Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 Skýrsla um samfélag, bók Tómasar Gunnarssonar, er um leyndarbréf Hæstaréttar, meint lögbrot æðstu embættismanna og þögn kerfisins. Verð kr. 1.980. Antik Útsala 70% m lí* '&r ■ ■•fS:AVV'i Sœnsk gœðavara á góðu verðl -8° 7.600 kr. -15“ 10.750 kr. -25“ 14.250 kr. 0 ÚTILÍF Glæsibæ, Álfheimum 74, s: 581 2922 Dii’lílnR: siml 508 9.''H Utlönd Tvær stærstu uppreisnarfylkingar múslima réðust á borg á Filippseyjum: Lögðu bæinn í rúst og drápu 38 manns Tvenn stærstu samtök uppreisnar- sinnaðra múslíma á Filippseyjum eru talin hafa tekið sig saman og gert árás á bæinn Ipil á eyjúnni Mindanao á suðurhluta Filippseyja í gær. Miðbærinn var lagður í rúst og að minnsta kosti 38 manns drepnir, þar af sex lögreglumenn og fjórir hermenn. Meðal hinna látnu er lög- reglustjórinn í bænum. Ekkert er vitað um tilefni árásarinnar. Sam- tökin hafa áður deilt sín í milli og er þetta í fyrsta sinn sem þau vinna saman. Talið er að um 200 menn, mjög vel vopnum búnir og í herklæðum, hafi gert árásina. Komu þeir á bátum um hádegisbilið í gær og hófu strax villta skothríð á allt sem hreyfðist og virt- ust ekki hafa nein fyrirfram ákveðin skotmörk. Þeir skutu beint inn í mannmergðina og fólk sem sat inni á veitingastöðum. Þeir rændu einnig fjóra banka og skutu hvern þann sem hreyfði sig. í einum bankanum fund- ust sjö lík. Miðbærinn stóð enn í ljós- um logum í morgun og lík lágu á götum úti. Helsti verslunarkjarni þessarar 150 þúsund manna borgar er rústir einar og eldar loga víða. Árásaraðilamir létu skotum rigna yfir höfuðstöðvar lögreglu og hers rétt áður en þeir stukku á flótta. Á flóttanum skutu þeir meðal annars á liggjandi fólk og bnmaverði sem börðust við eldana. Herliðinu í borg- inni bættist liðstyrkur skömmu eftir árásina en hann kom of seint, upp- reisnarmennimir voru horfnir á brott. Flestir íbúar Filippseyja em kaþól- ikkar. Minnihluti uppreisnarsinn- aðra múslíma hefur oft staðið fyrir uppþotum í suðurhluta landsins síð- ustu áratugi. Á áttunda áratugnum létu um 50 þúsund manns lífið í árás- um múslíma en þá ríkti striðsástand á svæðinu. Árásin á Ipil í gær er þó sú alvarlegasta sem orðið hefur á svæðinu síðustu ár. Ekkert hefur enn spurst til árásar- mannanna. Ríkisstjórn Fidels Ram- osar forseta, sem haldið hefur marga friðarfundi við uppreisnarhópa mús- líma að undanfomu, gaf í gær her- sveitum, sem leita árásarmannanna, leyfi til að drepa þá hvar sem þeir sæjust. Reuter 38 létu lífið í árás uppreisnarfylkinga múslíma á bæinn Ipil á suðurhluta Filippseyja í gær og tugir slösuöust. Miðbærinn er rústir einar. Símamynd Reuter jf'iP'* 4 3 Bfy 1% ■ . - Wjr j . 1 : L , t 7 J 1 Stuttar fréttir Ósonlagið yfir Noregi verður hættulega þunnt á næstunni. Magn útfjólublárra geisla gæti aukist um 50% næstu daga. Varað er við sólböðum um páskana. Hútúarreknirheim Hersveitir frá Tansaníu reka hundmð flóttamanna hútúa aftur til Búrúndi þrátt fyrir dagleg fjöldamorð þar. Ekkertgengur Tyrkjum verður lítið ágengt í aðgerðum sínum gegn Kúrdum I Norður-írak. Bardagar hafa nú staðið í 17 daga. Bill blídkar John Bill Clinton Bandaríkjafor- sctirevnirhvað hann getur til að blíðka John Major, forsæt- isráðherra Bretlands, sem er f heimsókn f Bandaríkjunum, eftir ósætti þeirra um raálefni Norður- Irlands. Reuter/NTB Sj álfs tæöi sfl okkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfboðaliðimi til margvíslegra starfa á kjördag, laugardagiim 8. apríl ^qöidag - getur þú Allir sem eru reiðubúnir að hjálpa til cru hvattir til að hafa samband við hverfa- skrifstofurnar eða skrifstofu Sj álfstæðisflokksins í síma 682900. BETRA ÍSLAND A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.