Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 43 Lalli og Lína Ég var að vona að þú mundir bara skreppa saman í þær, Lalli! pv Fjölmiðlar Brota- menn Sjónvarpsdagskrá beggja stöðv- anna var með ágætum í gær- kvöldi. Miðvikudagskvöld hafa reyndar oft verið hin bestu en nú hafa íslensku þættimir dottið út vegna sumarkomu. Ég haföi lúmskt gaman af þættinum Fisk- ur án reiðhjóls meðan hann var. Þess vegna þætti mér eðlilegt að hann yröi tekinn I dagskrána aft- ur í haust. í gærkvöld var það hins vegar meiri handbolti. Við töpuðum aft- ur og duttum úr keppninni. Leið- inlegt, en við því er ekkert aö gora. Ég vorkenndi Þorbergi Aö- alsteinssyni þar sem hann kom fram í elleMréttum. Það var nán- ast eins og hann og félagar hans væru orðnir brotamenn. Þessír strákar hafa áreiðanlega gert sitt besta og ekkert við þá að sakast, Þeir gera bara betur næst. Krístófer Svavarsson frétta- maður bauð upp á fróðlegan þátt um Belfast á N-Irlandi og ég haföi gatnan af honum. Ekki síst þar sem ég var sjálf þar um páskana og varð vitni að áhuga Kristófers á málefnum N-írlands. Friðþjófur Helgason kvikmyndatökumaður er einn af okkar bestu og Sjón- varpið má hrósa happi að hafa hann í sínum röðum. Ég reyndi síöan að halda mér vakandi yfir bíómynd á Stöð 2, Leyndarmál, en í miðri viku er það oft erfitt og því var slökkt á sjónvarpinu áður en þeirri mynd lauk. Elin Albertsdóttir Andlát Jón Jónsson, Túngötu 15, ísafirði, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 13. maí sl. Guðrún Guðlaugsdóttir, Hólmgarði 66, lést á Elliheimilinu Grund mánu- daginn 15. maí. Jarðarfarir Þórunn Gústafsdóttir, Foldahrauni 37, Vestmannaeyjum, lést þriðjudag- inn 2. maí. Jarðarförin hefur farið fram. Björn Þ. Jóhannesson, fyrrverandi lektor, Heiðarási 24, Reykjavík, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. maí kl. 10.30. Útför Elísabetar Þorsteinsdóttur, Kumbaravogi, áður til heimilis á Lækjarvegi 2, Þórshöfn, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudag- inn 18. maí kl. 13.30. Sigríður Þorleifsdóttir, Víkurbraut 36, Grindavík, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, að morgni 15. maí, verð- ur jarðsungin frá Grindavíkurkirkju fóstudaginn 19. maí kl. 14. Jarðsett verður frá Útskálakirkju. Björg Bergþóra Bergþórsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafn- arfirði, 14. maí. Útförin fer fram 22. maí kl. 15 frá Fossvogskirkju. Auróra Alda Jóhannsdóttir, Eyja- hrauni 9, Vestmannaeyjum, sem lést 11. maí, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 20. maí kl. 14. Sigríður Kjartansdóttir, Selvogs- grunni 11, sem andaðist mánudagipn 8. maí, verður jarðsungin frá Foss- vogskapellu á morgun, fostudaginn 19. maí kl. 13.30. Einár Þórður Guðjohnsen, sem lést á heimili sínu 11. maí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fóstu- daginn 19. maí kl. 13.30. Haraldur Sigurjónsson, fyrrverandi kaupmaður, Hverfisgötu 45, Hafnar- firði, sem lést þann 14. maí sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfj arðarkirkj u föstudaginn 19. maí kl. 15. Elínborg Tómasdóttir frá Seljalandi, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu, Reykjavik, 9. maí sl., verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í dag, 18. maí kl. 15. Jóhannes Haraldur Jónsson vél- stjóri, Háaleitisbraut 42, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavxk: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkviliö 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. Isafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 12. maí til 18. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapó- teki, Sogavegi 108, sími 568-0990. Auk þess verður varsla í Reykjavíkurapó- teki, Austurstræti 16, sími 551-1760 kl. 18 til 22 virka daga. Uppl. um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 8.30-19, laugardaga kl. 10-14. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarijarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 ogtil skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnési: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfiafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Vísirfyrir50áruin Fimmtud. 18. maí Um 330 manns vinnaaðgatnagerðí bænum. Stærsta verkefni sem nú stendur yfir er malbikun Þingholtsstrætis. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51328. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445.. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: AUa virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Blóðbankinn. Móttaka blóðgjafa er op- in mán.-miðv. kl. 8-15, fimmtud. 8-19 og fóstud. 8-12. Sími 602020. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið laugard og sunnud. kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Tekið á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaöir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 10-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugard. og sunnud. kl. 13.30-16. Högg- myndagaröurinn er opinn alla daga. Spakmæli Góð kona hvetur manninntildáða,gáf- uð kona vekur athygli hans, fögur kona töfr- arhann og skilnings- rík kona fær hann. Ók. höf. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið laugard.-sunnud. kl. 14-17. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - Iaugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn tslands er opið helgar kl. 13-15 og eftir samkomulagi fyrir hópa. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiöjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Lokað vegna viðgerðar. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnarnesi: Opið samkvæt samkornu- lagi. Upplýsingar í síma 611016. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 96-12562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Seltjarnames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Suðurnes, sími 13536. Hafn- arfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjarnames, sími 615766, Suðurnes, sími 13536. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 27311. Seltjarnarnes, sími 621180. Kópavogur, sími 985 - 28215. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sínú 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyj- Adamson ar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Simabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir föstudaginn 19. maí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú hugleiðir hvort metnaður þinn gangi of langt og sé of dýru verði keyptur. Þú ert nauðbeygður tU að taka á málunum. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú mætir óvænt talsverðri mótspyrnu. Reyndu að laga þig að þörfum annarra og auka samskipti milli manna. Hrúturinn (21. mars-19. april): Láttu allt sem áhættusamt er eiga sig. Haltu þig að því sem þú þekkir og hefur reynslu af. Reyndu að vera stundvís. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú verður að kynna þér málin áður en þú samþykkir. Leggðu áherslu á að koma sjónarmiðum þínum á framfæri skýrt og greini- lega. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Skipulagið gengur ekki upp svo þú þarft að grípa til nýrra úr- ræða. Þú hefur greinilega ekki fengið þær upplýsingar sem nauð- synlegar voru. Aflaðu þeirra. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Þér býðst nýtt og spennandi verkefni. Þú skalt taka því en kanna þó vel um hvað málið snýst. Menn treysta þér og gera miklar kröfur til þín. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þrátt tyrir annasaman dag verður árangurinn fremur litill. Slak- aðu vel á kvöld og gættu þess að fá nægan nætursvefn. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Farðu að öllu með gát og einkum I fjármálum. Nú má enga áhættu taka. Ástarmálin koma nokkuð við sögu. Nauðsynlegt er að ræða málin. Vogin (23. sept.-23. okt.): Ferðalag kemur til umræðu. Það þarf að huga vel að þvi og vanda allan undirbúning. Settu þér markmið til lengri tíma og reyndu að vinna eftir þeirri áætlun. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þér gengur vel í viðskiptum og ættir að geta hagnast nokkuð. Þín bíður erfitt starf. Taktu á því af alefli. Happatölur eru 11,15 og 22. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Málefni fjölskyldunnar eru brýnust og þarfnast umfjöllunar og úrlausnar. Þú getur lítið slakað á á næstunni enda bíða þin fjöl- mörg verkefni. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Hafðu ákveðin mál ekki í hámæli enda eru aörir viðkvæmir fyrir umræðu. Þú tekur að þér krefjandi verkefni sem mikilvægt er að þú leysir vel af hendi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.