Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
17
Dægurlagakeppni á Sauðárkróki:
Geirmundur sigraði
Geirmundur Valtýsson vann dægurlagakeppni kvenfélagsins á Sauðárkróki
með lagið sitt, Þegar sólin er sest.
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki;
„Ég er alsæll með að hafa unnið
keppni hér á heimavelli. Ég get tekið
undir með kvenfélagskonum sem
sögðu að það væri sérstaklega
ánægjulegt að það skyldi hafa verið
ég sem vann keppnina núna á 100
ára afmæli kvenfélagsins. Ég er
nefnilega óformlegur heiðursfélagi í
kvenfélaginu og hef unnið mikið með
því í gegnum árin,“ segir Geirmund-
ur Valtýsson, alsæli með vinnings-
lagið sitt í dægurlagakeppni Kvenfé-
lags Sauðárkróks. Lagið heitir Þegar
sólin er sest og er við texta Kristjáns
Hreinssonar.
Um 250 manns fylgdust með dæg-
urlagakeppninni sem fram fór í
íþróttahúsinu á Sauðárkróki í fyrra-
kvöld. Keppnin var í alla staði hin
glæsilegasta og vandað til hennar í
hvívetna, m.a. var fengiö eitt full-
komnasta hljóðkerfi landsins. Það
var söngvarinn góðkunni, Ari Jóns-
son, sem söng lag Geirmundar, sem
er með svolítið ööruvísi blæ en önnur
lög hans, „svolítið mexíkóskum",
eins og Geirmundur segir sjálfur.
í öðru sæti var lagið Þú ert eftir
Gunnar Gunnarsson, bónda í Syðra-
Vallholti í Skagafirði, og í þriðja sæti
síðan lagið Horfi á þig eftir Hörð G.
Ólafsson á Sauðárkróki en Hörður
hefur náð bestum árangri íslenskra
lagahöfunda í Eurovision-keppninni.
Lag hans, Eitt lag enn, hafnaði í
íjórða sætinu um árið.
40 lög bárust
í keppnina
Dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks stendur á gömlum
merg. Hún féll reyndar niður um
tíma en var endurvakin að nýju í
fyrra. Þá bárust 20 lög í keppnina en
núna yfir 40 og eru þau víðs vegar
af landinu. Að margra áhti er keppn-
in komin til að vera og ekki talið ólík-
legt að á næstu árum munu margir
helstu lagahöfundar landsins taka
þátt í henni en segja má að þetta sé
nú orðiö eina dægurlagakeppnin eft-
ir að Söngvakeppni Sjónvarpsins
lagðist af.
Það er þó ekki þannig að kvenfélag-
ið raki saman peningum vegna
keppninnar. Að sögn Lovísu Símon-
ardóttur, stjórnarmanns í kvenfélag-
inu, vonast kvenfélagskonur til að
hljóðsnældan með lögunum tíu selj-
ist vel. Það gæti fleytt þeim á núllið
en skemmtikvöldið sjálft stóð ekki
undir sér. „Við erum að þessu til að
skapa tilbreytingu í skemmtana- og
menningarlífinu í héraðinu. Þetta er
gífurleg vinna sem liggur að baki
keppninni og fjöldi fólks leggur á sig
mikla sjálfboðavinnu. Tónlistarfólk-
ið fær þó greitt fyrir sína vinnu,“
segir Lovísa.
EITT VERÐ Á ÖLLUM VÖRUM
EITTHUNDRAÐSEXTÍUOGNÍUKRÓNUR