Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Útlönd Stuttar fréttir dv Norsk hjúkrunarkona á eiliheiniili handtekin í Bergen: Grunuð um að hafa myrt 10 gamalmenni Norsk hjúkrunarkona hefur verið handtekin grunuð um að hafa myrt í það minnsta 10 vistmenn á elliheim- ili sem hún starfaði á nálægt Bergen. Konan, sem er 37 ára gömul, verður yfirheyrð um helgina. Rannsókn hef- ur staðið yfir í um eitt ár en hún hófst þegar í ljós kom aö 42 vistmenn létust á einu ári árið 1993 en rúm eru fyrir 58 vistmenn á heimilinu. Dauðs- föllin þetta ár voru tvisvar sinnum Chirac enn meðforskot Hægri maðurinn Jacques Chirac, borgarstjóri í París, held- ur enn 10 prósenta forskoti á sós- íalistann Lionel Jospin í kapp- hlaupinu um forsetastólinn í Frakklandí, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Chirac fengi 55% fylgi en Jospin 45% en það eru sömu tölur og sést hafa fyrr í vikunni. Seinni umferð kosning- anna fer fram þann 7. maí og þá er aðeins kosið um þá tvo en Jospin varð sigurvegari fyrri umferðarinnar. Eins og kunnugt er féll Edouard Balladur forsætis- ráðherra úr leik í fyrri umferð- inni þegar hann fékk aðeins 19% atkvæða, Samkvæmt könnun- inni ætla 80% þeirra sem kusu hann í fyrri umferðinni að kjósa Chirac núna. 57% þeírra sem kusu hægri öfgamanninn Jean Marie Le Pen í fyrri umferðinni, en hann fékk um 15% atkvæða, ætla að styðja Chirac núna, 13% Jospin og 35% ætla ekki aökjósa. Minni hrefnu- kvóti Norð- manna Norðmenn hafa ákveðiö að skera niður hrefnukvótann sem veiöa má í ár um 23% vegna þess aö stofninn er ekki eins stór og áætlaö hafði veriö. Aðeins má veiöa 232 hrefnur í ár en áður hafði verið gefið leyfi fyrir 301 hrefnu. Norömenn höföu áöur áætlað að það væru 86.700 hrefh- ur í Noröaustur-Atlantshafi en nýjar mælingar benda til þess að talan 86.700 sé nærri lagi. Reuter/NTB Enn falla metin í Wall Street Bjartsýni bandarískra fjárfesta um að verðbólga hafi náð stöðugleika varð þess valdandi að sögulegt met Dow Jories hlutabréfavísitölunnar var sett tvisvar sinnum í vikunni, síðast á fimmtudag þegar talan 'fór í 4314 stig. Hækkandi hagvaxtartölur hafa sömuleiðis haft jákvæð áhrif á hlutabréfaviðskipti í Wall Street. Af öðrum kauphöllum er það helst að frétta að hlutabréfaverö hefur hækkað í London og Frankfurt en lækkað lítillega í Asíu. Breytingar eru þó óyerulegar. Bensínverð á Rotterdam-markaði helst svipað milli vikna en olíuverð er á uppleið. Þannig er hráolíutunn- an komin yfir 20 dollara og svartolía yfir 120 dollara tonnið. -Reuter fleiri en árið áður. Stjórn heimilisins fór fram á að málið yrði rannsakað. Rannsókn leiddi í ljós að í það minnsta tíu þessara dauösfalla var ekki hægt að skýra með eðlilegum hætti. Svo virðist sem í nokkrum til- fellanna hafi fólkið verið kæft. Konan var aðstoðarhjúkrunar- kona á elliheimilinu og böndin beind- ust fljótt að henni því í ljós kom að dauðsföllin óvæntu urðu oft þegar hún var á vakt aö nóttu til. Hún var yfirheyrð í júní í fyrra og síðan leyst frá störfum tímabundið. Þeirri ákvörðun var síðan hnekkt en hún hefur þó ekki komið aftur til starfa heldur verið í veikindafríi. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem lög- reglan telur sig hafa nægar sannanir til að handtaka hana. Einu sinni áður hefur hliðstætt mál komið upp í Noregi en það var árið 1983 þegar hjúkrunarmaður á elli- heimili í Þrándheimi drap 22 gamal- menni. Hann var dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir verknaðinn. Konan heldur fram sakleysi sínu. • Að sögn lögfræðings hennar veit hún ekkert um málið og hann segir að handtakan hafi fengiö mjög á hana, hún sé niðurbrotin kona. Yfir fimm hundruð hafa verið yfirheyröir vegna málsins. Reuter/NTB Knattspyrnumaöurinn umdeildi, Eric Cantona, hefur gert nýjan þriggja ára samning við félagið sitt, Manchester United. Hann hefur verið í óformlegum viðræðum við ítalska félagið Inter Milan síðustu tvær vikurnar en ítalirnir buðu honum verulega háar fjárhæöir. Mörg lið hafa verið á eftir Cantona að undanförnu en hann er í keppnis- banni fram í september. Cantona var settur í bann eftir að hann réðst að áhorfanda. Hann fær 1,5 milljónir ís- lenskra króna á viku hjá Manchester United. Inter Milan var hins vegar tilbúið að tifalda þá upphæö. Símamynd Reuter Yfir 100 manns farast í gassprengingu í Kóreu: Vörabflar tókust á loft Björgunarmenn leituðu að fólki í allan gærdag í neðanjarðarlestarstöð í Taegu í Kóreu. í það minnsta 100 manns létust í gassprengingu sem varö í stöðinni á föstudagsmorgun. Helmingur þeirra sem létust voru börn á skólaaldri. Sprengingin varð vegna gasleka á vinnusvæði við stöð- ina. 200 manns særöust. Kraftur sprengingarinnar var gíf- urlegur. Jafnt vörubílar sem fólks- bílar þeyttust í loft upp og þungar stálplötur tókust á flug. Margir krömdust undir bílunum og ein- hverjir létust þegar stálpló'turnar, sem voru á stærð við venjulegar skrifborösplötur, lentu á þeim. í það minnsta 45 nemendur frá sama skólanum í Taegu, sem er þriðja stærsta borg Kóreu, létust í sprengingunni og óttast er um fleiri nemendur. Margir þeirra 200 sem slösuðust eru illa haldnir og óttast eraðtalalátinnahækki. Reuter Vopnahléiaðljúka Allt bendir til þess að stórátök brjótist aö nýju út í Bosníu en vopnahléið, sem samið var um í byrjun ársins og ekki hefur hald- ið, rennur út í 1. mai. Átök brutust út milli Rússa og Tsjetsjena í gær, nokkrum stund- um eftir aö einhliða vopnahlé Rússa tók gildi. SkoraáClinton Mannrétt- indasamtök vilja að Bill Clinton noti ferð sína til Moskvu í næstu viku til aö fordæma framferði Rússa í Tsje- tsjeníu og jafnfram eigi hann aö hóta efnahagsþvingunum. HættuleitíOklahoma Hætta varð leit á sumum svæð- um í hinni sprengdu stjómsýslu- byggingu í Oklahoma í gær þegar steypukögglar tóku að hrynja yfir björgunarmenn. StandameðChirac Franskir hægri menn segjast standa aliir sem einn að baki Jacques Chirac í for- setakosningun- um og gamlar eijur séu gleymdar, A móti býður Lionel Jospin upp á Delors, íyrrum for- seta framkvæmdastjómar ESB, sem forsetisráöherra. Rúandamenn segi satt Sameinuðu þjóðimar skora á stjórnvöld í Rúanda að leiða fram sannleikann um slátrunina miklu þegar sijórnarherinn drap mörg þúsund manns í flótta- mannabúöum. 38 fórust Herflugvél frá hernum á Sri Lanka fórst skömmu eftir flugtak frá Jaffna og 38 hermenn fórust. Geldof i Eþíópíu Popparinn Bob Geldof, sem skipulagði Live Aid tón- leikanna fyrir sveltandi íbúa Eþíópíu árið 1986, er staddur i landinu um þessar mundir til að kynna sér aðstæöur. Palestínumaöurdó Palestínumaður var pyntaöur til dauða í ísraelsku fangelsi í gær, að sögn skosks læknis. Háttsettur embættismaöur í kommúnistaflokknum kínverska hefur sagt af sér vegna spillingar- mála. 6% vilja Jeltsín Samkvæmt skoðanakönn- unum mundu aðeins 6% Rússa kjósa Borís Jeltsin forseta ef for- setakosningar færu núna. Kosningar fara fram í júní á næsta ári. Meírl nóbelspeníngar Sænska akademían hefur ákveðið að hækka peningaverð- launín sem nóbelshafarnir fá. Framvegis fær hver og einn jafn- virði 72 millj óna íslenskra króna. Reuter/NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.