Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 7
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
7
dv Fréttir
Afkoma Landsbankans 1994:
Tveir milljarðar
voru afskrif aðir
Ársfundur Landsbankans fyrir ár-
ið 1994 var haldinn í gær. Þar kom
fram að hagnaður bankans var 21,6
milijónir, að teknu tilhti til óreglu-
legra rekstrarliða. Þetta er helmingi
verri afkoma en árið 1993 þegar
hagnaðurinn nam 42 milljónum
króna. Forráðamenn bankans telja
þetta viðunandi niðurstöðu miðað
við að ríflega 2 milljarðar voru lagðir
á afskriftareikning útlána á síðasta
ári sem stóð í 4,7 milljörðum í árslok.
Það markmið bankans að minnka
eignir til að auka eiginíjárhlutfall,
svokallað BlS-hiutfali, tókst á árinu.
Heildareignir voru 102 milljarðar í
árslok og minnkuðu að verðmæti um
5,6% frá 1993. BlS-hlutfallið var
9,64% og hefur aukist stöðugt frá
1992. Eigið fé bankans nam 5,9 millj-
öröum í árslok. Vaxtamunur hélst
nær óbreyttur frá ’93 og er enn
minnstur í Landsbankanum.
Nokkur minnkun varð á bæði inn-
og útlánum. Útlán minnkuðu um 5,6
milljarða og námu 83,6 milljörðum.
Innlán og verðbréfaútgáfa voru um
69 milljarðar og minnkuðu um 700
milljónir milli ára.
Þrátt fyrir tilkomu debetkorta og
breytingar á þjónustugjöldum stóðu
þjónustutekjur LandsbankanS í stað.
Launakostnaður var lækkaður,
þriðja árið í röð.
Unnur Sigurðardóttir. DV-mynd BG
Sterkasta kona íslands:
Átta berjast um
titilinn
Keppnin um sterkustu konu ís-
lands fer fram i Kringlunni og Laug-
ardalshöll í dag. Að þessu sinni taka
átta stúlkur þátt í keppninni og verð-
ur spennandi aö sjá hvort einhver
hinna sjö stúlkna getur slegið Unni
Sigurðardóttur, sigurvegara síðast-
liðin tvö ár, út. Fyrsta keþpnisgrein-
in verður í Kringlunni kl. 12 en þá
hlaupa keppendur á milli fiskikara
með 40 kg sekk, 40 kg tunnur, dekk
og 80 kg karlmann. Klukkan 15 fær-
ist keppnin í Laugardalshöllina.
Leiörétting:
Tugir þúsunda ekki tíu
í DV í gær var sagt að hjúkrunar-
fræðingar ‘ yrðu fyrir 10 þúsunda
króna skerðingu yrði sérsamningum
sagt upp og samið um tveggja þrepa
staðaruppbætur á afskekktustu
sjúkrahúsunum á landinu. Þetta er
rangt. Skerðingin getur numið
nokkrum tugum þúsunda króna og
er beðist velvirðingar á þessum mis-
tökum. Um misheyrn hjá blaða-
manni var að ræða.
K'micllt'giö lambalæri
i apfx-Hui' <tf*
UPPSKRIFTASAMKEPPNI
VIÐ LEITUM AÐ
BESTA EFTIRRÉTTINUM
Matreiðsluklúbbur Vöku-Helgafells, Nýir eftirlætisréttir,
efnir til samkeppni þar sem leitað er að besta eftirréttinum.
Sendu okkur spennandi uppskrift þarsem notað er hráefni m.a. frá Nóa-Síríusi og. Mjúkís
frá Kjörís og þú átt möguleika á að vinna glæsilega ferðavinninga!
Eina skilyrðið er að uppskriftin hafi ekki birst áður á prenti.
/ Fylgist með keppninni í DV og á Bylgjunni.
Skilafrestur rennur út föstudaginn 17. mars.
■'•'.Vn
•nntu
l.YERÐLAUN:
„VOR í PARÍS." Ferð fyrir tvo til
Parísar með gistingu og íslenskri
fararstjórn! Sælgætiskarfa frá
Nóa-Síríusi og Stóra bakstursbókin.
2.-3. YERÐLAUN:
Ferð fyrir einn til Parísar. Gisting
í hjarta borgarinnar og íslensk
fararstjórn. Sælgætiskarfa frá
Nóa-Síríusi og Stóra bakstursbókin
lúön
“fPeru,sfcjj
4.-10. VERÐLAUN:
Sælgætiskarfa full af góðgæti frá
Nóa-Síríusi og Stóra bakstursbókin.
Utanaskriftin er:
NÝIR EFTIRLÆTISRÉTTIR
„Eftirrétlasainkeppiii“
Síðumúla 6, 108 Reykjavík.
Bréfasími: 568 9733
<^SsO
^NYIIU-
rettTr
DV
FLUGLEIDIR
KYNNING A
OS/2
STYRIKERFINU FRA
*ííáLí%Uí‘ CLéLLLéLvl LL
Nýherji stendur fyrir kynningu á OS/2 WARP stýrikerfinu frá IBM
í versluninni Skaftahlíð 24 laugardaginn 4. mars kl. 11.00 og 13.00.
Komið og kynnist öflugasta Internet tengimáta sem völ er á !
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 569 7700
Alltaf skrefi á undan