Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
Fréttir
Átta blaðsíðna „svört skýrsla“ um ársreikning Suðureyrarhrepps og stjómendur:
Sakaðir um að koma sér
undan skattgreiðslum
- siðlaust, segir 1 skýrslunni - allt fram talið, segir sveitarstjórinn
Skoðunarmenn ársreikninga Suð-
ureyrarhrepps gerðu athugasemdir
upp á átta blaðsíður við ársreikning
sveitarfélagsins fyrir áriö 1993. Þeir
gera m.a. athugasemdir við það að
sveitarstjóri greiði hluta af launum
sínum inn á reikning fyrirtækis sem
hann á í Þorlákshcfn. Þá saka þeir
yfirstjóm hreppsins um aö tekjufæra
ekki gröfu í eigu hreppsins til að
komast hjá þvi að greiða virðisauka-
skatt.
Orðrétt segir: „Grafan er ekki
tekjufærð því þá þarf að greiöa virð-
isaukaskatt. Hreppsnefndarmenn og
sveitarstjóri að hluta taka laun sín
sem verktakar til að komast hjá
tekjuskattsgreiðslum sé það mögu-
legt. Staðgreiðsla er tekin af launum
foröagæslumanns en henni ekki skil-
að. Er þeim ekki ljóst aö fjárhagsgeta
hins opinbera byggist á skatttekj-
um...?“ spyijaskoðunarmennimir.
í athugasemdum segir að „Verk-
takalaun hreppsnefndarmanna séu
greidd samkvæmt ónúmeruðum
reikningum snyrtilega uppsettum á
A-4 örk. Sveitarstjóri hefur annan
hátt á, hann greiðir nefndalaun sín
inn á viðskiptareikning Bókhalds og
skrifstofuþjónustunnar, sem mun
vera fyrirtæki í hans eigu í Þorláks-
höfn. Framangreint er rakið svo ítar-
lega af því að kjömum skoðunar-
mönnum finnst þetta siölaust hátt-
emi, hvað sem lög segja,“ segir í
greinargerðinni.
Halldór Karl Hermannsson, sveit-
arstjóri á Suðureyri, segir athuga-
semdirnar byggjast að miklu leyti á
persónulegum árásum á sig.
„í þessu tílfelh sem ég greiði til
fyrirtækis míns er það gert þannig
að ég greiði virðisaukaskatt af þess-
um tekjum. Strax og ég sá þetta benti
ég þeim á að teldu þeir að ég væri
að bqóta lög skyldu þeir gjöra svo
vel að kæra þetta, að öðrum kosti
ekki vera að halda slíku fram. Þetta
hefur ekki verið kært. Endurskoð-
andi minn sagðist ekkert sjá að þessu
þar sem þetta væri talið fram og
hreppurinn skaðaöist ekki á þessu.
Það er þama um að ræða 100 þúsund
krónur á ári. Sú framsetning að
þama sé um að ræða skattsvik er út
í hött, þetta er allt talið fram,“ segir
Halldór Karl.
Mosfellingar
verða að kjósa
í Reykjavík
„Ég verð að játa að ég er svolít-
ið hissa yfir þessu. Eg hefði í
sjálfu sér kosið að hafa kjörstað
í bænum ef þetta hefði komiö inn
á borð til mín en það hefúr ekki
gert þaö. Eftir aö nýju sljóm-
sýslulögin tóku gildi em Mosfell-
ingar i saraa sýslumannsum-
dæmi og Reykjavík. Vissulega
má færa að því rök að gott hefði
verið að hafa þessa þjónustu
hérna upp frá,“ segir Jóhann Sig-
uijónsson, bæjarstjóri í Mos-
feúsbæ.
Mosfellingar verða að fara á
kjörstaö að Engjateigi 5 í Reykja-
vík til að kjósa utan kjörstaðar
fyrir kosningamar 8. apríl í stað
þess aö fara á lögreglustöðina í
Mosfellsbænum eins og var fyrir
síöustu kosningar þegar Mos-
fellsbær heyrði undir sýslu-
mannsembættið í Hafnarfiröi.
Kjörstaðurinn viö Engjateig er
opinn frá klukkan 10 til 12,16 til
18 og 20 til 22 og verður að fram-
vísa persónaskilríkjum til aö fá
aðkjósa. -GHS
Lánasjóður
fyrirkonur
stofnaður
Borgarstjóri, iðnaðarráðherra
og félagsmálaráðherra hafa skrif-
að undir yfirlýsingu um stofnun
lánatryggingasjóðs fyrir konur í
atvinnulifi og er stofnfé sjóðsins
tíu milijónir króna. Félagsmála-
ráöuneytiö leggur sióðnum til
fimm milíjónir, iðnaöarráöuneyt-
ið tvær milljónir og Reykjavíkur-
borg þrjár milljónir. -GHS
.. . -
Þyria Varnarliðsins lenti í gærkvöid við Borgarspitala með konu á sextugsaldri sem hafðí hryggbrotnað f vélsleða-
slysi vlð Þaravatn á Tröllatunguheiði sfðdegis I gaer. Konan var á ferð ásamt hópi manna á leið til Hólmavíkur
þegar slysið varð. Hún mun hafa ekið fram af klettabelti og hrapað um 30 til 40 metra niður bratta hlíð. Læknir kom
á vettvang og ákvað hann að kalla eftir þyrlu. Fór Varnarliðið á staðinn þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var
i skoðun. Konan gekkst undir aðgerð I gærkvöld og er líðan hennar eftlr atvikum góð að sögn lækna.
DV-mynd Sveinn
Stuttar fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú
stuönings 37,6% kjósenda skv.
skoöanakönnun sem Félagsvís-
indastofhun hefur gert fyrir
Morgunblaöið. Alþýöuflokkur
fengi 10,6% ef kosið væri núna,
Framsóknarflokkur 21,1%, AI-
þýðubandalag 12,8%, Kvennalist-
inn 5,1% og Þjóövaki 11,2%.
Gjaldskyida tengd
Borgarráð ætlar aö auka tekjur
Bílastæðasjóðs um 28,2 milljónir
með breyttri gjaldskrá sjóðsins.
Lengja á gjaldskylduna í stæðum
til kl. 18 alla virka daga og taka
upp gjaldskyldu á laugardögum.
Hlvísanakerfinu breytt
Heilbrigðisráðherra gerði í gær
breytingu á reglugerð um tilvís-
anakerfið. Breytingin felur í sér
að Tryggingastofhun borgi rarin-
sóknir þótt sjúklingur leiti til sér-
fræðings án tilvísunar.
Jaðarskattar gleypa allt
Ráöstöfunartekjur 6 manna
íjölskyldu i leiguíbúð aukast nær
ekkert þótt launatekjur hækki úr
125 þúsundum í 210 þúsund á
mánuði. Hagfræöingar ASÍ segja
þetta stafa af samspili skatta og
tekjutengdra bóta.
Stærsti flokkurinn
Framsóknarflokkurinn er
stærsti flokkurinn á Suöurlandi
samkvæmt Gallup-könnun.
ákveðiö að auka viö kennslu
barna í l. til 10. bekk grunnskól-
ans vegna kennaraverkfallsins.
Skv. RUV er þar með eytt óvissu
sem vakti reiöi skólamanna. -kaa
AðMarumsókn að ESB útilokuð í „stjómarsáttmála“ Ólafs Ragnars Grímssonar:
Launafólki heitið skattalækkunum
„Ríkisstjórnin er mynduð til að
stuöla að framfónmi í íslensku at-
vinnulífi með sókn á útflutnings-
mörkuðum og bættri samkeppnis-
hæfni íslensks atvinnulífs," segir í
inngangi að drögum Ólafs Ragnars
Grimssonar að stefnuyfirlýsingu
vinstri stjómar eftir kosningar.
Drögin voru nýverið afhent forystu
Framsóknarflokks, Þjóövaka og
Kvennalista sem trúnaöarmál til að
flýta fyrir hugsanlegum stjómar-
myndunarviðræðum. Drögin byggj-
ast á stefhuskrá flokkanna og þar
koma fram hugmyndir um aðgerðir
fyrstu 100 dagana.
í drögunum segir aö stefnt veröi
að 3 til 4 prósenta hagvexti á ári og
að sköpuð veröi 2.000 störf á ári eða
minnst 12.000 fyrir aldamót. í þessu
sambandi er rætt um kraftmikinn
sjávarútveg, framleiðslu tækja og
hugbúnaðar í fiskvinnslu, matvæla-
framleiöslu með áherslu á hágæða-
vöm og vistvænan landbúnað, hug-
búnaöariönað, menningarútflutning,
feröaþjónustu og fleira.
Fram kemur í drögunum að ný
vinstristjóm muni koma á fót ný-
sköpunar- og áhættufjármögnunar-
sjóði, gera auðlindir sjávar að ótví-
ræðri þjóðareign, tryggja byggðar-
lögum, sem misst hafa kvóta, auknar
aflaheimildir og lögbinda að allur
afli, sem ekki fer beint til vinnslu,
fari á iimlenda markaði.
Gert er ráð fyrir samræmingu á
fjárframlögum til landshluta, leng-
ingu húsnæðislána í 35 til 40 ár og
að lánshlutfall þeirra sem em að
kaupa húsnæði í fyrsta sinn verði 75
prósent. Því er heitið að fjármagns-
og hátekjuskatti verði komið á og aö
einstæðir foreldrar geti nýtt sér
ónýttan persónuafslátt unglinga.
Ýmisleg fleiri kosningaloforð er að
finna í drögunum, meöal annars að
settar verði siðareglur fyrir sljórn-
mála- og embættismenn og aö sett
verði löggjöf um starfsemi og íjár-
reiður stjómmálaflokka. Hvað varð-
ar utanríkismál er lögð áhersla á að
tryggja samstarf viö ESB á grund-
velli viðskiptahluta EES-samnings-
ins sem þróaður verði í átt að tví-
hliða samningi. Aðildarumsókn að
ESB er útilokuð á kjörtímabilinu.
Á fyrstu 100 dögunum vill Ólafur
Ragnar aö sumarþing afgreiöi meðal
annars lög sem tryggi aö jaðarskattar
af miðlungstekjum fari ekki yfir 55
prósent og að skattleysismörk,
bamabætur og vaxtabætur hækki.
Þá verði einnig tekinn fyrsti áfangi
í lækkun sjúklingaskatta, samþykkt
lög til að taka á skuldavanda heimil-
anna og samin aðgerðaáætlim um
aö eyða halla ríkissjóðs.
Auk þessa kemur meðal annars
fram í drögunum að þegar í vor verði
skólagjöld afnumin, hafin vinna við
endurskoðun sjávarútvegsstefnunn-
ar og hafnar viðræður við bænda-
samtökin um mótun landbúnaðar-
stefnutilnæstuára. -kaa