Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 47
LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 55 Fréttir Rannveig Sverrisdóttir aö setja poka í öskju og Súsanna Heinesen bíður eftir öðrum poka úr vélinni. DV-mynd Júlia Útgerðarstjórinn hannaði pökkunarvél Tryggingayfirlæknir: Viðurkennir skattsvik Júlíus Valsson, tryggingayíir- læknir hjá Tryggingastofnun rík- isins, hefur viöurkennt að hafa vantaliö 1,8 miUjónir króna til skatts á framtalsárunum 1991 og 1992, samkvæmt frétt Stöövar 2 í gærkvöldi. Vegna þessa máls hef- ur Júlíus fallist á að greiða 450 þúsund krónur í dómsátt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á síðasta ári var Björn Örnmd- arson látinn víkja sem trygginga- yfirlæknir vegna sambærilegs skattsvikamáls. Stöð 2 innti Sig- hvat Björgvinsson tryggingaráð- herra eftir því í gær hvort Júlíus yrði látinn víkja. Ráðherrann sagðist ætla að kanna málið og ræða það við forstjóra Trygginga- stofnunar. -kaa Árekstrahrina Nokkrir minni háttar árekstrar urðu í Reykjavik um miðjan dag í gær. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en eignatjón talsvert. Ástæður árekstranna voru eink- um tvær. Annars vegar var sólin lágt á lofti. Hins vegar rákust nokkrir bílar saman sem mættust á þröngum götum, þöktumklaka- flekum. Brotistinníbíl Brotist var inn í bíl sem stóð við Austurgerði í Reykjavík í fyrrínótt. Eigandi bílsins upp- götvaði innbrotið i gærmorgun og tilkynnti það lögreglu. Hljóm- flutningstækjum var stolið úr bílnum, auk þess sem þjófurinn eða þjófamir sáu ástæðu til að eyðileggja mælaborðið. Júlia Imsland, DV, Hööi: Ný pökkunarvél sem notuð er við loðnufrystingu hefur verið tekin í notkun hjá Borgey hf. á Höfn og hún nýtist einnig við pökkun á síld og síldarflökum. Véhn er hönnuð af Ólafi Magnús- syni, útgerðarstjóra hjá Borgey en Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: í febrúar varð mikil fjölgun farþega um Keílavíkurflugvöll frá sama tíma í fyrra. Alls komu 15.177 farþegar til landsins á móti 12.594 árið 1994. rafeindabúnaðurinn er frá Samey hf. VéUn vigtar loönuna og skilar henni í plastpoka sem eru settir öskjur. Vinnan við pökkunina verður mun fljótlegri með vélinni og hreinlegri. Unnið er við loðnufrystinguna allan sólarhringinn og vinna um 100 manns á 8 tíma vöktum. Aukning var mest hvað Islendinga snertir, fjölgaði um eitt þúsund. Töluverð aukning varð og á komu Bandaríkjamanna, Finna, Svía, Dana og Þjóöverja. Bretum fækkaði hins vegar mest, um 250. Keflavíkurflugvöllur: Fjölgun f arþega í f ebrúar Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Þverholti 11 Til sölu Bronco ‘74 í góöu standi, 351 W, 3 gíra, 35” dekk, ólæstur, spil, litað gler, notar 95 bensín, hagstæð eyðsla. Verð 250 þús. Uppl. í síma 588 0818. Cherokee Laredo, árg. ‘90, til sölu, ekinn 81 þús., sumardekk á felgum fylgja. Skipti möguleg á ódýrari. Uppl. 1 síma 565 4522 og 565 1687. Toyota Extra cab, árg. ‘91, til sölu. Ekinn 86.000 km, 35” breyting og álfelgur. Upplýsingar í síma 96-61513 eftirkl. 18. Ford Econollne 150, 4x4, húsbíll, árg. ‘76, uppgerður ‘90, 8 cyl., sjálfskiptur, ísskápur, eldavél, wc, vaskur, ofn, fata- skápur o.fl. Toppbíll. Verótilboð. Einnig góður Cherokee ‘79. Uppl. í síma 91- 51225 eða 985-41489. Til sölu LandCrulser GX, árgerö 1993,33” dekk, úrvalsbíll, ekinn 57 þús. Uppl. í síma 91-643937 og 985-37967. Til sölu Nissan Patrol ‘87, dísil, upphækkaóur, 33” dekk. Uppl. i síma 98-33495 eóa 985-25741. Til sölu Chevy, árg. ‘75, Benz 352 dísil turbo, 44” dekk, og Volkswagen bjalla, árg. ‘74. Upplýsingar í síma 989-20330 og 91-676043. Til sölu Bronco XLT, árg. ‘82, hörkujeppi, vél 351, 4ra gíra, lækkuð drif, 44” dekk, no-spin læsingar, gott útlit. Bilasalan Bhk, Skeifunni 8, s. 686477. Ranger Rover Vogue, árgerö ‘88, ekinn aðeins 76 þús. km frá upphafi, dökk- blár, sjálfskiptur. Einstakt tækifæri. Uppl. í síma 95-10005 eftir kl. 20. m Sendibílar Renault Express, árg. ‘87, til sölu, upptekin vél, nýskoðaður, góóur bfll. Verð aðeins 260 þús. stgr. Upplýsingar hjá Bílahölhnni, Bíldshöfóa 5, sími 567 4949. «|Q Vörubítar Til sölu Volvo N1025, árg. 1977, meó Atlas 8 metra krana. Toppbfll. Einnig með fleiri bíla og tæki á skrá. Uppl. hjá H.A.G. hf. - Tækjasölu, sími 91-672520. Scania 141 ‘79 vörubíll til sölu, er með hliðarsturtum og loftloku á vinstri hhð og aó aftan. Ath. skipti. Sími 557 1376 eða 985-21876. fÆÆÆÆWÆÆÆWÆÆÆÆÆÆMJÆWA. ATH.! Smáauglýsing í helgarblaö DV veröur aö berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Þverholti 11-105 Reykjavík Merming Sögu-ævintýri Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Hallgrímskirkju sl. fimmtu- dagskvöld. Á efnisskránni voru aðeins tvö verk: Fiðlukonsert nr. 5 í A- dúr, K219 eftir Mozart og Sinfónía nr. 1, op. 26, „Sögu-sinfónían“ eftir Jón Leifs. Einleikari í flðlukonsert Mozarts var hollenski fiðluleikarinn Isabelle van Keulen og hljómsveitarstjóri Osmo Vánská. Isabelle lék konsertinn af mikilli snilli og fagurlega. Samstarf hennar og Osmo var með ágætum og saman túlkuðu þau verkið á nokkuð svo rómantískan hátt í stað klassísks. Þolir þessi tónlist það vel enda var tónmyndun Isabelle sérlega falleg og gott samspil milli hennar og hljóm- sveitarinnar. Ekki er hægt að {jalla um þessa tónleika án þess að minnast á hljóm- burðinn í kirkjunni, sem að sjálfsögöu er allt of mikill og allsendis ófær Tórúist Áskell Másson fyrir venjulega sinfóníutónleika. Á þetta hefur margoft verið bent. Veldur þetta hljómsveitinni sjálfri greinilega erfiðleikum, t.d. með að vera ná- kvæmlega saman á slagi og í inntónun. Sögu-sinfónían er í fimm þáttum og var þetta hinn eiginlegi frumflutn- ingur verksins, þar sem það hefur aðeins verið flutt stytt og í brotum áður og einnig voru nú notuð öll þau hljóðfæri sem tónskáldið kvað á um, sem eru æði íjölbreytileg og óvenjuleg. Fyrsti þáttur verksins heitir Skarphéðinn og er þar lýst hetjunni úr Njálu. Þátturinn einkennist af háum einradda línum sem hljóma ofan á þungum slögum bassahljóðfæra og slagverks. Önnur sérkennki eru t.d. einleikur á piccolo-flautu, framar- lega í þættinum, og mikil hornaköll undir lok hans. Annar þátturinn, Guðrún Ósvífursdóttir, er allur blíðari og byggist meira á strengjunum. Spinnur Jón hér nokkuð elegískan vef, en bætir þó við stoltum og tignarlegum tónum úr málmblásturshljóðfærum. Þriðji þáttur ber heitið Björn að baki Kára. Hér er um e.k. skersó að ræða, sem þó er stöðugt brotið upp með þyngri rytmum og í hægara hljóð- falli. Þessi þáttur er næst þvi að vera hrein hermitónlist (programmmús- ík) þáttanna í verkinu. Er þar lýst Birni hvíta Kaðalsyni, sem gengur til orrustu með Kára Sölmundarsyni, skýhr sér við bak hans og gortar síöan eftir á af „hetjudáð" sinni. Grettir og Glámur heitir fjórði þáttur og hefst hann á einum tóni, en síðan taka við hljómar, sem breiða úr sér eins og blævængur, þannig að um leið og efri hlutinn stígur, fer neðri hluti hljómanna niður á við og heyrast þá sum dýpstu hljóð sem sinfóníuhljómsveitin býr yfir. Hér ríkir dulúð, enda við draug að etja. Fimmti og síðasti þáttur þessa mikla verks heitir Þormóður Kolbrúnarskáld. Þessi óður til Þormóðs, sem gekk til liðs viö Noregskonung og féll í orrustu við hliö hans, er margbreytilegast- ur þáttanna. Hér má heyra lúðrablástur í því forna norræna hljóðfæri lúr og æði margbreytilegt slagverk kemur einnig við sögu, svo sem steðji, sleginn stór trépallur, málmgjalli slegiö við tréplötu o.s.frv. enda ætlunin að ná fram sverðaglamri (steðja) sverðum slegnum í skildi (málmur í tré) o.fl. o.fl. Ennfremur virka hornaköll þáttarins eins og stríðs- og ang- istaróp manna. Það var magnað ævintýri að heyra þessa miklu sinfóníu Jóns. Hér er um geysióvenjulegt verk að ræða, sem er byggt á hljóðfalli rímnadansa og þjóðlaga okkar, litaö náttúrulitum íslands og undirtónum sagnahefðar þjóðarinnar. Osmo Vánska stjórnaði hljómsveitinni af eldmóði og miklum sannfær- ingarkrafti og er honum og hljómsveitinni þakkað gott framtak sem seint mun gleymast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.