Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 15 Húseigendafélagið: Hagsmunagæsla - hagnýt ráðgjöf Hvað er Húseigendafélagið? Hver eru baráttumál félagsins? Hvaða hag hafa menn af því að vera í félaginu? Við sem fórum fyrir félaginu og störfum hjá því erum að vpnum oft spurð slíkra spurninga. í þessari grein verður leitast við að svara þessum og áþekkum spurningum. Húseigendafélagið var • stofnað árið .1923 og er félagið almennt hagsmunafélag allra hús- og íbúð- areigenda á landinu og eru félags- menn á sjöunda þúsund talsins. Starfsemi félagsins er tvíþætt; ann- ars vegar almenn hagsmunagæsla og hins vegar ráðgjöf og þjónusta við ein- staka félagsmenn, einkum lögfræðileg aðstoð og upplýsingamiðlun. Félag ábyrgra fasteignaeigenda Félagið er nú að ýta úr vör átaki KjaHaiiim Sigurður Heigi Guðjónsson hri. formaður Húseigenda- félagsins „Þaö hefur mjög færst í vöxt að aðilar húsfélaga fjöleignarhúsa gangi 1 Hús- eigendafélagið í einu lagi, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri málefum og vegna við- skipta við verktaka og fleiri aðila.“ til íjölgunar félaga og hefur markið verið sett hátt og er stefnt að tvö- fóldun félagatölunnar á þessu ári. Enginn ábyrgur íbúðar- og húseig- andi ætti að standa utan félagsins. Félagsaðild er sjálfsögð og ódýr tryggingaráðstöfun og hagsmuna- gæsla. Félagið er aðeins rekið með hags- muni félagsmanna að leiðarljósi en ekki með hagnaðarvon í huga. Fé- lagsgjöldum hefur jafnan verið mjög í hóf stillt og þjónustan er stórlega niðurgreidd. Húseigendafélagið rekur sér- hæfða lögfræðiþjónustu fyrir fé- lagsmenn sína á þeim réttarsviðum sem snerta fasteignir og eigendur þeirra. Nýtur félagið trausts og virðingar á þessu sviði og á það ekki síst við um málefni fjöleignar- húsa, en félagið átti frumkvæðið að samningu og setningu fjöleign- arhúsalaganna og eru þau að veru- legu leyti byggð á reynslu félags- ins. Sama er að segja um ný húsa- leigulög sem fela í sér miklar rétt- arbætur. Reynslan sýnir að hús- og íbúðar- eigendur hafa mikla þörf á lög- Húseigendafelagiö átti frumkvæðið að samningu og setningu fjöleignar- húsalaganna og eru þau að verulegu leyti byggð á reynslu félagsins. fræðilegri ráðgjöf og aðstoð og á það ekki síst við í fjöleignarhúsum. Hafa þannig húsfélög mikinn hag af lögfræðiþjónustunni og hafa mörg fengið árgjald sitt margfalt endurgoldið með því að notfæra sér þessa þjónustu. Aukin þjónusta og hagsbætur I bígerð er að auka þjónustu fé- lagsins á sem flestum sviðum, svo sem með meiri og fjölbreyttari ráðgjöf, námskeiðahaldi, útgáfu ýmiss konar fræðsluefnis o.fl. Þá er unnið að því að ná samningum við ýmsa aðila, t.d. tryggingafélög, um hagstæðari kjör fyrir félags- menn. Forsenda fyrir meiri árangri í hagsmunabaráttunni og aukinni þjónustu við félagsmenn er sam- takamátturinn og öflugt og fjöl- mennt félag. Fasteignaeigendur þurfa að vakna til vitundar um hagsmuni sína og þýðingu þess að þeir séu varðir og fyrir þeim sé barist. Til þess þarf Húseigendafé- lagið að öðlast afl og styrk sem aðeins fæst með verulegri félaga- aukningu. Það hefur mjög færst í vöxt að aðilar húsfélaga fjöleignarhúsa gangi í Húseigendafélagið í einu lagi, einkum til að fá lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð, bæði í innri mál- efnum og vegna viðskipta við verk- taka og fleiri aðila. Njóta húsfélög sérstakra kjara við inngöngu og er víst að vaxtarbroddur Húseigenda- félagsins liggur fyrst og fremst í því að fleiri húsfélög gangi í félagið. Til að ganga í Húseigendafélagið þarf ekki annað en að hringja í síma 588-9567, en eins geta áhuga- samir komið á skrifstofu félagsins í Síðumúla 29 sem opin er daglega kl. 9-15. Sigurður Helgi Guðjónsson ... ____ » Meðog ámóti Veiðar islendinga íSíidarsmugunni Sögulegur réttur „Veiðar Is- lendinga á Norðurlands- síld, þ. e. síld úr norsk- íslenska síld- arstofninum, voru gífur- lega mikil- vægar fyrir Áígelr Daníelsson, hag- efnahagslíf okkar fyrr á þessari öld. Þótt ólíklegt sé aö síldin nái aftur því tiltölulega mikilvægi sem liún eitt shm hafði þá mun réttur til aö veiða úr þess- um gífurlega stóra stofni verða mjög raikilvægur fyrir þjóðarbú- skapinn. Sögulegur réttur okkar til veiða úr þessura stofni byggist á veiði- reynslu sem er nærri þrjátíu ára gömul. En auk sögulegra réttinda hljóta kröfur okkar að byggjast á því að síldin fer um mikið haf- svæði utan norsku lögsögunnar og mun væntanlega halda til inn- an íslensku lögsögunnar aö hluta. Stærsta og fallegasta síldin veidd- ist oft innan íslensku landhelg- innar. íslendingar hljóta að halda fram rétti sínum til veiða úr norsk-íslenska síldarstofhinum í samræmi við hagsmuni sína en miklu skiptir fyrir sömu hags- muni að samkomulag náist um nýtingu síldarinnar og að hægt verði að takmarka veiðar ann- arra ríkja í Síldarsmugunni.“ Stundar- hagnaður Fimmeyringur D-listans í borgarstjórn í tilefni þess að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa undan- farið verið iðnir við að skrifa grein- ar, aðallega í Morgunblaðið, og óskapast yfir því sem þeir kalla skattastefnu ReykjavíkurhStans get ég ekki orða bundist. Makalaust óraunsæi Ræða Áma Sigfússonar við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í borg- arsljóm lýsti makalausu óraunsæi. Hún er í raun stefnuræða sjálf- stæðismanna og eftir henni hafa aðrir D-hstameðhmir dansað síðan. Þama þuldi hann og þuldi. Þetta æltaði hann að gera og hitt ætlaði hann að gera. - Það vom meiri ósköpin sem átti að gera. Sjálfstæð- isflokkurinn hafði sko skýra stefnu - í fjármálum borgarinnar, rekstri og öhum verkefnum hennar. Ekki ætluðu sjálfstæðismenn að hækka skatta til að ná endum saman - ekki aldeihs. Það vom bara víst hinir vondu ERRR-lista flokkar sem gerðu slíka óhæfu - og holræsagjaldið (oj) - við erum ekki eins og önnur sveitarfélög sem fyrir löngu hafa lagt það gjald á - þetta er svo ósanngjamt hér í Reykjavik þó það geti svo sem verið í lagi annars staðar á landinu. - Hér í Reykjavík tökum við bara lán. Gamlar barnagælur Einhvem tímann undir ræöunni komu mér í hug gamlar bamagæl- ur. Vísur sem mér skhst að hafi KjaHaiinn Pétur Jónsson borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann verið notaðar í uppeldisskyni hér áður fyrr handa bömum til að venja þau af óraunsæi í peningamálum. Ég hvet fuhtrúa Sjálfstæöisflokks- ins th að kynna sér efni visnanna í hehd en þær byrja svona: - Ef að nú hjá pabba einn fimm- eyring ég fengi fjarskalega hrifin og glöð ég yrði þá. Ég klappa skyldi pabba og kyssa vel og lengj og kaupa síöan aht það sem mig langar th að fá. - Síðan þuldi barnið aht það sem það langaði að fá. En að lokum segir: - svo kaupi ég mér döðlur, súkk- ulaði og fleira og síðan skal ég gefa pabba allan afganginn. - Sem ég nú hlustaði fannst mér í raun að Ami þyldi sem svo: Ef að nú hjá Reykvíkingum 16 mihjarða ég fengi. Fiaskalega hrifinn og glaður ég yrði þá. Og svo ætlaði hann að kaupa aht það sem hann langaði að fá. Og það vom meiri ósköpin, sem hann langaði að fá, eins og bamið í vísunni. En síðan skyldi hann gefa Reykvíkingum ahan afganginn. - Ahan afganginn? - Og hver skyldi nú vera afgangurinn? - Jú skuldimar sem sjálfstæðismenn em orönir frægir fyrir hér i borgmni vegna eyðslusemi og óraunsærra áætlana. Það er barnaskattur Sem dæmi um fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins má nefna að á fyrstu 5 mánuðum ársins 1994 var eytt 630 m. kr. umfram áætlun. Vegna skuldasöfnunar eru vaxta- gjöld borgarinnar áætluð um 400 m. kr. hærri 1995 en árið 1992. Hol- ræsagjaldið „vonda“ er þó ekki nema rúmar 550 m. kr. á heilu ári - og auðvitað thraun til að ná end- um saman eftir óreiðuna. Hér er fortíðarvandinn í hnot- skurn. Skuldir sem sjálfstæðis- menn ætla börnunum okkar að borga - það er bamaskattur. En er nú ekki komið nóg? Við Reykvík- ingar, af þessari kynslóð, skulum nú vera menn th að borga það sjálf- „ ir sem við ætlum að eyða og fram- kvæmda en ekki ætla bömunum okkar að borga það einhvern tím- ann á næstu öld. Pétur Jónsson „Sem dæmi um fjármálastjóm Sjálf- stæðisflokksins má nefna að á fyrstu 5 mánuðum ársins 1994 var eytt 630 millj. kr. umfram áætlun. Vegna skuldasöfn- unar eru vaxtagjöld borgarinnar áætluð um 400 m. kr. hærri 1995 en árið 1992. „Þetta er uppátæki sem getur komið iha í bakið á islendingum. Að mínu viti eru skamm- tímasjónar- mið og von Um StUndar- nognvaiaur nannesi hagnað látin ráða, ef hefja á stórfehdar síldveiðar á opnu hafi. í þessu raáli eru álitamáhn einkurn tvö: í fyrsta lagi geta fréttir af umtalsverðum shdveið- um í Sfidarsmugunni orðið th þess aö þangað hópist skip frá mörgum þjóðum. Fari svo tekur ekki langan tíma að veiða stofh- inn upp. Þá kann þetta líka að leiða til þess að norskir útgerðar- menn krefjist stærri kvóta í norskri lögsögu en þeir fá nú. Hugmyndafræðin væri þá sú aö halda stofhinum svo raikiö niðri aö shdin gangi ahs ekki út úr norskri lögsögu. {öðru lagi þjónar þaö hagsmun- um íslendinga best þegar th lengri tíma er litið að hafa sam- koraulag um veiðar á opnu hafi. Það á bæði við um Smuguna og Síldarsmuguna. Veiðar á þeim slóðum gefa stundarhagnað en þegar th lengri tíma er htiö geta Smuguveiöar úthokaö íslendinga þegar kemur aö þvi að skipta upp kvótum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.