Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
I Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
f Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
, FAX: (96)11605
, Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 1 50 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Kvóti gengur í ættir
Ríkisendurskoðun telur, að erfmgjum sægreifa beri
að greiða ríkinu erföaskatt af kvóta þeirra. Þannig hefur
opinber stofnun fyrir sitt leyti ákveðið, að kvóti fiski-
skipa sé svo langvinnur, að hann geti gengið í ættir sæ-
greifa. Hér hugsar stofnunin í áratugum og öldum.
Sýslumannsembættið í Reykjavík hafði óskað eftir álit-
inu vegna erfðamáls hjá skiptaráðanda. Ríkisendurskoð-
un byggir álitið á dómi Hæstaréttar frá árinu 1993. Dóm-
stóllinn komst þá að þeirri niðurstöðu, að keyptur kvóti
skips skuh talinn til skattskyldra eignarréttinda.
I ljósi álits Ríkisendurskoðunar og niðurstöðu Hæsta-
réttar er lítið mark takandi á fullyrðingu formanns Fram-
sóknarflokksins og hugmyndafræðings kvótakerfisins,
að þetta feli ekki í sér eignarhald, af því að hvenær sem
er sé hægt að taka afnotarétt kvótans af sægreifunum.
Ríkisendurskoðun, Hæstiréttur og formaður Fram-
sóknarflokksins geta reynt að gera formlegan greinar-
mun á eign og afnotarétti. Fólki úti í bæ er hins vegar
ljóst, að svokallaður afnotaréttur, sem gengur út yfir
gröf og dauða, er orðinn að óformlegum eignarrétti.
Stuðningur Ríkisendurskoðunar við þetta þjóðhættu-
lega mál er alvarlegri en frumvarp ríkisstjórnarflokk-
anna í desember síðasthðnum um, að sægreifum sé heim-
ilt að veðsetja kvóta, þótt þeir eigi hann ekki formlega
séð, heldur hafi bara af honum margnefndan afnotarétt.
Að baki veðsetningarheimildar og erfðaskatts er pen-
ingafíkn íj ármálaráðuneytisins, sem tekur gróða hðandi
stundar fram yfir varanlega íjárhagsmuni ríkisins fyrir
hönd þjóðarinnar. Fíkn ráðuneytisins hefur sézt í ýmsum
myndum á kjörtímabilinu, jafnvel í bamaskatti.
Á allra síðustu dögum þingsins skehti ríkisstjómin
óvænt fram tihögu að stjómarskrárgrein, sem herti á
þjóðareign íslendinga á auðhndum hafsins. Þetta átti að
heita efnd á gömlu loforði. Forsætisráðherra tók sérstak-
lega fram, að ekki væri ætlazt til afgreiðslu málsins.
Ríkisstjóm og Alþingi hafa staðið sig iha í málinu.
Smám saman er afnotaréttur sægreifa af auðhndum hafs-
ins að breytast í eignarrétt, meðal annars fyrir thsthh
opinberra stofnana, án þess að gerðar séu pólitískar ráð-
stafanir th gagnsóknar og endurheimta á eignarréttinum.
Þjóðin missir auðlindimar með sama framhaldi. Þess
vegna verður að stinga við fótum. í stjómarskrána þarf
að setja skýrt og auðskhjanlegt ákvæði, sem gerir Hæsta-
rétti og Ríkisendurskoðun ókleift að túlka afnotarétt
kvótans á þann hátt, sem þessar stofnanir hafa gert.
Þetta ákvæði stj ómarskrárinnar þarf um leið að túlka
í sérstökum lögum, sem taki á tæknhegri útfærslu þess.
Þar sé meðal annars lagt blátt bann við veðsetningu
kvóta og erfðaskattheimtu af kvóta, hvort tveggja að
gefnu thefni. Þjóðin þarf að fá þessi mál á hreint.
Sennhega verða einhverjir th að lofa shku í kosninga-
baráttunni og jafnvel í stjórnarsáttmála eftir kosningar.
Reynslan af núverandi ríkisstjóm og þingmönnum þessa
kjörtímabhs er því miður ekki slík, að það lofi góðu um
þjóðareignina hjá næstu ríkisstjóm og næsta Alþingi.
Mestar líkur em á, að sægreifaflokkamir tveir, Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafi eftir kosningar
einir styrk th að mynda saman tveggja flokka ríkis-
stjóm. Hún mun hvar sem er og hvenær sem er taka
hagsmuni sægreifa fram yfir hagsmuni þjóðarinnar.
Kvótasinnar þeirrar ríkisstjómar munu hengja sig í
orðhenghshátt um, að afnotaréttur, sem nær út yfir gröf
og dauða, sé í rauninni ahs enginn eignarréttur.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 4..MARS 1S95
Pablo Chapa saksóknari sagði „stjórnmálahagsmuni" búa að baki morðinu á Ruiz Massieu og þótti þar
sveigja að báðum Salinasbræðrum, Carlosi, sem hér sést á forsetadögum, og Raul sem situr í varðhaldi fyrir
að brugga banaráðin.
'amen
e fmr mo
sökum í Mexíkó
Byltingarsinnaði stofnunarflokk-
urinn (PRI) hefur ráðið Mexíkó síð-
an 1929. Á valdatíma alþýðu-
sinnans Cardenás forseta árin 1934
til 1940 reis hann undir nafni en
síðan hefur flokkurinn orðið að
valdavél sem beitt hefur tökunum
á ríkisvaldinu til að dreifa fé og
áhrifum til máttarstólpa vítt og
breitt um þjóðfélagið um leið og
tryggð eru forréttindi þess hóps
sem fer með forustu flokks og ríkis-
stjómar á hverjum tíma.
Nú er sk’yndilega allt i uppnámi
hjá PRI. Nýkjörinn forseti, sem
valinn var til framboðs eftir að
annar sem áður var kominn í fram-
boð var skotinn á kosningafundi,
gerir sig líklegan til að standa við
fyrirheit um aö segja skihð við
leynd og yfirdrepsskap fortíðarinn-
ar. Því til sannindamerkis situr
bróðir fyrirrennara hans á forseta-
stóli í varðhaldi, sakaður um að
vera valdur að öðru pólitísku
morði í flokksforustunni.
Þetta gerist samtimis því að
stjórn á fjármálum Mexíkó er kom-
in í bandaríska gjörgæslu. Hún er
skiiyrði fyrir 47,5 milljarða dollara
lántökuheimild Mexíkó til handa
til að forðast greiðsluþrot ríkis-
sjóðs landsins í kjölfar gengishruns
peso eftir að fjármálastjórn var
trössuð fram yfir kosningar.
Eitt hróplegasta dæmið um véla-
brögð PRI í kosningum gerðist 1988.
Fyrstu tölur frá Mexíkóborg sýndu
mikla yfirburði vinstri-frambjóð-
andans Cuauhtémoc Cardenás,
sonar forsetans á fjórða tug aldar-
innar. Þá var kunngert að tölvur
landskjörstjómar hefðu hmnið og
frekari atkvæðatölur birtust ekki í
tvo sólarhringa. Síðan var tilkynnt
kjör frambjóðenda PRI, Carlos Sa-
linas de Gortari, með miklum yfir-
burðum. Seinna var kjörgögnum
eytt.
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
Þrátt fyrir þetta gerðist Salinas
með tímanum vinsæll forseti, eink-
um fyrir að rjúfa gamlar hefðir
flokks síns. Hann losaði um við-
skiptahömlur og tók upp einka-
væðingu ríkisfyrirtækja. Með því
að halda peso stöðugum gagnvart
Bandaríkjadollar tókst honum að
laða að bandarískt íjármagn, bæði
til fjárfestingar í atvinnulífi og til
kaupa á mexíkönskum ríkis-
skuldabréfum með háum vöxtum.
Þessu fylgdi hagsveifla upp á við
og hámarkið var stofnun Fríversl-
unarsvæðis Norður-Ameríku með
Bandaríkjunum og Kanada.
En þegar Salinas valdi til forseta-
framboðs eftir sig Luis Donaldo
Colosio Murrieta, tilþrifamikinn
stjórnmálamann sem boðaði enn
frekara fráhvarf frá flokksræði
PRI, kom afturkastið. Colosio var
skotinn á kosningafundi í Tijuana.
í staðinn var valinn-forsetafram-
bjóðandi Ernesto Zedillo, snjall
hagfræðingur en enginn ræðuskör-
ungur. Mánuði eftir kjör hans, í
kosningum sem þóttu tiltölulega
heiðarlegar á mexíkanskan mæli-
kvarða, var framkvæmdastjóri
PRI, tilvonandi þingflokksformað-
ur og kunnur umbótasinni, Franc-
isco Ruiz Massieu, skotinn á götu
í Mexíkóborg.
Um síðustu helgi kunngerði An-
tonio Lozano, saksóknari í Mexíkó-
borg, að ljóst væri að morðið á
Colosio forsetaefni 23. mars hefði
alls ekki verið verk eins geðsjúks
manns eins og látið hafði verið í
veöri vaka. Hann hefði verið hæfð-
ur tveim skotum, sínu úr hvorri
átt. Embættismenn stjórnar Sa-
linas hefðu þar að auki afbakað
sönnunargögn, virt þýðingarmikla
vitnisburði að vettugi og látið ýmsa
grunaða sleppa. Ekki væri vafi á
að um víðtækt samsæri hefði verið
að ræða.
Á þriðjudag bætti svo annar sak-
sóknari um betur þegar hann til-
kynnti að Raul Sahnas, bróðir fyrr-
verandi forseta, hefði verið hneppt-
ur í varðhald grunaður um að hafa
lagt á ráðin um að myrða Massieu
28. september. Raul er maður fjáð-
ur og í hópi þeirra valdamanna í
PRI sem ekki mega til þess vita að
gamla valdakerfið leysist upp.
Ekki leikur vafi á að Zedillo for-
seti hefur lagt blessun sína yfir
þessar uppljóstranir. Ljóst er að
með því slær hann tvær flugur í
einu höggi: Hann fylkir bak við sig
þeim íjölda Mexíkómanna sem
vonast til að alvara verði úr að
stokka upp stirðnað og spillt stjórn-
málakerfi. Þar að auki eru tíðindin
slík að þau eru til þess fallin að
draga athygli frá efnahagsöröug-
leikunum sem yfir Mexíkó ríða.
Þeir eru líka fyrst og fremst af
völdum Salinas sem lét dragast úr
hömlu að leiðrétta of hátt skráð
gengi peso af kosninaástæðum
þangað til hrun varð ekki lengur
umflúið eftir að annar forseti var
tekinn við.
Skodanir aimarra
Leikreglur þjóðaratkvæðis
„Ágreiningurinn um túlkun þjóðaratkvæða-
greiðslunnar um aðildina að Evrópusambandinu
hefur orðið til þess að nú orðið taka allir stjórnmála-
flokkarnir þátt í umræðunni um þjóðaratkvæða-
greiðslur. Norska þjóðin á rétt á að vita hver afstaða
þingmanna á þinginu er til slíkra atkvæðagreiðslna.
Nú verða þingmenn að bretta upp ermarnar og sjá
til þess að leikreglurnar séu klárar þegar kemur að
þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni.“
Úr forystugrein Nationen 2. mars.
Pólitísk mistök í Sómalíu
„Það var ekkert í sambandi við hugmyndina eða
hinn góða vilja sem fór úrskeiðis í Sómalíu, heldur
var það framkvæmdin sjálf. Hvort vel heppnað starf
í þágu mannúðar muni ná aö breiða yfir öll hin póli-
tísku mistök, sem gerð voru, mun á endanum verða
undir því komið hvort Sómalir, sem eru nú einir á
báti aö nýju, velji friðinn eða haldi áfram að berjast."
Úr forystugrein Washington Post 2. mars.
Fíkniefni og byssur
„Mjög mikilvægt er að efla þá skotvopnalöggjöf sem
þegar er í gildi landinu og takmarka aðgang fólks
að skotvopnum og einnig að koma í veg fyrir sölu
þeirra á ólöglegum mörkuðum. Það þarf að leggja í
það minnsta jafn mikla áherslu á þetta mál eins og
fíknefnamálin. Fíkniefni og byssur saman eru dauða-
kokkteill. Bandaríkjamenn hafa verið mjög upptekn-
ir af fíkniefnavandanum en að mestu litið fram hjá
hinu vandamálinu."
Úr forystugrein Los Angeles Times 28. febr.