Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995
43
Börn alkóhólista eiga sér engin hagsmunasamtök sem talað geta máli þeirra svo þau verða að treysta á
viðbrögð nágranna, vina og ættingja sem koma þeim til aðstoðar.
Hver gætir hags-
muna bams?
Einhverju sinni hringdi síminn
hjá Nökkva lækni seint um nótt.
Örvingluð barnsrödd var á hinum
enda hnunnar. „Ert þú Nökkvi?“
sagöi barnið. „ Já,“ sagði hann
svefndrukkinni röddu og skyggnd-
ist á útvarpsklukkuna. „Hver ert
þú?“ „Ég heiti Óh og er 8 ára. Viltu
koma honum pabba mínum í með-
ferð strax," sagði röddin, „hann
heitir Karl J. Mamma bað mig að
hringja. Hún er líka að drekka.
Pabbi er búinn að berja hana og
mig og brjóta glös og diska. Ég sit
með systur mína inni í herbergi.
Hvað eigum við að gera?“ Drengur-
inn snökti.
Nökkvi reyndi að ræða við full-
orðna fólkið en það tókst ekki.
Dauöadrukkinn pabbi sagði hon-
um að halda kjafti og móðir bað guð
að blessa hann þvoglumæltri
röddu. Nökkvi hringdi í lögreglu
og bað hana aö athuga ástand þess-
ara barna en manninum, fullum
iðrunar, kom hann til meðferðar á
Vog nokkrum dögum síðar. Lög-
reglan sagði að aðkoman heíði ver-
ið ófogur. Skelfmgu lostin börn
höfðu lokað sig í myrku herbergi
þar sem þau héldu hvort utan um
annað. Nágrannar höfðu kvartað
nokkrum sinnum yfir fylliríi og
gleöskap þessara hjóna og barna-
vemdarnefnd var með mál þeirra
til athugunar.
Nökkvi læknir hefur í starfi sínu
rekist á fjölda svipaðra tilfella; van-
rækt börn sem næturlangt hlusta
á drykkjulæti foreldra sinna; hvít-
voðungar sem hggja hlandblautir
og grátandi; glókollar með mar-
bletti í öllum regnbogans litum
sakir barsmíða. Það sem helst ein-
kennir alkóhólisma er mikið
stjórnleysi á eigin hegðun. Alkó-
hóhsti gerir og segir hluti sem oft
ganga í berhögg við eigin samvisku
og siðgæðisvitund. Þetta stjórn-
leysi hefur mikil áhrif á fjölskyldu
alkóhólista.
Fíllinn í stofunni
Fíhinn í stofunni er amerísk
barnabók, skrifuð frá sjónarhóli
barns sem liíir á heimili með alkó-
hólista. Bamið lýsir honum eins
og fil í stofunni. Fflhnn sefur stund-
um og þá verður enginn var við
hann og lífið gengur sinn vana-
gang. Hann vaknar endrum og
sinnum og er glaður og reifur og
leikur sér við krakkana og vini
þeirra. En stundum er fíllinn reið-
ur og hefur allt á hornum sér. Hann
Á læknavaMnrri
Óttar
Guðmundsson
læknir
brýtur og bramlar og jafnvel meið-
ir krakkana sem hann lék sér við
daginn áður. Enginn veit af hverju
hann reiðist eða hvenær það ger-
ist. Börnin læra að koma ekki með
vini sína heim því að fillinn getur
verið erfiður viðfangs. Það sem ein-
kennir andrúmsloftið á slíku heim-
ili er óvissa og öryggisleysi. Enginn
veit hvaö næsti dagur ber í skauti
sér.
Varnarlaus börn
Enginn er eins varnarlaus gagn-
vart alkóhóhsma og böm. Þau
skilja ekki hvað er að gerast inni á
heimihnu; af hverju pabbi eða
mamma em svona skrýtin; af
hverju þau eru lamin eða vanrækt.
Þessi börn eiga sér engin hags-
munasamtök sem talað geta máli
þeirra svo að þau verða að treysta
á viöbrögð nágranna, vina og ætt-
ingja sem koma þeim til aðstoðar.
Tahð er aö barnaverndarnefnd-
um berist um 2000 tilkynningar
árlega um alvarlega vanrækslu á
bömum. Yfirleitt er reynt að gefa
foreldrum mörg tækifæri til að
bæta sig undir einhvers konar eft-
irliti. En í sirka 100 tilfellum árlega
verður að beita þvingunaraðgerð-
um til að bjarga barninu. Þá er því
komið fyrir um tíma meðan for-
eldramir eru að átta sig. Örsjaldan
em börn dæmd af foreldrum sínum
að undangenginni rannsókn þegar
aðrar leiðir hafa verið þrautreynd-
ar. Þohnmæði barnaverndar-
nefnda er með miklum óhkindum.
Allt virtist gert til að koma til móts
við foreldra en hagsmunir barna
voru oft fyrir borð bornir.
Tannagnístran
í fjölmiðlum
' Nökkva datt þetta í hug um dag-
inn þegar hann las um samtök fólks
sem misst hafa forræði yfir börn-
um sínum. Harmþmngin viðtöl em
með reglulegu mihibili höfð við
fólk sem kvartar undan afskiptum
kerfisins. „Við misstum börnin
okkar!" „Kerfið er vont og misk-
unnarlaust!" Sögurnar bera oft
alkóhóhskri afneitun gott vitni þar
sem sannleikurinn er fegraöur og
klæddur í skemmtileg spariföt. En
hvenær fara blaöamenn að skrifa
um þessi mál út frá sjónarhóh
barna? Hvenær verða birtar mynd-
ir af grátandi vanræktum börnum
sem enginn skiptir sér af? Það verð-
ur seint. Vanrækt börn em ekki
nógu gömul til að stofna samtök,
kaUa saman blaðamannafundi og
rekja raunasögur sínar um órétt-
lætiheimsins.
Aðrir verða að standa vörð um
hagsmuni þeirra og hamingju. Við
verðum að treysta því að barna-
verndamefndir landsins vinni í
samræmi við bestu samvisku með
heiU bama í huga. Raunir og hörm-
ungar þessara barna eru oft meiri
en tárum taki. Nökkvi læknir hefur
mun meiri samúð með þeim en því
fólki sem snýr nú aUri sinni reiði
og beiskju að þeim aðilum sem
reyndu að hjálpa börnum þeirra í
neyð. Fjölmiðlar sem taka þátt í
þessum leik gera mikinn skaða.
Þegar rýrð er kastað á störf barna-
verndamefnda á þennan hátt er
hætt viö því að fólk tilkynni ekki
augljósa vanrækslu á börnum.
Rughð fær þá að viðgangast enn
lengur með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum. í málum sem þessum
verða hagsmunir barna að vega
þyngra en grátur og tannagnístran
ífjölmiðlum.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Staða háskólamenntaós fulltrúa í utanríkisráðuneyt-
inu er laus til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt
kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðu-
neytisins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 26.
mars nk.
Fyrirliggjandi umsóknir verða teknar til greina sé
þess óskað.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík, 3. mars 1995
UPPB0Ð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Flatahraun 16A, 0202, Halharfirði,
þingl. eig. Agnar B. Jónsson, gerðar-
beiðendur Bykó hf„ Lsj. verkstjóra,
Samein. lífeyrissj., Sigurður sf. og
Sjóvá-Almennar hf„ 10. mars 1995 kl.
11.00.
Gimli við Álftanesveg, Garðabæ,
þingl. eig. Guðmundur Einarsson,
gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í
Hafharfirði, 10. mars 1995 kl. 14.00.
Hjallabraut 21, 0301, Hafharfirði,
þingl. eig. Bima Bjamadóttir, gerðar-
beiðendur Húsfél. Hjallabr., Húsfél.
Hjallabr. 21, Lsj. starfsm. ríkisins, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna og Spar-
isj. vélstjóra, 10. mars 1995 kl. 15.00.
Hvammabraut 16, 0301, Hafharfirði,
þingl. eig. Óskar Hrafh Guðmundsson
og Sigríður Jónasdóttir, gerðarbeið-
andi Bæjarsjóður Hafharfjarðar, 10.
mars 1995 kl. 15.30.
Kléberg 6, Hafiiarfirði, þingl. eig.
Edda Sjöfh Smáradóttir og Erlendur
Ámi Hjálmarsson, gerðarbeiðandi
Lánasj. ísl. námsmanna, 10. mars 1995
kl. 13.30.________________________
Langeyrarvegur 11A, Hafharfirði,
þingl. eig. Ágúst Breiðfjörð og María
Ásgeirsdóttir, gerðarbeiðendur Bæj-
arsjóður Hafharfjarðar, og sýslumað-
urinn í Hafriarfirði, 10. mars 1995 kl.
11.30.____________________________
Vallarbarð 3, 0101, Hafnarfirði, þingl.
eig. Júhus Hólmgeirsson, gerðarbeið-
endur Bæjarsjóður Hafriarfjarðar,
Sjóvá-Almennar hf. og Tryggingam-
iðst. hf„ 7. mars 1995 kl. 11.00.
Ásbúð 23, Garðabæ, þingl. eig. Þór-
hildur Bjartmarz, gerðarbeiðendur
Gjaldheimtan í Garðabæ og Hús-
næðisstofhun ríkisins, 7. mars 1995
kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI
7 ÞVOTTAKERFI, HLJÓÐLÁT, SPARNEYTIN
TEKUR BORÐBÚNAÐ FYRIR 12 MANNS
VERÐ 48.900 stgr,
Fjöldi ánœgðra viðskiptavina er okkar besta viðurkenning
RONNING
BORGARTÚNI 24
SlMI 68 58 68
l!IM'ÞVOTTAVÉLAR 11I..IÓMFLtlTMNGST TKI