Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
41
Nýr þáttur í Sjónvarpinu:
Uppruni og
þróun
mannsins
Á mánudagskvöld hefur Sjónvarp-
iö sýningar á nýjum breskum heim-
ildarflokki sem heitir The Human
Animal en í íslenskri þýöingu hefur
hann fengið nafniö Mannskepnan.
Þættirnir eru sex talsins og höfund-
urinn er Desmond Morris, vel þekkt-
ur fræðimaður sem hefur skrifað
nokkrar bækur um atferh manna.
Má þar t.d. nefna Nakta apann.
Tjáning líkamans
Ein skilgreining á því hvemig
mannfólkið er öðruvísi en dýrin er
hvemig við beitum hinu talað máli
til að tjá okkur. í fyrsta þættinum,
sem kalla mætti líkamstjáningu, er
tekið á þessu. Þar er jafnframt komið
inn á hvernig fólk beitir líkama sín-
um til að eiga tjáskipti við aðra. Oft
gerum við þetta ósjálfrátt en með
þessum hætti getum við t.d. verið að
koma á framfæri skilaboðum um það
hvernig andlegri líðan okkar er hátt-
að þá stundina. í þættinum er einnig
velt upp þeirri spurningu hversu
mikilvæg þessi staðreynd sé í sam-
henginu við yfirráð manna á jörð-
inni.
Mannskepnan
og kynlífið
Fjölmörg önnur atriði eru tekin til
Morris.
skoðunar í þessum þáttum og má
nefna kynlífið í því sambandi. Einnig
er boriö saman hvernig apar höguðu
sér fyrir einum sex milljónum ára
og hvemig mannskepnan ber sig að
í dag við íþróttaiðkun, stríðsátök og
jafnvel þátttöku í viðskiptalífinu.
Þessir þættir um uppruna og þróun
mannsins eru á dagskrá á mánudags-
kvöldum eins og áður sagði en þulur
er Guðmundur Ingi Kristjánsson.
Jón 0. Edwald þýddi.
Sviðsljós
Sylvester Stallone:
Búinn að finna þá réttu
Kvennamaðurinn mikli og vöðva-
búntið Sylvester Stahone þykist
loksins vera búinn að ná sér í þá einu
réttu eftir ekki ófáar tilraunirnar.
Sú rétta heitir Angie Everhart, 24 ára
gömul rauðhærð stúlka sem þykir
alveg gullfalleg. Nú er um það rætt
að brúðkaupsbjöhurnar kunni að
khngja alveg á næstunni. Búist er
við að hún flytji inn til hans í höllina
við Biscayne-flóa í Flórída sem þykir
hreint út sagt stórkostleg.
Angie þessi starfar sem módel og
vakti fyrst athygli á sér í baöfataaug-
lýsingu í tímaritinu Sports Ihus-
trated. Þegar Stallone hitti hana fyrst
féh hann alveg kylliflatur fyrir henni
og var fljótur að biðja um stefnumót.
Hún var meira en til í það. Það voru
fleiri á eftir henni en Stallone því
leikarinn Kevin Costner hafði ekki
látið hana í friði um nokkurt skeið
og hafði meðal annars boðist til að
senda einkaflugvél sína eftir henni
nokkrum sinnum svo þau gætu hist
en hún hafði engan áhuga.
Angie hefur látið hafa eftir sér að
Stahone sé hreint út sagt frábær ná-
Stallone segist sannfærður um aö
hann sé búinn að finna þá einu
réttu. Hann hafi hingað til ekki verið
heppinn í ástarmálum.
ungi og þau passi vel saman. Vöðva-
búntiö segir aö hingaö til hafi hann
ekki verið heppinn í kvennavah. Nú
sé hann hins vegar sannfærður um
að breyting verði á.
Handhafar debetkorta athugið
✓
Breytingar d skilmálum vegna debetkorta Islandsbanka
Þann 15. maí næstkomandi munu skilmálar vegna debetkorta íslandsbanka breytast í
samráði við Samkepþnisstofnun. Hér að neðan eru tilgreindar þær greinar sem taka
efnislegum breytingum og er sérstaklega vakin athygli á grein 14.1.
Nýjar reglur og skilmálar vegna debetkorta liggja frammi í öllum útibúum íslandsbanka.
Skilmálar frá og með 15. maí
A.ALMENNT UM DEbETKORT
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem
verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10.2. og
13.1. og 13.2.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bankanum, sem verður
vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun Debetkorts eða
leyninúmers þess, sbr. 10.2.
7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir f'yrir tjóni, sem
verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara,
striðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfalla eða annarra slikra
aðstæðna, rafmagnstruflana eða rafimagnsleysis, né vegna
trufiana I símkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.
7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fýrir tjóni né
óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er
hafnað sem greiðslu hjá söluaðila eða I sjálfsafgreiðslutæki,
né öðrum skaða, sem leitt getur þar af sbr. þó 13.1.og
13.2.
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki
MAESTRO/CIRRUS eðaVISA ELECTRON er uþþi.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU
150 í isl. krónum, efkort hans er notað af óviðkomandi
aðila, áður en hvarf þess er tilkynnt Þetta á ekki við ef um
stórfellt gáleysi eða svik afhálfu korthafa hefur verið að
ræða. Tilkynningaskyldu ber að fullnægja svo fljótt
sem verða má eftir að hvarf korts uppgötvast.
11.2. Bankanum er heimilt að færa korthafa til gjalda á
viðskiþtareikningi hans gjöld skv. gjaldskrá, sbr. grein I l.l.
13.1 .Telji korthafi að hann hafi orðið fyrir skaða vegna
tæknilegrar bilunar I hraðbanka eða öðrum
sjálfsafgreiðslutækjum, þá ber bankanum fýrir hönd
viðkomandi sölu- eða þjónustuaðila að færa fram fullgild rök
fýrir þvi að búnaðurinn hafi starfað rétt þá er umrædd
viðskiþti fóru fram, en er ella ábyrgur fýrir tjóninu.
13.2. Abyrgð bankans takmarkast við beint fiárhagslegt tjón
korthafa, en nær ekki til annars skaða eða óþæginda, sem
leitt geta af bilun sjálfsafgreiðslubúnaðar. Bankinn ábyrgist
ekki tjón þegar tæknibilun á að vera korthafa Ijós, svo sem
þegar skilaboð þess efinis koma fram á tölvuskjá.
14.1. Bankinn áskilur sér rétt til að breyta notkunarreglum
þessum og skilmálum, enda séu þær breytingar tilkynntar
korthafa með minnst 15 daga fýrirvara. í tilkynningu um
breytta skilmála skal vakin athygli á þvi i hverju breytingarnar
felist og á rétti korthafa til að segja samningi uþþ. Noti
korthafi kort sitt eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi,
telst hann samþykkur breytingunni.
B. DEBETKORT SEM GREIÐSLUKORT
S. Creiðslur með Debetkorti koma fram á reikningsyfirliti
þess viðskiþtareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær
sent frá bankanum með umsömdu millibili.A yfirlitinu kemur
fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt
dagsetningu og upþhæð. Ef um erlend viðskipti er að ræða
kemur einnig fram uþphæð kauþlandsins. Efkorthafi hefiur
athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber honum að tilkynna
það bankanum innan 20 daga firá móttöku þess. í
vafatilvikum hvilir sönnunarbyrðin á kortaútgefanda.
Skilmálar fram að 15. maí
A.ALMENNT UM DEBETKORT
6.4. Korthafi ber ábyrgð á öllum greiðslum/úttektum, sem
verða vegna notkunar Debetkorts hans, sbr. þó 10. gr. 2.
mgr.
6.6. Korthafi ábyrgist tjón gagnvart bönkum og sparisjóðum,
sem verður vegna vanrækslu hans við vörslu eða notkun
Debetkorts eða leyninúmers þess.
7.3. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fýrir tjóni, sem
verður vegna lagaboða, aðgerða stjórnvalda, náttúruhamfara,
stríðs, verkfalls, verkbanns, skæruverkfialla eða annarra slikra
aðstæðna, rafmagnstrufiana eða rafmagnsleysis, né vegna
truflana i simkerfi eða öðrum boðleiðum eða samgöngum.
Tjón, sem gæti orðið af öðrum ástæðum, bætist ekki af
útgefianda hafi hann sýnt eðlilega aðgæslu.
7.4. Útgefendur Debetkorta eru ekki ábyrgir fýrir tjóni né
óhagræði, sem verður vegna þess að móttöku Debetkorts er
hafnað. *
9.1. Notkun Debetkorts erlendis er heimil þar sem merki
Maestro/Cirrus eðaVISA Electron er uppi.Af erlendum
viðskiptum og úttekt reiðufjár erlendis reiknast þjónustugjald,
skv. gjaldskrá.
10.2. Sjálfsábyrgð korthafa takmarkast við jafnvirði ECU
150 I ísl. krónum, ef kort hans er notað af óviðkomandi
aðila, áður en hvarf þess uþþgötvast og er tilkynnt skv. I.
tölulið.
10.3. Sérstök athygli er vakin á að korthafi ber fulla ábyrgð
á úttektum með glötuðu korti, sé tilkynningaskyldu ekki
fullnægt strax og hvarf þess uþþgötvast
11.2. Við útgáfu korts greiðir korthafi sérstakt stofngjald auk
venjulegs árgjalds.
11.3. Bankalsparisjóði er heimilt að færa korthafa til gjalda
á viðskiþtareikningi hans mánaðarleg færslugjöld fýrir notkun
kortsins, kostnað vegna reikningsyfirlita, kostnað vegna
endurnýjunar korts, árgjöld á 12 mánaða fresti og gjald
vegna útvegunar afrits af sölunótu, allt samkvæmt gjaldskrá
hverju sinni.
14.1.8ankar/sþarisjóðir áskiljo sér rétt til að breyta
notkunarreglum þessum og skilmálum, enda séu þær
breytingar auglýstar. Ef Debetkortið er notað eftir að
breytingar hafa verið auglýstar, skoðast það sem samþykki
korthafia á þeim.Að öðrum kosti skal notkun kortsins hætt
og það tilkynnt bankanumlsparisjóðnum. Ef engin slik
tilkynning berst innan fjórtán daga frá auglýstri breytingu,
skoðast hún samþykkt af korthafa.
B. DEBETKORT SEM CREIÐSLUKORT
5. Creiðslur með Debetkorti koma firam á reikningsyfirliti
þess viðaskiptareiknings, sem kortið er tengt og korthafi fær
sent firá banka/sþarisjóði með umsömdu millibili. Á yfirlitinu
kemur fram nafn seljanda, þar sem kortið var notað, ásamt
dagsetningu og uþphæð. Ef um erlend viðskiþti er að ræða
kemur einnig fram upphæð kauþlandsins.
Efkorthafi hefur athugasemdir við reikningsyfirlit sitt, ber
honum að tilkynna það bankalsþarisjóði sínum innan 20
daga frá móttöku þess.l vafatilvikum hvílir sönnunarbyrgðin
á kortaútgefanda.
ÍSLAN DSBAN Kl