Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 17 Dægurlagakeppni á Sauðárkróki: Geirmundur sigraði Geirmundur Valtýsson vann dægurlagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki með lagið sitt, Þegar sólin er sest. Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki; „Ég er alsæll með að hafa unnið keppni hér á heimavelli. Ég get tekið undir með kvenfélagskonum sem sögðu að það væri sérstaklega ánægjulegt að það skyldi hafa verið ég sem vann keppnina núna á 100 ára afmæli kvenfélagsins. Ég er nefnilega óformlegur heiðursfélagi í kvenfélaginu og hef unnið mikið með því í gegnum árin,“ segir Geirmund- ur Valtýsson, alsæli með vinnings- lagið sitt í dægurlagakeppni Kvenfé- lags Sauðárkróks. Lagið heitir Þegar sólin er sest og er við texta Kristjáns Hreinssonar. Um 250 manns fylgdust með dæg- urlagakeppninni sem fram fór í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í fyrra- kvöld. Keppnin var í alla staði hin glæsilegasta og vandað til hennar í hvívetna, m.a. var fengiö eitt full- komnasta hljóðkerfi landsins. Það var söngvarinn góðkunni, Ari Jóns- son, sem söng lag Geirmundar, sem er með svolítið ööruvísi blæ en önnur lög hans, „svolítið mexíkóskum", eins og Geirmundur segir sjálfur. í öðru sæti var lagið Þú ert eftir Gunnar Gunnarsson, bónda í Syðra- Vallholti í Skagafirði, og í þriðja sæti síðan lagið Horfi á þig eftir Hörð G. Ólafsson á Sauðárkróki en Hörður hefur náð bestum árangri íslenskra lagahöfunda í Eurovision-keppninni. Lag hans, Eitt lag enn, hafnaði í íjórða sætinu um árið. 40 lög bárust í keppnina Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks stendur á gömlum merg. Hún féll reyndar niður um tíma en var endurvakin að nýju í fyrra. Þá bárust 20 lög í keppnina en núna yfir 40 og eru þau víðs vegar af landinu. Að margra áhti er keppn- in komin til að vera og ekki talið ólík- legt að á næstu árum munu margir helstu lagahöfundar landsins taka þátt í henni en segja má að þetta sé nú orðiö eina dægurlagakeppnin eft- ir að Söngvakeppni Sjónvarpsins lagðist af. Það er þó ekki þannig að kvenfélag- ið raki saman peningum vegna keppninnar. Að sögn Lovísu Símon- ardóttur, stjórnarmanns í kvenfélag- inu, vonast kvenfélagskonur til að hljóðsnældan með lögunum tíu selj- ist vel. Það gæti fleytt þeim á núllið en skemmtikvöldið sjálft stóð ekki undir sér. „Við erum að þessu til að skapa tilbreytingu í skemmtana- og menningarlífinu í héraðinu. Þetta er gífurleg vinna sem liggur að baki keppninni og fjöldi fólks leggur á sig mikla sjálfboðavinnu. Tónlistarfólk- ið fær þó greitt fyrir sína vinnu,“ segir Lovísa. EITT VERÐ Á ÖLLUM VÖRUM EITTHUNDRAÐSEXTÍUOGNÍUKRÓNUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.