Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL6-B LAUGAftDAGS- 06 MANUDAGSMÖRGNA MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995. ÁgústEinarsson: Afsögn af lista kemur áóvart „Þetta kemur mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég sá þetta fyrst í sjónvarpi í gær. Mér þykir þetta leitt. Hins vegar voru svipaðar fréttir um þetta í DV fyrir skömmu sem listinn bar til baka. En ef þetta er rétt núna er ekkert við því að segja,“ sagði Ágúst Einarsson, fyrsti maður á lista Þjóövaka í Reykjaneskjördæmi um að Benedikt S. Kristjánsson, sjómað- ur úr Hafnarfirði, hefði dregið fram- boð sitt sem 7. maður á lista til baka. í yfirlýsingu segist Benedikt m.a. hafa ákveðið þetta í Ijósi þess að Ágúst og aðrir í efstu sætum listans sé ekki félagshyggjufólk heldur íhaldsmenn og kratar. Ekki náðist í Benediktímorgun. -Ótt Bráðkvaddurí fangageymslu Maður á sextugsaldri varð bráð- kvaddur í fangageymslum lögregl- unnar í Reykjavík í gær. Maðurinn, sem hefur átt við óreglu að stríða, kom án þess að sýna mót- þróa í fangageymslu og hafði verið í klefanum í skamman tíma þegar uppgötvaðist að hann var látinn. Aö sögn lögreglu hefur frumrannsókn leitt í Ijóst að ekkert bendi til að and- lát hans hafi borið að með óeðlilegum hætti. -pp Flugfreyjudeilan: Funduríalla nótt Fundur ríkissáttasemjara með flugfreyjum og viðsemjendum þeirra stóð til klukkan fimm í morgun og hefur annar fundur verið boðaður klukkan 14 í dag. Samkvæmt heimildum DV mun eitthvað farið að þokast í deilunni. Sfjóm Flugfreyjufélagsins mun hafa skrifað félagsmönnum sínum bréf og hvatt þá til að vinna ekki aukavinnu meðan kjaradeilan stendur. Indælisveður umhelgina Indælisveður verður um allt land kosningadaginn 8. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður hæg suðaustanátt á laugar- daginn og hiti um frostmark. Á sunnudag, þegar kosningamar verða um garð gengnar, verður áttin suð- læg og fjögurra stiga hiti. -GHS Haf a skrifað undir um tvo milQarða Ráðherrar hafa á þessum síöasta hestastöðvar í Gunnarsholti. Þaö Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- stofnunar ríkisins um aö skuld- mánuði fyrir þingkosningarnar kostar 43 milljónir. Að auki var til- ráðherra og Fríðrik Sophusson breyta lánum hjá þeim sem eru í skuldbundið rikiö til fjárframlaga kynnt um aö ríkið myndi byggja fjármálaráðherra hafa gengið frá vanskilum. Nemur fjárveiting á næstu árum upp á rúmlega 2 reiðskála á staðnum en ekki sagt samningi við Hitaveitu Akraness Rannveigar 200 miiljónum króna. miiljaröa króna. hvað hann myndi kosta. og Borgarflaröar. Þar tekur ríkið á Rannveig og Ólafur G. Einarsson í byrjun mars gekk Halldór Sighvatur Björgvinsson heíl- sig beint 180 milljónir. Þá verður menntamálaráðherra koma saman Blöndal landbúnaðarráðherra frá brigðisráðherra hefúr gert sam- ríkið hluthafi í nýju fyrirtæki sem að Sólborgarmálinu á Akureyri. því að veita 120 til 150 milijónir komulag við heimamenn í Bolung- yfirtekur um eins milljarðs króna Þar afhenti félagsmálaráðherra króna á ári fram til aldamóta til arvík um byggingu dvalar- og skuld hitaveitunnar. Ekki hefur Háskóla Akureyrar húsnæöi Sól- þróunarverkefna í fiskeldi. hjúkrunarheimilis sem kostar 96 verið gefið upp hve hátt hlutfall borgar en vistmenn, sem dvalið í sama mánuði tilkynnti Halldór milijónir króna. ríkisins er í þeirri skuld, hafa í húsinu, eru fluttir í sambýli Blöndal samgönguráðherra lækk- Sighvatur Björgvinsson heil- Friðrik Sophusson hefur veitt 115 í bænum. Ekki hefur verið greint un símakostnaöar sem kostar Póst brigðisráðherra hefur samþykkt fé miUjónir til Rannsóknaráðs sem er frá verðmæti þessarar gjafar. og síma um 100 milljónir á ári. til Sjúkrahúss Keflavikur upp á 285 ákveðin prósenta af fé sem fékkst Þarna er síðan gert ráö fyrir upp- í fyrradag tilkynnti Halldór milijónir króna og til byggingar með sölu ríkisfyrirtækja í fyrra. byggingu fyrir háskólann sem Blöndal landbúnaðarráðherra síð- heilsugæsiustöövar í Kópavogi upp Rannveig Guðmundsdóttir hefur kosta mmi 800 milljónir króna á an um endurreisn og rekstur stóð- á 300 milljónir króna. rýmkað heimildir til Húsnæðis- næstu 10 árum. Það hefur verið „gósentið" hjá ungum Siglfirðingum síðustu vikurnar; enginn skóli og nægur snjór til að leika sér í. Þessir ungu piltar renndu sér fimlega á sleðunum sinum við hús á Suðurgötunni og létu sig ekki muna um að fara fram af háum snjóruðningnum við götuna. DV-mynd gk Séra Jón Ragnarsson: Tekur köllun „Ég hef verið spuröur að því hvort ég muni taka köllun og ég hef játað því. Formlega er ekki búið að ganga frá þessum málum," segir séra Jón Ragnarsson, starfsmaður á Biskups- stofu, sem ákveðið hefur verið að kalla til Hveragerðis til að gegna embætti sóknarprests. Mikil ólga er í kringum þetta mál vegna þess að sóknarnefndin ákvaö að auglýsa ekki. Um þriðjungur íbúa hefur undirritað mótmæli vegna þessa og Prestafélag íslands hefur gert athugasemdir við þessa af- greiðslu sóknamefndar. -rt Handtaka: Hjátrúæstiölvaðan Áberandi ölvaöur maður veitti lög- reglu harða mótspyrnu þegar hann var handtekinn á veitingastað í Árbæ í gærkvöld. Maðurinn hafði kveikt sér í vindl- ingi á kerti á veitingastaðnum þegar annar hjátrúarfullur gestur hafði á oröi að nú yrði einum sjómanninum færra. Að sögn lögreglu æsti maður- inn sig svo upp við þessi orð að hann eyðilagði blómaskreytingu, pitsu og disk og lét á allan hátt ófriðlega. Þeg- ar lögregla kom til að skakka leikinn þurfti að handtaka manninn en það gekk erfiðlega. Hann gisti þó fanga- geymslurínótt. -pp LOKI Þá er Ijóst að veðurguðunum finnst alveg nóg að hafa einn kjördag! Veöriöámorgun: Allhvasst sums staðar Á morgun verður austlæg átt, kaldi eða stinningskaldi en sums staðar ailhvasst, einkum norð- vestan til. Snjókoma eða slydda um norðvestanvert landið en slydda eða rigning syðra. Hiti -1 til +5 stig. Veðrið í dag er á bls. 52 brothec tölvu * límmiða 4 prentari I rTil al zk i Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 alltaf á Miövikudögmn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.