Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
Fréttir
Hvert áfallið á fætur öðru hjá Sigríði Sigurðardóttur sem er 83 ára:
Allslaus eftir þjóf nað
09 skemmdarverk
„Maður hefði svo sem ekki farið
með mikið af öllu þessu dóti yfir í
hinn heiminn en það hefði verið
skemmtilegt að geta skilið vel við sig
þegar maður loksins fer. Ég sé til
hvemig rætist úr,“ sagði Sigríður
Sigurðardóttir, 83 ára, búsett í Sví-
þjóð, en hún stendur uppi allslaus
eftir að brotist var inn í geymslu og
öllu stolið sem hún átti ytra.
Flest af húsgögnum og öðrum eig-
um Sigríðar var skemmt sama dag
og hún hélt til íslands í læknisaðgerð
í lok febrúar en fyrir nokkrum dög-
um var bætt um betur og öllu stohð
sem hún átti eftir óskemmt, húsmun-
um, fótum og persónulegum munum.
Geösjúkur maður, sem Sigríður
leyíði að hafa afdrep í íbúð sinni,
gekk berserksgang í íbúð hennar í
lok febrúar og braut aht og bramlaði
- húsgögn, myndir, spegla, glugga-
rúður og leirtau. Auk þess tók hann
skartgripi, bankakort og fleira.
„Maður stendur eftir ahslaus. Mér
firinst þetta nú orðið alveg nóg. Ég
hef aldrei lent í svona löguðu áður.
Ég veit ekki hvað verður um þennan
sjúka mann sem olri öllum skemmd-
unum fyrr í vetur - hann situr inni.
En nú þurfti þessi þjófnaður að koma
ofan á aht annað. Maður skilur ekk-
ert í þessu,“ sagði Sigríður við DV í
gær. Hún hefur verið að gangast
undir læknisaðgerðir hér heima.
„Sama kvöldiö og ég kom heim th
íslands var hringt og sagt frá þessu.
Ég var með fugl í íbúðinni sem var
viti sínu fjær af hræöslu. Köttiuinn
minn fannst kúrandi og skjálfandi
þar sem hann hafði falið sig. Við viss-
um ekkert um þessa brjálsemi. Ná-
grannarnir urðu svo hræddir að
sumir fluttu út,“ sagði Sigríöur.
Auk þess að missa muni sína þurfti
Sigríður að greiða íbúðareigendum 4
þúsund sænskar krónur í bætur fyr-
ir skemmdir á henni og er ofan í
kaupið komin á svartan hsta því hún
er talin bera ábyrgðina sem leigu-
taki. Það síðasta sem hún hefur feng-
ið í hendur frá Svíþjóð er GSM-
símareikningur sem hinn geðsjúki
kostnaðarsami gestur stofnaði í
hennar nafni. Sonur Sigríðar býr í
nágrenni við hana, í Jönköping, en
hún á önnur börn sem hún dvelur
nú hjá á íslandi.
„Ég ætla að sjá til hvort ég flyt aft-
ur heim til íslands. Þaö er ósann-
gjarnt að fá engar bætur en ég fæ þó
ahtaf elhlaunin mín og lífeyrisbætur.
Ég verð að hafa mig upp,“ sagði Sig-
ríður Sigurðardóttir. -Ótt
Meint trúnaöarbrot kært til Rannsoknarlögreglu:
Bað skjólstæðinginn
„óbeint afsökunar“
„Fyrir áramót spurði einn kunn-
ingi minn hvernig gengi með ættleið-
inguna hjá þessu fólki og þá frétti ég
af þessu í fyrsta skipti. Ég varð svo
fyrir því óláni að hitta þaú á laugar-
dagskvöldi óg spurði þá hvemig
gengi með þetta mál og meira var það
ekki. Maðurinn hringdi svo í mig á
sunnudagskvöldi rétt fyrir miðnætti
og heimtaði að ég bæði konuna sína
afsökunar. Ég fór til hans daginn eft-
ir, ræddi við þau bæði og bað hana
óbeint afsökunar," segir maki fuh-
trúa í félagsmálaráði Kópavogs.
Félagsmálaráð hefur óskað eftir
rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins, RLR, á meintu trúnaðarbroti
fuhtrúa í ráðinu eftir að hjón sem
sótt hafa um leyfi til að ættleiða er-
lent barn höföu samband við ráðið
og kröfðust rannsóknar á því hvort
um trúnaðarbrot væri að ræða, en
fuhtrúar félagsmálaráðs eru bundnir
þagnarskyldu.
„Trúnaöarskjölum var bara hent
inn til fundarmanna og þess vegna
hefði ég getað skoðað þau öll án þess
aö nokkur vissi, en ég hef reynt að
passa þau mjög vel og hendi þeim
beint ofan í skúffu þegar þau koma
á fóstudögum," segir makinn.
„Þaö er ahs ekki rétt aö ákveðinn
aðili Uggi undir grun. Það er bara
veriö að rannsaka hvaðan hann hafði
þessar upplýsingar. Tiltekinn aöiri,
tengdur fuhtrúa 1 félagsmálaráði,
viðhafði ummæh við einn af skjól-
stæöingum ráðsins og hafði upplýs-
ingar sem hann átti ekki að hafa
undir höndum, alla vega ekki frá
okkur," segir Magnús Bjamfreðsson,
formaöur félagsmálaráðs Kópavogs.
„Líkur voru á því að aöirinn hefði
komist í trúnaðarskjöl en síðan kom
hann til okkar og sagði okkur hvaðan
hann hafði þessar upplýsingar og
nafngreindi mann úr blaðamanna-
stétt. Þá þótti okkur óhjákvæmilegt
að fá rannsókn til að fá botn í mál-
ið,“segirMagnús. -GHS
„Við þurfum ekkert að hafa vélfryst skautasvell, þaö er fínt að renna sér
hérna við veginn," sögðu vinkonurnar Inga Dóra og Karen Dröfn sem urðu
á vegi DV í Blönduhlíð I Skagafirði þar sem þær renndu sér fimlega á
skautum meöfram þjóðveginum. DV-mynd gk
-segir JónasÞór
„Það er nöturlegt að fá þessa
hækkun núna, segir Jónas Þór
kjötverkandi um nautakjöts-
hækkunina.
„Forráðamenn kúabænda haía
sagt að hækkunin þýði 5-7%
hækkun til neytenda. Þeir geta
auðvitað ekkert fullyrt um slíkt.
Sú taia er villandi því á sama tíma
og kjötið hækkar núna er verið
að afeema afslátt sem hefur verið
í gangi. Mér sýnist að smásölu-
hækkunin verði 10-12%. Þegar
kemur að því að ég og aðrir
hækka kemur upp gamla dæmið
að við, úrvinnslu-og smásöluaöil-
ar, verðum kallaðir þjófar og
ræningjar."
AriTeitsson:
„Eg viðurkenni að það er slæmt
að þurfa að hækka verðið núna.
Þaö verður hins vegar hka aö
vera möguleiki á að framleiða
vöruna. Nautakjöt hefer verið á
undirverði síðustu tvö ár. Þetta
er spurning um hvort menn eigi
að lifa af þessu eða ekki. Ég átti
við í viðtahnu að iandbúnaðar-
verö í heild hækkaði ekki. Það
geta síöan oröið sveiflur í ein-
stökum tegundum,“ sagöi Ari
Teitsson, formaður Bændasam-
takanna, við DV í tilefei af nauta-
kjötsverðhækkuninni.
Ari sagði í helgarviðtah i DV á
dögunum að verð á landbúnaöar-
vörum myndi ekki hækka á meö-
an hann væri við völd.
Skagablaðiðhættir
Skagablaðið á Akranesi kom út
í síðasta á mánudag, 3. apríl. Út-
gefendur hafa gefist upp á gefa
blaðíð út. Það skilar ekki þeim
tekjum sem þarf. Sigurður Sverr-
isson ætlar ekki aö reyna framar
við útgáfu blaðsins.
I dag mælir Dagfari
Misskilinn Sjálfstæðisflokkur
Nýjustu skoðanakannanimar eru
ekki góðar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn. Hann er kominn niður í 33%
atkvæða sem er með því lægsta sem
sést hefur á þeim bæ. Enda er Dav-
íð formaður afar sleginn yfir þess-
um tíðindum og htur þau alvarleg-
um augum.
Það er auðvitað grafalvarlegt mál
ef kjósendur ætla að bregðast Sjálf-
stæðisflokknum á örlagastundu og
leiða vinstri stjóm yfir þjóðina. Og
þar sem kjósendur og þjóðin er
einn og sami hópurinn er fólkið í
landinu að kalla yfir sig miklar
hörmungar og getur svo sem sjálfe
sér um kennt. Það er þá ekki við
Sjálfstæðisflokkinn að sakast ef svo
fer aö hann tapi fylgi og þjóðin fái
vinstri stjóm í staðinn. Hún á þá
ekki annaö skihð.
Sannleikurinn er sá aö Sjálfstæð-
isflokkurinn getur ekkert gert 1
þessari stöðu fyrir þjóðina meira
en hann hefur gert. Ef þjóðin kann
ekki gott að meta er það hennar
vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur stjómað landinu á miklum
þrengingatímum aö undanfómu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið
að burðast með Alþýðuflokkinn í
ríkisstjóm og ekkert haft nema
ama og leiðindi af því samstarfi.
Samt hefur Sjálfstæðisflokkurinn
þraukað það stjómarsamstarf og
látið ýmislegt yfir sig ganga og nú
kemur Alþýðuflokkurinn í bakið á
Sjálfstæðisflokknum og er að reyna
að veiða atkvæði út á ríkisstjómina
þegar það hggur ljóst fyrir að það
er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur
borið hita og þunga sfjómarsam-
starfsins. Það er Sjálfstæðisflokk-
urinn sem getur státað af ríkis-
stjórninni en ekki Alþýðuflokkur-
inn sem þar hefur bara verið tíl
angurs og ónæðis.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur var-
að við hættunni sem fylgir því ef
flokkurinn fær ekki gott kjörfylgi.
Flokkurinn hefur sagt frá því hvað
hann hefur gert en hann hefur hins
vegar ekki látið undan þeirri freist-
ingu að segja hvað hann ætlar að
gera ef hann verður áfram í stjóm.
Það em ekkert nema gylhboð og
blekkingar og lýöskrum þegar
flokkar em með kosningaloforð í
kosningum og Sjálfstæðisflokkur-
inn er yfir slíkt glamur hafinn.
Kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins felst í því að segja ahs
ekki neitt um það sem flokkurinn
ætlar að gera, enda er það ábyrgð-
arleysi og skrum að lofa að gera
eitthvaö eftir kosningar. Það er
jafnffamt óábyrg póhtík að selja
fram stefnu sem tekur af skariö um
hin ýmsu vandamál í þjóðfélaginu.
Það gerir Sjálfstæðisflokkurinn
ekki og samt ætlar þjóðin ekki að
kjósa flokkinn.
Tökum til dæmis kvótamáhö sem
menn em að rífast um. Það væri
óábyrgt að hafa skoðun á því máh
umfram það sem einstakir fram-
bjóðendur segja. Formaöur flokks-
ins og forysta hans leggst ekki svo
lágt að hafa skoðun á kvótamáhnu
aðra en þá að það verður auðvitað
að skoða máhð út frá þeim sjón-
armiöum sem fram koma í flokkn-
um að kosningum loknum.
Það veit enginn hvað verður ofan
á í flokknum og þess vegna er
ótímabært að hafa skoðun á því
hvað flokkurinn muni gera í kvóta-
málunum fyrr en það liggur fyrir
hvað flokkurinn vill. Formaður
flokksins og forysta halda að sér
höndum á meðan í kvótamáhnu og
Evrópumálunum og tilvísunar-
skyldimni og landbúnaðarmálun-
um vegna þess að þaö kemur að
því að flokkurinn þurfi að setjast í
stjóm og þá er ekki skynsamlegt
að hafa bundið hendur sínar með
kosningaloforðum sem ekki er
hægt að standa við.
Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki
slíkt þótt aðrir flokkar geri slíkt.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlast til að
fólk kjósi flokkinn til aö koma í veg
fyrir það að vinstri stjóm setjist að
völdum en ef þjóðin vih ekki Sjálf-
stæðisflokkinn til valda þá er það
ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna
og þá verður þjóðin að fá það sem
hún kýs. Sjálfstæðisflokkurinn
ætlar ekki að breyta sér eða stefnu
sinni eða hafa skoðanir á einhverju
sem aðrir hafa skoðanir á þótt
flokkurinn hafi minnkandi fylgi.
Þá verður bara að hafa það og það
er þjóðinni fyrir verstu.
Ef svo fer veröur það þjóðin sem
tapar kosningunum en ekki Sjálf-
stæðisflokkurinn.
Dagfari