Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995 39 „Menn örvænta sem betur fer mun oftar en þeir svipta sig lifi. Þá gildir oft hið fornkveðna: þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.“ Sjálfsmorð Kona nokkur hringdi eitt sinn til Nökkva læjcnis út af manninum sínum. „Hann er farinn aö drekka of mikið, orðinn þunglyndur og líð- ur illa. Stundum talar hann um að fyrirfara sér. Hvað á að gera? Á ég að taka þessar hótanir alvarlega? Er það satt að þeir sem tala um sjálfsmorð geri ekkert í því?“ Spurningar sem þessar eru hluti af hvunndegi hvers geðlæknis og margra heilsugæslulækna. Endanleg uppgjöf Sumir segja að það að velja sjálfs- víg í stað lífs sé eini sigurinn sem maðurinn getur unnið á örlögum sínum. Sjálfsmorð er endanleg uppgjöf manneskjunnar, róttæk- asta höfnun lifsins. Eftir það verð- ur ekki aftur snúið og engu breytt. Eftir sitja aðstandendur og ást- vinir fullir af sekt og efa og spyrja um alla framtíð hvort sjá heföi mátt þetta fyrir eða koma í veg fyr- ir verknaðinn. Þó að trúarbrögð og samfélag leggi ofurkapp á að hindra menn í að velja þessa leið er hún engu að síður gild sem ör- þrifaráð og möguleiki. Þýski heim- spekingurinn Nietzsche segir. ein- hvers staðar: „Möguleikinn að fremja sjálfsmorð hefur bjargað mörgu mannslífinu." Sjálfsmorðið er í hugum margra eins konar brunastigi út úr lífinu - mönnum er rórra að vita af honum en nota hann ekki. Stöku sinnum eru sjálfsmorð framin að vandlega yfirveguðu ráði vegna aðstæðna sem viðkomandi telur vonlausar. Þetta á við um krabbameinssjúklinga sem sjá eng- an tilgang meö áframhaldandi lífi eða einstaklinga sem fyrirfara sér af stjórnmála- eða trúarástæðum. Slík sjálfsmorð eru ákaflega sjald- séð. Álgengast er að sjálfsmorð sé ruglingslegur verknaður í stundar- örvilnan augnabliksins þar sem skipulag og fyrirætlanir eru á stöð- ugu reiki. Sjálfsmorðinginn hugsar stundum um dauðann sem endan- legt frelsi frá einhveijum vandræð- um eða tímabundna útgönguleið frá erfiðleikum tilverunnar. Það er tilviljunum háð hvort lausnin á að vera endanleg eða ekki. Hverjir fremja sjálfsmorð? Algengast er að eldra fólk fremji sjálfsmorð en meðal yngra fólks eru tilraunir mun algengari. Frá- skildir og þeir sem misst hafa maka sína (ekkjur/ekklar) hafa hærri tíðni sjálfsmorða svo og atvinnu- lausir og alkóhólistar. Þegar per- sónuleiki og geðhöfn er skoðuð kemur í ljós að margir þeirra sem fremja sjálfsmorð hafa átt við and- leg vandamál að stríða. Algengast er þunglyndi og kvíði auk andlegr- ar óheilsu sem stafað getur af al- varlegum áfóllum. Tíundi hver sjúklingur með geðklofa (scizofre- níu) fyrirfer sér. Alkóhólismi og önnur misnotkun vímuefna er mjög algengt meðal þeirra sem fyr- irfara sér. Samkvæmt sænskum rannsókun stríðir um helmingur þeirra karlmanna sem fremja sjálfsmorð við áfengisvanda. Sjálfsmoróstilraunir Sjálfsmorðstilraunir eru mun al- gengari en sjálfsmorð. Þær ein- kennast af miklum efasemdum um tilgang og fyrirætlanir. Talið er að einungis þriðjungur ætli í raun að enda líf sitt en hina langar til að sofna um stund, hvílast, hræða eða hefna sín á umhverfmu. Oft ræöur tilviljun hvort sjálfsmorðið tekst eða ekki; hversu margar töflur teknar eru inn; hvernig umhverfiö Álaeknavaktinni bregst við o.s.frv. Sjálfsmorðstil- raun er alltaf kall á hjálp og at- hygh þeirra sem næst standa sem taka verður í fullri alvöru. Af þeim sem einhvern tímann hafa gert slíka tilraun deyja 20% síðar á ævinni fyrir eigin hendi. Það er áberandi hversu margir þeirra sem reyna aö fyrirfara sér eiga sér for- eldri, systkini eða góðan vin sem framdi sjálfsmorð eða hefur gert ítrekaðar tilraunir til að yfirgefa þetta jarðlíf. Einstaklingurinn virðist læra að sjálfsmorðiö sé fær flóttaleið út úr ákveðnum vand- ræðum. Sjálfsmorðsþróun og aðgerðir Sjálfsmorð og sjálfsmorðstilraun- ir eru oft þættir í ákveðinni þróun einstaklingsins. Hann verður þunglyndur, finnur fyrir vonleysj og tilgangsleysi eigin lífs og leiðir hugann að mögulegum endalokum þess. Oft kemst hann yfir vandamál og sjálfsmorðspælingar en komi svipuð vandamál upp síðar er hætt við því að hugur leiti á svipaðar slóðir. Þeir sem nota áfengi á slík- um stundum eru í mun meiri hættu sakir þess hömlu- og dómgreindar- leysis sem fylgir allri drykkju. Sjálfsmorðshótanir og sjálfs- morðstilraunir eru merki um geð- lægð, vonleysi og uppgjöf sem alltaf þarf að taka af fullri al vöru. Þegar reynt er að fyrirbyggja sjálfsmorð verður að meðhöndla þunglyndi og kvíða meö lyfjum, viðtölum og einstakhngsmeðferð. Á sama tíma þarf að ræða allar ytri aðstæður sjúkhngins og átta sig á því umhverfi sem lifað er í. Mögulega þurfa hjón viðtalsmeð- ferð til að ræða vandamál sín. En besta fyrirbyggjandi aðgerðin er að stemma stigu við alkóhólneyslu. Áfengismeðferð og þátttaka í AA er þannig góð fyrirbyggjandi að- gerð. Ef tekst að koma í veg fyrir að einhver svipti sig Ufi í stundar- æði er mikið unnið og því ber að gera viðeigandi ráðstafanir í hverju tilviki. Menn örvænta sem betur fer mun oftar en þeir svipta sig lífi. Þá gfid- ir oft hið fornkveðna: þegar neyðin er stærstin er hjálpin næst. Þeir sem dýpst hafa sokkið lýsa oft þeim þáttaskUum sem urðu þegar þeir snertu botninn. Þegar engar leiðir lágu lengur niður stefndu allar leiðir upp. Stundum þarf örvinglan tíl aö eygja von. Sljömumar sjást best í svartasta náttmyrkri. Lam- andi örvænting getur síðar breyst í styrk. SjálfsmorðstUraun er kaU á hjálp, miklu skiptir að svara því kalli og nýta sér þá örvinglan sem fyrir hendi er til að ná nýjum áttum ílífinu. i.'i/hlfivliiuiÍNí f Opið laug. og sun. til kl. 3 Jv •' ' o Kántríkvöld O viðar Jónsson og Dan Cassidy Pitsur, steikur og hamborgarar á lágmarksverði. Hamraborg 11 - sími 42166 í þaki og veggjum er öryggisgler. Valkostur er gler, sem ver gegn ofhitun á sólardögum og hefur tvöfalt einangrunargildi tvöfalds glers. Burðarrammar úr áli eða viði. Glerjað er með állistum undir og yfir glerið. Seljum einnig glerið eftir máli. SÝNINGARHÚS Á STAÐNUM. KIRKJULUNDI 13 - GARÐABÆ - SÍMI 91-65690Ö Opið laugardag og sunnudag kl. 13-17. ■ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.