Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 5 dv Fréttir Náttúrufræöistofnun: Rjúpnastofn- innerí uppsveiflu „Þaö leikur enginn vafl á því að rjúpnastofninn er í verulegri upp- sveiflu. Eftir topp í stofninum 1986 hefur leiðin legið niður á við, reynd- ar svo mikið að menn voru farnir að hafa verulegar áhyggur af stöðunni. Gripiö var til þess árið 1993 aö stytta veiðitímann og ég tel það vel hafa verið réttlætanlegt," sagði Ólafur K. Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun ís- lands, um ástand rjúpnastofnsins. Ólafur segir að stofnsveiflurnar gangi yfir alls staöar á landinu á sama tíma. Hann segir að talningar- svæði Náttúrufræðistofnunar séu á Miðnorður- og Norðausturlandi en aörir telji annars staðar á landinu. Allar talningar bendi til þess 'sama og t.d. sé áberandi hvað stofninn sé stór í kringum Reykjavík. -sv Víkingahátíðin: Um 150 hand> verksmenn smíða gripi Gert er ráð fyrir þvi að 500 gestir komi hingað til lands til að taka þátt í víkingahátíð á Víðistaðatúni í Hafn- arfirði dagana 6.-9. júlí í sumar. Gest- irnir, sem koma frá Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi, munu slá upp tjöldum og sýna og selja handverk frá vík- ingatímanum. Vilborg Guðnadóttir, starfsmaður Landnáms hf., sem stendúr að hátíðinni, segir aö undir- búningur sé í fullum gangi. „Það koma 150 handverksmenn sem ætla að smíða skartgripi, boga og allt mögulegt og svo verða sett upp markaðstjöld á Víðistaðatúni og við Fjörukrána. Leikfélag Hafnarfjarðar setur upp Þrymskviðu og innlendir og erlendir fræðimenn flytja fyrir- lestra. Danskt par ætlar að gifta sig að ásatrúarsiö og það verður keppni í bogaskotfimi. Hátt í 15 íslendingar munu sýna og selja muni sem tengj- ast þessu tímabili," segir Vilborg. Þrjú áhugaleikfélög taka þátt í vík- ingahátíðinni. Fyrir utan Leikfélag Hafnaríjarðar ætla tvö leikfélög frá Danmörku aö setja upp sýningar. Þá kemur danski matreiðslumaðurinn Sören Gerrik til að kynna og mat- reiða sannan víkingamat ofan í mannskapinn. -GHS ísfirðingar: Samúðarverk- fall er ekki á dagskrá „Það er ekki á dagskrá að boöa til samúðarvinnustöðvunar á ný. Við afléttum boðuninni á föstudag þegar fyrir lá að borin yrði fram miðlunar- tillaga. Það tekur langan tíma að kalla saman trúnaðarmannaráð á ný til aö endurtaka slíkt,“ segir Sigurð- ur Ólafsson, formaður Sjómannafé- lags ísfirðinga. Sigurður segir að það sem hafi fyrst og fremst ráðið því að boðað var til samúöarverkfalls á Vestfjörðum hafi verið sú staðreynd að verið var að færa skip frá verkfallssvæðinu til Vestfjaröa í því skyni að koma þeim undan verkfallinu. Þar vísar hann til frystitogarans Haralds Kristjánsson- ar HF frá Hafnarfirði sem nú er „gerður út“ frá Hnífsdal. „Ég þarf að skrifa því skúffufyrir- tæki og rukka þá um félagsgjöld þar sem þeir eru nú á okkar svæði,“ seg- ir Siguröur. Vélstjórafélag ísafjarðar og fleiri félög á Vestfjörðum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning en atkvæða- greiösla stendur yfir hjá Sjómanna- félagiísfirðinga. -rt Mikið úrvaf til af fallegum bast- húsgögnum í ýmsum gerðum og stærðum. Verið velkomin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 BEYKJAVtK - SÍMI 5871199 BIO HEIM I STOFU H 11 M A B í Ó M A G N A Þ i .. 1 *n / Þú kannast við það að sitja í kvikmyndahúsi þar sem hljóðið leikur um þig og þú hefur það ó tilfinningunni að þú sért staddur inn í myndinni. Þessa tilfinningu getur þú nú fengið á frábæru verði beint heim i stofu með Heimabíómagnaranum frá Sony. Nú á frábæru verði aðeins kr. 39.900,- að sjálfsögðu fylgir fjarsfýring magnaranum Þeir sem kaupa Dolby Pro Logic magnara er boðiS sértilboS á 70W miSjuhátalara og pari af 50W bakhátölurum á frábæru verSi aSeins... SONY S S - C R 1 0 9.950/- nn Doiby Pro Logic frábærar bíómyndir ieimabíómaqnaranum BRAUTARHOLTI 2 OG KRINGLUNNI SÍMI 562 5200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.