Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1995, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ BLADAAFGREIÐSLA OG ÁSKRiFT ER OPIN;
562•2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
j.-| RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 27001 AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGARDAGS- OG MANUDAGSMDRGNA
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1995.
Deyfð á fast-
eignamarkaði
- beðið eftir ríkisstjóminni
Vegna yfirlýsinga nýrrar ríkis-
stjórnar um aö húsnæðislán verði
lengd og að kaupendur fyrstu íbúðar
fái sérstaka aðstoð er fasteignamark-
aðurinn daufur um þessar mundir,
að sögn Jóns Guðmundssonar, for-
manns Félags fasteignasala. Þar sem
engar tímasetningar séu komnar á
þessar aðgerðir segir Jón að kaup-
endur haldi að sér höndum og bíði
átekta. Jón segir það slæmt að gefa
fyrirheit og tímasetja þau ekki.
„Okkur skilst að ekkert verði gert
fyrr en í haust. Hins vegar er það
mín skoðun að ríkisstjórnin geti vel
nýtt sér heimild í lögum að hækka
lánahlutfallið til þeirra sem eru að
kaupa sína fyrstu íbúð úr 65 í 75 pró-
sent. Það myndi strax létta miklu á
markaðnum. Að fara með hlutfallið
í 75 prósent getur munað 500 þúsund
krónum fyrir ungt fólk sem er að
kaupa Utla íbúð. Það munar um
minna,“ segir Jón.
Sölumiðstöðin til Akureyrar
Gylfi Kristjáns3on. DV, Akureyit
„Það eru ekki nema góðar fréttir
af vinnu okkur vegna flutninganna
til Akureyrar, þetta er allt á þeirrí
áætlun sem sett var upp,“ segir Jón
Ingvarsson, stjórnarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna, um fyrirhugaðan flutning á
hluta starfsemi félagsins til Akur-
eyrar eins og samið var um í vetur
þegar SH fékk áframhaldandi við-
skipti við Útgerðarfélag Akur-
eyringa.
Hluti höfuðstöðva fyrirtækisins
verður fluttur til Akureyrar og er
þar um „þverskurð“ af starfsemi
fyrirtækislns að ræða. Á skrifstof-
um SH á Akureyri verða starfandi
rétt ura 30 manns og sagöi Jón aö
um helmingur þess fóiks kæmi frá
höfuðstöðvunum í Reykjavík.
Þessi starfsemi verður í Lindu-
húshiu svokallaða viö Hvannavelli
og þar verður einnig framleiðsla
Umbúðamiöstöðvarinnar sem er
dótturfyrirtæki SH og flyst nú
norður. I umbúðaframleiðslunni
munu verða um 40 störf að ræða
og sagði Jón i samtali við DV að
þau störf yrðu að langmestu leyti
mönnuð heimamönnum. Þessi
starfsemi öll á að vera komin í gang
síöla sumars.
Þórður Sveinsson, forstöðumað-
ur flutningasviðs Eimskips, segir
að unnið sé samkvæmt áætlun um
aukin umsvif félagsins á Akureyri
sem voru hluti af samningum SII
við Akureyrarbæ. Auka á mjög
tiðni komu skipa félagsins til Akur-
eyrar oghefjabeinan útflutningfrá
Akureyri. Þá hafa Eimskipsmenn
uppi hugmyndir um byggingu fry-
stígeymslu á Akureyri en Þórður
varðist allra frétta af framgangi
þess máls.
Akureyri:
Banaslys
Rúmlega tvítugur Reykvíkingur lét
lífið í vélsleðaslysi fyrir ofan Akur-
eyrarbæ í gærdag. Maðurinn var
einn á ferð á vélsleða og ók á girðing-
arvír með þeim afleiðingum að hann
beiðbana. -pp
DV kemur næst út eldsnemma að
morgni þriðjudagsins 2. maí.
Smáauglýsingadeild DV er opin í
dag til kl. 14, lokað verður á morgun,
sunnudaginn 30. apríl.
Opið verður mánudaginn 1. mai frá
kl. 16-22.
Síminn er 5632700.
& Áv;
bnother
tölvu
límmiða
prentari
1.7 1
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443
- K
i«
V\\ .
#.
LOKI
Segið svo að fólk treysti ekki
á loforð stjórnmálamanna
í kosningum!
Þrjú kanadisk herskip komu til Reykjavíkur í gærmorgun á leið sinni til annarra Evrópulanda i tilefni þess að hálf
öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Almenningi gefst kostur á að skoða skipin í Sundahöfn milli klukkan
13 og 17 í dag. Sjóliðar voru i gær önnum kafnir við að gera hreint um borð. DV-mynd JU
Mannabeinin
send utan til
rannsóknar
ID-nefnd, sem ætlað er að bera
kennsl á líkamsleifar, hefur ákveðið
að senda mannabeinin sem fundust
í fjörunni í Straumsvík fyrr í vikunni
utan til aldursgreiningar. Beinin
munu verða send á næstu vikum
utan og er líklegast að þau verði
rannsökuð í Svíþjóð eða Bandaríkj-
unum. Talið er að það taki nokkrar
vikur að fá niðurstöðu í aldursgrein-
ingarrannsókn af því tagi sem líklega
þarf að framkvæma. -pp
íslenska útvarpsfélagið:
Meirihlutinn
keypti
Meirihlutinn í íslenska útvarpsfé-
laginu, sem rekur Stöð 2 og Bylgj-
una, hefur keypt nær öll hlutabréf
minnihlutans í félaginu. Frá þessu
var gengið í gær fyrir milligöngu
Oppenheimer fjármögnunarfyrir-
tækisins í New York.
Veörið á sunnudag og mánudag:
Mánudagur
<---
Sunnudagur
Hlýjast sunnanlands
A sunnudag verður austanstrekkingur og rigning við suðurströndina en annars austangola eða kaldi og skýjað með köflum. Hiti verður 3-8 stig,
hlýjast um landið sunnanvert. Á mánudag verður nokkuö hvöss austanátt og rigning sunnan til á landinu en hægari og skýjað norðan til. Hiti verður
5-10 stig.