Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1995, Síða 50
58 LAUGARDAGUR 4. MARS 1995 Afmæli DV Ásta Vestmann Asta Vestmann húsmóðir, Háholti 19, Akranesi, er sjötug í dag. Starfsferill Ásta fæddist í Kanada en flutti fjögurra ára heim tii íslands og ólst upp á Akranesi þar sem hún hefur átt heima síðan. Hún stundaði nám við Félagsmálaskóla alþýðu. Auk heimilisstarfanna starfaði Ásta hjá Haraldi Böðvarssyni hf. og hjá Haferninum í nokkur ár. Þá var hún í síldarsöltun á síldarárunum fyrir austan og norðan. Síðustu tutt- ugu árin vann hún við þvottahús Sjúkrahúss Akraness. Ásta sat í samninganefnd fyrir hönd Verkalýðsfélags Akraness við Akraneskaupstað um nokkurt skeið. Fjölskylda Eiginmaður Ástu er Bjarni Jóns- son, f. 19.8.1923, fyrrv. sjómaður. Hann er sonur Jóns Ottóssonar og Maríu Bjarnadóttur sem bjuggu að Fitjum.í Bjarnarfirði, síðan á Hólmavík og loks á Akranesi. Börn Ástu og Bjarna eru María Vestmann, f. 22.11.1943, d. 1.2.1994, búsett í Njarðvík, var gift Einari Möller vélstjóra og eru börn þeirra þrjú og barnabörnin tvö; Birgir Vestmann, f. 22.5.1945, d. 1966, og eru börn hans þrjú og barnabörnin níu; Rut Vestmann, f. 3.2.1949, hús- móðir í Keflavík, gift Hámundi Björnssyni verkamanni og eiga þau þrjú börn og fimm bamabörn; Ingi- bergur Vestmann, f. 11.7.1950, stýri- maður í Vestmannaeyjum, kvæntur Sigríði Gísladóttur fiskvinnslukonu og á hann sex böm, þar af tvö frá fyrra hjónabandi og sex bamabörn; Jón Vestmann, f. 29.12.1951, starfs- maður hjá íslenska járnblendifélag- inu, búsettur á Akranesi, kvæntur Elínu Kjartansdóttur skrifstofu- manni og eiga þau þrjú börn; Bjarni Vestmann, f. 24.5.1961, sendiráðsrit- ari í Reykjavík, kvæntur Rakel Árnadóttur ritara og eiga þau þrjú börn. Systkini Ástu: Daníel Vestmann, f. 15.9.1913, nú látinn; Nikulás Vest- mann, f. 12.6.1915, nú látinn; Val- gerður Vestmann, f. 4.11.1916, hús- freyja að Bekansstöðum; Einar Vestmann, f. 4.6.1918, nú látinn; Ingibjörg Vestmann, f. 25.12.1919, nú látin; Margrét Vestmann, f. 18.10. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Bene- dikt Vestmann, f. 21.10.1927, látinn. Hálfsystir Ástu, samfeðra, er Elin- óra Vestmann Nordal, f. 21.10.1930, búsett í Kanada. Foreldrar Ástu voru Einar Vest- mann, f. 24.11.1883, d. 21.1.1976, Ásta Vestmann. járnsmiður í Kanada og síðan á Akranesi, og k.h., Guðríður Niku- lásdóttir, f. 20.8.1889, d. 12.2.1929, húsmóðir. Ásta er að heiman á afmælisdag- inn. 85 ára HörðurKristjánsson, Austurbyggð 17, Akureyri. 80ára Jón B. Rögnvaldsson, Grænugötu 10, Akureyri. Maren Guðjónsdóttir, Hraunbæ 162, Reykjavík. 75ára Fjóla Steinþórsdóttir Æsufelli 2, Reykjavík. 70ára Egill Valgeirsson, Hrísateigi 25, Reykjavík. Vilborg Ákadóttir, Gestsstöðum, Fáskrúðsíjarðar- hreppi. Jón Tryggvason, Grænumýri 10, Akureyri. Vilhelm Sigmarsson, Norðurgarði 21, Keflavík. Margrét Jóhannsdóttir, Framnesvegi 23, Reykjavík. Guðrún E. Halldórsdóttir, Grenimel 47, Reykjavík. 60 ára Helgi Friðriksson, Klapparstíg 3, Reykiavík. Thalia María Jósefsdóttir, Flókagötu 14, Reykjavík. Sóley Hannesdóttir, Hólabraut 7, Hrisey. Rafn Ingvarsson, Steinholtsvegi 8, Eskifirði. 50ára Fjóla Felixdóttir, Ljósheimum 10, Reykjavík. Guðríður Björk Pálmadóttir, Hraunbæ 16, Reykjavík. mars Margrét Sigursteinsdóttir, Einimel 10, Reykjavík. Sveinn Sveinbjörnsson, Grænatúni6, Kópavogi. Steinunn Vilhjálmsdóttir, Bröttugötu 24, Vestmannaeyjum. Haukur Jónsson, Suðurgötu 50, Siglufirði. Karitas Hafliðadóttir, Holtastig 16, Bolungarvík. Hólmfríður Geirdal, Unufelli 27. Reykjavík. Aðalheiður Jónsdóttij Mávahrauní 5, Hafnarf Fjarðarseli 14, SólrúnGuð- jónsdóttir, Miðengi 13, Sel- fossi. Hún tek- urámótigest- umáHótelSel- fossiáafmælis- daginnfrákl. 14-17. Sæmundur Sveinbjörnsson, Stóragerði 1, Hvolsvelli. 40ára Sigrún Kjærnested, Sveighúsum 3, Reykjavík. Guðbjörg L. Kristjánsdóttir, Kringlunni 21, Reykjavik. Sigríður Árnadóttir, Sunnuvegi 7a, Þórshöfn. Guðrún Birna Haraidsdóttir, __ Þórunnargötu 6, Borgarbyggö. Jóhanna Th. Smith, Áliheimum34, Reykjavík. Linda Sigurlásdóttir, Strembugötu21, Vestmannaeyjum. Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Ölduslóð 5, Hafnarfirði. Nj örður Svansson, Fellsmúla 15, Reykjavík. Sigurður Geir Jónsson, Heiðarbrún 30, Hverageröi. Þuríður Anna Pálsdóttir, Lokastig20a, Reykjavík. — Nicolai Þorsteinsson, Kruramahólum 8, Reykjavík. GuðfinnurTraustason, Grænuhlíð 5, Reykjavík. Ágúst Hallmann Matthíasson Ágúst Hallmann Matthíasson, Græ- nagarði 1, Keflavík, verður sextugur áþriðjudaginn. Starfsferill Ágúst fæddist á ísafirði en flutti á öðru árinu með foreldrum sínum á Akraness. Hann hændist ungur að foðurafa sínum og ömmu sem bjuggu i Garðinum og ólst því upp hjá þeim frá þriggja ára aldri en foreldrar hans og systkini fluttu síð- an suöur í Garð þar sem þau bjuggu í næsta húsi við Ágúst. Ágúst stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti einn vetur. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á íþróttum. Hann æfði íþrótt- ir aö kappi á unglingsárunum en 1951 slasaðist hann alvarlega á stangarstökksæflngu og hefur verið lamaðursíðan.Fyrirtilstilli - frammámanna í ISÍ, Benedikts Waage, Frímanns Helgasonar og Lúðvíks Þorgeirssonar, fór hann til Bandaríkjanna 1956 þar sem hann var í tvö ár og gekkst undir margar aðgerðir og mikla þjálfun. Agúst hefur enn mikinn áhuga á íþróttum og sækir alla leiki í knatt- spyrnu, handbolta og körfubolta eft- ir því sem heilsan leyfir. Hann hefur verið á sjúkrahúsinu í Keflavík frá 1968. Fjölskylda Alsystkini Ágústs eru Kristín Val- gerður, f. 15.9.1937, húsmóðir í Keflavík; Guðmundur Jóhannes, f. 5.3.1939, málari í Keflavík; Hjörleif- ur Bjarni, f. 15.8.1944, málari í Kefla- vík. Foreldrar Ágústs voru Matthías Hallmannsson, f. 9.12.1908, d. 9.2. 1987, og Sigríður Jóhannesdóttir, f. 14.7.1905, d. 9.3.1992. Föður- og fósturforeldrar Ágústs voru Hallmann Sigurðsson og Ágúst Hallmann Matthiasson. Ágústa Sumarliðadóttir sem bjuggu í Lambhúsum í Garði í Gerðahreppi. Ágúst tekur á móti gestum í safn- aðarheimilinu Innri-Njarðvík, sunnudaginn 5.3. milli kl. 15.00 og 19.00. Vonast hann til að sjá sem flestaþar. Ólafur Friðriksson Ólafur Friðriksson húsasmíða- meistari, Fjarðarseh 14, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lærði húsgagnasmíði hjá Emil Hjartarsyni, húsasmíði hjá Snorra Halldórssyni og lauk meistarapróf- um frá Iðnskólanum í Reykjavík. Ólafur hefur síðan starfað við húsa- smíðar. Ólafur hefur setið í ýmsum stjórn- um Víkings, samfellt yfir þrjátíu ár. Hann var m.a. formaður skíðadeild- ar, formaður knattspymudeildar og átti sæti í aðalstjóm félagssins. Ólaf- ur æfði og keppti í handbolta og knattspyrnu með Víkingi en hann lék um nokkurra ára skeið með meistaraflokki í þessum greinum. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Helga Erla Gunnarsdóttir, f. 7.4.1947, verslun- armaður. Hún er dóttir Gunnars Gíslasonar, vélstjóra í Reykjavík, sem nú er látinn, og k.h., Kristínar Waage hárgreiðslumeistara. Börn Ólafs og Helgu eru Gunnar Friðrik Ólafsson, f. 17.2.1967, húsa- smiður í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Gréta Björg Ólafsdótt- ir skrifstofumaður; Guðrún Ólafs- dóttir, f. 23.2.1971, starfsmaður við BrauðgerðMS. Systkini Ólafs eru Þórunn Hall- dóra, f. 13.9.1940, skrifstofumaður í Reykjavík; Halldóra, f. 17.7.1946, verslunarmaður í Reykjavík, gift Amóri Guðbjartssyni verslunar- manni; Friðleifur, f. 10.9.1950, verkamaður í Reykjavík, kvæntur Hrönn Friögeirsdóttur húsmóður; Axel, f. 26.3.1956, húsgagnasmiður á Seltjarnarnesi, kvæntur Kristínu Finnbogadóttur húsmóður; Friðrik Gunnar, f. 14.6.1958, húsgagnasmið- ur á Seltjarnamesi, kvæntur Önnu Maríu Gunnarsdóttur hjúkrunar- fræðingi; Ólöf, f. 11.3.1960, húsmóð- ir í Reykjavík, gift Guðna Þór Jóns- syni skrifstofumanni; Árni, f. 24.10. 1961, húsasmiður í Reykjavík, Ólafur Friðriksson. kvæntur Þóru Böðvarsdóttur há- skólanema. Foreldrar Ólafs: Friðrik M. Frið- riksson, f. 19.11.1922, d. 5.10.1989, myndskeri í Reykjavík og á Sel- tjamarnesi, ogk.h., Guðrún Ólafs- dóttir, f. 5.8.1922, húsmóðir. Ólafur og Helga taka á móti gest- um, sunnudaginn 5.3. milli kl. 17.00 og 19.00 í sal meistara, Skiphoti 70, 2. hæð. Þverholti 11 -105 Reykjavik - Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Bridge Miðvikudaginn 1. mars lauk Monrad-sveitakeppninni og við tók aukakeppni um endanleg sæti i mótinu. Sveitunum var raðað i fjögurra sveita riðla eftir stööu og spila þær innbyrðís um endanlegt sæti á mótínú. Staðan eftir 1. um- ferð í sætakeppninni er þessi: 1. riðill: 1.-4. S. Ármann Magnússon 15 1.-4. Samvinnuferöir-Landsýn 15 1.-4. VÍB 15 1. -4. Landsbréf 15 2. riðill: 5. Tryggingamiöstöðín 25 6. Ólafur Lárusson 20 7. Hjólbaröahöllin 10 8. Jón Stefánsson 1 3. riöill; 9. Metró 24 10. Esther Jakobsdóttir 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.