Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 Utlönd GrálúÖudeilan: Bjartsýniá Jean Chretien, forsætisráö- herra Kanada, sagöi i gærkvöldi að samningar væru nærri því að takast milii Kanada og Evrópu- sambandsins um veiðar gráluðu á Nýfundnalandsmiðum, þrátt fyrir hótanir Spánveija um að hafna samningunum ef þeir fuli- nægja ekki kröfum þeirra, Chretien sagði að einungis ætti eftir að semia um smáatriði. Spánverjar höfðu sett fram kröfu um að ESB fengi helming 27 þúsund tonna grálúðukvóta en samningsdrögin, eins og þau litu út í gær, gerðu ráð fyrir að 8 þús- und tonn kæmu í hiut Spánverja. Brian Tobin, forsætisráðherra Kanada, sagði togara ESB þegar hafa veitt tvöfaldan árskvóta sinn á miðunum við Nýfundnaland en aðgerðir kanadisku strandgæsl- unnar undanfarnar vikur hefðu hægt á veiðunum. Hrottaleg mafíu- morðáSikiley Lögreglan á Sikiley fann í gær lík tveggja manna sem höfðu ver- ið drepnir á hrottalegan hátt. Hafði getnaöarlimur annars þeirra verið skorinn af og honum troðið í mirnn lians og hann siðan kyrktur. Hinn var skotinn í höf- uðið. Lík mannanna tveggja, sem taldir eru vera frá Túnis, fundust í alræmdu mafíuhverfi í Palermo. Aftökuaðferðin sem notuð var hefur verið notuð á menn sem taldir eru hafa misboðiö konum í maííufjölskyldum. Keuter Barátta breskrar móður vekur athygli 1 Bandaríkjunum: Fer fram á náðun dauðadæmds sonar - verður liflátinn annað kvöld fyrir ránmorð „Eg er að gera það sama og hver móðir ætti að gera. Ég trúi ekki að hann sé sekur,“ sagði Anne Ingram, móðir Nicolas Ingrams, 31 árs, sem lífláta á í rafmagnsstól í fangelsi í Georgíufylki annað kvöld að íslensk- um tíma. Nicholas Ingram var dæmdur til dauða fyrir morð og vopnað rán 1983. Var hann fundinn sekur um að hafa ruðst inn á heimili 55 ára gamalla hjóna, rænt þau 60 dollurum, bundið þau síðan við tré og skotið þau í höf- uðið. Konan lést samstundis en maö- urinn lifði skotið af. Fullnægja átti dauðadómnum yfir Ingram strax 1984 en aftöku hefur þrisvar verið frestað vegna náðunar- beiðna, síðast 1989. Lögmaður Ingrams bað um frestun aftöku á mánudag en úrskurður dómara hggur ekki fyrir. Verði Ingr- am neitað um náðun ætlar lögmað- urinn að krefjast endurupptöku málsins á þeim grundvelli að annar maður hafi verið í vitorði með Ingr- am og að hann hafi verið undir áhrif- um geðlyfsins thorazins í yfirheyrsl- um og við réttarhöld í málinu. Skýrslur frá geðdeild þar sem Ingr- am var vistaður eftir ránmorðið sanni lyíjagjöfina. „Hann var ekki með sjálfum sér og vissi ekki sjálfur að hann var undir áhrifum lyfja," sagði Anne Ingram. Anne Ingram útskýrir sjónarmið sin fyrir fjölmiölum. Símamynd Reuter Mál þetta hefur vakið verulega at- hygli í Bretlandi en Ingram, sem er breskfæddur, er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari. Anne Ingram bað John Major, for- sætisráðherra Breta, að beita áhrif- um sínum og óska eftir nýrri sjálf- stæðri rannsókn á máli sonar síns þegar hann hitti Clinton Bandaríkja- forseta að máh. En Major varð ekki við þeirri beiðni móðurinnar. Clin- ton hefur borist beiðni frá Evrópu- þinginu um frestun aftökunnar af mannúðarástæðum en ekki sýnt við- brögð. Sem stendur virðist fátt geta komið í veg fyrir aftöku Ingrams í raf- magnsstólnum. Georgía er eitt þriggja fylkja í Bandaríkjunum sem ekki hefur hætt notkun rafmagns- stólsins við aftökur og tekið í staðinn upp að sprauta með banvænni lausn, aðferð sem almennt er talin mun mannúðlegri. Reuter JanHenryT.Olsen: stórsókná fiskmörkuðunum Gisli Krisjánsson, DV, Osló: „Við höfum of marga útflytj- endur sem vinna of lítið saman á fiskmörkuðunum," sagði Jan Henry T. Olscn, sjávarútvegsráð- herra Noregs, á ráðstefnu um sjávarútveg í Tromsö í gær. Hann boðaði norska stórsókn á fisk- mörkuðunum þar sem Norð- menn gætu keypt sér betri að- gang með því að kaupa hluti í dreifingarfyrirtækjum, sérstak- lega 1 Evrópu. Ráðherrann sagöi að Norð- menn þyrftu ekki nema fimm til tíu útflutningsfyrirtæki til að koma norskum fiski á markað. Nú leiddi ófhöfleg samkeppni fyr- irtækjanna'til undirboða og að norskur fiskur væri seldur neyt- endum án þess að þeir fengju að vita hvaðan hann kæmi. Verkfallenn í Færeyjum Enn er allt í hnút vinnudeilu opinberra starfsmenna og lands- stjórnarinnarí Færeyjum. Þjóðlíf þar er nær lamað vegna verk- fallsins sem staðið hefur í nær tvær vikur. Lausn virðist ekki í sjónmáli. Einn stjómarflokk- anna, Verkamannafylkingin, hef- ur tekið afstöðu með opinberum starfsmönnum, sem kreQast þess að 8,5 prósent launalækkun, sem þeir tóku á sig fyrir tveimur árum, verði leiðrétt. Gæti þessi afstaða stefnt stjórnarsamstarf- inu í voða. EVROPUVIKA ALÞYÐUFLOKKSINS OKKURÍ ER ALVARA! NOATUN - vestur í bœ Hámark tveir kjúklingar á hvern viðskiptavin. Á meðan birgðir endast í Nóatúni vestur í bæ (áður JL-hús). EVROPUVERÐ A KJUKLINGUM 2y,v KR. KG. fímmtudaginn 6. apríl Venjulegt verð 699 kr. kg. 68% verðlsekkun Hagfræðistofnun Háskóla íslands telur í skýrslu sinni til ríkis- stjórnarinnar að við aðild íslands að Evrópusambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45%. Það munar um minna fyrir íslenskar fjölskyldur. Alþýðuflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvað íslendingum stendur til boða. /UAND /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.