Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 Spumingin Hvernig líkar þér nýja símaskráin? Sverrir Sverrisson nemi: Það er mik- ið af villum í henni. Það er slæmt. Inga Jessen nemi: Mér finnst hún ruglingsleg. Þegar maður er að leita að atvinnusímanúmeri veit maður ekki í hvorri skránni það er. Kristjana Atladóttir nemi: Bara ágætlega. Júlía Rós Atladóttir nemi: Hún er rosalega fín. Það hefði mátt breyta útlitinu. Rósa Skarphéðinsdóttir húsmóðir: Ég bara veit það ekki. Ég hef ekkert verið að íletta henni. Sigríður Frímannsdóttir húsmóðir: Vel, það er auðveldara að leita í henni. Lesendur Kvennahlaupið: Frátekinn dag- ur hjá konum Sigríður Erla Jónsdóttir skrifar: Við konur höfum ævinlega mjög gaman af að hitta aðrar konur. Við komum því sannarlega til með að njóta sunnudagsins 18. júní nk. þegar við ætlum að hittast og hlaupa, ganga og hðka okkur saman. Okkur þykir, held ég, líka öllum jafn yndislegt að geta svo margar gert eitthvaö hressi- legt saman, konur úr öllum áttum og á öllum aldri. Það er á þessum degi engu líkara en að risastór kvennakór safnist saman og þenji lungun og útkoman verður stórbrot- ið söngverk. - Þannig líður okkur líka .flestum á eftir, hrifnar, stoltar og ánægðar. Kvennahlaupið í Garðabæ er orð- inn fastur liður hjá stórum hópi kvenna, sem stöðugt hrífur fleiri með sér. Þetta er orðinn frátekinn dagur hjá konum. Það er því vel við hæfi að gera meira úr deginum og eiga erindi til að spóka sig á svæðinu fyr- ir og eftir hlaup. Til að svo megi vera Frátekinn dagur fyrir konur. - „Það er á þessum degi engu líkara en að risastór kvennakór safnist saman og þenji lungun,“ segir Sigríður m.a. i bréfinu. verður nú í fyrsta sinn settur upp handverksmarkaður á þeim stað sem hlaupið hefst og því lýkur. Markaö- urinn verður settur upp í stóru tjaldi og þar mun verða til sýnis og sölu fjölbreytt úrval handgerðra muna, bæði eftir handverksfólk í Garðabæ og víðar. Margt fleira verður í boði. Nú verð- ur hægt að fá ráðgjöf við val á réttum hlaupaskóm, hvort heldur sem kon- ur vilja mæta snemma og nýta sér það fyrir hlaupið eða fyrir þær sem koma með hælsæri í mark. Þeir sem kjósa að bíða meðan mamma eða amma hleypur geta leikið sér í krakkahorninu, og þeir fullorðnu sem ekki ætla að hlaupa með geta tyllt sér með kafíisopa að lokinni innkaupaferð á handverksmarkaðn- um. Að vanda er boðið upp á hress- ingu þegar komið er í mark. Það veröur því hflegur hópur í líf- legu umhverfi í Garðabænum sem og á 82 öðrum stöðum á landinu sunnudaginn 18. júní. - Verum því allar vissar um að hafa þann dag frá- tekinn. íslenskur aðall á opinberu framfæri Guðmundur Kristjánsson skrifar: Nú nýlega birtist frétt í DV um danska prinsinn Jóakim sem óskar nú eftir framfærslulífeyri frá Dön um. Deilt er um upphæðina, en nú þegar fá sex úr dönsku konungsfjöl- skyldunni framfærslulífeyri sem nemur um 600 milljónum ísl. króna. Við íslendingar þykjumst ekki vera sérlega konunghollir og sagt að við lítum kóngafólkið ekki ýkja hýru auga. Annað kemur þó í ljós þegar grannt er skoðað. Til skamms tíma hefur það glatt augu íslenskra tíma- ritalesenda að horfa á myndskreytt- ar greinar um aðalinn í nágranna- löndunum og sækist fólk í að lesa um fræga fólkið í slúðurdálkum dag- blaðanna. Þetta stingur því i stúf við þá fullyrðingu að íslendingar séu af- huga kóngafólki, svona í heildina. Þetta minnir mig á að hér á landi þrífst eins konar aðall, þótt ekki sé af kóngafólki kominn. Það eru þeir sem lifa á bithngum og sporslum frá hinu opinbera. Meira að segja er út- hlutað sérstaklega til hans fé og vild- arkjörum á Alþingi árlega. Auk þess sem viss hópur fólks hefur mun betri aðgang að verkefnum á vegum hins opinbera, bæði verklegum og hug- lægum, en almennt gerist um hinn almenna borgara. Hversu hár sá framfærslulífeyrir er sem hér um ræðir kann ég ekki að greina frá, en fróðlegt væri að birta opinberlega tölur hér að lút- andi. Ég tek fram að hér á ég ekki við t.d. þann hóp opinberra starfs- manna sem sitja stöður nauðsynleg- ar stjórnsýslu landsins, heldur það fólk sem óumdeilanlega hefur að meira eða minna leyti framfærslu með beinum greiðslum eða styrkj- um, svo sem listamenn, fasta verk- taka, nefndarmenn sem árum saman sitja fastanefndir á vegum ríkisins og aðra sem löngu eru orðnir fastir liðir í kerfinu. „Sveitarfélögin Njarðvik og Keflavík enda bæði á orðinu vik og því hentar nafnið Leifsvík vel,“ segir m.a. í bréfi Stefaníu. - Séð yfir Keflavík og Njarðvík. Leifsvík eða Leifsbær á Suðurnesjum? WMMMþjónusta -fyrir neytendur allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mfnútan Stefanía Eyjólfsdóttir skrifar: Þar sem við erum svo heppin að eiga nafnlaúst sveitarfélag, og til að auka kynningu á uppruna Leifs heppna og menningu víkinganna, er það tillaga mín að sveitarfélagið Keflavík, Njarðvík og Hafnir samein- ist um nafnið Leifsvík sem samnefni á sameiginlegum kaupstað. - Nafnið Leifsbær kæmi einnig til greina. Grænlendingar hafa nú þegar eign- að sér Eiríksfjörð og Norðmenn hamra sífellt á því að Leifur hafi verið norskur víkingur. Þessa nafn- gift má rökstyðja á þann veg að nánd- in við flugvöll Leifs Eiríkssonar sé mikil. Sveitarfélögin Njarðvík og Keflavík enda bæði á orðinu vík og því hentar nafnið Leifsvik vel, sem er auk þess þjóðlegt, stutt og þjált. í þriðja lagi finnst nafnið Leifsvík hvergi á Norðurlöndum. Síðast en ekki síst gæti þetta orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna í umræddum sveitarfélögum Suðurnesja. Einkum trúi ég því að Bandaríkjamenn fái áhuga á að sækja Leifsvík heim. Og enginn þarf lengur að velkjast í vafa um þjóðerni víkingsins og sæfarans Leifs heppna og fyrstu „norrænu" landkönnuðina í vesturvegi sem vit- að er um. Brjálaðbíla- leiguverð Örn hringdi: Ég var að lesa um bílaleiguverð í hinum ýmsu löndum í Evrópu og þar á meðal íslandi. Ég vissi þegar að bílaleiguverð er hátt og margir eru löngu hættir að taka bíialeigubil og ferðast þess i staö með járnbrautum sem er auk þess mun þægilegri máti. En mis- munurinnn á veröi bílaleigna er líka mikill. Á Spáni er langódýr- ast að taka bílaleigubíl og kostar u.þ.b. 12 þús. kr. vikan og eins i Bretlandi. Dýrara veröur þetta svo á Norðulöndunum, þetta 18 og upp í 28 þús. kr., og langdýrast hér á landi, eða um eöa yfir 30. þús. kr. vikan. Hvað er eiginlega að okkur íslendingum? Vildarvinir Sjón- varpsins? Garðar skrifar: Það ætlar ekki af opinberum stofnmium að ganga. Ættart.engsl og máttarstólpai- úr ýmsum at- vinnugreinum eru ríkjandi hefð að því er tekur til starfsfólks og greiðslur fyrir unnin störf innan stofnana eins og Sjónvarps RÚV eru ekki skomar við nögi. Ef rétt er og satt að tveimur vildarvinum Sjónvarpsins, umsjónarmanni Dagsljóssþáttanna og dagskrár- stjóra Sjónvarps, sé verið að greiöa aftur fyrir handrit sem þegar hefur verið greitt fyrir, þá er hér tilefni til opinberrar rann- sóknar af hendi Ríkisendurskoð- unar eða þess aðila sem yfirum- sjón hefur með fiárreiðum Sjón- varpsins. Varla er Sjónvarpiö undanþegið slíkri rannsókn. Heiðursfélagi Delfa-hópsins Guðrún Gísladóttir skrifar: Mér er alveg sama þótt um sé að ræða Félag kvenna í fræðslu- störfum og þótt það skreyti sig með heitinu Delta Kappa Gamma, ég er andvíg því að félag- ið fari að eigna sér endurtekið forsetaframboð núverandi for- seta íslands á þeirri forsendu að hann sé heiðursfélagi Delta- hópsins. Svona á ekki að vinna að forsetaframboði. Kosningaloforð R-listans Elín ski'ifar: Fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í fyrra sögðu frambjóðend- ur R-listans að skuldir Reykjavík- urborgar væru orðnar svo miklar að þær yrðu strax að minnka. Þeir margtóku fram að til þess þyrfti ekki að hækka álögur á borgarbúa, heldur væri nóg að brcyta forgangsröðun hjá borg- inni. Áherslur sjálfstæðismanna væru rangar. Einungis þyrfti að færa íjármagnið frá gæluverk- efnum sjálfstæðismanna tíl brýnni þarfa. - Á því tæpa ári sem liðið er frá valdatöku R-listans hafa Reykvíkingar fengið að kynnast virðingu R-listans fyrir kosningaloforðum sínum. Borg- arfulltrúar R-listans sýndu Reyk- víkingum strax að nýr borgar- stjóri væri kominn í bæinn og stórhækkuðu fasteignagjöldin. Þrátt fyrir gífuryrðin um tvisýna skuldastöðu fyrir kosningar ákvað R-Iistinn svo að stórauka skuldir borgarinnar á þessu ári. Embættisfærsla íánauð Björn Jónsson hringdi: Mér fmnst dæmigert um mál Brunamálastofhunar hvernig embættisfærsla hin opinbera er i ánauð, og það á árinu 1995. Það eru ýmist synir fyrrum opinberra embættismanna sem sitja for- sfjórastöðurnar eða þá vildarvin- ir pólitísku flokkanna. Eins og ávallt áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.