Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995
43
Tulip Vision Line
486 DX4/I00
8 MB minni
540 MB diskur
SKAFTAHUÐ 24 - SÍMI 569 7700
Alltaf skrefi á undan
Vinir vors og blóma tóku upp nýja plötu austur á Flúðum
Hverimir veittu okkur orku!
Það gerist á hveiju vori að íslensk-
ar popphljómsveitir taki sig upp og
geri klárt fyrir sveitaballarúntinn
það sumarið. Margar af þessum
hljómsveitum gefa út einhver lög til
að koma sjálfum sér í umræðuna og
vonast auðvitáð til að þær nái vin-
sældum og myndi einhvers konar
stemningu fyrir böllin. Ein af þeim
hljómsveitum sem munu bítast um
hylli íslenskrar æsku í sumar eru
Vinir vors og blóma. Meðlimir
hljómsveitarinnar eru þeir Þorsteinn
G. Ólafsson söngvari, Birgir Nielsen
trommuleikari, Gunnar Þór Eggerts-
son gítarleikari, Siggeir Pétursson
bassaleikari og Njáll Þórðarson
hljómborðsleikari. Þeir stofnuðu
hljómsveitina fyrir um tveimur og
( hálfu ári og spiluðu þá aðallega í
Stykkishólmi sem er heimabær Þor-
steins, Njáls og Siggeirs, en komust
( fyrst fram á sjónarsviðið fyrir rúmu
ári síðan með laginu Gott í kroppinn.
í kjölfar útgáfu þess má segja að leið-
( in hafi verið óvenjugreiö á toppinn
fyrir þá félaga því skömmu síðar
höfðu þeir gert þriggja plötu samning
við Skífuna og urðu þeir ein vinsæl-
asta hljómsveitin á sveitaböllunum
það sumar. Fyrsta plata þeirra, Æði,
hlaut góðar viðtökur og þessari ungu
hljómsveit virðist ætla að takast að
skipa sér sess meðal vinsælustu
hljómsveita landsins. En til að við-
halda slíkrnn vinsældum þarf oft að
brydda upp á einhverjum nýjungum,
ekki síst til að viðhalda ferskleika
og léttleika þeim sem þeir hafa getið
sér gott orð fyrir. Því var brugðið á
það ráð að upptaka annarrar plötu
sveitarinnar skyldi fara fram í öðru-
vísi umhverfi en venja er og ákveðið
| að flytja heilt hljóðver austur aö
Flúðum í Hrunamannahreppi.
í Hvers vegna Flúðir?
„Við komum hingaö í fyrra þegar
viö vorum að semja lögin á fyrstu
plötuna og æfðum þá í hótelinu. Okk-
ur fannst þetta tilvalin áðferð til að
slappa af og vinna enda gaf það góða
raun. Við fórum síðan í Skorradal í
janúar sl. til að semja efni á þessa
plötu og komum hingað hálfum mán-
uði fyrir páska til að taka hana upp.
Staðurinn er í hæfilegri fjarlægð frá
Reykjavík og hér er hægt að fá alla
' þjónustu sem við þurfum. En um-
fram allt er það næðið sem við vorum
að sækjast eftir og það höfum við svo
sannarlega haft. Platan er að mestu
leyti tilbúin en verður hljóðblönduð
í bænum,“ segir Þorsteinn söngvari.
„Við þurftum auðvitað að sannfæra
Skífumenn um kosti þess að taka
plötuna upp hér,“ segir Birgir
* trommari. „Að sjálfsögðu fylgir því
mikill kostnaður að fara með svona
! • hóp út á land í hálfan mánuð, bæði
gisting og fæði í mannskapinn og svo
húsaleiga. En á móti kemur að þeir
geta notað sín hljóðver í Reykjavík
meðan við erum hér þannig að í raun
og veru er þaö ódýrara að vinna þetta
hér.“ Njáll bætir við að hljóömaður-
inn þeirra, Addi áttahundruð, hafi
gert þetta auðveldara fyrir þá. Hann
hafi átt mikið af þeim tólum og tækj-
um sem þarf að hafa í svona upptök-
ur, auk þess sem þeir hafi viðað
þessu að sér héðan og þaðan. Þeim
hafi tekist að setja upp hljóðver eins
og þau gerast best. „Og þar að auki
er hljómurinn í þessu húsi alveg frá-
bær og ég fullyrði að á nýju plötunni
verði nýtt trommusánd uppgvötað í
íslenskri tónlist. Við erum sannfærð-
ir um að það verði meira gert aö
þessu í framtíðinni," segir Birgir.
I
Orka úr
heitu pottunum
Það fór ekki illa um þá félaga þegar
. blaðamaður heimsótti þá fóstudag-
inn langa, daginn fyrir heimferð.
Þeim hafði verið úthlutaö eldri hluta
Skjólborgar, sem er gisthús tengt
hótelinu. Þar voru þeir með sitt her-
bergið hver og fyrir utan voru heitu
pottamir frægu. Gunni gítarleikari
var nýkominn upp úr. „Þessir pottar
Það myndast oft griðarleg stemmning á böllum hjá Vinunum og um 1000
ungmenni voru mætt í Njálsbúð annan í páskum þar sem þessi mynd var
tekin.
til Uðs við Vinina á nýju plötunni,
t.a.m. eiga þeir Egill Ólafsson, Bubbi,
Kristján Hreinsson og Ólafur Hauk-
ur Símonarson texta á plötunni og
Magnús Þór Sigmundsson útsetur
allar raddir. Einnig er þama lag eftir
Sigurð Gröndal og Ingólf Guðjónsson
en þeir félagar vom hljómsveitinni
til halds og trausts við upptökur
þessa daga sem þeir voru á Flúðum.
„Það var mjög gott að hafa þá með
okkur í þessu verkefni og þeirra
reynsla í bransanum er mikil. Þar
að auki hefur Siggi séð um upptökur
á stuttmynd sem við erum að gera
okkur til dægradvalar meðan við
höfum verið hér.“
Sumarið fram undan
Vinirnir gera sér vonir um að þessi
plata nái ekki síöri vinsældum en sú
fyrsta enda er það úrslitaatriði fyrir
böllin að það heyrist eitthvað frá
hljómsveitunum á ljósvakamiðlun-
um. Blaðamaður fylgdi þeim félögum
á ball í Njálsbúð annan í páskum og
þangaö mættu á milli níu hundruð
til þúsund ungmenni til að berja þá
augum. Eftir að hafa séð undirtekt-
irnar þar, ásamt því að heyra efnið
af nýju plötunni, er þaö alveg klárt
að það skyldi enginn vanmeta Vini
vors og blóma fyrir þetta sumarið.
-sigm.
IvV m:
AÐElNS
KRÓNUR:
Tilbodsverd á Tulip
Gunni gítarleikari, Golli pláhneta og Magnús Þór hlusta af andakt á afurðina
i mótttöku sem hljómsveitin hélt á Flúðum til að kynna nýju plötuna.
Hljóðverið sem var sett upp í gömlu stólageymslunni í félagsheimilinu. Á
myndinni eru Ingólfur Guðjóns, Siggi Gröndal og Addi áttahundruð.
hafa verið óspart notaöir. Við höfum,
unnið að upptökunum í hálfan mán-
uð svo að segja dag og nótt. Við höf-
um unnið á vöktum þannig að hljóð-
verið hefur aUtaf verið í notkun. Á
milli vakta hefur maður skellt sér í
pottinn, sofið smávegis og slappað
af og farið síðan endurnæröur í
næstu töku. Þetta skilar tvímæla-
laust miklu hagkvæmari vinnu-
brögðum. Ef við værum að taka
þessa plötu upp í Reykjavík væru
menn út og suður á milli þess sem
væri verið að taka upp og myndu
ekkert slappa af. Það að vera allir
saman á einum stað í sveitasælunni
þar sem ekkert truflar mann hefur
gert mikið fyrir plötuna. Það veröur
eflaust nettur Flúðakeimur af hanni.
Heimamenn
tókuokkurvel
Það vekur auðvitaö mikla athygli
í litlu samfélagi þegar fræg hljóm-
sveit sest þar að til skamms tíma og
tekur upp plötu fyrir sumarið. En
hvemig hefur þeim verið tekið? „Það
Alltaf sama stuðið
„Nýja platan verður með sama
sniði og sú fyrsta, þ.e. við miðum við
að halda þessum léttleika sem við
erum frægir fyrir. Auðvitað höfum
við þróast mikið sem tónlistarmenn
og það mun örugglega koma fram á
plötunni, öll vinnubrögð og hljóð-
færaleikur er fágaðri en umfram allt
á þetta að veröa partíplata. Munur-
inn á þessum tveimur plötum er
sennilega sá að við höfum haft miklu
meiri tíma til að undirbúa þessa," —
segja strákarnir einum rómi. Það
koma ýmsir þekktir tónlistarmenn
er búið að vera frábært að vera hér
og við erum orðnir málkunnugir
mörgu af því fólki sem á hér heima.
Það er ótrúlegt að ekki lengra frá
Reykjavík skuli vera samfélag eins
rólegt og yndislegt og hér,“ segir Sig-
geir, sem reyndar gengur oftast und-
ir nafninu Súkka. „Strax fyrsta
kvöldið var okkur boöið í partí og
það er einfaldlega búið að vera þræl-
gaman. Fólk er að spyija hvernig
gangi með plötuna og hvort okkur
líði ekki vel hér o.s.frv.
ÁLVEG ElNSTÖK GæDI
TILBOÐ
...sem ekki verður endurtekið!
Vfenð stgr.
AEG
Þvottavél
Lavamat 6251
VinduhraÖi 1000 og 700
snúningar ó mín.Ullarvagga.
UKS kerfi. Bíó kerfi.
Takki fyrir aukaskolun.
Orkunolkun 1.8 kwst.Öko
kerfi. Variomatik vinding.
Verb nú 89.140,-
Stabgr. kr. 82.900,-
Venjulegt veri á
sambærilegri vél er
a.m.k. 12.000,- kr. hærra.
ELDJWEL
Nú á tilboðsverði!
ESISÍ Eldavél
Competence 200 F-w jj. jjn
Hæð: 85-92 cm. (hæS stillanleg)
Breidd: 60 cm. Dýpt: 60 cm Ri;,
Hellur: 1 xl 4,5 cm 1 OOOw BaaaBBÍÉBllM
1x14,5 cm 1500w
lxl 8,0 cm 2000w
1 x22,0 cm 2000w. Hhb §3
Ofn: undir og yfirhiti, grill,
barnalæsing.
Verd ábur kr. 61.365,- ,
Stabgr. kr. 58.257,-
Verb nú 52.421,-
Stabgr. kr. 49.800,- , •
BRÆÐURNIR
=)] ORMSSQN HF
Lágmúla 8, Sími 38820
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir,
Hellissandi. Guöni Hallgrímssón, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal
i CD Vestfiröir: RafbúÖ Jónasar Þór.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.
E
j <S)
! I «o
o
-O
E
=)
A&í
Noröurland: Kf. Steingrfmsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga,
Blönduósi. SkagfiröingabúÖ.Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik.
Kf. Þingeyinga, Húsavik. Urö, Raufarhöfn.
Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi.
Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn
Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn.
Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum.
Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. FIT, Hafnarfiröi
%.m Am Am Am Am
4PA