Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 29. APRlL 1995
Sérstæð sakamál
-w- T • r •
Yfirsionm
Tæknimenn, sem afla gagna fyrir
rannsóknarlögreglumenn, hafa
lengi taljö fmgaför meöal ábyggi-
legustu vísbendinga um nærveru
einstaklinga á vettvangi glæpa en
á síðari árum hafa DNA-sýnin svo-
kölluðu komiö til sögunnar. Um er
að ræöa efni genanna sem er gætt
svipuðum eiginleikum og flngra-
forin en er þó ekki eins ábyggilegt
því að í stöku tilvikum getur komið
fyrir að það greini ekki milli
manna. DNA-sýni þykja þó yfirleitt
nógu áreiðanleg til að sakfella eða
sýkna menn.
Það var því hinum grunaða í
málinu, sem hér segir frá, mikil
upplyfting þegar DNA-sýni leiddi í
ljós að hann var ekki sá sem haft
hafði mök við unga konu nokkru
fyrir andlát hennar. Hinn grunaði
var þýski stórskotaliðsmaðurinn
Roland Otto Frost. Hann hafði ver-
ið vinur látnu konunnar og því
hafði rannsóknin meðal annars
beinst að því hvar hann hafði hald-
ið sig þegar hún týndi lífinu. En
það var fleira sem benti til að Ro-
land Otto væri ekki sá seki.
Látin í baðkeri
Reyndar er ljóst að litlu munaði
að Nicole Gonsior þætti hafa látist
meö eðlilegum hætti. Þann 7. apríl
í fyrra var komið að henni látinni
í baðkerinu heima hjá sér og viö
fyrstu sýn virtist sem hún hefði
runnið til í því, dottið og hálsbrotn-
að. Réttarlæknar töldu hana hafa
látist um sjöleytið um kvöldið og
byggðu þá niðurstöðu meðal ann-
ars á því sem fannst í maga henn-
ar. Hún hafði borðað grænmetis-
salat um tveimur timum áður og
þar eö sú vitneskja var fyrir hendi
var hægt að áætla hvenær dauðann
haföi borið að höndum.
Rolando Otto var einn vina Nic-
ole og því þótti rétt að ræða við
hann. I samtalinu við hann kom
fram að hann heföi veriö heima
ásamt föður sínum á þeim tíma
þegar andlát hennar bar að hönd-
um. Sögðust þeir feðgar hafa verið
aö horfa á kúrekamynd í sjónvarp-
inu. Varð þeirri fifllyrðingu ekki
hrundið, þótt það kæmi nokkuð
spánskt fyrir sjónir aö hvorugur
þeirra gat gefið nánari lýsingu á
efni kvikmyndarinnar en þá sem
kom fram í sjónvarpsdagskránni.
DNA-sýnin
Þótt allt benti í fyrstu tii að um
slys heföi verið aö ræða varö ekki
loku fyrir það skotið að dauða Nic-
ole hefði borið að með öðrum hætti
fyrr en lokaniöurstaða réttarlækna
lægi fyrir. Meðal þess sem þeir
gerðu var að kanna hvort einhver
hefði haft mök við hina látnu
skömmu áður en hún endaði ævina
í baðkerinu. Leifar af sæði fundust
í leggöngunum en ljóst var að það
var um þriggja daga gamalt. Engu
að síður var beðið um DNA-sýni
úr nokkrum þeirra sem hún hafði
umgengist mikið. Voru þrír menn
kallaðir til, þar á meðal Roland
Otto. En rannsókn leiddi í ljós að
sæðið var ekki úr neinum þeirra.
Mátti því segja að afar litlar líkur
væru á því að Roland Otto væri sá
seki, hefði Nicole á annað borð ver-
ið ráðinn bani.
Nicole hafði verið fjörmikil ung
kona og mjög umsetin af gestunum
sem sóttu kafíihúsið í Oldenburg
þar sem hún starfaði. En hún var
líka bæði dugleg og samviskusöm
og hafði áunnið sér traust sam-
starfsfélaganna. Þess vegna þótti
Baðkerið og handarfarið (dekkt).
þeim skjóta skökku við þegar hún
kom ekki til vinnu að kvöldi hins
7. apríl í fyrra.
Grunur móðurinnar
Eigandi kaffíhússins hringdi til
bróður Nicole, André, og spurði
hann hvort hann vissi hvort systir
hans væri veik. Hann haföi ekki
heyrt um það og fannst einkenni-
legt að hún skyldi ekki hafa mætt
til vinnu og ekkert látið frá sér
heyra. Sagðist hann hafa lykil að
íbúð systur sinnar og myndu fara
þangað.
Stuttu síðar kom André að systur
sinni látinni í baðkerinu. Hann
hringdi þegar í stað í lögregluna.
Frumrannsókn leiddi ekki í ljós
neitt grunsamlegt. Allt virtist
benda til þess að Nicole hefði skrik-
að fótur og hún dottið með þeim
afleiðingum að hún hálsbrotnaöi.
Móður Nicole, Karin, var skýrt
frá því sem komið hafði fyrir en
hún neitaði aö trúa því að um slys
hefði verið að ræða. Sagöist hún
telja að Nicole hefði verið myrt.
Ekki gat hún þó komið með neinar
ábendingar sem renndu stoðum
undir þá kenningu hennar.
Réttarlæknar krufðu hina látnu
og kom þá í ljós aö móðirin hafði
rétt fyrir sér. Barkinn var brotinn
og var nokkurn veginn ljóst aö það
hafði gerst við þungt högg á hann.
Húsið í Oldenburg þar sem atburðurinn gerðist.
Þá hafði verið tekið fast um háls
Nicole á eftir og hún kyrkt. Áverk-
amir voru ljósir og óhugsandi að
fall í baðkeri gæti hafa valdiö þeim.
Yfirheyrslur
og rannsóknir
Vinir og kunningjar Nicole voru
nú teknir til yfirheyrslu hver á
fætur öðrum. Voru alls nokkrir
tugir manna og kvenna kallaðir til
lögreglunnar og þar á meðal nokkr-
ir sem áður höfðu verið yfirheyrö-
ir. í þeim hópi var Roland Otto.
Hann harðneitaði því að vita nokk-
uð um morðið. Og sem fyrr vísaði
hann til þess að hann heföi setið
við sjónvarpið með foður sínum á
þeim tíma sem dauða Nicole bar
að höndum. Ennfremur sagði hann
að ljóst mætti vera að sæðið sem
fundist hafði væri sterkasta vís-
bendingin um hver hefði staðið í
nánu sambandi við hina látnu og
því ef til vill haft mesta ástæðu til
að ráða hana af dögum.
Rannsóknarlögreglan varð að
viöurkenna að Roland Otto hefði
nokkuð til síns máls og var honum
leyft að fara eftir yfirheyrsluna.
Handarfarið
En Roland Otto hafði fagnað sigri
of snemma. Tæknimenn rannsókn-
arlögreglunnar ákváðu að grand-
skoöa íbúð Nicole. Fól sú rannsókn
meðal annars í sér leit að fingrafor-
um um hana alla. Og sú leit bar
árangur. Innanvert á baðkerinu,
nærri krananum, fannst greinilegt
handarfar. Hluti þess voru fingra-
för sem reyndust mjög skýr.
Þar eð fingrafor Rolands Ottos
höfðu verið tekin við yfirheyrsl-
urnar tók skamman tíma að bera
nýju fórin saman viö þau og reynd-
ust þau vera eins.
Roland Otto var nú kallaður fyrir
á ný. í fyrstu var honum ekki sagt
að fmgrafór hans hefðu fundist í
baðkerinu heldur aðeiná að fyrir
lægi að hann hefði verið í íbúð Nic-
ole síðdegis daginn sem hún var
myrt. Þá viðurkenndi hann að hafa
komiö í hana en sagðist aðeins hafa
verið að leita að lykli sem hann
hefði týnt. Aðspurður hvort hann
hefði farið inn í baöherbergið svar-
aði hann því til að það hefði hann
ekki gert. Hann hefði aðeins litiö
inn um baðherbergisdyrnar en
ekki farið þangaö inn.
í netið
„Hvernig má þá vera að nýtt
handarfar eftir þig, með fingrafór-
um, fannst innanvert í baðker-
inu?“ spurði einn rannsóknarlög-
reglumannanna.
Roland Otto stífnaði þegar hann
heyrði þetta
Rannsóknarlögreglumennirnir
báru það nú á hann að hann hefði
slegið hina látnu á hálsinn framan-
verðan með þeim afleiðingum að
barki hennar brotnaði en síðan
hefði hann kyrkt hana. Hvort
tveggja væri létt verk fyrir vel
þjálfaðan hermann eins og hann.
Roland Otto neitaði að vera sá
seki, þrátt fyrir það sem fyrir lá.
En fljótlega lá fyrir rökstudd kenn-
ing um það sem gerst hafði í bað-
herberginu og hún var á þessa leið:
Eftir að Roland Otto hafði kyrkt
Nicole hafði hann farið með hana
að baökerinu. Á botni þess var
gúmmímotta sem átti að hindra
fall. Hana fjarlægði hana til að svo
gæti litið út sem Nicole hefði dott-
ið. En meöan hann var að því hafði
hann stutt höndinni á baðkeriö
innanvert og þannig skilið eftir
handarfar. Þaö haföi hann gleymt
að þurrka burt og þess vegna var
hann kominn í þá aðstöðu sem
hann var nú í.
Dómurinn
Mál Rolands Ottos var ekki til
lykta leitt í skyndi. Um það var
fjallað fyrir rétti í tuttugu og tvo
daga. Lagði saksóknari fram allt
sem hann taldi benda til sektar
hins ákærða en það sem hafði mest
áhrif á kviðdómendur var handarf-
arið. Engin játning lá fyrir því Ro-
land Otto neitaði sem fyrr sekt
sinni. Varð því að sækja málið á
grunni vísbendinga og sönnunar-
gagna.
Um tíma efuðust ýmsir um að
takast myndi að fá hinn ákærða
sakfelldan því ákæruvaldinu tókst
ekki að sýna fram á neina ástæðu
til morðsins.
Handarfarið varð hins vegar það
sem kviðdómendum fannst ekki
aðeins sýna aö ákærði hefði sagt
ósatt heldur líka að hann hefði ver-
ið að gera eitthvað í baðkerinu þar
sem líkið fannst og ljóst var af
skýrslum að reynt hafði veriö að
láta svo líta út sem moröið á Nicole
hefði verið slys.
Kviðdómendur fundu Roland
Otto sekan og dómarinn sendi hann
í ævilangt fangelsi. Honum var
mjög brugðið þegar hánn heyrði
dómsúrskurðinn og varð að styðja
hann úr réttarsalnum.