Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
Viðskipti
Nærtvöfait
betri afkoma ÍS
Aðalfundur íslenskra sjávaraf-
urða, ÍS, fyrir árið 1994 var hald-
inn á Hótel Sögu 1 gær. I máli
sýórnarformanns, Hermanns
Hanssonar, kom fram að 89 millj-
óna hagnaður varð á rekstri IS
og dótturfyrirtækja samanboriö
við 51 milljónar hagnaö 1993.
ÍS seldi alls 56 þúsund tonn af
sjávarafurðum á síöasta ári fyrir
13,4 milljarða króna. Heildarvelta
ÍS nam 14,1 milljarði.
Eigendaskipti
hjáVara
Eigendaskipti hafa orðiö hjá
öryggisþjónustunni Vara. Viöar
Ágústsson, sem verið hefur fram-
kvæmdastjóri sl. 4 ár, hefur
ásamt öðrum keypt fyrirtækið af
bróður sínum Baldri sem stofnaði
Vara fyrir 25 árum og hefur til
þessa verið forstjóri fyrirtækis-
ins. Starfsemi Vara veröur með
óbreyttu sniöi.
Minni hagnaður
hjáSPRON
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis, SPRON, hélt aðalfund
nýlega. Þar kom fram að hagnað-
ur sparisjóösins nam 60 milijón-
um króna árið 1994 sem er tölu-
vert minni hagnaöur en árið áð-
ur. Ástæðan er einkum minni
vaxtamunur, aukinn kostnaður
vegna nýs útibús og sérstakt
framlag i menningarsjóð SPRON.
Afskriftir lækkuðu nokkuð .á
síöasta ári; úr 108 í 69 milijónir.
Á afskriftareikningi standa nú
um 2,8% af útlánum, áföllnum
vöxtum og veittum ábyrgöum.
Heildarinnlán á síöasta ári
námu 7,9 milljöröum og jukust
um 823 miUjónir milli ára. Útlán,
án afskrifta, námu 6,9 milijörð-
um.
Fram kom á aöalfundinum að
hlutur fyrirtækja í útlánum
SPRON hefur fariö Öit vaxandi á
siðustu árum og er nú 46,5%.
Hlutur einstaklinga er 35,2% og
opinberra aðila 18,3%.
Eigið fé var 819 mUljónir í árs-
lok. BlS-hlutfallið var 13,2% í árs-
lok, langt yfir 8% lágraarkinu.
Afkoma 20 fyrirtækja á hlutabréfamarkaði:
3 milljarða
uppsveifla
Þegar afkoma þeirra 20 fyrirtækja
á hlutabréfamarkaði, sem tilkynnt
hafa afkomu sína árið 1994, er skoðuð
kemur fljótlega í ljós að ekkert þeirra
skilaöi tapi af rekstrinum. Alls högn-
uðust fyrirtækin um rúma 3 millj-
arða á síðasta ári miðað við 28 millj-
óna króna tap árið 1993. Uppsveiflan
er því upp á 3.100 milljónir. Inni í
þessum tölum eru ekki íslenskar
sjávarafurðir, ÍS, og Tæknival sem
héldu aöalfundi sína í gær. Hvorugt
skilaði tapi og þannig nær tvöfaldaði
ÍS hagnaðinn eins og fram kemur hér
til hliðar á síðunni.
Afkoma 20 fyrirtækja
á hlutabréfamarkaðnum 1993-1994 í milljónum króna
-28 1993
1994
3.098
DVl
Ástæðu 3 milljarða uppsveiílu má
einkum rekja til afkomubata íslands-
banka og Flugleiða upp á samtals 1,6
milljaröa. Þá varð 440 milljóna upp-
sveifla hjá Eignarhaldsfélagi Al-
þýðubankans.
„Lækkun flármagnskostnaðar veg-
ur langþyngst hjá helstu atvinnufyr-
irtækjunum. Genginu var haldiö
föstu á síðasta ári en 1993 sáum við
6% gengisfellingu. Það kom illa niður
á fyrirtækjum sem skulda mikið í
erlendum gjaldmiðlum. Auðvitað
koma til önnur atriði eins og rekstr-
arhagræðing og lækkun tekjuskatts
niður í 33 prósent," sagði Davíð
Bjömsson hjá Landsbréfum, að-
spurður um skýringu á stórbættri
afkomu fyrirtækja.
Fagmannleg handtök þegar unniö er aö framleiöslunni hjá Gliti hf. á Ólafs-
firði. DV-mynd gk
Glit á Ólafsfirði:
Eykurfjöl-
breytni í at-
vinnulífinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég er mjög vongóður um að þessi
rekstur muni ganga vel. Þetta er eina
fyrirtækið í þessari framleiðslu af
þessari stærö hér á landi og vonandi
tekst vel til,“ segir Guðbjartur Ellert
Jónsson, framkvæmdastjóri
keramiksfyrirtækisins Glits hf., sem
nú hefur tekið til starfa á Ólafsfirði.
Fyrirtækið er nær alfarið í eigu
bæjarsjóðs og var tilgangurinn með
kaupunum ekki síst að auka fjöl-
breytni í atvinnulífl bæjarins og'
vinna gegn atvinnuleysi.
Haukur með góða sölu
Togarinn Haukur GK náði góðri
sölu í Þýskalandi í síðustu viku. Þar
seldi hann í Brimarhöfn rúm 172
tonn fyrir 27,4 milljónir króna. Með-
alverðið var tæpar 160 krónur fyrir
kílóið sem er það besta hjá íslenskum
togara síöan í byrjun janúar sl. Fleiri
togarar lönduðu ekki í Þýskalandi í
síðustu viku, samkvæmt upplýsing-
um Aflamiðlunar.
Alls seldust rúm 240 tonn af ís-
lenskum flski úr gámum í Englandi
í síðustu viku. Söluverðið var rúmar
36 milljónir króna sem þykir sala í
meðallagi.
60 milljóna viðskipti
Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku
námu 52,8 milljónum króna og sl.
mánudag bættust við 9 milljóna
króna viðskipti. Þingvísitala hiuta-
bréfa náði söguiegu hámarki sl.
fimmtudag þegar hún fór í 1125 stig
en hefur lækkað síðan. Þá eru viö-
skipti gærdagsins ekki meðtalin.
Langmest var keypt af bréfum Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað í síð-
ustu viku eða fyrir 24,4 milljónir,
enda var aðalfundur haldinn sl. laug-
ardag eins og kemur fram annars
staðar á viðskiptasíðunni. Næst
koma Grandabréfin með 16,6 millj-
óna sölu. Viðskipti með hlutabréf
sjávarútvegsfyrirtækja eru áberandi
mest þessa dagana enda aðalfundir
þeirra haldnir hver á fætur öðrum.
Um leið hafa viðskipti með bréf Eim-
skips, Flugleiða og olíufélaganna
verið áberandi lítil.
Álverð á uppleið
Álverð á heimsmarkaði hefur með
sveiflum þokast upp á við síðustu
daga. Sérfræðingar spá staðgreiðslu-
verði vel yfir 1.900 dollurum tonnið
á næstunni, sérstaklega eftir tíðindi
um aukna bílasölu í Japan.
Óverulegar breytingar hafa veriö á
gengi helstu gjaldmiðla gagnvart ís-
lensku krónunni undanfaraa viku.
Eilítil lækkun hefur orðið á gengi
dollars og punds.
Olíufélagið
Skeljungur
4,33
Þingvísit hiutabr.
Þingvísit. húsbr.
137
137
136
1150
1100
Intemetsnámá
myndböndum
Hagavík hf. hefur gefiö út tvö
kennslumyndbönd sem fjalla um
notkun Iiiternets. Marknúð
kennslumimdbandanna er aö
nemendur kvnnist Internetinu og;
læri aö nota þá möguleika sem
það býður upp á.
Fyrra námskeiðið hefst með
kynningu þar sem faríð er yfir
tæknileg atriði varðandí það
hvernig tengjast skal netverald-
arvefnum og hvernig nota má
lnternetið. Á seinna námskeiðinu
er fjallað um hinar 4 þúsimd ráð-
stefirar sem finna má á Interneti
og er kennt hvemig taka má þátt
í þeim: FjaUaö er um skráaflutn-
ing á Interneti, beintenghigar við
Internet-tölvur (Telnet) og loks
er kennd notkun svokaUaðs
tölvuspjalls þar sem notandi á
íslandi getur rætt rið notendur
Internetsins annars staðar á
hnettinum í gegnum tölvu.
VÍBmeðsjötta
lífeyrissjódinn
Veröbréfamarkaður íslands-
banka, VÍB, hefur tekið að sér
ávöxtun fiármuna og umsjón með
verðbréfum fyrir Lífeyrissjóð
FÍH, Félags íslenskra hijómlisl-
armanna. Samningur þessa efnis
var undirritaður nýlega. Þetta _er
sjötti lífeyrissjóðurhm sem VÍB
tekur að sér. Fjármunir í rekstri
hjá VÍB eru nú um 14 mihjarðar
króna.
Stjóm lífeyrissjóös FÍH og VÍB
munu reglulega móta sameigin-
lega fiárfestingarstefhu ásamt
því að fara yfir hver árangurinn
hafi verið við ávöxtun eigna
sjóðsins.
Síldarvinnslan
tvöfaldaðihagn-
aðinn 1994
Aðalfundur SUdarvinnslunnar
í Neskaupstað fyrir árið 1994 fór
fram sl. laugardag. Þar kom fram
að hagnaður af rekstri ríflega tvö-
faldaðist miðað við árið 1993 þeg-
ar hann nam 50 milljónum. Hagn-
aður síðastaárs nam 119 milljón-
um þegar tekið liafði verið tillit
til óreglulegra liða.
Heildarvelta fór i fyrsta sinn
yfir 3 miUjarða og nam 64 millj-
ónu betur. Rekstrartekjur námu
2,7 milljónum og gjöldin 2,2 millj-
örðum. Fyrir afskriftir og fiár-
magnsliði nam hagnaðurinn því
um 420 miUjónum. Eigið fé vax
594 miUjónir í árslok og arðsemi
eigin fiár var 24% á árinu. Á aðai-
fundinum var ákveðið að greiða
hluthöfum 6% arð og auka hluta-
fé um 20 miUjónir með jöfnunar-
hlutabréfum. Að meðaltali störf-
uöu 360 manns hjá Síldarvimisl-
unni á síðasta ári og námu launa-
greiðslur um 800 miUjónum.
íslenskaum-
boðssalankaup-
irVélar&
þjónustu hf.
íslenska umboðssalan Itf. hefur
keypt öll hlutabréf hutflutnhigs-
iýrirtækisins Véla & þjónustu hf.
og hefur fyrirtækið nú þegar
saraeihað innfiutningsdeild sína
viö rekstur Véla & þjónustu.
Samkvæmt tUkyxmingu frá Vél-
um & þjónustu heldur fyrirtækið
áfram sama nafni og 30 starfs-
menn halda vinnu sinni.
Vélar & þjónusta hefur m.a.
verið nieð umboö fyrir landbun-
aðartæki eins og Case, Ursus og
Krone og DAF-vörubíla. Sala á
fyrirtækinu hefur staðið til um
nokkurt skeið. Fram kom í DV í
október sl. aö viðræður stæðu
vfir um sameiningu ísarns og
Véla & þjónustu.