Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 21
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 21 Björgvin Halldórsson syngur islenska Eurovisionlagið hjá Hemma Gunn. - verður flutt hjá Hemma Gunn um „Það var leitað til nokkurra aðiia um að búa til Eurovision-lag. Björg- vin Halldórsson hefur staðið í því að mestu sjálfur. Síðan fengum við að heyra rúmlega tuttugu lög sem valið stóð um en sérstök dómnefnd var sett á laggirnar til að velja síðan eitt lag úr,“ sagði Þorgeir Gunnarsson, ritari dagskrárstjóra Sjónvarpsins, í samtali við DV. Lítið hefur heyrst af Eurovisionframlagi okkar íslend- inga þetta árið, annað en að Björgvin Halldórsson muni flytja það. Sjónvarpið mun hins vegar hafa veriö á fullu við að undirbúa keppn- ina. „Það var gerö skoöanakönnun meðal tveggja hópa, fólks sem hefur atvinnu af að starfa viö tónhst og almennings, sem gáfu lögunum stig. Það lag sem fékk flest stig verður að öllum líkindum framlag okkar til keppninnar en það er veriö að vinna viö það lag núna,“ sagöi Þorgeir. Keppnin verður þannig að sjón- varpsáhorfendur munu einungis sjá og heyra þetta eina lag sem Björgvin mun flytja í þætti Hemma Gunn, Á tali, í lok mars eða byrjun apríl. mánaðamótin Aðalkeppnin verður síðan í Dublin 13. maí en írar eru þegar farnir að vinna að undirbúningi keppninnar og ættu vart að vera óvanir, svo oft sem þeir hafa haldið hana. Að sögn Þorgeirs er íslenska Euro- visionlagið mjög frambærilegt, fjör- ugt og gott lag. Ekki vildi hann meina beint aö þetta væri týpískt júróvi- sjonlag. „Eg veit ekki hvort allir hafa sama skilning á hvað er Eurovision- lag en þetta lag er mjög frambærilegt í keppnina," sagði hann. Talsverður áhugi virðist vera á keppninni því mikið er hringt til Sjónvarpsins og spurt hvenær vinningslagið verði flutt. - En heldur Þorgeir að Björgvin muni vinna keppnina? „Nú er komið að því. Við stöndum ekki í þessu fyrir minna.“ ÚTE ;aia Einstakt tækifæri sem byðst ekki aftur! VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SELIAST m ÆajjSW un . 20-70% 4FSLÁTTUR Halogenl jós Borðlampar Lof tl j ós LjÓS&HITI Laugavegi 32 Bridge Silfurstiga sveitakeppni - til styrktar yngri spilurum Helgina 11.-12. mars verður haldin silfurstigasveitakeppni með 10 spila leikjum. Spilaðar verða 10 umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Sex leik- ir verða spilaðir á laugardeginura og 4 á sunnudeginum. Spilamennska hefst klukkan 11 báða dagana og er henni lokið klukkan 20 á laugardegin- um og mótið klárast klukkan 17 á sunnudeginum. Keppnisgjald er 8.000 krónur á sveit og rennur helmingurinn af því i verðlaunafé. Hinn helming- urinn rennur í fararsjóö fyrir yngri spilara á HM mót yngri spilara í tvímenning í Ghent í Belgíu 11.-22. ágúst 1995. Tekið er við skráningu hjá BSÍ í síma 587 9360. Bridgefélag Breiðfirðinga Kauphallartvimenningi félagsins lauk með sigri félaganna Guðlaugs Sveinssonar og Magnúsar Sverrissonar sem skoruðu 266 stigum meira en næsta par. Alls tóku 30 pör þátt í mótinu og voru spiluð 4 spil milh para, allir við alla. Lokastaða efstu para varð þannig: 1. Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 1838 2. Gunnar Karlsson-Sigurjón Helgason 1572 3. Nieolai Þorsteinsson-Logi Pétursson 1208 4. Ingibjörg Halldórsdóttir Sigvaldi Þorsteinsson 1039 5. Helgi Nielsen-Marinó Kristinsson 862 6. Páll Þór Bergsson-Sveinn R, Þorvaldsson 839 7. Anna Guðlaug Nielsenr Guðlaugur Nielsen 730 8. Einar Guðmundsson - Óskar Þráinsson 724 Næsta keppni félagsins er hraðsveitakeppni sem spiluö verður 3 næstu flmmtu- dagskvöld (2., 9. og 16. mars). Skránlng í þá keppni stendur yflr og skráð í símum 632820 (ísak) og 587 9360 (BSÍ). _______________ I • Eurovision-keppnin: Sigurlagið nær tilbúið afslátti á 500 g smjörstykkjunumi Áður 168 kr. Nú 126 kr. Notaðu tækifæríð ocj njóttu smjörbragðsms ! Þú sparar 84 lcr. á lcíló

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.