Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 15 Irvingar til íslands íslendingar hafa árum saman rif- ist um kosti og galla erlendrar fjár- festingar hér á landi. Nægir þar aö minna á þau hörðu pólitísku átök sem urðu á sínum tíma um álver svissneska risans Alusuisse í Straumsvík og stofnun járnblendi- verksmiðunnar á Grundartanga í samvinnu við erlend fyrirtæki. Þótt margir hafi gegnum tíðina óttast áhrif fjársterkra útlendinga í íslensku atvinnulífi er staðreynd- in auðvitað sú að þessar tvær verk- smiðjur eru í reynd einu dæmin um verulega erlenda fjárfestingu hér á landi. Áhugi útlendinga á að setja peningana sína í íslensk fyrir- tæki hefur fram til þessa verið afar takmarkaður. Nú horfir hins vegar til mikil- vægra þáttaskila í þessu efni - ef kanadíska stórfyrirtækið Irving Oil gerir alvöru úr þeim áformum sínum að hefja starfsemi hér á landi. Það yrði nefnilega í fyrsta sinn sem útlendingar legðu veru- .• legt fé í atvinnurekstur hér á landi til annars en að nýta tiltölulega ódýra orku faUvatnanna. Ákvörðun Irving-manna er því afar þýðingarmikil fyrir íslendinga - ekki sist í ljósi þess að reynsla þeirra kann að hafa áhrif á aðgerð- ir annarra erlendra stórfyrirtækja á næstu áratugum. Takist Irving- mönnum vel upp mun það vafalítið vekja áhuga fleiri fjársterkra er- lendra aðila. Fari tilraun þeirra hins vegar út um þúfur gæti það orðið til þess að útlendingar af- skiáfuðu ísland sem æskilegan fjár- festingarkost, að minnsta kosti ut- an orkugeirans. Öflugtfjölskyldu- fyrirtæki Irving Oil er hluti af fyrirtækja- samsteypu sem er í eigu Irving- Qölskyldunnar í Kanada. Löng hefð er fyrir umfangsmikilli starfsemi hennar í New Brunswick sem er efnahagslega öflugt svæði þar í landi. Hin síðari ár hefur samsteypan svo fært út kvíarnar - fyrst í vest- urátt til Quebec í Kanada, þá suður með austurströnd Bandaríkjanna til fylkjanna á Nýja Englandi (Ma- ine, New Hampshire), og svo nú síðast yfir Atlantshafið með ísland sem fyrsta viðkomustað. Samkvæmt úttekt bandaríska fjármálatímaritsins Forbes á síð- asta ári var Irving-íjölskyldan með þeim allra auðugustu í heiminum. Hrein eign Irvinga var tahn nema sem samsvarar hátt í þrjú þúsund milljónum íslenskra króna! K.C. Irving hét sá sem byggði upp þetta mikla veldi. Hann var kunnur áhrifamaður í kanadísku atvinnu- lífi um áratuga skeið en lést árið 1992. Synir hans þrír, James, Jack og Arthur, tóku við stjórn samsteyp- unnar. Þeir eru allir á sjötugsaldri og hafa leitt syni sína til áhrifa. Samkvæmt kanadískum heimild- um stýrir sá elsti, James, risa- vöxnu fyrirtæki á sviði skógar- höggs og tréiðnaðar, JD. Irving Ltd. Jack fer með stjóm St. John Ship- building Ltd. sem er afar stórtækt í skipasmíði. Hann stýrir einnig í samvinnu við James útgáfufyrir- tæki Irvinga - New Brunswick Pubhshing Co. Það er hins vegar Arthur sem ræður yfir olíuveldi fjölskyldunnar - Irving Oil - sem er eitt af öflug- ustu svæðisbundnu olíufyrirtækj- um Vesturheims og annast flutn- inga, hreinsun, vinnslu og sölu í ohu, bensíni og skyldum vömm. Þetta er sá angi Irving-veldisins sem nú hyggst teygja arma sína tíi íslands. Breyttviðhorftil erlendra fjárfestinga Það hefur verið mjög forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum hér innanlands við sókn Irvinga inn á íslenskan markað. Umræðan er lýsandi dæmi fyrir breytt viðhorf til erlendrar fjárfestingar. Sérstaklega athygh vekur að and- staðan við þessa „innrás" kemur fyrst og fremst frá aðilum tengdum viöskiptalífinu en ekki frá þeim sem á undanfornum áratugum hafa barist gegn erlendri fjárfest- ingu hér á landi á póhtískum for- sendum. Núverandi meirihlutí í borgar- stjóm Reykjavíkur hefur til dæmis tekið áhuga forráðamanna Irving Oil fagnandi - og eru þó í þeim hópi fuhtrúar flokka sem stundum hafa lagst eindregið gegn erlendri fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Sama á við um sveitarstjómar- menn annars staðar þar sem Ir- vingar hafa leitað hófanna. Þetta undirstrikar þá staðreynd aðíslendingar eru í auknum mæh. að átta sig á því að það hlýtur að Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri vera almenningi til hagsbóta ef er- lend fyrirtæki fást tíl að hefja rekst- ur atvinnufyrirtækja hér á landi. Ekki síst á þeim sviðum þar sem póhtísk drottnun eða fákeppni fyr- irtækja hefur í reynd komið í veg fyrir alvömsamkeppni. Þaö hefur um langt árabh átt við um mikU- væga þjónustustarfsemi svo sem olíufélög, tryggingafélög og banka- stofnanir. Viðhorfsbreytingin er ekki síst áberandi meðal ungs fólks sem fær ekki séð að það skiptí nokkru máli hvort bensínið sé flutt inn og selt á vegum Skeljungs, Esso eða Irving Oil - svo einfalt dæmi sé tekið. Enda spyrja landsmenn í vaxandi mæli fyrst og fremst um verð og gæði vöru eða þjónustu - en velta því ekki fyrir sér hver kunni hverju sinni að eiga þau hlutafélög sem standa þar að baki. Þetta er eðlileg afleiðing hins opna markað- ar þar sem hlutabréf fyrirtækja ganga kaupum og sölum, innan- lands og utan, án þess að það breyti í raun og vem nokkm fyrir neyt- andann. Reynslan Maine- búa aflrvingum En viö hverju mega íslendingar búast af Irvingum? Reynsla íbúa Maine-fylkis í Bandaríkjunum gæti þar reynst nokkur vísbending. Samkvæmt frásögnum kanad- ískra fjölmiðla urðu ýmsir til aö hrópa „úlfur, úlfur“ þegar Irving Oil fór að hasla sér völl sunnan kanadísku landamæranna fyrir nokkrum ámm. í sumum blöðum var eindregið varað við því að harðsvíraðir útlendingar væru að leggja undir sig atvinnulhið. Það em rök sem margir kannast vafa- laust við frá fyrri tíðar umræðu á íslandi. Samkvæmt áðumefndum heim- ildum heyrast slíkar raddir vart lengur í Maine eða New Hamps- hire. Irvingar hafa vissulega náð verulegri markaðshlutdeild á þessu svæði og eru orðnir mikil- vægir fyrir efnahagslíf svæðisins. Þessum árangri hafa þeir náð með því að sinna vel þörfum neytenda. Einn bandarískur viðmælandi kanadísku blaðanna orðaði það svo: „Þegar spurt er um verð er ht- ið til þeirra." Það eru góð tíðindi fyrir íslenska bíleigendur sem hafa lengi verið þurrausnir og pressaðir af stjóm- völdum, ohufélögum og trygginga- félögum. Sérfræðingar segja að Maine hafi verið eins konar prófsteinn fyrir Irvinga. Þeir hafi staðist raunina með sóma og muni því halda áfram útrás sinni „aht suður til Flórída" - svo vitnað sé til orða Arthurs Ir- vings - og svo austur um haf tíl íslands. Menn gróðans Bílhnn, sem er fyrir löngu orðinn nauðsynjatæki fjölskyldunnar, er óhemju dýr í rekstri hér á landi. Það er flestum nauðsyn að eiga bíl en lúxus að kaupa hann og reka. Íslenskir neytendur hljóta því að fagna aukinni samkeppni sem gæti eitthvað lækkað þennan hrikalega kostnað. Enginn skyldi hins vegar ætla að Irvingar hygðust nema land á ís- landi í góðgerðarskyni. Það er auð- vitað íjarri lagi. Irvingar eru að sjálfsögðu í viö- skiptum tíl að græða peninga. Það er fag sem þeir virðast kunna af- skaplega vel eins og áðumefndar tölur um hreina eign sýna. En snjallir kaupsýslumenn geta oft á tíðum bætt lífskjör almenn- ings um leið og þeir græða sjálfir. Hér innanlands er viðskiptasaga manna á borð við Pálma Jónsson í Hagkaupi og Jóhanhes Jónsson í Bónusi lýsandi dæmið um slíkt. Þeir hafa byggt upp mikið verslun- arveldi um leið og þeir hafa lækkað vöruverð til almenning langt um- fram það sem nokkrum datt í hug að væri mögulegt fyrir nokkrum árum. Irving Oil hefur þegar haft nokk- ur áhrif í þessa átt þótt engin starf- semi sé enn hafin hérlendis á þeirra vegum. Thkoma þeirra er þannig ein skýringin á þvi að Bón- us og Hagkaup era á fleygiferð að undirbúa bensínsölu til viðskipta- vina sinna, í samvinnu við eitt ohu- félaganna. Það er því augljóst að áhugi Ir- vinga á íslandi mun lækka ohu- og bensínverð th almennings. Spurn- ingin er bara hversu mikil sú lækk- un verður. Og þeim er að sjálfsögðu velkom- ið að græða á þeim viðskiptum í leiðinni, ef þeir geta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.