Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Síða 30
38
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
Vevojur
5KRÁIN 1993
5KOKKARAt»ANKAR
HLAUfkAJKop^iR iot;
Nýr Hlaupari
kominn út
Sem fyrr er Sigurður P. Sig-
mundsson ritstjóri og ábyrgðar-
maöur. í þessu fyrsta tölublaði
er Götuhlaupaskrá FRÍ birt í
heild sinni, litið á'úrval af helstu
hlaupaskóm ög afar fróðleg grein
er í blaðinu um mjólkursýrumæl-
ingar. Rögnvaldur Ingþórsson og
Gerd Fludgren leiða lesendur í
allan . sannleik um þetta töfra-
tæki. Verð Hlauparans í lausa-
sölu er 520 krónur í næstu bóka-
búð.
Trimm
Hvað er rétt met á Laugaveginum?
Eins og sumii’ muna fóru nokkrir
skokkarar saman um Laugaveginn
milli Landmannalauga og Þórsmerk-
ur haustið 1993 og þá setti Sveinn
Emstsson það met sem enn stendur
og er um 6 tímar og 30 mínútum bet-
ur. Þetta er góður tími og verður
seint bættur. Þeir sem fyrstir voru
til þess að hlaupa Laugaveginn og
taka tímann voru bræðurnir Þor-
steinn og Guðmundur Hannessynir
sem hlupu á 8:03 en þeirra met sló
síðar fjallamaðurinn Benedikt Hálf-
dánarson sem fór á 7:30. Trimmsíð-
unni hefur verið bent á að sitthvað
sé met og met. Hlauparar hafi farið
lausbeislaðir með drykkjarbelti og
hjálparbíla sem fylgdu þeim hluta
leiðarinnar meðan fjallamenn hafi
borið allt sitt púss á sjálfum sér og
engrar aðstoðar notið. Því sé varla
sanngjamt að bera þetta tvennt sam-
an. Hér skal ekki lagður neinn dóm-
ur á það hvort þetta sé rétt en hvatt
til þess að „hlauparar" annars vegar
og „fjallamenn" hins vegar haldi
áfram að karpa góðlátlega um þetta
-mál. Laugavegurinn svokallaði mun
vera um 58 kílómetrar á lengd. Land-
mannalaugar em í 600 metra hæð en
Þórsmörk í um 100. Leiðin liggur
hæst í rúmum 1.050 metmm yfir sjó
í Hrafntinnuskeri. Á leiðinni þarf að
vaða tvær ár og nokkra læki.
skíðunum
Margir setja skíðin inn í
geymslu strax eftir páska en það
er alltof snemmt. Nú þegar sólin
er komin svo hátt á loft sem raun
ber vitni em margir góðir dagar
eftir enn. Snjórinn í Bláljöllunum
er ekkert á leiðinni í burtu þótt
það sé orðið autt í Reykjavik og
víðast hvar úti á landi era meiri
snjóalög en elstu menn muna. Á
heiðum uppi éru viða sléttar
hjarnbreiður og dásamlegt er aö
líða um þær á gönguskíðum í
sumarhita og hvergi verða menn
hraðar brúnir en við slíkar að-
stæður. Þeir sem dvelja í snjó og
sól verða þó að muna að gæta sín
á sterkum geislum sólarinnar
sem margfaldast við endurkast
og nota sterka sólarvörn.
Mamma, má
ég fá plástur?
Þegar ég var lítill snáði hafði
ég mikla trú á lækningamætti
plástra og þótti, eins og fleiri sak-
lausum bömum, nokkurt sport í
þvi að fá að setja á mig plástur.
Þessi tími er liöinn en þó ekki lið-
inn. Ég get fengið mér nikótín-
plástur ef ég vil hætta að reykja,
sjóveikiplástur gegn sjóveiki og
það nýjasta nýtt er megranar-
plástur. Innflytjendur og sölu-
menn megrunarplástranna hika
ekki við að ljúga því upp i opiö
geöið á okkur að plásturinn auki
brennslu eða eitthvað álíka gáfu-
legt. Til þess að plásturinn virki
skal gæta hófs í mataræði og
drekka mikið vatn sem út af fyrir
sig er ágæt megrunaraðferð og
þarf engan plástur til að hún
virki. Vonandi sér fólk að hér eru
blekkingar á ferð og hætta að láta
féfletta sig. Skyldi annars vera til
plástur sem lætur mann hlaupa
hraðar?
Hvert á að
hlaupa?
Mánudaginn 1. maí era tvö
skemmtileg almenningshlaup,
annaö á Akureyri en hitt í
Reykjavík. Vorhlaup UFA hefst
við íþróttahöllina á Akureyri kl.
14.00. Skipt er í flokka eftir aldri
og kyni og lengst er hlaupið 6,8
km. 1. maí hlaup Fjölnis og OIís
hefst við iþróttamiðstöðina, Dal-
húsum í Grafarvogi, kl. 14.00 og
skráð er á sama stað frá kl. 12.00
til 13.30. Annars má minna á,
vegna þessa baráttudags verka-
lýðsins, að kröfugöngur geta ver-
ið ágætt trimm ef gengið er rösk-
lega og haldið á þungu spjaldi.
Auk þess er rétt að minna áhuga-
sama skokkara á Flugleiöahlaup-
ið sem verður 4. maí nk. og hefst
kl. 19.00 við Hótel Loftleiðir.
Nú er rétti tíminn til þess að draga fram hjólhestinn og spretta úr spori um þurrar og auðar götur, að minnsta kosti sunnanlands. Hjólreiðar eru
og umhverfisvænn ferðamáti sem hentar nútímamönnum vel.
hoilur
Hjólreiðaver-
tí ðin að hefj ast
sumarið er tími hjólhestsins
Nú, þegar sumarið gengur í garð,
muna margir eftir gamla hjólhestin-
um sem staðið hefur yfirgefinn og
einmana í geymslunni eða hírst í bíl-
skúrnum vetrarlangt. Nú er rétti
tíminn til þess aö smyrja hjólfákinn
og spretta úr spori á auðum götum
því hjólreiðar era holl og þægileg
þjálfun. Þeir líkamshlutar sem njóta
góðs af hjólreiðum eru fyrst og
fremst hjartað, æðakerfið og fæturn-
ir. Hjólreiðar reyna sérstaklega á
stóra vöðvann á framanverðum lær-
um en aðrir vöðvar og vöðvahópar í
fótum og lærum fá einnig þjálfun.
Hjólreiðar leiða til stinnari fóta og
formfegurri og það sama á viö um
læri og þjóhnappa. Hjólreiðar eru
vægt átak á fótlimina og því eru
meiðsli við hjólreiðamar sjálfar
fremur sjaldgæf þó auðvitað geti allir
dottið og meitt sig.
Hjólreiðamaður sem hjólar 16 kíló-
metra á hálfum klukkutíma brennir
400 hitaeiningum sem er talsvert
mikil brennsla enda umtalsverður
hraði. Lengri og hægari hjólatúrar
hafa áhrif á þol manna fremur en
snerpu og almennt mun hollara fyrir
byrjendur að fara hægar og vera
heldur lengur. Best er að hjóla í lág-
um gír og stíga hjólið ótt og títt eða
um 80-90 skipti á hverri mínútu og
reyna að halda taktinum sem jöfn-
ustum með því aö nota gírana og
stíga þannig hjólið alltaf jafnhratt
hvort sem hjólað er undan brekku, á
jafnsléttu eða upp í móti.
Breytið reglulega um stellingar á
hjólinu með því að hagræða ykkur í
hnakknum eöa standa upp á fótstig-
unum og hjóla þannig um stund.
Þetta dregur úr álagi á sitjandann
en hann er sá líkamshluti sem eink-
um verður fyrir álagi hjá óvönum
hjólreiðamönnum.
Látiðvita
af ykkur
Bílstjórar aka ekki viljandi á eða
yfir hjólreiðamenn en þeir verða að
vita af þeim. Verið sérstaklega á
varðbergi við gatnamót og gætið að
því að gangandi vegfarendur víkja
ekki sjálfkrafa. Þegar hjólað er eftir
göngustígum þar sem von er á skok-
kurum er rétt að gefa hljóðmerki
með bjöllunni áður en farið er fram
úr þeim. Hjóliö ekki með vasadiskó.
Það er stórhættulegt og enginn ætti
að vera úti að hjóla eða skokka með
slíkt apparat á hausnum. Það sem á
Umsjón
Páll Ásgeir Ásgeirsson
að vera á höfði hjólreiðamanna er
hjálmur. Hjálmur er ódýrt öryggis-
tæki sem getur bjargað mannslífum.
Á undanförnum árum hafa verið
gerðar nokkrar endurbætur í
Reykjavík til hagsbóta fyrir hjól-
reiðamenn. Stígum fjölgar og eftir
því sem hjólandi fólki fjölgar minnk-
ar sofandaháttur ökumanna gagn-
vart þeim einnig. Þó mörgum finnist
ef til vill óþarfi að fata sig sérstaklega
upp til þess að fara út að hjóla er
rétt að muna að vindurinn kælir
snarpt og hraðinn sem auðvelt er að
ná á góðu reiðhjóli er slíkur að vind-
kælingar gætir langt fram yfir loft-
hita. Þess vegna er rétt að hugsa um
klæðnaðinn og vera í hlýjum fatnaði
og vindþéttum galla utan yfir. Ekki
gleyma góðri húfu og hentugum
vettlingum. Mikill hluti hitatapsins
fer um höfuð og hendur sem dofna
fljótt upp í miklum kulda. Þeim sem
eiga ekkert hjól skal hér með bent á
sérverslanir með reiðhjól og fylgi-
hluti og fatnað og búnað fyrir hjól-
reiðamenn.
íslenski íj allahj ólaklúbburinn býð-
ur svo þeim félagsskap sem vilja gera
hjólreiðar að meira en tómstunda-
gamni því hjólreiðar eru auðvitað
lífsstíll þess sem hafnar einkabílnum
og kýs að fara ferða sinna á hollan
og mengunarlausan hátt. Hjá ís-
lenska fiallahjólaklúbbnum fá menn
og hagnýtar upplýsingar um búnað,
hópferðir og hvaðeina sem byrjendur
kann að varða um.
Símanúmer klúbbsins er 562 0099
og hann á pósthólf nr. 5193 125
Reykjavík.