Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hvað verður um Kvennó? Meðan augu flestra mæna á fylgi gömlu flokkanna 1 þeim skoðanakönnunum sem birtar eru þessa dagana vifl það gleymast að skoða fylgistölurnar sem Kvennalist- inn fær. Þær eru ekki háar, um og yfir 5% atkvæða, og svo virðist sem flestir séu búnir að afskrifa Kvennalist- ann fyrir vikið. Það er að vísu of snemmt, enda hefur Kvennalistinn áður komið á óvart í kosningum og skemmst er að minn- ast sigurs Ingibjargar Sólrúnar sem leiddi R-listann í Reykjavík síðasthðið vor. Sá sigur R-listans hefði aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstilh kvenna og þá þess hóps kvenna sem fylkt hefur sér um kvennaframboðin undanfarinn áratug. En nú er engin Ingibjörg í framboði og slæmt útht hjá Kvennahstanum. Hann rekur lestina í öhum þeim skoð- anakönnunum sem hafa verið að mæla fylgið. Velta má fyrir sér hvað valdi. Kvennalistinn er ekki lengur nýjabrum, Kvennalistinn hefur ekki eins sterka frambjóðendur og áður. Kvennahstinn hefur spyrt sig of mikið við vinstri flokkana og er að því leyti orðinn eins og hinir; einn af alltof mörgum valkostum á vinstri vængnum. Síðastnefnda skýringin er vissulega fyrir hendi enda þótt hún sé ekki allskostar sanngjöm. Kvennahstinn er ekki vinstri sinnaður í hefðbundnum skilningi en byggir málatilbúnað sinn á félagslegum for- sendum kvenna eins og eðlilegt er. Hér skal sett fram sú kenning að minnkandi fylgi Kvennahstans megi rekja til bágrar stöðu kvenna í launa- málum. Eftir rúmlega tíu ára starf Kvennahstans hefur ekki orðið sá árangur af starfi hans að kjör kvenna á vinnumarkaðnum hafi lagast að neinu marki. Þessar niðurstöður bitna á Kvennahstanum. Þær hafa vissulega hreyft þeim málum á Alþingi og í margvíslegri tihögu- gerð, en árangurinn talar sínu máh og niðurstaða kjós- enda virðist vera sú að sérstakt framboð af hálfu kvenna skih sér ekki í bættum kjömm og réttindum. Það má einnig leiða að því líkur að aðrir flokkar hafi brugðist við kvennaframboðum með fleiri kvenframbjóð- endum á sínum eigin listum og flest bendir jafnframt til að Þjóðvaki Jóhönnu Sigurðardóttur hafi dregið til sín fylgi kvenna á kostnað Kvennahstans. Þjóðvaki nýtur ótrúlega mikils fylgis í Reykjavík þar sem Jóhanna sjálf er í framboði, en höfuðborgin hefur einmitt verið sterk- asta vígi Kvennahstans fram að þessu. Kosningarnar á laugardaginn geta allt eins orðið enda- lok sjálfstæðra kvennaframboða. Farið hefur fé betra kunna einhverjir að segja. Sannleikurinn er þó sá að Kvennalistinn átti rétt á sér og á enn rétt á sér meðan launamisrétti er ennþá ríkjandi; meðan fordómar og skilningsleysi á reynsluheimi kvenna er til staðar í karl- þrungnum stjómmálaheimi; meðan fjölskyldumál sitja á hakanum; meðan jafnrétti kynjanna er fótum troðið. Það er tímanna tákn og kannske kaldhæðni örlaganna að nú fyrst í þessari kosningabaráttu em augu hinna hefðbundnu sljómmálaflokka að opnast fyrir því að launamisréttið er ranglæti og félagslegt hneyksh, sem er íslensku þjóðfélagi ekki samboðið. Á fundi í Hlaðvarp- anum á dögunum var til þess tekið að fulltrúar ahra stjómmálaflokka segjast vera reiðubúnir til að fylgja jafnrétti í launamálum eftir og höfðu fógur orð um efndir. En eitt em orð og annað efndir. Það fer eftir efndunum ef einhverjar verða, hvort dagar Kvennahstans em tald- ir eða hvort enn er þörf fyrir sjálfstæða kvennabaráttu. Það ræðst ekki í kosningunum heldur á næsta kjör- tímabih. Eflert B. Schram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. - „Nú gerir hún hvort tveggja, rekur og aftengir, og fjölgar pólitísk- um aðstoðarmönnum," segir Árni m.a. í grein sinni. - „Aftengingar" Ingibjargar R-listinn hefur nú verið við völd í Reykjavík í tæpt ár og stjórnun- arstílinn er orðinn ljós. Stíllinn gagnvart embættismönnum Reykjavíkurborgar birtist í orðum Ingibjargar S. Gísladóttur fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar á fundi með Alþýðubandalaginu. Haft var eftir henni í Vikublaðinu 17. febrúar 1994 að varla yrðu menn „afhausaðir" eins og fyrirspyrjandi hafði oröað það en „kannski ein- hverjir aftengdir". Nú gerir hún hvort tveggja, rekur og aftengir, og fjölgar pólitískum aðstoðarmönnum. Stjórnunar- stílhnn einkennist einnig af skatta- hækkunum, löngum fundarsetum, leit að „leyniskýrslum", póhtískum stöðuveitingum og „furðu og hneykslan" borgarstjóra ef sjálf- stæðismenn gagnrýna. Nýtt stjórnskipulag Margir borgarbúar muna eftir blaðamannafundi sl. haust sem R- hstinn hélt í kjölfar „úttektar" Stef- áns Jóns Hafsteins sem hann gerði á stjórnkerfi borgarinnar. Helsta niðurstaða úttektarinnar var að of fá ljósrit væru í notkun í Ráðhús- inu, notast væri við frumrit. í kjölf- ar þessara yfirlýsinga var keypt út ráðgjafavinna til að útfæra nýtt „stjómskipulag". Stuttu síðar hætti borgarritari störfum en ekki var ráðið í hans starf í hálft ár því R-hstinn sagðist vera að útfæra „skipuritið“. Af þeim göhuðu eintökum sem nú líta dagsljósið hálfu ári síðar er augljóst að borgarstjóri aftengir sína næstu undirmenn, fækkar þeim í þrjá, skiptir um tvo en fjölg- ar embættismönnum neðar í stjórnkerfinu. Svo virðist vera sem þessir næstu þrír undirmenn borg- arstjóra eigi að hafa undir sér 13-14 stjómendur sem er tvöfalt meira en reyndir stjórnendur mæla með. KjaHarinn Árni Sigfússon er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Pólitískum bitlingum skipt á milli flokka Á sama tíma og vandræðagangur með „skipuritið" í Ráðhúsinu er í hámarki er R-hstinn loks búinn að ákveða að innsti koppur í búri Framsóknar verði borgarritari. Þegar sjálfstæðismenn spurðu hvort ekki væri eðlilegt að bíða eft- ir því að „skipurit" R-listans væri fullklárað áður en ráðið yrði í svo viðamikið embætti bókuðu fulltrú- ar R-listans að skipuritið kæmi þessu ekki við. Þar höfum við það: Vinstriflokk- arnir eru einfaldlega að skipta á mihi sín pólitískum stöðuveiting- um og ráða inn áhrifamenn úr flokkum sínum. Dæmi þessa.er aðstoðarkona borgarstjóra, Kristín Ámadóttir, sem er fyrrum starfs- maður Kvennahstans, Einar Öm Stefánsson, nýráðinn umsjónar- maður með fréttabréfi borgarinn- ar, sem var kosningastjóri R-list- ans, atvinnuráðgjafi Reykjavíkur- borgar, Hansína Einarsdóttir, sem er frambjóöandi Kvennalistans á Vesturlandi, úttektarstjórinn Stef- án Jón Hafstein, sem var kosninga- ráðgjafi R-hstans, og nú Helga Jónsdóttir, staðgengill borgar- stjóra, sem var aðstoðarkona Stein- gríms Hermannssonar, þáverandi forsætisráðherra. Næst er það Alþýðubandalags eða krata að fá enn eina nýja stöðu „framkvæmdastjóra menningar- og félagsmála" eða framkvæmda- stjóra Atvinnu- og ferðamálastofu. Þetta er stjórnunarstíh R-listans. Þar sem R-hstinn telur að breyta skuli stjórnskipulagi borgarinnar og byggja það á pólitískum bithng- um á engum að koma á óvart að þessi hópur fylgi R-hstanum út úr Ráðhúsinu þegar borgarbúar hafa sagt áht sitt í næstu kosningum. Árni Sigfússon „Stjórnunarstíllinn einkennist einnig af skatthækkunum, löngum fundarsét- um, leit að „leyniskýrslum“ pólitískum stöðuveitingum og „furðu og hneyskl- an“ borgarstjóra ef sjálfstæðismenn gagnrýna.“ Skoðanir aimarra Úr takt við veruleikann „Baráttan stendur um að fella þá ríkisstjóm sem nú situr. Höfuðsynd hennar er að hta á kreppu og samdráttareinkenni sem jákvæðan árangur í efna- hagsmálum.... Þeir sem kalla þetta stöðugleika, eru úr takt viö þann veruleika sem er í þjóðfélaginu. ísland þykir heldur ekki áhtlegur kostur fyrir er- lenda fjárfesta og aukið frelsi í flárfestingum og fjár- magnsflutningum hefur engu skhað öðru en því að fjármagn hefur flust úr landi. Það segir sitt um stjórnarfarið." Úr forystugrein Tímans 4. apríl. Vísað til erlendra banka „Smæð banka hér á landi gerir þá vanmegnuga th að veita stórum lántakendum fyrirgreiðslu þótt þeir fegnir vhdu, því lán th einstakra lántakenda mega ekki fara yflr ákveðið hlutfall af eigin fé bankanna samkvæmt nýjum reglum frá bankaeftirliti Seðla- bankans. Vegna þess er stórfyrirtækjum hreinlega visað th erlendra banka nema um minni lán sé að ræöa og innlendir bankar eru þá útilokaðir frá sam- keppni við erlenda aðiía um trausta lántakendur hérlendis." Jón Snorri Snorrason í 13. tbl. Vísbendingar. Samkeppni innanlands „í mörgum tilfehum - til dæmis hvað varðar ríkis- bankana og Póst og síma - er einkavæðing áhrifarík- asta leiðin itl að auka samkeppni.... Útboð þjónustu og þjónustusamningar við ríkisstofnanir, sem núver- andi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir, eru dæmi um slíkt.... Samkeppnin stuðlar að beztu nýtingu auð- hnda, íjárfestinga og mannafla og eykur framleiðni og hagkvæmni í atvinnulífinu. Aðeins með því að ýta undir samkeppni innanlands getum við staöið okkur í alþjóðlegri samkeppni á næstu öld.“ Úr forystugrein Mbl. 4. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.