Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 15 Sagan og stefnuræðan I stefnuræðu sinni þann 18. mai lagði forsætisráðherra, Davíð Oddsson, út af ferð sinni til Moskvu í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar og minnti á fórnir íslendinga í þessum mesta hildarleik verald- arsögunnar. Minning íslenskra sjómanna Þetta var vonandi góður fyrirboði þess að á stefnuskrá nýrrar ríkis- stjómar verði að efla sögulega vitund íslendinga, innsýn ungs fólks í fortíð- ina og þá lærdóma sem draga má af henni. Á þessu ári er umfjöllun um síðari heimsstyijöldina einmitt eink- ar brýn, sú staðreynd hvemig smá- ríkið ísland dróst nauðugt viljugt inn í átök stórþjóða og hvemig þau átök bitnuðu á hinum almenna, íslenska borgara. Einkum verður að minnast ís- lenskra sjómanna, sem lögðu sig í ómælda hættu við að sigla með fisk til Bretlands, líkt og forsætisráð- herra minnti á í ræðu sinni. Þeir vom ófáir íslensku sjómennirnir sem féllu fyrir tundurduflum, kaf- bátum og árásarflugvélum Þjóð- verja, sumir voru jafnvel skotnir til bana í björgunarbátum - og ekki þarf aö lýsa angist ættingja þeirra í landi sem fylgdust með framvindu mála í gegnum útvarp. Margir eldri íslendingar minnast þess þegar Largó eftir Handel hljómaði sem fyrirboði slæmra tíð- inda. Líkt og forsætisráðherra benti á þá færðu íslendingar líklega meiri mannfómir í þessum hildar- leik en ýmsar stórþjóðanna, jafnvel Bandaríkjamenn. Ungtfólk og stríðið Nasistar höfðu sérstakan áhuga á íslandi og sendu hingað illræmd- an sérfræöing á sviði líffærafræði til þess meðal annars að rannsaka þjóðina. Sú staðreynd hve þessi áhugi var mikill minnir okkur á hve brýnt er að gera ungum íslend- ingum ljósa nálægð tímans við mestu glæpi sem framdir hafa ver- ið í veraldarsögunni, útrýmingu manna í þágu djöfullegra hug- mynda. Þaö vekur athygli að ekki er neinn verðugur minnisvarði í KjaUariiin Einar Heimisson sagnfræðingur og kvikmynda- höfundur Reykjavík um hina fóllnu sjómenn íslendinga, ekkert sem minnir á angist þeirra, áhættuna, baráttuna fyrir því að halda þjóðarbúi íslend- inga gangandi. Sú staðreynd að for- sætisráðherra minntist þessara manna sérstaklega í stefnuræðu sinni gefur góð fyrirheit um að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að efla tilfinningu ungra íslendinga fyrir síðari heimsstyrjöldinni og minn- ingu fallinna sjómanna og víst er að þar njóta menn fágæts braut- ryðjendaframtaks dr. Þórs White- head, prófessors við Háskóla ís- lands, við rannsóknir og ritun sögu síðari heimsstyrjaldar. Efling sögulegrar vitundar Ég hef oft lýst því yfir áður að mér finnist söguleg vitund íslend- inga um nasismann og kommúnis- mann, alræöis- og öfgastefnur 20. aldar, og það hvernig íslendingar soguðust inn í hildarleik þeirra vera of lítil. Á þessu sviði verður að efla gerð fræðslu- og upplýsinga- efnis í þeim miðlum sem mest áhrif hafa svo að ungir íslendingar viti hvar þeir standa í sögu þessarar aldar og viti hvað aldrei má gerast aftur. En virðingin við minningu ís- lenskra hwmndagshetja, djarfhuga sjómanna, sem fómuðu lífi sínu í stríðinu, hlýtur að vera nánasta og brýnasta markmiðið. Einar Heimisson „Þeir voru ófáir íslensku sjómennirnir sem féllu fyrir tundurduflum, kafbátum og árásarflugvélum Þjóð- verja,“ segir m.a. I grein Einars. - Orrustunnar um Atlantshafið minnst um borð í Varðskipinu Tý. „Það vekur athygli að ekki er neinn verðugur minnisvarði 1 Reykjavík um hina föllnu sjómenn íslendinga, ekkert sem minnir á angist þeirra, áhættuna, þaráttuna fyrir því að halda þjóðarbúi Islendinga gangandi.“ Flögrandi Hrafn Mér var bent á það nýlega að í bók Hrafns Gunnlaugssonar, „Krummi", væri rógur og níð um íslenska sendiherrann sem starfaði í Bonn 1984 en ég var þar sendi- herra 1983-86. Þess vegna blaðaði ég í „Krumma" og fann þar ó- smekklegan og rangan sleggjudóm. Málsatvik eru aö sænskum fram- leiðendum kvikmyndarinnar „Hrafninn flýgur" var boðið að sýna myndina á kvikmyndahátíð Berlínar. Svíamir buðu höfundi að vera viðstaddur „og borguðu undir mig til Berlínar", eins og Hrafn segir (bls. 183). Knútur Hallsson, starfsmaður menntamálaráðuneytisins, sótti opnunarhátíðina. Hann fór frá Berlín um Bonn nokkrum dögum fyrir aðalsýningu á „Hrafninum". Sagði hann mér að Hrafn sækti fast að opinberir íslenskir aðilar héldu síðdegismóttöku fyrir sig og gesti í Berlín aðalsýningardaginn. Til þess hefði menntamálaráðu- neytið enga fjárveitingu. Gæti ver- ið að utanríkisráðuneytið hefði fjárveitingu til slíkra nota? Athug- un leiddi í ljós að svo var ekki. En fleiri Ijón voru í veginum Fyrst: aðeins 4 virkir dagar voru frá komu Knúts þar til myndin yrði sýnd í Berlín. Á þeim tíma KjaUaiinn Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra hefði þurft að koma boðshsta Hrafns til Bonn, skrifa þar út boðs- kort sendiherra og koma þeim til gesta í Berlín. Þetta var tæknilegur ómöguleiki. Þegar ég benti Hrafni á þetta í símtali sagði hann að ég gæti bara sent boðskortin óútfyllt í bunka til skrifstofu sænsku kvikmynda- stofnunarinnar í Berlín. Hún mundi sjá um að fylla þau út og senda gestum! Hvergi í víðri veröld mundi sendiherra, sómakær og starfi sínu vaxinn, standa að slíku rugh. Staða Berlínar í öðru lagi var Berlín um þessar mundir ekki innan umdæmis sendiráðsins í Bonn. Borgin var á hemámssvæði fjórveldanna með takmarkaöa sjálfsstjórn Senatsins. Geir Hallgrímsson. Eg sagði hon- um fijálst að klaga. Hafði ég reynd- ar þegar haft samband við utanrík- isráðuneytið um máUð og fengið þau fyrirmæU að aðstæður leyfðu ekki að ambassadorinn efndi til gestamóttöku í Berlín samkvæmt fyrirvaralausri beiðni Hrafns. Hrafn segir því ranglega í bók — „Þegar ég benti Hrafni á þetta 1 símtali sagöi hann aö ég gæti bara sent boðs- kortin óútfyllt í bunka til skrifstofu sænsku kvikmyndastofnunarinnar í Berlín. Hún myndi sjá um að fylla þau út og senda gestum!“ Þar voru engir erlendir sendiherr- ar trúnaðarbundnir. Þátttakan í kvikmyndahátíðinni var á vegum einkaaðUa, ekki ríkisins. Af hvora tveggja leiddi að hvorki sænski sendiherrann né aðrir norrænir sendiherrar í Bonn fóru til Berlínar af þessu tilefni. í símtaU benti ég Hrafni á þessi atriði. Hann virtist ekki skUja mál- ið en hótaði að klaga mig fyrir ut- anríkisráðherra sem um þessar mundir var drengskaparmaðurinn sinni að ég hafi „átt að standa fyrir ofurUtlu boði og blaðamannafundi og klúðrað því með eindæma aula- skap“ (bls. 183). Þetta er aðeins hugarburður Hrafns, endurtekn- ing á rógi hans í blöðum eftir heim- komuna sem ég lét þá ósvarað. Hrafn talar í bókinni um stress og slæmt andlegt heUsufar sitt á umræddu tímabiU (bls.182-83). Það hefur reynst þrálátt. Ég óska hon- um góðs bata. Hannes Jónsson Ekkimeðöllu „Talsverð gagnrýni hef- ur komið fram á ís- lenska lands- Uðið í hand- knattlcik og árangur þess í nýUðinni heimsmeist- , 4 ' veranai lanusnOsniBO' arakeppm. Eg tir. telaðsúgagn- rýni sé ekki með öUu sanngjöm. Nauðsynlegt er við mat á gengi liðsins að greina á milU vona og veruleika. Auðvitað eiga menn að vona það besta en jafh nauö- synlegt er að vera viðbúnir því að ekki gangi aUt að ýtrastu ósk- um. Sóknarleikur liðsins var gagnrýndur talsvert en menn verða að Uta til þess að við íslend- ingar eigum ekki um þessar mundir stórskyttur sambærileg- ar þeim bestu sem við sáum í öðram Uðum keppninnar. Við þetta varð sóknarleikur okkar að búa. Fremur má gagnrýna að homin hafi verið Utíð nýtt en amast yfir því að Utið hafi komið út úr skyttum okkar. Ég tel að menn geti verið sammála um að sigrar og töp liðsins hafi verið eins og búast mátti við fyrirfram ef undan er skiliö tap Uðsins gegn S-Kóreu. Þar var að mínu mati ekki ósanngjarnt aö búast við sigri. Önnur úrsUt voru ekki óeðlileg þegar aUar hUðar móls- ins era skoðaðar þótt sjáUsagt itafi verið aö vonast eftir hag- stæðari niöurstööu." Þunglamalegt og einhæft „Auðvitað er maður ósáttur við árangur ís- lenska liðs- ins. Þaö er hins vegar erfitt fyrir okkur sem stóðum fyrir utan þetta aö finna ein- hveija emhUta skýringu á því hvers vegna svo iUa gekk. Þaö verður aö segjast eins og er að viö erum töluvert á eftir þeim Möum sem fóra lengst í keppninni. Ef við tökum bestu Uðin og berum þau saman viö okkar Uð, þá kemur í Ijós að viö eram að spila mjög þunglamaleg- an og einhæían handbolta. Allar aðgerðir Uðsins í sóknarleiknum virtust mjög fyrirsjáanlegar og svo var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn og markvarslan var það sem viö vorum aö brenna okkur mest á. Sóknin hefur staðið i stað í 2-3 ár rneð mjög litium breytingum. Ég hefði viljað sjá eitthvað nýtt í sóknarleiknura á HM þannig að við næðum að koma kannski að einhveiju leyti á óvart. Maöur hefði ekki boðiö í þetta ef Geir hefði ekki átt stór- leik eftir stórleik. Liðið viftist skyttulaust og þaö segir fljótt til sín í svona keppni. ÖU hin Uðin eru með skyttur sem skotið geta af löngu færi. í sókninni vora Jeikmenn hhma liöanna að skipta ört um stöður á meöan okkar menn stóðu aUtaf á sömu íjöl- inni. í lokin snerist þetta bara um að troöa boltanum inn á Ununa og þaö er mjög auövelt að veijast þegar út í slíka örvæntingu er komið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.