Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1995, Page 13
FIMMTUDAGUR 23. MARS 1995 13 Fréttir Hugmyndir framsóknarmanna á Reykjanesi 1 kvótamálinu valda innanfiokksdeilum: Stefán og Jóhannes mótmæla tillögunum SCANDIC parket ódýrt og sterkt verð frá 1.799 kr/m' HÚSASMIÐJAN Sameining Bakka og Ósvarar: Vona að þetta takist - segir Aðalbjöm Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka „Eg vona fyrir hönd Bolvíkinga að þetta takist og allir leggist á eitt til að svo megi verða. Ég hef ekkert út á skilyrði Vestfjaröanefndarinnar aö setja en það er ljóst að þetta kostar mikla vinnu,“ segir Aðalbjörn Jóa- kimsson, framkvæmdastjóri og aöal- eigandi Bakka hf. í Hnífsdal sem fengið hefur lánsloforð frá Vest- fjarðanefndinni upp á 91 milljón króna vegna sameiningar fyrirtækis- ins og Ósvarar hf. í Bolungarvík. Aðalbjörn segir að nú sé unnið aö því að fullnægja þeim skilyrðum sem Vestfjarðanefndin setti. -rt Súðarvogi 3-5. Sími 68 77 00 Skútuvogi 16. Sími68 77 10 Helluhrauni 16. Sími 65 01 00 Nell-leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess^kost aö vinna skemmtilega vinninga frá Úrvalsbókum og Háskólabíó. Það eina sem þú þarft aö gera er að hringja í síma 99-1750 og svara þrem laufléttum spurningum um kvikmyndir. Svörin finnur þú í blaðauka DV um dagskrá, kvikmyndir og myndbönd á fimmtudögum. 30 heppnir þátttakendur dregnir út vikulega Horfðu á sjónvarpið íkvöldkl. 22.25 Hvort sem þú ert fylgjandi stefnu sjálfstæðismanna eða ekki ættirðu að horfa á þáttinn um Sjálfstæðisflokkinn sem er á dagskrá ríkissjónvarpsins í kvöldkl. 22.25. Kynntu þér stefnu sjálfstæðismanna með opnum hug og taktu málefnalega afstöðu í kosiiingunum 8. apríl. BETRA ÍSLAND - tel mig hafa fengið hótanir, segir Siv Friðleifsdóttir Verö 39,90 mín. „Áherslur okkar í sjávarútvegs- málum falla ekki í kramið hjá flokkn- um eins og gefur að skilja. Þess vegna hef ég fengið að heyra það frá sum- um. Ef ég myndi vera mjög á skjön við stefnu flokksins myndi ég ekki græða á því pólitískt og að jafnvel yrði staðið í vegi fyrir mér í þing- flokknum. Ég lít á þetta sem hótanir en tek þær ekki nærri mér. Þetta sýnir að Framsóknarflokkurinn er ekki steingeldur flokkur," sagði Siv Friðleifsdóttir, efsti maður á Usta Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Að mati framsóknarmanna á Reykjanesi hafa togarar tekið of mik- inn afla á kostnað smábátanna og þessu vilja þeir breyta. Að sögn Sivj- ar hefur þetta fariö illa í suma flokks- menn hennar. Hún vildi ekki nafn- greina menn en sagði að hún hefði fengið þessar hótanir í símasam- tölum við flokksfélaga sína víða um land. „Ég er ekki sáttur við þessa yfirlýs- ingu félaga minna á Reykjanesi. Ég tel það raunar ekki vera inni í kort- inu að tala um að togarar fái aðeins að veiða 15 prósent af kvótanum og að þeim verði gert skylt að veiða ut- ar. Þetta er ekki stefna Framsóknar- flokksins," sagði Stefán Guðmunds- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi vestra og einn helsti taismaður flokksins í sjávarút- vegsmálum. „Við hér í Norðurlandskjördæmi eystra viljum ekki bera ábyrgð á þessum hugmyndum og höfnum þeim alfarið. Við teljum að þessar hugmyndir félaga okkar á Reykja- nesi séu ekki í takt við það sem viö framsóknarmenn höfum verið aö tala um varðandi sjávarútvegsmál," sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Hann sagðist vilja benda á og und- irstrika að í öllum stjórnmálaflokk- um á íslandi væru skiptar skoðanir í sambandi við stjóm fiskveiða. Það færi nokkuð eftir kjördæmum hverj- ar skoðanirnar væru. Hér væri ekki um alvarlegan ágreining að ræða innan Framsóknarflokksins heldur áherslumun. 30 þátttakendur fá að launum nýútgefna bók um Nell frá Úrvalsbókum og bíómiða fyrir tvo á kvikmyndina Nell sem verið er að sýna í Háskólabíói um þessar mundir. Allir sem svara öllum þrem spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku. Jodie Foster er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari frábæru mynd. ( • ^ ^ HÁSKOIABÍÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.