Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1995, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1995 Knattspyrna: Markamet Eyjamanna á heimavelli Eyjamenn settu í gærkvöldi markamet í 1. deild á heimavelli þegar þeir gjörsigruöu Vals- menn, 8-1, í fyrstu umferð deild- arinnar. Stærsti heimasigur þeirra fram að því var 6-0 gegn Breiðabliki árið 1971. Eyjamenn hafa ennfremur að: eins einu sinni áður unnið 1. deildarleik með sjö marka mun. Það var þegar þeir skelltu Vík- ingum, 9-2, á útivelli sumarið 1993. Tryggvi Guðmundsson hefur komið mikið við sögu í metsigr- um Eyjamanna. Hann skoraði þrennu í 9-2 sigrinum á Víking- um, og í gærkvöldi skoraði hann fjögur mörk gegn Val. Ragnar með 200. leikinn Ragnar Margeirsson frá Kefla- vík náði i gærkvöldi þeim sjald- gæfa áfanga að spila sinn 200. leik í 1. deildinni þegar lið hans sótti Grindvíkinga heim. Hann varð þar með aðeins 13. leikmaðurinn frá upphafi til að ná 200 leikjum og takist honum að spila alla leiki Keflvíkinga í sumar kemst hann í 5.-6. sætið yfir leikjahæstu menn deildar- innar frá upphafi. Ragnar hefur leikð 123 leiki í deildinni með Keflavík, 51 með KR og 26 með Fram, og skorað í þeim samtals 80 mörk, en hann er fimmti markahæsti leikmað- ur deildarinnar frá upphafi. IBV.......... 1 1 0 0 8-1 3 Leiftur......1 1004-0 3 Akranes... 1 1 0 0 2-0 3 Keflavík.. 1 1 0 0 2-1 3 FH.........110 0 1-0 3 Grindavík ... 1 0 0 1 1-2 0 KR.........10 0 10-1 0 Breiðablik ... 1 0 0 1 0-2 0 Fram.......10 0 10-4 0 Valur......10 0 11-8 0 Markahæstir: Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 4 Jón Þór Andrésson, Leiftri 3 ívar Bjarklind, ÍBV 2 Ólafur Þórðarson, ÍA 2 Það er óhætt að segja að íslands- mótið í 1. deild karla í knattspymu hafi byrjað fjörlega í gærkvöldi og að sumarið lofi góðu knattspyrnu- lega séð. 19 mörk voru skoruð í leikjunum fimm og þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið. Þetta er besta byrjun hvað markaskor varð- ar frá árinu 1991 en þá voru skoruð 24 mörk. Mesta fjörið í Eyjum Mesta fjörið í gær var í Vest- mannaeyjum en þar fóru heima- menn á kostum og unnu stórsigur á Val, 8-1. KR-ingar, sem spáð er ís- landsmeistaratitlinum, byrjuðu keppnistímabil illa á heimavelli sín- um við Frostaskjól en þeir töpuðu fyrir baráttuglöðum FH-ingum, 0-1. íslandsmeistarar Skagamanna hófu titilvörnina á viðeigandi hátt og unnu öruggan sigur á Breiðabliki, 2-0.. Nýliðar Leifturs gerðu sér lítið fyrir og skelltu Frömurum á Val- bjarnarvelli, 0-4, og Grindvíkingar, sem voru að leika sinn fyrsta leik í 1. deild, urðu að sætta sig við tap á heimavelli fyrir Keflvíkingum, 1-2. Sjá umfjöllun um leikina á bls. 18 og 39. ^loHb fótboltaskór GULi/IT TURF Góðir gervigrasskór Stærðir 36-45 Verð kr. 4.280 FEEŒB ALL JR TUKF GR Gervigrasskór fyrir börn, sterkir og góðir. Stærðir: 30-39 Verð kr. 2.640 GO FIRE BALL JR Góðir, sterkir og ódýrir. Stærðir: 30-39 Verð kr. 2.290 GO ALBERTINI Sterkir og góðir leðurskór Stærðir: 36-47 Verð kr. 4.980 Glæsibæ Sími 581 2922 ÚTILÍF Sigm-ður Jónsson aðstoðar við val á skóm frá kl. 16-18.30 í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.