjölda húsa,“ segir Geir.
Það er ljóst að yfir hundrað hús em
á hættusvæðum vegna snjóflóöa ef
allt er tínt til. Ef reiknað er með að
meðalkostnaður við kaup á hverri
eign sé um 10 mflljónir er um að
ræða einn milljarð. Miðað viö núver-
andi stöðu sjóðsins er því langt í land
að hann ráði viö að kaupa húsin.
-rt
Brunabótamat húsa Flateyringa á hættusvæði 180 milljónir:
Sú stefna að efla snjó-
f lóðavarnir í uppnámi
- íbúar vilja ekki vera annan vetur í húsum sínum
° o O&n Keilur
Ou
Flateyri
- hús á hættusvæöi -
0o„
0cSP°00
°Ooooo°c
Varnar-
garðar
aoD
o° D
Ólafstún oaO
0S%%
Goðafú
\ % W
Skóli
„Við emm eiginlega í sjálfheldu,
fjölskyldan. Húsið okkar er skemmt
en ekki ónýtt þannig að þetta er ónýt-
anleg eign. Þá er þaö á hreinu að við
munum ekki búa í því annan vetur
og því ekki gera við það. Það var
undarleg tilfinning aö fá inn um
póstlúguna álagningarseðil vegna
fasteignargjalda upp á rúm 60 þús-
und fyrir eign sem er óseljanleg og
ónýtanleg," segir Valdimar Jónsson
sem á húsið Goðatún 14 sem stór-
skemmdist í snjóflóði á Flateyri í
vetur.
Þaö sem gerir mál Valdimars veru-
lega snúið er það að húsiö er ekki
ónýtt. Þar með bætir viðlagatrygging
aðeins skemmdir en ekki allt húsið
eins og gert er við altjón. Vegna þess
að húsið er á hættusvæði er ekki
hægt að endurbyggja það, bæði
vegna þess að það er óseljanlegt og
þá getur fjölskyldan ekki hugsaö sér
að búa annan vetur á svæðinu.
„Eg hef ekki fengið nein svör neins
staðar þannig að ég veit ekki hvernig
ég á aö bregðast við þessu. Það er
þó alveg á hreinu að hvemig sem
allt fer þá fer ég ekki út í að endur-
byggja það. Frekar hirði ég þessar
bætur og skil eftir spýtnahrúguna,"
segir Valdimar.
Lagabreytingin um Ofanflóðasjóð
gerir ráð fyrir að sjóðurinn megi
kaupa upp fasteignir á hættusvæð-
um meti sveitarstjórn málið þannig
að ódýrara sé að kaupa upp eignir
en að koma upp vörnum. Verði sú
leiö vahn greiðir sveitarstjórnin 10
prósent af matsverði húsanna á móti
90 prósentum Ofanflóðasjóðs. Verði
farin sú leið að kaupa hús Valdimars
á Flateyri liggur fyrir að það sama
þarf að ganga yfir aðra íbúa þar sem
búa á skilgreindu hættusvæði. Þar
er um að ræða 16 íbúðir að bruna-
bótamati 180 milljónir króna. Kristj-
án J. Jóhannesson, sveitarstjóri á
Flateyri, segir að fyrir fjórum árum
hafi hreppsnefndin ákveðiö aö leggja
áherslu á vamirnar en nú sé komin
upp önnur staða.
„Það er veriö að endurvinna skipu-
lagið og skoða vamarþáttinn. Sú
stefna, sem mótuö var fyrir fjórum
áram, er nú í uppnámi þar sem íbú-
amir vilja nú fara af hættusvæð-
inu,“ segir Kristján.
-rt
Hlutur Þróunarsjóðs í Gunnarstindi hf.:
Á annað hundrað for-
kaupsréttartilboð
- frá Breiðdalsvik og Stöðvarfirði
„Okkar markmið er að seija, burt-
séð frá því hver kaupir. Hlutverk
stjómar Þróunarsjóðs er að losa sig
frá þessum rekstri og meö þessu fá
heimamenn tækifæri til þess að
stjóma þessu,“ segir Hinrik Greips-
son, framkvæmdastjóri Þróunar-
sjóðs en stjórn sjóðsins hafa borist
146 forkaupsréttartilboð frá bæði
Stöðfirðingum og Breiðdælingum í
hlut sjóðsins í Gunnarstindi hf.
Eins og DV hefur skýrt Jrá hafa
íbúar á Breiðdalsvík eldað saman
grátt silfur um langa hríö vegna sam-
eignar sinnar, Gunnárstinds hf.
Stöðvarhreppur bauð i 32 prósenta
hlut Þróunarsjóðs í fyrirtækinu og
hefði þar með náð undirtökunum ef
ekki hefði komið til aö Breiðdælingar
ákváðu að neyta forkaupsréttar og
bárast 68 tilboð frá þeim. Þegar þaö
lá fyrir ákváðu Stöðfirðingar einnig
að neyta forkaupsréttar og hafa nú
68 tilboð borist þaðan.
Aö sögn Hinriks er kaupverö rúm-
ar 38 miUjónir. Það virðist því liggja
fyrir að nágrannamir muni áfram
berjast og þaö eina sem hefur breyst
er það að Þróunarsjóöurinn er laus
við sinn hlut og sameiginlega era
íbúar á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði
38 miiljónum fátækari.
-rt
.' ^ 'Z i
4.S * :Æ jf.fcpU
Frá Flateyri. Fremst á myndinni eru húsin við Ólafstún og Goðatún. íbúarn-
ir vilja ekki búa annan vetur við ógn snjóflóðahættunnar. Það hvílir þvi sú
krafa á Ofanflóðasjóði að kaupa húsin. Vandinn er bara sá að sjóðurinn á
aðeins 130 milljónir en húsin kosta 180 milljónir.
ísafiörður:
Látum reyna á vilja sjóðsins
„Við áttum fund með Hnífsdæling- ins til að kaupa upp eignirnar. Fyrst
um og þar kom fram skýr vilji þeirra þurfum við þó að vinna ákveðna
til að fara þá leið að Ofanflóðasjóður heimavinnu ,“ segir Kristján Þór
kaupi húsin. Við höfum tekið þá Júhusson, bæjarstjóri á ísafirði.
ákvörðun aö láta reyna á vilja sjóðs- -rt
Hæstiréttur tók mið
af misgjörðum Stein-
gríms Njálssonar
Hæstiréttur staðfesti í fyrradag
nýlegan tímamótadóm Héraðsdóms
Reykjavíkur þar 'sem ungur maður,
sem Steingrímur Njálsson misnotaði
þegar hann var á bamsaldri, fékk
skilorðsbundna fangelsisrefsingu
fyrir aö hafa tekið ung börn upp í
bíl sinn og haft í frammi kynferðis-
lega tilburði fyrir framan þau.
Maöurinn var á hinn bóginn, eins
og í héraðsdómi, dæmdur til að sæta
sérstakri umsjón yfirvalda í tvö ár á
skilorðstímanum. Tiinefni ríkissak-
sóknari ekki sérfræðing er Fangels-
ismálastofnun gert að hafa eftirlit
með framkvæmd umsjónarinnar og
veita unga manninum þá félagslegu
þjónustu sem stofnunin hefur tök á.
Niðurstaða sálfræðings í máhnu
var sú aö sennilegt væri að kynferð-
isbrot mannsins tengdust tiifinn-
ingatogstreitu hans frá því að hann
varð fórnarlamb Steingríms Njáls-
sonar - þaö hefði vafaiaust markað
djúp spor í sálarlíf mannsins að hafa
orðið fómarlamb hans.
Rannsóknir á kynferðisbrota-
mönnum sýna aö meirihluti þeirra
hefur oröið fyrir kynferðislegu of-
beldi í æsku, að sögn sálfræðingsins
- fylgni sé á milli þess að verða þol-
andi og síðan gerandi. Miklu máh
skipti að kynferðisbrotamenn séu
meðhöndlaðir. -Ótt
Formsatriði að fylla skipið
„Það er nánast formsatriði að
mæta á miðin og fylla. Skipin koma
bara og afgreiða sig á nokkrum tím-
um,“ segir Láras Grímsson, skip-
stjóri á loðnuskipinu Júpíter ÞH í
samtali við DV í gær. Þeir á Júpíter
vora þá að enda viö aö innbyrða 1300
tonn af loðnu og það tók þá aðeins 6
klukkutíma.
Loðnan er nú komin fyrir Reykja-
nes og eru á bilinu 10 tn 20 prósent
hennar þegar búin að hrygna. Búist
við að hrognataka hefjist um helgina.
Alls hafa borist á land tæp 210 þús-
und tonn á vetrarvertíðinni.
-rt