Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
Samstarfsmenn bankamannsins Nicks Leesons lýsa honum sem hávaðasömum kvennabósa:
Vanur að bera boss-
ann á almannafæri
„Hann var venjulegur ungur piltur
sem ákvað að koma ár sinni vel fyrir
borð. Hann var vel menntaður og er
vel máli farinn og hann er ekki af
þeirri manngerðinni sem venjulega
fer út í verðbréfaviðskipti. Þeir eru
alla jafna hávaðasamir, frakkir og
vilja láta á sér bera. Nick var ekkert
af þessu. Þau bjuggu vel en þau voru
ekki með neitt bruöl. Hann er svo
sannarlega yndælisnáungi og ég er
stoltur af honum sem tengdasyni."
Þannig lýsir prentarinn Alex Sims
tengdasyni sínum, frægasta verð-
bréfabraskara heimsins um þessar
mundir, Nick Leeson sem setti ein-
hvem virðulegasta fjárfestinga-
banka Englands á hausinn með spá-
kaupmennsku sinni.
Leeson var svo handtekinn á flug-
velhnum í Frankfurt í Þýskalandi á
fimmtudagsmorgun og bíöur eftir þvi
að þýsk yfirvöld taki afstöðu til fram-
salsbeiöni yfirvalda í Singapore.
Fullur af eldmóði
Myndin, sem margir samstarfs-
menn Leesons og þeir sem til þekktu
draga upp af honum, er ekki eins
áferðarfalleg og glansandi og sú sem
fjölskyldan lýsir.
„Hann var fullur af eldmóði. Hann
átti til að vera með læti á veitinga-
stöðum og það var ekki óþekkt að
hann gyrti niður um sig buxurnar
fyrir allra augum,“ sagði fjármála-
blaðamaður sem þekkir Nick frá
Singapore.
Nick Leeson gengur hér í fylgd þýskra lögregluþjóna eftir að hann var
handtekinn við komuna til Frankfurt frá Brúnei á fimmtudagsmorgun.
Símamynd Reuter
Einhveiju sinni kærðu nokkrar
konur hann fyrir uppátækið og sekt-
aði lögreglan hann. Þá var Nick ný-
lega vittur af krikketklúbbi Singa-
pore fyrir „óherramannslega fram-
komu“.
„Hann var fjárhættuspilari,
kvennabósi, sjarmatröll og stjarna,"
sagði einn starfsbróðir hans í bank-
anum.
Nick Leeson þénaði rúmar tuttugu
milljónir króna á ári í útibúi Barings
fjárfestingabankans í Singapore, átti
glæsilega seglskútu og bjó í ríkis-
mannablokk. Það var nánast stökk-
breyting frá kjörunum sem hann bjó
við þegar hann var að alast upp hjá
--------v-
y '&Hpílijr
>
7
L-UTSYN 99-1750
_ Sólarleikur Urval-Útsýn er
skemmtilegur leikur þar sem þú
getur unnið glæsilega vinninga. Það
eina sem þarf aö gera er að hringja
í síma 99-1750 og svara þremur
laufléttum sþurningum um sumar
og sól. Svörin við spurningunum er
að finna í fer^iæklingi
Úrvals-Útsýnar „Sumarsór.
Bóékimginn getur þú fengið hjá
ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn.
S*. ''í'
Verð 39.90 mín.
'
Glæeilegir ferðavinningar í boði fyríkbeppna pátttakendurl
• Miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. mars verður einn heppinn þátttakantmdreginn úr pottinum og
hlýtur hann 5000 króna innóorgun fyrir tvo inn á ferð til hins glæsilega sólaföæjar Marmaris í
Tyrklandi. Heildarverðmæti hvers vinnings er því kr. 10.000.
• Allir sem svara öllum þremur spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku og einnig í
aðalpottinn.
• 1. apríl kemur í Ijós hver dettur f lukkupottinn og hlýtur ævintýraferö fyrir tvo í tvær vikur til larí
ævintýranna, Tyrklands, á hinn sólríka staö Marmaris við Miöjarðarhafið.
HeMarverðmæti aðai-
vinninqe er kr. 150.000!!!
Alltaf í fararbroddi þegar
ævintýrin gerast erlendis!
/
foreldrum sínum í bæjaríbúðinni í
verkamannahverfinu Leavesden í
Watford.
Faðirinn stoltur
afNick
Faðir Nicks heitir Wilham en er
kallaöur Harry. Móðir hans hét
Anne en hún lést árið 1987. Harry
er múrari að atvinnu og að sögn ná-
granna vinnur hann hörðum hönd-
um nánast alla daga vikunnar. „Föt
hans og skór eru alltaf þakin gifsi
og hann er alltaf í samfestingnum,"
segir afgreiðslumaður í matvöru-
verslun í nágrenni heimilis Harrys.
Harry venur komur sínar í krá sem
heitir Hérinn og fastagestir þar segja
að hann sé ákaflega stoltur af syni
sínum.
Æskuheimih Nicks ber lítil merki
þess aö hafa notið velgengni hans.
Netgardínur eru fyrir öllum glugg-
um og í garðinum á bak við húsið
úir og grúir af alls kyns drash, m.a.
tveimur gömlum eldavélum og
ónýtri djúpsteikingarpönnu.
Traustur náungi
Nick fæddist þann 25. febrúar 1967
og hélt því upp á afmæli sitt á flótta
undan réttvísinni í Singapore og
Englandi fyrr í þessari viku. Hann
gekk í Parmiters-skólann í Watford
þar sem starfsfólkið var þrumu lostið
yfir fréttunum sem bárust austan frá
Singapore. Það hafði alltaf litið á
hann sem mjög ábyggilegan mann
og ekkert í ferh hans í skólanum
benti til að hann væri hneigður fyrir
fjárhættuspil.
„Hann var mjög svo ábyggilegur
og var skóla sínum til sóma,“ sagði
yfirkennarinn, Brian Coulshed.
„Það hefði aldrei hvarflað aö mér
að Nick mundi stunda svona starf
og ná langt. Nick var sæmilega efni-
legur námsmaður en ekkert framúr-
skarandi," sagði Alan Francis, fyrr-
verandi stærfræðikennari drengs-
ins.
Kannski ekki undarlegt að honum
hafi ekki fundist strákurinn frábær
námsmaður þar sem hann féh í
stærðfræði og hætti í skóla eftir
sjötta bekk.
Treystirbónda sínum
Að lokinni skólagöngu fékk Nick
Leeson starf sem aðstoðarmaður í
Coutts, sem er einn af bönkum Eng-
landsdrottningar, rétt eins og Bar-
ings. Þar var hann í tvö ár áöur en
hann gekk til liös við Morgan Stan-
ley-bankann árið 1987, sama ár og
móðir hans lést. Hann fékk síðan
starf hjá Barings árið 1992, hugsan-
lega fyrir atbeina Lisu, eiginkonu
sinnar, sem vann þá hjá bankanum.
Þau gengu í hjónaband í mars sama
ár.
Lisa sagði í gær að hún mundi
standa með bónda sínum.
„Ég treysti honum fullkomlega og
ég mun standa með honum hvað sem
á dynur,“ sagði Lisa, sem sjálf losn-
aði úr haldi þýsku lögreglunnar.
„Það var hræðilegt að skilja hann
eftir, þetta er erlent land. En það er
þó mikla betra en að sitja fastur í
Singapore. Ætli við höfum ekki sleg-
ið Karl og Díönu út af forsíöum blað-
anna.“
Harry sagöi það fjarstæðu að sonur
hans hefði vísvitandi sett bankann á
hausinn, eins og bankastjórinn hefur
gefið í skyn. „Ég trúi ekki að þeir séu
að segja að hann hafi reynt að kné-
setja bankann í meira en tvö ár. Eng-
inn tekur upp hanskann fyrir hann
en allir vinir okkar og fjölskyldan
standa meö honurn," sagði Harry.
Hvernig verðhrun á Nikkei sökkti Barinqs
Starfsmaður útibús Barings, elsta fjárfestingarbanka Bretiands, í
Singapore veðjaði og tapaði á hlutabréfaviðskiptum íTokyo
Ætlunt^O.OOO framtíðarsamningar
keyptir þegar Nikkei 225 vísitalan
Nikkei 225 vísitalan var 19,600
20.0
19.6
19.2
Í8.8
18.4
18.0
17.6
17.2
16.8
16.4
16.0
15.6
15.2
20.0
n i~f iTn-rrrr i i i i i i‘i i i i i i i i i i i rnm n i i i i i i [
Janúar Febrúar
19.6
19.2
18.8
18.4
18.0
17.6
17.2
16.8
16.4
16.0
15.6
15.2
500 1,000 £1,500m
Tap Baringsfmillj. punda)
Tap Barings
eykst
við fall
Nikkeis
Veðmálið sem kollsteypti bankanum
Starfsmaður Barings (Singapore veðjar aö Nikkei 225 veröbréfavísi- talan japanska muni hækka. Talið er að hann hafi keypt allt að 20.000 framtíöarsamninga á 200.000 dollara hvern
uny í stað þess aö hækka, lækkar vísital- an vegna áhyggna um slakt efna- hagsástand og afkomuhorfur fyrir- tækja. Starfsmaðurinn byrjar aö tapa mikið
REUTER
Yfirmönnum Barings er sagt aö
bankinn kunni aö tapa miklu fé
Barings skýrir Englandsbanka frá
vandanum
Breski seölabankinn reynir að fá
helstu fjármálastofnanir til að bjarga
Barings áöur en fjármálamarkaöir í
Asiu veröa opnaöir á mánudeginum
Enginn þeirra vill taka á sig áhættuna
af gífuriegu tapi sem enginn veit hve
mikið er. Barings fer f skiptameðferð