Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 41 Fréttir Leikhús Frumvarpið um verslun ríkisins með áfengi: Snöggur endir á mál- þófi seint í gærkvöldi I gær kom til 2. umræðu frumvarpið um verslun ríkisins með áfengi, tób- ak og lyf, sem flutt er til að firra okkur kæru frá eftirlitsnefnd um framkvæmd EES-samningsins. Mál- ið snýst í aðalatriðum um að nú megi hver sem er flytja inn bjór, vín eða áfengi en ÁTVR hafi áfram einkaleyfi á smásölunni. Þingmenn Alþýðubandalagsins einir, undir forystu Ögmundar Jón- assonar, lögðust gegn frumvarpinu og vilja hafa starfsemi ÁTVR óbreytta. Þeir vilja, eins og Stein- grímur J. Sigfússon sagði í ræðu í gærkvöldi, láta reyna á það fyrir eft- irlitsdómstólnum hvort það standist ekki. Ljóst var þegar leið á umræðuna í gærkvöldi að alþýðubandalagsmenn voru komnir í málþóf vegna þessa. Miklir vatnavextireru nú í Lagarfljoti. DV-mynd Sigrún Fer Lagarf Ijót upp á brú eða f lugvöll? Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstödum; Mjög örar leysingar eru nú á Aust- urlanai enda er nú 20 stiga hiti dag hvern. Lítiö vatn hefur verið í Lagar- fljótí þer til nú að það er að hlaupa fram. Mikil snjóalög eru á hálendi og ekki gott að segja hve hátt fljótíð getur farið. „Við erum ekkert hræddir," sagði Einar Halldórsson flugvallarstjóri. „Völlurinn stendur hærra en brúin svo hún fer áður en völlurinn fer í kaf.“ Ti]kyimingar Tapað fundið Mexíkósk bókagjöf Fyrir skömmu afhenti Rolf Johansen, ræðismaöur Mexíkó á islandi, Lands- bókasafni íslands Háskólabókasafni bókagjöf frá mexíkönskum stjórnvöld- um. Til gjafarinnar er stofnað í tilefni af opnun safnsins í Þjóðarbókhlöðu í des- ember sl. Einnig fylgdu bókagjöfmni tvær myndbandsspólur með fimm heim- ildarþáttum undir samheitinu „The Burried Mirror“. Viðurkenning fyrir vandað vöruval Umhverfis og friðamefnd Félags ísL leik- skólakennara hefur ákveðið að veita við- urkenningu þeim aðilum sem bjóða upp á vandaðan og þroskavænlegan vaming fyrir böm. Að þessu sinni hlýtur bama- deild Máls og menningar þessa viður- kenningu fyrir vandað vömval s.s. bæk- ur, spil og leikföng. Nefndin vonast til að geta heiðrað fleiri aðila fyrir gott fram- lag í þágu bama. Silfurhringur fannst Silfurhringur með hvítum steini fannst í miðbænum aðfaranótt sunnudagsins. Upplýsingar í s. 552 4601. Hvítur kettlingur tapaðist Rúmlega mánaðargömul snjóhvit læða tapaðist frá Lindargötu í Reykjavík. Hún er mjög mannelsk. Ef einhver hefur séö hana eða veit hvar hún er niöurkomin, þá vinsamlegast látið vita í síma 5511742. Námskeið Námskeið fyrir unglinga í Hafnarfirði Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarflarö- ar er farið af stað með ný námskeiö fyrir 14 ára imglinga í júní og júlí. Námskeiðin er sum í einn dag en önnur lengri og em flest frá kl. 13-16 og flest em þau ungling- unum að -kostnaðarlausu, en í sum þarf að greiða efnisgjald. Unglingar fæddir 1981 era hvattir til að taka þátt í Tóm- stund. Allar nánari uppl. og skráning er í s. 565 0700 eða í félagsmiðstöðinni Vitan- um milli kl. 9 og 16. Félagsstarf aldraðra Gerðubergi Helgistund á morgun, flmmtudag, kl. 10.30. Spilasalur og vinnustofa opnuð kl. 12.30. Ferð á ratleik í Grasagarðinn, Laugardal, kl. 13.30. Akstur í boði. Upp- lýsingar og skráning í s. 557 9020. Öskjuhlíðarganga Farin verður söguganga í Öskjuhlíð mið- vikudaginn 14. júní kl. 20. Lagt af stað frá Perlunni. Skoðaðar verða sögu- og nátt- úruminjar á þessu gróöursæla útivistar- svæði í hjarta borgarinnar. Leiðsögu- menn verða höfundar bókarinar „Öskju- hlíð", Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson. Áætlaður tími er 2 klst. Þátt- taka er ókeypis. Allir velkomnir. Þeir fluttu hver af öðrum langar ræður. Á miðju kvöldi hóf Hjörleifur Gutt- ormsson sína ræðu og kom í ræðu- stól með mikinn bunka af pappír. Hann var greinilega búinn undir að halda langa ræðu. Hann var meðal annars með mikla fræðslu um efna- samsetningu alkóhóls og var rétt kominn út úr því þegar hann boðaði að þingfundi myndi nú ekki ljúka fyrr en í morgunsárið. En þá gerðist það allt í einu að sam- komulag tókst í bakherbergjum um að ljúka umræðunni og taka inn breytíngartillögur frá Ögmundi Jón- assyni og Steingrími J. Sigfússyni sem þeir flýtja við 3. umræðu máls- ins. Það var ljóst að Hjörleifur vissi ekki um þennan samning um mál- þófslok. Hann fékk þó strax að vita af samkomulaginu og hætti þegar í stað ræðu sinni um klukkan 23 í gærkvöldi. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 Stóra sviðið Söngleikurinn WEST SIDE STORY ettir Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bern- steins kl. 20.00. Sud. 18/6, örfá sæti laus, síðasta sýning. Norræna rannsóknar-leiksmiðjan ÓRAR Samvinnuuppfærsla finnskra og islenskra leikara. Frumsýning fim. 22/6 kl. 20.00,2. sýn. ld.24/6 kl. 14.00. Smíðaverkstæðið TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright kl. 20.00. Fid. 15/6, uppselt, föd. 16/6, nokkur sæti laus, föd. 23/6, nokkur sæti laus, Id. 24/6, sud. 25/6. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Græna línan 99 61 60. Bréfsími 61 12 00. Sími 1 12 00 - Greiðslukortaþjónusta. Rlómabúð Lítil, snotur blómabúð og gjafavömverslun, í hjarta Hafnarfjarðar, til sölu. Upplýsingar í síma 567 1470 og Fyrirtaekjasölunni, í síma 581 2040. t Alúðarþakkir íyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Paul V. Michelsen garðyrkjubónda frá Hveragerði Guð blessi ykkur. Frank Michelsen Georg Már Michelsen Ragnar Michelsen og fjölskyldur FERÐIR /////////////////////////////// Aukablað FERÐIR - INNANLANDS Miðvikudaginn 28. júní mun aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. í blaðinu verða upplýsingar um helstu valkosti sem boðið er upp á í hverjum landsfjórðungi. Lesendur fá því möguleika á að kynna sér ýmsa spennandi ferðamöguleika um ísland. Ferðablaðið mun kynna alla helstu gististaði úti á landi með nákvæmu korti í opnu. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu blaði vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur í síma 563 2723. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 22. júní. Bréfasími okkar er 563 2727. llíllH jy P 1 ff 11 1« 904-1700 Verö aöeins 39,90 mín. Fótbolti 2 j Handbolti 3 j Körfubolti 4j Enski boltinn 5 | ítalski boltinn 6 1 Þýski boltinn : 7 j Önnur úrslit 81 NBA-deildin 1] Vikutilboö stórmarkaðanna 2j Uppskriftir 1 Læknavaktin 2J Apótek 3 | Gengi jij Dagskrá Sjónvarps 2j DagskráStöðvar2 3 i Dagskrá rásar 1 4 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 5 j Myndbandagagnrýni 6j ísl. listinn -topp 40 7j Tónlistargagnrýni 81 Nýjustu myndböndin 9 Gervihnattardagskrá 1_ 1 Krár 2 j Dansstaðir 3 Leikhús 4 Leikhúsgagnrýni 5J Bíó 6j Kvikmyndagagnrýni lj Lottó 2 Víkingalottó 3j Getraunir “£ SííEi? iss vi i f iint 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.