Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 7 Fréttir Opni framhaldsskólinn í Reykholti: Súðvíkingar bjóða hús í Reykjanesi - hreppsnefiidin kveikti á perunni, segir Oddur Albertsson „Ég get stáðfest það að Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, hef- ur hringt og tjáð mér að hrepps- nefndin hafi kveikt á perunni þegar hún sá stöðu mála hér í Reykholti. Ég er mér þess meðvitandi að það ríkir víöa skilningur á nauðsyn þess að hafa þann vettvang í skólastarfinu sem viö höfum skapað hér í Reyk- holti,“ segir Oddur Albertsson, skólastjóri í Reykholti. Hreppsnefnd Súðavíkur ákvaö á fundi um síðustu helgi að ræða þá hugmynd við Odd og menntamála- ráðuneytið að starfsemi opna fram- haldsskólans í Reykholti verði flutt í Reykjanes í Súðavíkurhreppi. Þar er skólahúsnæði til hliðar við grunn- skólann sem nú stendur autt. Sveit- arstjóranum, Jóni Gauta Jónssyni, var falið að kanna málið og sam- kvæmt heimildum DV hafa einstaka þingmenn kjördæmisins og ráðherra tekið hugmyndinni vel. Að sögn Odds er það ekki á hans valdi að taka boði Súðvíkinga þvi málið er alfarið í höndum Björns Bjamasonar menntamálaráðherra. Aðspurður segir hann þó mikla eftir- sjá að Reykholti enda hafi hann lagt á sig mikla vinnu við að byggja upp skólastarfið þar. Aö því leyti sé Reykjanesið lakari kostur en Reyk- holt. „Fyrir mér er hins vegar aðaiatrið- ið að vera trúr þessum hópi nem- enda, foreldra og kennara sem að- hyllist þann mjúka stíl í skólastarfi sem við höfum viðhaft hér í Reyk- holti," segir Oddur. -kaa íslensk flölskylda í Svíþjóö kemst ekki heim vegna flárskorts: Nú er rétti tíminn til áS sinna viðkvæmri grasflötinni meS áburði og gróðurkalki, og huga að útsæði fyrir uppskeru haustsins. Þess vegna bjóðum við þessar vörur, ásamt öllum garðverkfærum á afar góéum kjörum út vikuna. Og gleymið ekki ráögjöf sérfræöinga. Gras- og trjááburöur 5 kg 295 kr., 10 kg 545 kr. Gróðurkalk 10 kg 390 kr., 25 kg 750 kr. Grænmetisáburöur 5 kg 295 kr., 10 kg 545 kr. Allar tegundir útsæóis 5 kg 475 kr. Y GRÓÐURVÖRUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRK'JUMANNA \fJm/ Smiðjuvegi 5 • 200 Kópavogi • Sími: 554 3211 • Fax: 554 2100 getum hvorki farið né verið - segir Kristján Christjansson sem er atvinnulaus en hans bíður atvinna á íslandi 75.-27. mai Börnin fjögur. Litli drengurinn, Christofer er haldinn erfiðum sjúkdómi og þarfnast stöðugrar gæslu. Hér er hann ásamt eldri systkinum sínum. 20% Opið laugardag kl.10-18 og sunnudag kl.13-16 afsláttur á öllum garðverkfærum. Garðyrkjufélagið kynnir nýútkomna bók sína, „Garöurinn, hugmyndir aö skipulagi og efnisvali" laugardag kl. 13-17. „Yfirvöld hér buðu okkur þann möguleika að greiða farið fyrir mig heim og að ég ynni í þijá mánuði og fjölskyldan kæmi á eftir. Fari ég til Islands hefur hún engan til að treysta á, það gengur ekki hér í Svíþjóð að þanka upp á hjá nágrönnunum til að biðja um hjálp þegar eitthvað bját- ar á. Þeir hringja þá þara á lögregl- una eins og maður sé að gera innrás. Þaö er ekkert um það að ræða að stofna til kunningsskapar við ná- grannana. Hér getur maöur gengið upp og niður sama stigaganginn allt sitt líf og aldrei haft önnur samskipti við nágrannana en aö heilsa þeim á ganginum," segir Kristján Christj- ansson sem býr ásamt konu sinni og fjórum börnum í Jönköping í Sví- þjóð. Kristján er sænskur ríkisborgari en kona hans, Margrét L. Christjans- son er með íslenskan ríkisborgara- rétt. Þau hafa búið saman í þrjú ár eða síðan hún flutti út til hans. Kristján hefrn- aftur á móti búiö í Svíþjóð í 13 ár og var áður kvæntur sænskri konu. Hjá þeim búa þrjú börn hennar af fyrra hjónabandi og eitt barn sem þau eiga saman. Það er drengur sem haldinn er erfiöum sjúkdómi og þarfnast þess vegna stöðugrar aðgæslu. „Konan mín bað um styrk frá Fé- lagsmálastofnun til að komast heim með börnin og fékk neitun. Hún get- ur ekki verið ein eftir úti með börnin vegna þess að yngsta bamið okkar, eins árs drengur, er með öndunar- sjúkdóm. Við þurfum alltaf að vera í viðbragsstöðu til að fara með hann styrk frá félagsmálayfirvöldum synlegum útgjöldum til að komast leiki að aura saman í eitt eða neitt,“ hérnaenþaðdugiraðeinsfyrirnauð- af frá degi tii dags. Það er ekki mögu- segir Kristján. -rt Kristján Christjansson er atvinnu- laus í Svíþjóð en hans btflur atvinna heima á íslandi. Hann og kona hans Margrét og (jögur börn fá ekki þá aðstoð sem þau þurfa til að komast heim ásamt fjórum börnum sinum. á sjúkrahús þegar hann byrjar að blána upp,“ segir hann. Kristján segir að þau séu nú í þeirri stöðu að geta hvorki farið né verið. Þau em bæði atvinnulaus og ekkert annað fram undan í þeim efnum ytra. Kristjáni, sem hefur starfað sem bíl- stjóri, hefur boðist atvinna og hús- næði heima á íslandi en hefur ekki getað tekið því boði þar sem þau komast ekki heim. „Vandamálið er að við eigum enga peninga fyrir farinu heim. Við emm því í sjálfheldu héma. Ég fæ að vísu- atvinnuleysisbætur og við fáum Erum í sjálf heldu hérna og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.