Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 Mæðgur björguðust úr bíl sem kastaðist í Kópavogslæk - dóttirin blá og hætt að anda - sagði í Ví si: Meira en mannlegur máttur hjálpaði okkur - maður gleymir þessu sennilega aldrei segir Hrafnhildur Eysteinsdóttir 16 árum seinna „Maöur gleymir þessu sennilega aldrei. Oft þegar ég keyri fram hjá þessum staö verður mér hugsaö til slyssins. Það hefur verið meira en mannlegur máttur sem hjálpaði okk- ur og líka það að þarna voru réttu mennirnir á réttum stað og þeir kunnu réttu handtökin. Maður fær þetta seint fullþakkað," segir Hrafn- hildur Eysteinsdóttir sem fyrir rúm- lega 16 árum lenti í þeirri hrikalegu lífsreynslu að missa stjórn á bíl sín- um með þeim afleiðingum að hann kastaðist út í Kópavogslæk og sökk á kaf. Með henni í bílnum voru dæt- ur hennar tvær, Katrín, tæplega íjög- urra ára, og Hrönn, hálfs annars árs, en Hrönn festist í bílnum. Fylltist strax af sjó Hrafnhildur segir að líklega hafi bíllinn sem hún ók í suðurátt um hádegisbiliö þennan fimmtudag, 2. febrúar 1979, lent á hálkubletti í beygjunni við Kópavogslæk og hún misst stjórn á honum. „Ég man að ég hugsaöi mikið um að þetta væri hálka og ég mætti alls ekki stíga á bremsurnar því þá myndi ég alveg missa stjórn á bíln- um. Hrönn var í barnabílstól, líklega sofandi, en Katrín stóð aftur í og gægðist á milli framsætanna. Þegar bíllinn byijaði að snúast man ég eftir að ég sagði við hana að setjast og halda sér fast. Ég geri mér enga grein fyrir hve langan tíma þetta tók en líklega hafa ekki liðið margar sek- úndur þangað til bíllinn kastaðist yfir háan snjóskafl og skall á vatn- inu,“ segir Hrafnhildur. Bíllinn lenti á hvolfi í læknum og sökk fljótt til botns. Flóð var þegar slysið varö og fór bíllinn næstum á kaf. í botni lækjarins var stokkur og lenti bíllinn á honum. Við það brotn- aöi framrúðan og fylltist bíllinn því strax af sjó. Teygði mig eftir Katrínu „Ég var ekki í belti og kastaöist yfir í farþegasætið og man eftir því að ég prófaði hvort rúðan væri í lagi fyrst, skrúfaði hana niður og svo upp aftur og síðan niður. Síðan komst ég út og upp á yfirborðið og sá að það var fullt af böum stopp fyrir ofan. Ég sneri strax við og kafaði niður að bílnum og náði að toga í buxurnar hennar Katrínar en ég man alltaf að það voru gallabuxur sem hún var í. Síðan togaði ég hana út úr bílnum og fór upp. Ég hugsa oft um það eftir á hvernig í ósköpunum ég komst inn um þessa litlu rifu með rúðunni. Síð- an rétti ég manni sem kominn var upp á bílinn Katrínu," segir Hrafn- hildur. Drýgðu hetjudáð Hrönn var enn þá í bílnum þegar þetta var að gerast. Jóhann Mar- teinsson og Valdimar Jónsson, lög- reglumenn í Kópavogi, sáu slysið gerast og voru komnir á vettvang þegar Hrafnhildur kom upp úr sjón- um með Katrínu. Þeir stukku strax út í þegar þeir heyrðu að lítil stúlka væri fóst í bílnum. Þá voru þegar tveir aðrir menn í sjónum, Pétur Ein- arsson og Ámi Brynjólfsson renni- smiðir, en þeir höfðu tekið við Katrínu af Hrafnhildi. Náðu þeir sjónum upp úr henni en síðan tók Valdimar við henni og bar hana inn í lögreglubíl. Sömuleiðis var farið Mæðgurnar saman komnar i dag, alltaf jafn glaðar og ánægðar með að vera allar saman, þökk sé Áma Brynjólfssyni og Jóhanni Marteinssyni öðrum fremur. DV-mynd ÞÖK Systurnar voru fimm daga á sjúkrahúsi eftir slysið. Hér má sjá Hrafnhildi með dætrum sínum á sjúkrahúsinu tveimur dögum eftir slysið. Allar segj- ast þær hugsa um það sem gerðist af og til þegar þær aka fram hjá slys- staðnum. DB-mynd Bj.Bj. með Hrafnhildi í lögreglubílinn. í Vísi segir að menn hafi verið sam- mála um að Jóhann hafi unniö hetjudáð þegar hann kafaði eftir Hrönn sem var enn föst í bílnum. Honum sagðist svo frá í samtali við Vísi: „Þegar ég heyrði að yngra barnið væri unn í bílnum stakk ég mér strax. Ég kaíaöi fyrst bílstjóramegin en ég sá að ég komst ekki að baminu þann- ig“ Úrkula vonar „Ég fékk exi og braut með henni afturrúðu bösins. Barnið var fast í barnastól og með exinni hjó ég sund- ur böndin sem héldu stólnum. Ég náöi baminu þannig í stólnum og sá að það var mjög hætt komið. Bamið var hætt að anda og orðið blátt.“ Ámi tók síðan við barninu og hóf þegar lífgunartilraunir. Á meðan nuddaði Jóhann bringu bamsins en hann skarst öla á hendi við þrekvirk- ið. „Eftir tuttugu til þijátiu blástra fann ég lifsmark með baminu. Þegar ég tók við því var sem það væri látið og ég var orðinn úrkula vonar um að hægt yrði að bjarga því því mér fannst blástrarnir orðnir nokkuð margir," sagði Ámi og bætti því við að mjög gleðöegt hefði verið að geta orðið að liði. Hrafnhödur sagði í sam- tali við DV þegar hún rifjaöi upp at- vikið að Árni hefði haft á orði að hann ætlaði ekki að hætta að blása. Stúlkan skyldi byrja að anda. Mæðgumar voru allar fluttar í sjúkrahús og vill Hrafnhödur nú koma á framfæri kæm þakklæti tö aöra þeirra sem hlúðu að stúlkunum Pegar siysio varo stoou aoeins dekk bilsins upp úr en hér er farið að fjara út. Jóhann braut afturrúðu bílsins með öxi til að komast að Hrönn sem var sofandi í barnabílstól þegar slysið varð. Myndin birtist með viðtali í Vísi. og aðstoðuðu. Hún hefði aldrei haft nógu gott tækifæri á sínum tíma tö að þakka þeim sem aðstoðuðu hana og dætur hennar. Svo mikil áhersla var lögð á að hjálpa þeim, segir Hrafnhödur, að öörum slösuöum á slysadeödinni hefði verið sagt að bíða. Mæðgurnar segjast aöar hugsa af og til tíl þessa atburðar, sérstaklega HrafnhUdur. Katrin segist muna ein-. stök atvik atburðarins en hún var einungis tæpra fiögurra ára þegar slysið varð. 'fil dæmis var haft eftir henni í DB eftir slysið að lækurinn hefði verið ljótur og skítugur. Hrönn segist ekki muna neitt eftir þessu, enda einungis hálfs annars árs í fe- brúar árið 1979, en hún er þó með ör á enninu eftir áverka sem hún hlaut við slysiö. Skírð í höfuðið á Hrönn Ámi og Jóhann hafa haft samband við mæðgumar eftir að slysið átti sér stað, til dæmis komu þeir báðir í fermingarveislu Hrannar tæpum 12 árum eftir slysið. Annað sem er til minningar um lífgjöf Hrannar er það að dóttir Áma, sem konan hans gekk með þegar slysið átti sér stað, er skírð í höfuðið í Hrönn, stúlkunni sem Árni blés lífi í. Slysið hafði svo mikil áhrif á hann fyrst á eftir að honum varð ekki svefnsamt þar sem óvíst var um líðan Hrannar. Því hafði orðið að samkomulagi milh hans og konu hans að ef Hrönn lifði og kona hans fæddi stúlkubarn yrði það skírt í höfuðið á Hrönn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.