Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 15 Bótakerfi velferðarþjóðfélagsins er orðið hagstæðara en launavinnan. Hætt er við að það geti dregið dilk á eftir sér. DV-mynd Sveinn | í nýju fréttabréfi Vinnuveitenda- sambandsins, Af vettvangi, setur Guðni Níels Aðalsteinsson, hag- fræðingur samtakanna, fram þá spumingu hvort ,það borgi sig að vinna. Spumingin kann í fyrstu að hljóma einkennilega en tilefhi hennar eru næsta ótrúlegar tölur sem koma úr samanburði á kjörum atvinnulausra og vinnandi manna hér á landi. í fæstum orðum sagt kemur í ljós að vinnandi fólk með börn á framfæri sínu, hvort sem um er að ræða hjón eða einstæða foreldra, þarf að hafa verulega góð laun til að hafa sömu ráðstöfunar- tekjur og hinir sem era án atvinnu en á bótum frá opinberum aðilum. Útreikningar hagfræðingsins benda til þess að helmingur þjóðar- innar sé verr settur í vinnu en á bótum. Getur þetta verið rétt? Þegar virt og viðurkennd samtök eins og VSÍ birta útreikninga af þessu tagi er full ástæða til að staldra við. Fyrsta spumingin er: Getur þetta verið rétt? Og þá er að skoða tölumar sem lagðar em til grundvallar. Þær sýna t.d. að hjón með tvö böm þurfa að hafa rúmar 240 þúsund krónur á mánuði í laun til að hafa sömu ráðstöfunartekjur og þau hefðu væra þau á atvinnu- leysisbótum. Hjón með þijú böm þyrftu að hafa tæpar 280 þúsund í mánaðarlaun til að ná sömu ráð- stöfunartekjum og þau nytu væra þau án atvinnu og á bótum. Reyn- ist þessar tölur réttar liggur næst við að spyrja: Hvemig hefur þetta kerfi orðið til? Og í framhaldi af því: Getur það staðist eða skapar það kannski þjóðfélagslegar hætt- ur? Taflan sem þessum pisth fylgir er efnislega tekin úr fréttabréfi VSÍ. Hún sýnir hvemig saman- burðartölumar eru fengnar þegar annars vegar em hjón með tvö böm og hins vegar einstætt for- eldri með tvö börn. Þótt sjálfar at- vinnuleysisbætumar séu að sönnu ekki háar laga aðrar bætur og til- færslur í skattkerfinu útkomuna verulega fyrir hina atvinnulausu. Þar er um að ræða meðlag, barna- bætur, húsaleigubætur og í sumum tilvikum uppbætur frá félagsmála- yfirvöldum sveitarfélaganna, s.s. Félagsmálastofnun Reykjavíkur sem hækkaði nýlega bætur sínar verulega. Þaö sem aftur á móti lækkar ráðstöfunartekjur vinn- andi fólks er beinir skattar og ýms- ar tekjutengdar skerðingar, s.s. á vaxtabótum, húsaleigubótum og bamabótum. Velferð á villigötum? Ekki er ástæða til að vefengja tölumar sem hagfræðingur VSÍ byggir hugleiðingar sínar á. En hvaða ályktanir á að draga af þeim? Em bæturnar, sem hinir atvinnu- lausu fá, of háar eða eru launin í landinu of lág? Þegar við svömm þessum spum- ingum hljótum við að taka mið af hinum þjóðfélagslega vemleika. Það þýðir ekki að láta óskhyggju um kjör fólks stýra umræðunni. Bætur sem fólk fær vegna atvinnu- leysis hljóta að miðast við kaup og kjör á vinnumarkaði. Það er eini raunhæfi grundvöllurinn sem til er. Það er á vinnumarkaðnum sem þjóðartekjumar verða til; þ.m.t. bótagreiðslumar sem hinir at- vinnulausu fá. „Bótamarkaður- inn“ skapar hins vegar engar tekj- ur. í Ijósi þessa hljótum við að taka undir eftirfarandi ummæh hag- fræðings VSÍ: „Velferðarkerfinu er haldið uppi af skattgreiðendum og ef þorri almennings er betur settur á bótum en vinnandi, þá er farið Laugardags- pistillinii Guðmundur Magnússon fréttastjóri að hrikta verulega i undirstöðum þjóðfélagsins, þ.e. viljanum til að sjá sér farborða. Þegar kröfur verkalýðsfélaga eru famar að hljóða upp á að umbjóðendur þeirra fái að vera jafn vel settir og þiggjendur félagsmálaaðstoðar, þá er fátækraaðstoðin a vilhgötum. Skattgreiðendum er það fullkom- lega ljóst að innan veggja félags- málastofnana finnast engar hænur sem verpa guheggjum. Þetta verða félagsmálayfirvöld einnig að skilja.“ 80% aukning aðstoðar í greininni kemur fram aö um- fang bótakerfisins, sem þjóðin hef- ur komiö sér upp á undanförnum árum, og samspil þess og skattkerf- isins er þannig vaxið að byrðar skattgreiðenda yrðu óbærilegar ef á það reyndi í raun. Samkvæmt athugun hagfræðingsins er 40% hjóna með eitt barn nú lakar sett í vinnu en á bótum, 55% hjóna með tvö böm og 70% hjóna með þrjú hörn. í framhaldi af þessu skrifar hann: „Þessi þróun skatta- og bótakerfis- ins ýtir undir að íjárhagsaðstoð hætti að verða þrautalending í hug- um þorra almennings og verði þess ’* í.stað réttur og sjálfsagður kostur. Áf ofangreindu skal engan undra þótt útgjöld fjögurra stærstu sveit- arfélaganna á íslandi, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnaríjarðar og Akur- eyrar, vegna fjárhagsaðstoðar hafi Smmfmfám é O#gb0bdd ®g VfmMKMl - u Hjón með tvö börn Á vinnu- Atvinnu- markaði iaus Einst. for. meö tvö börn Á vinnu- Atvinnu- markaði laus Laun/atvinnuleysisbætur 240.200 105.600 119.000 55.600 Uppbót frá Félagsmst. Rvík 3.600 Meðlag og mæðralaun 25.600 25.600 Skattar -51.800 -2.700 -34.800 -7.600 Barnabætur og barnabótaauki 5.500 20.600 21.100 29.700 Húsaleigubætur 17.400 17.400 17.400 Stéttarf. og lífeyrisgj. -12.000 -4.000 -5.900 -2.000 Brúttó ráöstöfunartekjur 181.900 136.900 142.300 122.200 Kostnaður við að vera á vinnum. Dagvistunarkostnaður frá 1. mars -39.200 -17.200 Strætisvagnakort -5.800 -2.900 Nettó ráöstöfunartekjur 136.900 136.900 122.200 122.200 hækkað um 80% frá árinu 1992 th 1994. Aukið atvinnuleysi skýrir aukninguna að einhverju leyti en óhjákvæmilega hlýtur eftirspurn eftir félagslegri þjónustu að aukast þegar almenningur telur þetta vera skýlausan rétt allra.“ Tekjutenging endur- skoðuð En það er ekki aöeins bótakerfið sem þróast hefur í þá átt að draga úr vinnuvilja fólks. Hið sama má segja um skattkerfið. Með tekju- tengingu ýmissa réttinda á borð við bamabætur, vaxtabætur og húsa- leigubætur er raunvemlegur ávinningur aukins erfiðis htfil því stór hluti hans eyðist upp með lækkurí bóta eða fer í skatta. Em dæmi um það að allt að 70% viðbót- artekna, sem fólk yfir ákveðnu tekjubih aflar sér, fari í skatta. Hver heilvita maður sér hve rang- lát og óskynsamleg slík skatt- heimta er. Það er þess vegna fagnaðarefni að í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjómar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins skuh gef- ið fyrirheit um endurskóðun skatt- keifisins, m.a. með sérstöku tilliti til jaðarskattanna svonefndu. Mál þetta bar talsvert á góma í kosn- ingabaráttunni og lýsti þá Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, sem er æðsti ráðamaður skattheimt- unnar, því yfir að aukning jaðar- skatta væri afleiðing félagshyggj- unnar. Hét hann því að beita sér fyrir því að dregið yrði úr tekju- tengingunni í skattkerfinu. Öryggisnetnauð- synlegt Um það er naumast ágreiningur hér á landi að við þurfum að hafa gott félagsmálakerfi. Fólk sem missir atvinnuna eða býr við erfið félagsleg skilyrði þarf að geta treyst á að það njóti aðstoðar úr sameigin- legum sjóðum okkar. Það verður að vera öryggisnet fyrir aha. En slík hjálp löýtur aö vera til sjálfs- hjálpar, ekki til að festa fólk í hóta- kerfmu til frambúðar. Tölumar sem hér hafa verið nefndar sýna svart á hvítu að fé- lagsmáiakerfi okkar og skattkerfi þarfnast endurskoðunar. Tíma- bært er að hefjast handa nú þegar, áður er það sem nú er kannski aðeins möguleiki verður að vera- leika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.