Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 Fréttir Ósamið við um áttatíu stéttarf élög - hátt 130 þúsund félagsmenn með lausa kjarasamninga Nú eins og oft áður tala menn um að búið sé að gera kjarasamninga þegar Alþýðusambandið og Vinnu- veitendasambandið hafa gengið frá kjarasamningum sín í milli. Samt er það staðreynd að á milli 75 og 80 stétt- arfélög í landinu, með hátt í 30.000 félagsmenn, eru enn með lausa samninga. Þetta eru félög innan ASÍ, BHMR, BSRB og félög sem standa utan allra sambanda. Sigurþór Sigurðsson, starfsmaður Alþýðusambands íslands, sagði að nokkur félög innan ASÍ hefðu enn ekki gert kjarasamninga. Þar má nefna Flugfreyjufélagið, sem raunar hefur boðað þriggja daga verkfall síð- ar í þessum mánuði. Einnig má nefna stéttarfélög bakarasveina, kjötiðnað- armanna, matreiðslumanna, fram- reiðslufólks og mjólkurfræðinga. Rafiðnaðarsambandið á ósamið fyrir sitt fólk við ríkið, Stöð 2 og Reykja- víkurborg. Á Vestíjörðum hafa þrjú verkalýðsfélög fellt nýgerða kjara- samninga. Eins og allir vita eiga bæði kenn- arafélögin, Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag í hörðu verkfalli vegna kjarasamninga. Öll félögin í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, eru með lausa samninga. Þar er um að ræða 39 félög með samtals um 17.000 félagsmenn. Loks er svo að nefna félög innan Bandalags háskólamanna, BHM. Þau eru öll með lausa samninga. Þar er um að ræða 26 félög með um 8 þús- und félagsmenn. Félögin innan BSRB hafa átt í ein- hverjum viðræðum við ríkið en menn eru sammála um að ekki verði samiö við félög opinberra starfs- manna fyrr en ljóst er hvernig samn- ingar við kennarafélögin verða. TogararaUið: Enn lélegur árgangur Togararalhð leiddi í ljós enn einn lélega þorskárganginn. Samkvæmt niðurstöðunum er 1994 árgangurinn annar lélagasti síðan 1984 og aðeins árgangurinn frá 1991 lélegri. Samkvæmt mati Hafrannsókna- stofnunar inniheldur árgangurinn aðeins 100 milljónir nýhða á móti 220 mihjónum nýhða 1993 árgangsins. Að sögn Ólafs Karvels Pálssonar verkefnisstjóra reyndist árgangur- inn frá 1993 betri en menn áttu von á. Rallið leiddi í ljós aö sjór er sá kald- asti fyrir Norðurlandi og Vestfjörð- um síðan 1989. Jakob Jakobsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir allt benda til að stærri fiskurinn hafi hörfaðsuðurfyrirland. -rt Vísitölur eins árs þorsks ' - stofnstærðirsamkvæmt togararalli - 1 ' ' | 1 S □ L E5 ð B H '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 Árgangar Blaöburðarfólk hefur ekki farið varhluta af snjóþyngslunum norðanlands og vestan I vetur. Hún Erna Sif Ólafsdóttir, blaðburðarstúlka DV á Hvamms- tanga, er hér við útidyr eins húsanna í plássinu. Ekki þýöir að stinga blað- inu inn um bréfalúguna heldur verður að banka upp á I flestum húsum. Erna Sif ber út blaðið á móti systur sinni og eru þær venjulega tvo tíma að bera það út, ef önnur er í för, en þegar þessi mynd var tekin báru þær báðar út blöðin og voru samtals þrjá tíma. DV-mynd Jóhanna Sveinsdóttir Sigurbjörn Guðmundsson af- hendir Sighvati Björgvinssyni undirskriftallstana tll stuðnings Júlíusl Valssyni. DV-mynd Brynjar Gautl Tryggmgastoftiun: Starfsmenn styðja Júlíus Fuhtrúi starfsmanna Trygg- ingastofnunar rikisins vlð Lauga- veg afhenti í gær Sighvati Björg- vinssyni, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, undirskriftir til stuðnings því að Júiíusi Valssyni tryggjngayfirlækni verði ekki vikið frá störfum. Samtals 90 starfsmenn Tryggingastofnunar við Laugaveg, bróöurpartur þeirra sem voru við störf á meðan listarnir lágu frammi, skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna. Hanna Svavarsdóttir starfs- maður sagði í samtali viö blaðið að greinhegt væri að fólkið væri með Júhusi en menn væru alls ekki að lýsa yfir stuðningi sínum við skattsvik með þvi aö skrifa undir listann. Hún sagði frekari aðgerðir ekki fyrirhugaðar þótt Júlíusi yrði vikið frá störfum. Með þessu vildu menn aðeins vekja athygli á því hvaða hug samstarfsfólk Júhusar bæri til hans. -pp Ekki snjóflóð áDalvík Á kort sem birtist með frétta- ijósi, um snjóflóð sem failið hefðu á mannvirki í vetur, í DV sl. þriðjudag var raerkt snjóflóð á skíðasvæði Dalvíkinga. Það er ekkí rétt. Rangar upplýsingar um það fengust hjá Almannavömum ríkisins. Beðist er veivirðingar á mistökunum. -pp í dag mælir Dagfari Ekki reka mig Tryggingayfirlæknir hefur verið í bash með skattana sína. Ekki það að hann hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum og sagt heiðarlega frá því að hann hafi svikið undan skatti fyrir nokkrum ámm. Heldur hitt að þessi skattamál hafa veriö í rannsókn og hann hefur veriö ákærður fyrir svikin og ráðherra er enn að hugleiða hvað eigi að gera við yfirtryggingalækni. Þaö hefur sem sagt komið til greina að reka yfirtryggingalækn- inn fyrir skattsvik. Er þá komið að þeirri áleitnu spumingu hvað em skattsvik og hvað em ekki skattsvik? Það hefur lengi tíðkast hjá læknum Trygg- ingastofnunar að svíkja undan skatti og þarf ekki að koma neinum á óvart. Það er nánast smásmugu- legur eltingaleikur að láta menn svara til saka fyrir þessi skattsvik, svo lengi sem þau hafa viðgengist og svo lengi sem þau hafa verið á ahra vitorði. Það jaðrar nánast viö ósvífni að vera að hundelta þessa lækna, hvað þá yfirtryggingalækni, fyrir skattsvik sem vom nákvæm- lega eins skattsvik og tíðkast hafa og allir hafa leikið. Yfirtryggingalæknir geröi ekkert annað en forverar hans höfðu gert og samstarfsmenn gerðu og þeir höfðu allir komist upp með í langan tíma og hvers vegna þá að draga fram gamlar syndir núna og veitast að mönnum sem höfðu í sakleysi og heiðarleika sínum svikið undan skatti í góðri trú? Þetta er miklu fremur árás á mannorð heiðvirðra lækna sem hafa unnið sitt starf af skyldurækni og svikið undan skatti af gömlum vana vegna þess að menn höfðu um aldur svikið undan skatti án þess að nokkur amaðist við því. Yfirtryggingalæknir á sér einmitt þessa afsökun. Raunar hafði hann meira að segja séö að sér og hætt að svíkja undan skatti þegar aðrir læknar vom dregnir fyrir dóm og látnir hætta. Þá sá yfirtrygginga- læknir strax að hann mátti ekki svíkja undan skatti og taldi heiðar- lega fram frá og með þeim tíma. En honum láðist aö telja það fram sem hann hafði ekki talið fram áð- ur og hann hefur seinna játað að það hafi verið mistök sem hann sjái eftir. Enda búinn að greiöa skatta af þeim peningum sem hann hafði ekki talið fram eftir að hann vissi aö hann þurfti að telja þá fram. Þrátt fyrir þessa skilvísi og heiö- arleika er samt verið að ákæra hann og athuga hvort hægt sé að reka hann. Það er ekki metið við yfirtryggingálækni að hann sá að sér og hætti að svíkja undan skatti og hann gaf meira að segja upp það sem hann hafði ekki gefið upp áður og hann er búinn að borga það sem hann dró undan. Hvað vilja menn meir? Enda hefur yfirtryggingalæknir gripið til varna og fengið sér lög- fraeðing og skilað áhtsgerð þar sem hann kemst að þeirri niöurstöðu að það sé ólöglegt að reka hann. Hann mátti sem sagt stela undan skatti á meðan hinir geröu það og hann sjálfur gat ekki vitað aö hann hefði gert rangt með því að afla tekna án þess að gefa þær upp. Það er ekki lengur lögbrot eða vítavert athæfi vegna þess að hann er búinn að játa syndir sínar og er búinn að fá stöðuna og ríkisvaldiö hefur eng- an rétt til að hegna honum fyrir brot sem hann hefur játað á sig að hafa framið. Það getur verið að menn steli eöa svíki undan skatti við og við en það er ekki þar með sagt að þeim eigi að refsa fyrir það og það er útilokað að refsa þeim með brottrekstri úr starfi vegna þess að lögin vernda þá menn í opinberu starfi sem bijóta af sér í góöri trú um að þeir séu ekki að brjóta af sér. Hvernig á líka yfirtryggingalæknir, sem er sérfræðingur í tryggingalækning- um að hafa vit á þvi hvenær hann á að telja fram tekjur sem hann fær? Hvernig getur Trygginga- stofnun, rikisvaldið eða ráðherra heilbrigðismála ætlast til að menn hætti í opinberu ábyrgðarstarfi þótt þeir svíki pínulitið undan skatti þegar þeir vita ekki betur en að þeir megi svíkja undan skatti. Hinir sviku allir. Yfirtrygginga- læknir hætti meira að segja að svíkja undan skatti þegar hann átt: aði sig á því að það var óheiðar- legt. Meira getur einn maður ekki gert. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.