Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 13 Mikils vænst af Margréti „Það er mikið happ fyrir flokkinn að Margrét Frímannsdóttir skuli vilja gefa kost á sér til þessa erfiða starfs," segir Leifur m.a. í greininni. - Margrét Frimannsdóttir alþm. Það er blásið til formannskosn- inga í Alþýðubandalaginu. Þannig eru reglumar og ekki um annað að ræða en búa sig til leiks. Reglum verður ekki breytt nema á lands- fundi í haust og fyrir þann tíma skal allsheijarkosning um for- mann og varaformann eiga sér stað. Þar sem sjálfkjörið var síðast þá er þetta í fyrsta sinn sem stjórn- málaflokkur velur sér æðstu for- ystu í almennri kosningu meðal félaga. Hér er því á ferðinni tilraun sem ætti að geta hleypt krafti í Alþýðu- bandalagið ef rétt er á haldið. Um- boð nýrrar forystu kemur þá ekki frá flokksklíkum heldur beint frá flokksmönnum sjálfum. Forystukona sem formaður Allsherjarkosning formanns og varaformanns er tækifæri fyrir AI- KjáUaiinn Leifur Guðjónsson starfsmaður Dagsbrúnar og formaður Framsýnar „Alþýðubandalagiö þarf á að halda óumdeildum forystumanni sem getur laðað fram jákvætt samstarffjöl- margra aðila sem þurfa að vinna sam- an til þess að styrkja málstað jafnaðar- manna og launafólks almennt.“ þýðubandalagið til þess að líta yfir farinn veg og huga að framtíðarleið- um. Það er alveg ljóst að jafnaðar- menn og verkalýðssinnar verða á næstu misserum að ná betri tökum á pólitískum verkefnum sínum heldur en verið hefur það sem af er þessum áratug. Þeir þurfa líka að átta sig á því að verkefnin og viðfangsefnin breytast og þess vegna þurfa stefna og starfshættir að vera í sífelldri endurskoðun. Alþýðubandalagið á nú kost á því að velja forystukonu sem formann. Það^er mikið happ fyrir flokkinn að Margrét Frímannsdóttir skuli vilja gefa kost á sér til þessa erfiða starfs. Ég er sannfærður um að hún mun færa flokkinn nær því fólki sem ég tel að hann eigi fyrst og fremst að herjast fyrir, það er lág- launafólki og þeim sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu og þurfa á aðstoð að halda í réttindabaráttu sinni. Henni mun takst betur að verða málsvari þessa fólks en fyrri formönnum vegna þess að hún tal- ar mál sem það skilur. í betri takti í stefnuskrá Alþýðubandalagsins er tekið fram að það styðji baráttu launafólks og samtaka þess fyrir bættum lífskjörum, launajöfnun, styttri vinnudegi, bættu vinnuum- hverfi og auknum áhrifum í at- vmnulíflnu. Það hefur verið áber- andi að Alþýðubandalagið og sam- tök launafólks hafa oft verið í ótakti á liðnum árum. Ég hef trú á því að Margrét Frímannsdóttir geti fund- ið þarna takt sem gæti orðið í góðu lagi. Alþýðubandalagið þarf á að halda óumdeildum forystumanni sem getur laðað fram jákvætt samstarf fjölmargra aðila sem þurfa að vinna saman til þess að styrkja málstað jafnaðarmanna og launa- fólks almennt. Jafnrétti á öllum sviðum „Alþýðubandalagið berst fyrir jafnrétti kynjanna á öllum svið- um,“ segir einnig í stefnuskrá flokksins. Það er kominn tími til þess að flokkurinn fylgi þessum stefnumiðum eftir sjálfur í fullri alvöru og sýni staðfestu sína í þeim efnum í formannskjöri. Og hafi einhverjir haft efasemdir um að það væri töggur í Margréti þá hurfu þær eins og dögg fyrir sólu þegar hún gerði hinn kunna málskrafsmann Hannes Hólmstein Gissurarson kjaftstopp í síðasta þætti Hannesar og Marðar á Stöð 2. Leifur Guðjónsson Hóprefsingar og réttarríkið Islendingar státa sig af því að vera friðsöm þjóð sem byggir land með lögum. Við búum í réttarríki. En hver eru einkenni réttarríkis? Til dæmis að enginn verði dæmdur fyrir verk annarra, að enginn sé talinn sekur nema sekt hans verði sönnuð fyrir dómstólum og að dómarar, sem úrskurða refsingu, séu óvilhallir. Samrýmist ekki réttarvitund íslendinga Eins og margir vita tekur ísland virkan þátt í refsiaðgerðum gegn írösku þjóðinni, þ.e. í viðskipta- banni að frumkvæði Öryggisráðs SÞ. Formlega ábyrgð á þátttöku íslands ber Jón Baldvin Hannibals- son sem undirritaði þátttöku ís- lands í þessu banni. Afleiðingar þessa banns eru m.a. þær að um hálf milljón íraskra bama hefur þegar látist vegna skorts á matvæl- um og lyfjum og annarra afleiðinga viðskiptabannsins. Okkur er sagt að refsiaðgerðunum sé aöallega beint gegn Saddam Hus- sein. En í raun er þeim beint gegn alþýðunni í írak. Slík hóprefsing brýtur í bága við grundvallarreglur stéttarríkis. Enginn hefur formlega sakað almenning í írak um að bera ábyrgð á stefnu einræðisstjómarinn- KjáUariiin Elías Davíðsson tónlistarmaður ar í Bagdad. Fólkinu er refsað án dóms og laga. íbúar í írak em í senn gíslar eigin stjómvalda og fóm- arlömb annarra ríkisstjóma. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er enginn dómstóll og allra síst óvilhallur málsaðili. Forræðisaðil- ar ráösins em kaldrifjaðir hags- munaaðilar með flekkaðar hendur: Bandaríkin, Rússland, Kína, Bret- land og Frakkland hafa margsinnis brotið alþjóöalög og sáttmála Sam- einuðu þjóðanna með árásum á önnur ríld, stríðsglæpi, hernám og ógnun. Sumir segja að fólkið í írak beri ábyrgð á eigin harmleik. Vilji það losna við refsiaðgerðirnar ætti það einfaldlega að losa sig við Sadd- am Hussein. Eðli hóprefsinga Hvers vegna hefur t.d. engin rík- isstjórn treyst sér til að gera þessa kenningu að sinni? Svarið er ein- falt: Að beita valdi gegn óbreyttum borgumm til að ná pólitísku markmiði er skilgreint sem hryðju- verk. Og engin ríkisstjóm vill vera sökuð um hryðjuverk. í öðm lagi eru hóprefsingar tví- eggja vopn: Ættingjar þeirra sem missa lífið í írak af völdum refsiað- gerðanna gætu með réttu sakað okkur um óbeina aðild að mann- drápum vegna stuðnings okkar við aðgerðimar. í þriðja lagi er auðvelt og áhættu- lítið fyrir fólk í lýðfijálsum ríkjum að gera kröfur til almennings í ír- ak. En gera menn sér fulla grein fyrir hverju fólk í írak hættir með því að mótmæla stefnu stjórn- valda? Aðeins þeir sem eru tilbúnir að þola pyntingar og fórna lífi sínu í baráttunni gegn einræðisstjóm- inni í Bagdad hafa siðferðislegan rétt til að krefjast af öðrum að gera hið sama. Ég hef ennþá ekki hitt þann mann sem væri tilbúinn að fara til írak og segja við foreldra sem misst hafa böm vegna refsiaðgerðanna að þessar aðferðir séu réttlátar. Elías Davíðsson „Aöeins þeir sem eru tilbúnir að þola pyntingar og fórna lífi sínu í baráttunni gegn einræðisstjórninni í Bagdad hafa siðferðilegan rétt til að krefjast af öðr- um að gera hið sama.“ mótasíma? Pált Þorsteinsson, fram- kvœmdastjófi Miðlunar, símaþjónustu. undan- tekning „Á íslandi eru 180 þús- und símar og þeir tengjast afar full- komnu síma- kerfi Pósts og síma. Nú er kerfið ekki aöeins notað til að flytja tal á railli tveggja staða. Umfangsmiklir gagna- flutningar og margs konar upp- lýsingamiðlun verður sífellt rík- ari þáttur á símakerfinu. Hér hefur í raun opnast eitt fullkomnasta dreifikerfi fyrir þjónustu sem til er. Bandaríkja- menn hófu að nýta þessa mögu- leika fyrir 15 árum eða svo til að miðla upplýsingum og skemmti- efni til símnotenda sem þeir siöan greiða fyrir með símreikningnum sínum. í hverri viku nota þús- undir símnotenda simatorgsþjón- ustu, sem Miðlun og aörir veita, sér til gagns og skemmtunar. Nú má nálgast upplýsingar um íþróttaúrslit og bíósýningar, heyra stjömuspá, taka þátt í leikjum, spjalla saman og fara á símastefnumót. Starfsemi þessi hefur gengið vel ef frá eru talin undantekningar- tilfelli þar sem ógæfufólk hefur beitt símanum og þjónustunni sem verkfæri til að klekkja á ná- unganum, Þetta fólk finnur sífellt nýjar leiðir og ef ekki væru síma- þjónustur beitti það öðrum að- ferðum.“ haftað „Eg er á móti þessum „línum“ eins og þær eru reknar i dag. Stefhumóta- linan, eins og Póstur og sími gefur ................... mrifTiilpikfl á BJSm aufijdnwon, moguieuid a tomaður Krfstilagrar aö emstakl' Stjómmálahreyfingar. ingar reki sem gróðafyrirtæki, eru frekar óviðfelldin f'yrirbæri. Þar er höfð- aö til frumhvata mannsins til aö hafa fólk að féþúfu. Einnig verður saklaust fólk fyrir barðinu á þessu. Þetta er notað til að hrekkja náungann. Kynning á milii einstaklinga er ekki eðliieg með þessum hættí og ég tel að eðlileg sambönd náist ekki svona. Hér er sem sagt verið að nota hvatir 1 gróðaskyni og með þeirri tækni sem síminn hefur upp á að bjóða. Tæknin er mikii og gerir lífið þægilegra á raörgum sviöum, Til dæmis er hægt aö fá upplýsingar um margvíslega hiuti í þjóöfélag- inuí gegnum símalínu. Það er af hinu góða. í því lýðræðisþjóðfé- lagi sem við viljum sjá í framtíð- inni verður hægt að greiða at- kvæði í gegnum símalinur, gera skoðanakannanir og fá fram vilja þjóðarinnar á sem flestum svið- um. Eins verður hægt að tengja upplýsingabanka við símann til að fræða þjóðina þegar hún sjálf vill. Kynning millum fólks þarf hins vegai* aö fara fram með öðr- um hætti.“ -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.