Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 24
44 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 nn Samninganefndir sjómanna njóta takmarkaðs trausts. Árangurinn er núll „Það er eina ráöið að skipta út öllum samningamönnunum hjá báðum aðilum. Þeir hafa haft 20 daga til að semja og árangurinn er núll.“ Kristján Vilhelmsson í DV. Afkomendur ömmu „Þegar sjómenn fara í verkfall, þá leigja þjóðernissinnaðir af- komendur ömmu skipin sín til útlendinga til að koma í veg fyrir að þeir fái sæmileg laun.“ Guðbergur Bergsson í DV. Ummæli Laus við stúkuna „Mín persónulega skoðun er sú að ég vildi gjarna vera laus við þessa fjárfestingu." Ingibjörg Sólrún Gisladóttir um stúku á Laugardalsvelli i Timanum. Misbeiting valds „Það eru einhverjir hjá SVFÍ sem greinilega misbeita valdinu." Friórik Friðriksson i DV. liia innrættir jakkafata-náungar „Enn sem komiö er má finna þrjóskufulla hreyfingu fólks inn- an Greenpeace er lítur á bindis- skrýdda jakkafata-náungana sem illa aö upplagi og innræti." Paul Gilding í Alþýðublaðinu. Loftsteinn hefur aðeins lent á einni manneskju. c 150loftsteinar a ari Þegar hrapsteinn (hrapsteinar eru agnir úr halastjörnum eða smástirnum. misjafnar að stærð, allt frá smáum rykögnum upp í einingar sem eru nokkrir kíló- metrar í þvermál) nær yfirborði jarðar eru leifar hans kallaðar loftsteinn. Hröp af þessu tagi eiga sér stað um þaö bil 150 sinnum á ári. Síðan sögur hófust er einungis vitað um eina manneskju sem hlotið hefur meiösl af völdum Blessuð veröldin \ loftsteins. Var það Ann Hodges í Alabama í Bandaríkjunum. Þetta gerðist 30. nóvember 1954. Þá féll 4 kílóa þungur steinn gegnum þakið á húsi hennar, straukst við handlegg Hodges og maröi hana á mjöðm. Moody D. Jacobs lækn- ir athugaði konuna og kvað hana alheila, en þrátt fyrir það var hún lögð inn á sjúkrahús, aðallega vegna þess að það þótti mun betri frétt að hafa hana á sjúkrahúsi. Elsti loftsteinninn Árið 1981 endurskoðaði T. Kirst- en mat á aldri loftsteina. Sá sem elstur er af þeim sem aldurs- greindir hafa verið er Krahen- berg loftsteinninn og er hann tal- inn vera 70 milljónum árum eldri en sólkerfi okkar. Hlýindi fyrir austan í dag verður fremur hæg sunnan- og suövestanátt og skýjað með köflum, þurrt um landið vestanvert en bjart- Veðrið í dag viðri austan til. Vaxandi sunnanátt síðdegis suðvestan- og vestan lands en áfram verður þurrt austan- og norðaustanlands. Hiti verður á bil- inu 8 til 18 stig, hlýjast austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu veröur suð- vestan- og síðan sunnangola og dálít- il súld í fyrstu en síðan þurrt. Vax- andi sunnanátt síðdegis, strekkings- vindur og rigning seint í kvöld og nótt. Hiti verður 9 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.59 Sólarupprás á morgun: 2:57 Siðdegisflóð í Reykjavík: 19.27 (stórstreymi) Árdegisflóð á morgun: 7.51 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri skýjaö 7 Akurnes léttskýjað 9 Bergsstaðir skýjaö 10 Bolungarvík skýjað 7 Keflavíkurflugvöllur þoka 7 Kirkjubæjarklaustur skýjað 11 Raufarhöfn alskýjað 7 Reykjavík alskýjað 8 Stórhöfði þokumóða 8 Bergen léttskýjaö 14 Helsinki léttskýjað 23 Kaupmannahöfn rign/súld 13 Ósió rigning 12 Stokkhólmur þokumóða 15 Þórshöfn léttskýjað 9 Amsterdam skýjað 12 Barœiona þokumóða 18 Berlín léttskýjað 12 Chicago skýjað 17 Feneyjar rigning 14 Frankfurt rigning 13 Glasgow skýjað 14 London skýjað 11 LosAngeles þokumóða 16 Madrid léttskýjað 15 Malaga skýjað 22 Mallorca þokumóða 18 Montreal heiðskírt 16 New York rigning 17 Nice léttskýjað 15 Nuuk rigning 3 Orlando heiðskírt 21 París léttskýjað 12 Róm þokumóða 18 Valencía þokumóða 19 \ 7° 't X 8 7 5° f 11° 8 Veðrið kl. 6 í morgun Einar Sigurðsson utgerðarmaður: Það eru margir sem hlæja að okkur þessa dagana „Þetta verkfall snerist í fyrstu um eítt mál, kvótabraskiö, sem hefði verið hægt aö taka á á annan hátt heldur en að vera með alla í verk- falh og ekki veit ég annað en að það sé búið að leysa það mál fyrir nokkru síðan. En þegar það var leyst þá var farið að tína til önnur mál upp á borðiö, mál, sem ég veit ekkert hver eru,“ segir Einar Sig- urðsson, útgerðarmaður í Þorláks- Maður dagsins höfn, sem hefur undanfariö verið heldur óhress með það hvernig verkfall sjómanna hefur þróast: „Ég sá þessa miðlunartillögu og ég get ekki séð annaö en að hún hafi tekið á ílestum okkar málum. Og ég tel að þessi tillaga hafi verið felld eingöngu vegna þess að hún var ákaflega illa útskýrð fyrir sjó- mönnum og þar vil ég koma ábyrgðinni á forystumenn sjó- mannasamtakanna.“ Einar sagði sér lítast mjög illa á framhald mála í sjómannadeilunni. Einar Sigurðsson. „Ég held að þessir menn, sem sitja sínir hvorum megin við borðið, séu ekki hæfir um aö semja og ef þeir ætla að fara á krjúpa við dyr ein- hvers staöar og biöja um lög á sig þá er Ijóst að það þarf aö skipta um menn í samninganefndum." Einar Sigurðsson gerir út snur- voöarbát frá Þorlákshöfn: „Það var mjög góð veiði þegar ég var neydd- ur til að leggja bátnum og hann, eins og aðrir bátar, er búinn að liggja viö bryggju i allt of langan tíma. Ég vildi ásamt fleirum setja bátinn á sjó þegar nákvæmlega ekkert geröist, það varð til þess að menn fóru að tala saman og viö vorum beðnir að gera það ekki og fórum við eftir þessum tilmælum til aö tefja ekki fyrir samningum, en eins og sjá má þá bar það htinn árangur." Einar sagði að það væri meö ein- dæmum með okkur íslendinga að ef við værum ekki á kafi í verð- bólgu eða einhverju öðru utanað- komandi veseni þá værum við með heimtilbúinn vanda. „Það eru ábyggilega margir sem lilæja að okkur nú, ekki síst Norðmenn. Við töpuðum á HM í handbolta, en unnum fljótt heimsmeistaratitil í verkfóllum." Eiginkona Einars er Helga Jóns- dóttir og eiga þau þrjú börn. Um áhugamál sagði Einar aö félagsmál ýmiss konar hefðu lengi átt hug hans. „Eftir aö ég hætti sjálfur á sjónum fór ég að fá áhuga á félags- málum og var í tólf ár í hæjarstjórn og var átta ár oddviti, en gaf ekki kost á mér síðast.“ Fjórirleikir í 1. deild Eftir stutt lilé vegna landsleiks íslands og Ungverjalands hefst keppni aftur í 1. deild karla á ís- landsmótinu í knattspyrnu. Fjór- ir leikir eru á dagskrá í kvöld og hefjast þeir allir kl. 20.00. FH leik- ur gegn Val í Hafnarfiröi, Keflvík- íngar taka á móti Vestmannaey- ingum, KR-ingar leika á móti Grindvíkingum í Kaplaskjóli og Leiftur á heimaleik gegn íslands- meisturunum frá Akranesi. í kvöld verður fjórða viðureign Orlando og Houston um meist- aratitilinn í ameríska körfubolt- anum og margir telja að það verði sú síðasta. Houston, sem er nú- verandi meistari, hefur sýnt mik- inn styrk og sigraö í fyrstu þrem- ur viðureignum liðanna og þar sem liðsmenn leika á heimavelli i kvöld eru líkurnar þeirra megin og þeir þurfa aðeins að innbyrða þennan sigur til að halda meist- aratitlinum. Skák Fjórar drottningar eru á borðinu í með- fylgjandi stöðu sem er frá stórmeistara- mótinu í Malmö í Svíþjóð á dögunum. Mikhail Krasenkov hafði svart og átti leik gegn Jonny Hector. 42. - Dxg3 +!! Kosturinn við að hafa tvær drottningar kemur nú vel í ljós! 43. Kxg3 Bf4 + 44. Kf2 Dd4 + 45. Kfi Ddl + 46. Kf2 Dd2+ 47. Kfi Ef 47. Kgl Del+ 48. Bfi Be3+ og hvítur verður mát. 47. - Bg3! Með máthótunum á el og f2 - hvítu drottningamar mega sín lítils. Eftir 48. Dxf7 + Kxf7 49. Dc4 + Kg7 50. Kgl Del + 51. Dfl Bxh4 52. Dxel Bxel 53. Bf3 Kh6 gafst hvílur upp. Jón L. Árnason Bridge Bandaríkjamenn og Frakkar háðu úr- slitaleik um fyrsta sætið á ólympíumót- inu í Valkenburg í Hollandi árið 1980. Fyrirfram var talið að Bandaríkjamenn myndu hafa sigur, enda voru Dallas- ásarnir, sem skipuöu lið Bandaríkjanna, nær ósigrandi á þeim árum. Frakkarnir voru hins vegar með mjög gott lið og þjörmuðu illilega að Bandaríkjamönn- um. í spili 52 í leiknum, þegar staðan var 74-70 fyrir Bandarikjamenn, dró til tíð- inda. i lokuðum saf höfðu Frakkarnir endað í 6 spööum dobluðum á AV hend- urnar sem fóru einn niður og það virtist nokkuð eðlileg niðurstaða. I opnum sal gengu sagnir hins vegar þannig, vestur gjafari og allir á hættu: ♦ 10 V KD9 ♦ Á109832 + K98 ♦ D9532 V G854 ♦ D64 + 7 * AtUjöYb V Á107632 ♦ -- ♦ 4 V -- ♦ KG75 ♦ ÁDG106543 Vestur Norður Austur Suður Wolff Mari Hamman Chemla Pass 1* 24 2? 44> 4 G 54 6* Pass 64 6* 74 Pass Pass Dobl p/h Sagnir einkenndust af mikilli sálfræði- legri baráttu við borðiö. Hamman sagði 5 spaða í þeirri vissu að hann fengi aftur aö segja og vonaðist þannig th þess að fá að spila 6 spaða doblaða. Hann fékk hins vegar ekki það hlutverk að vera sagnhafi heldur þurfti hann að fmna útspil gegn 7 tíglum. Eftir langa umhugsun ákvað hann að leggja niður hjartaás og Mari var ekki lengi að fá aha slagina 13. Auð- velt var að fmna tíguldrottninguna eftir tveggja tígla sögn Hammans sem lýsti lengd í hálitum. Frakkar græddu 19 impa á spilinu en hefðu tapað 9 ef Hamman hefði fundið annað útsph. Leiknum lauk með 131-111 sigri Frakkanna. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.