Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Side 22
22
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
Sérstæd sakamál
Deilt um
lágan reikning
Hótel Ritz í London er fyrir löngu
heimsþekkt. Þangað kemur frægt
og auðugt fólk alls staðar úr heim-
inum og enginn staður í höfuðborg-
inni bresku þykir á viö Ritz þegar
að síðdegistedrykkju kemur. Það
segir sig sjálft að á sliku hóteli vill
fólk vera vel til fara. Það vandar
ekki aðeins klæðavahð heldur
einnig hárgreiðsluna. Þess vegna
var á sínum tíma ákveðið að hafa
hárgreiðslustofu í hótelinu. En hún
þótti brátt svo sérstök að frægð
hennar spurðist út um allan heim.
Á sjöunda áratugnum var for-
stöðukona hárgreiðslustofunnar á
Ritz Patricia Langham. Því nafni
var hún þó aldrei nefnd heldur var
hún þekkt sem ungfrú Francis.
Þegar yfirstéttarkonur og konur
efnamanna ætluðu að borða eða
dansa á Ritz þótti ekki annað eiga
betur við en hágreiðsla undir um-
sjá ungfrú Francis. Meðal við-
skiptavina hennar voru margar
konur af konungsættum Evrópu.
Ekki gátu ungfrú Francis og hár-
greiöslukonur hennar annað eftir-
spuminni en það hafði aftur þau
áhrif að gera þjónustuna enn eftir-
sóknarverðari.
Góðartekjur
Ungfrú Francis, Patricia Lang-
ham, rak fleiri en eina hárgreiðslu-
stofu en engin þeirra hafði á sér
sama orð og stofan á Ritz. Hún var
svo fræg að þangað komu konur frá
Beirút, Bangkok og Brasilíu. Þá
kom einnig fyrir að útvaldir við-
skiptavinir sendu einkabílstjóra
eftir ungfrú Francis og stundum
kom fyrir að erlendar hefðarkonur
létu aka sér í Rolls Royce-bílum
rakleiðis á hágreiðslustofuna á Ritz
þegar þær komu flugleiöis til Lon-
don.
Það var því ekki að furða þótt
ungfrú Francis gæti látið eitt og
annað eftir sér. Hún fékk vel greitt
fyrir starf sitt en á móti kom þó að
hún átti lítinn tíma fyrir sjálfa sig
og var oft þreytt en það gat aftur
komið fram í skapinu... þó aldrei
við viöskiptavinina.
Allt gekk vel hjá henni fram í
apríl 1966. Þá bÚaði vatnshitari
tengdur baðherbergi hennar í
stórri og vel búinni íbúð sem hún
átti í Hampstead. Hitarinn var að-
eins ársgamall og það hafði kostað
hana allverulegt fé að koma honpm
upp. Þannig hafði hún orðið að láta
rífa allt úr gamla baðherberginu til
að koma honum fyrir.
Hringt á
viðgerðarmann
Ungfrú Francis stóð skyndilega
undir kaldri sturtunni í hinu ágæt-
lega búna baðherbergi sínu. Hún
vildi ekki hætta við, þurrka sér og
klæðast. Hún brá því um sig sloppi
og hringdi í manninn sem hafði
sett hitarann upp. John Mayes hét
hann. Hún krafðist þess að hann
kæmi án tafar og lagfærði hitarann
og það án þess að taka nokkuð fyr-
ir.
„Ég verð að fá borgað,“ sagði
Mayes þá 1 símann.
„Viö skulum sjá til.með það,“
svaraöi ungfrú Francis. „Komdu
þér hingað."
Mayes kom skömmu síðar og þá
sat ungfrú Francis inni í borðstofu
og barði fingrunum óþohnmóð í
Ungfrú Francis.
Neville Heath.
borðplötuna.
Mayes var aðeins nokkrar mínút-
ur að gera við hitarann. Hann tók
upp reikningsblokkina sína, brosti
og skrifaði reikning sem hann lagði
svo á borðið fyrir framan hár-
greiðslukonuna frægu. Upphæðin
á honum var jafnvirði fimm króna.
En ungfrú Francis reif reikning-
inn í sundur og kastaði rifrildunum
í arininn.
Reiðikastið
„Af hverju geröiröu þetta?"
spurði Mayes sem þóttist hafa kom-
ið nægilega vel til móts við kröfur
ungfrú Francis.
„Ef þú heldur að þú fáir borgað
fyrir þessa vinnu þína hlýturðu að
vera genginn af göflunum."
„Kerlingaróþokki!" hrópaði May-
es og rak henni löðrung. Ungfrú
Francis svaraði með því að sparka
’í hnéskelina á honum svo að hann
datt í gólfið. Þá tók- hún í hár hans
og hugðist draga hann út úr íbúð-
inni. Um leið hrópaði hún: „Þú
færð ekki eyri af mér.“
„Er það ekki?“ hvæsti Mayes.
Hann reis nú á fætur og greip um
hálsinn á henni. „Þá fá ég borgaö
á annan hátt." Svo dró hann ungfrú
Francis með sér inn í svefnher-
bergið.
Það kom fyrst í ljós síðar hvaö
þar gerðist.
Teikningin, nánast eins og Ijósmynd af John Mayes.
Leitin hefst
Það var ekki fyrr en daginn eftir
að rannsóknarlögreglan fékk málið
til meðferðar. Starfslið hár-
greiðslustofunnar undraðist að
ungfrú Francis skyldi ekki mæta
til vinnu og ekkert láta til sín
heyra. Þvi var haft samband við
lögregluna og nokkru síðar fór hún
að húsinu sem ungfrú Francis bjó í.
Lík hennar lá í svefnherberginu.
Hún hafði verið kyrkt með nælon-
sokk.
. Leit var gerð í allri íbúðinni.
Tæknimaöur fann loks rifrildin af
reikningnum í arninum. Ekkert
nafn var að finna á þeim þar eð
hann bafði ekki verið greiddur og
því ekki undirritaður en eyðublað-
ið var nokkuö sérstakt og var því
ákveðið að fara í prentsmiðjur og
kanna hverjir hefðu látiö prenta
svona eyðublöð fyrir sig ef vera
mætti að einhver þeirra sem þaö
höfðu gert tengdist atburðinum.
Ábendingin
Nær enginn hafði verið í húsinu
í Hampstead þegar morðið var
framið. í því voru þó allnokkrar
íbúðir. Einn íbúanna, Olive Cotton,
gat samt skýrt frá þvi að hún hefði
séð mann hlaupa frá húsinu. Rann-
sóknarlögreglumönnum til mikill-
ar undrunar gat hún gefið mjög
nákvæma lýsingu á honum.
„Hvernig geturðu veriö svona
viss um að hann líti svona út?“ var
hún spurð. „Það er óvenjulegt að
vitni séu svona eftirtektarsöm."
„Það er mjög auðvelt," svaraði
Olive Cotton. „Hann lítur nákvæm-
lega eins út og brjálaði morðinginn
Neviile Heath sem yar hengdur fyr-
ir tuttugu árum. Ég var í réttar-
salnum þegar mál hans var tekið
fyrir og gleymi aldrei andlitinu á
honum. Þegar ég sá manninn koma
hlaupandi út úr húsinu um daginn
fékk ég næstum fyrir hjartaö því
hann var alveg eins. Reyndar hélt
ég að þetta væri Neville Heath ris-
inn upp frá dauðum."
Heath myrti á sínum tíma tvær
ungar konur á Suður-Englandi en
afskræmdi síðan lík þeirra. Hann
var einnig grunaður um að hafa
myrt fimm konur í Suður-Afríku.
Upplýsingar úr
prentsmiðjunni
Lýsing Olive Cotton þótti nógu
nákvæm til þess að gera mætti
mynd eftir fyrirsögn hennar. Var
sóttur teiknari og þegar mynd hans
lá fyrir var hún send blööum.
Það var þó fyrst viku síðar að
rannsóknarlögreglan komst á
sporið. Þá fannst prentsmiðjan sem
reikningseyðublöðin komu frá og
reyndust þau hafa verið prentuð
fyrir John Mayes, þrjátíu og
tveggja ára. Þegar hans var leitaö
kom í ljós að hann hafði reynt
sjálfsvig rétt áður með því að taka
inn mikið af svefntöflum.
Þegar Mayes var handtekinn og
færður til yfirheyrslu var hann
rétt að ná sér. Það vakti þá athygli
að hann var með sár á höndinni
sem líktist ílöngu brunasári. Sér-
fræðingur lögreglunnar komst að
þeirri niðurstöðu að það gæti hann
hafa fengið er hann brá nælon-
sokknum um háls fórnardýrs síns.
Sokkurinn hefði líklega runnið til
og við það hefði myndast hiti sem
hefði valdið brunasári.
Játningin
Yfirheyrslumar yfir Mayes tóku
ekki langan tíma. Reikningseyðu-
blaðsrifrildin í arninum, sárið og
sjálfsvígstilraunin sögðu í raun
nægilega mikið til að koma á hann
sök. Hann viðurkenndi sekt sína
og nokkru síðar gaf hann Raymond
Dagg fulltrúa nákvæma frásögn á
því sem gerst hafði í íbúð hár-
greiöslukonunnar nafntoguðu
þennan örlagaríka dag og sagði þá
meðal annars:
„Hún hringdi til mín og þaö lá
illa á henni. Henni fannst hún svik-
in af því að vatnshitarinn var ný-
legur og þaö hafði kostaö hana tals-
vert fé að koma honum upp. Hún
krafðist þess að ég kæmi án tafar
og tók fram að hún myndi ekkert
greiða fyrir viðgerðina. Ég hugsaði
með mér að ég skyldi verða sann-
gjarn og þess vegna lagði ég fram
þennan lága reikning. En hún vildi
ekki borga hann. Mér fannst þaö
mikil ósanngirni en hún var slæm
í skapinu og neitaði að borga. Samt
var hún rík kona. Ég reiddist og
við fórum að slást.“
Mayes lýsti því síöan hvernig
hann löömngaði ungfrú Francis,
sem brást við með því að sparka í
hann og reyna að draga hann á
hárinu út úr íbúðinni.
„Ég missti stjórn á mér í reiði-
kastinu," sagði Mayes, „og því fór
sem fór.“
Dómurinn
Réttarhöldin vöktu mikla athygli.
Ungfrú Francis var vel þekkt og
það eitt nægði til að tryggja umfjöll-
un um morðið. Saksóknaraemb-
ættið gaf út ákæm á John Mayes
fyrir morð. Henni var síðar breytt
í manndrápsákæru en það kom þó
ekki í veg fyrir að hann fengi lífstíö-
ardóm.