Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
11
Fréttir
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra um verkfallið í álverinu:
Grafalvarlegt
Unnið er að því i álverinu í Straumsvik að kæla niður kerin, en því verki á
að Ijúka fyrir lok næstu viku - ef verkfallið stendur þá enn. DV-mynd BG
„Verkfallið í álverinu í Straumsvík
er alvarlegt vegna þess að undan-
farnar vikur hefur veriö mjög góður
gangur í viöræðum okkar og Alu-
suisse-Lonza um stækkun álversins
í Straumsvík. Menn voru komnir
með vinnuplan sem gerir ráð fyrir
því aö ákvörðun um stækkun, bæði
hjá Alusuisse-Lonza óg ríkisstjórn-
inni með fyrirvara um samþykki
Alþingis, gæti legið fyrir í lok ágúst.
Við höfum verið að vinna síðustu
vikur og daga með það í huga,“ sagði
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra í
samtali við DV.
Hann sagðist á þessari stundu ekki
ætla að leggja mat á hvort afturkipp-
ur væri kominn í málið vegna verk-
fallsins.
„En það hljóta allir að geta séð að
fyrirtæki sem er að hugsa um að fjár-
festa hér fyrir á annan tug milljarða
hlýtur að hugsa sig um þegar verk-
fall skellur á eins og nú hefur gerst,“
sagði Finnur.
Hann sagðist vilja taka það fram
að hann væri ekki að kenna einum
aðila um þetta verkfall. Þar deildu
tveir aðilar.
„Hins vegar hef ég áhyggjur af
þeim verkföllum sem verið hafa hér
á landi aö undanförnu og þeirri
mynd sem þau skapa af íslenskum
vinnumarkaði. Viö höfum sagt að til
þess að draga út atvinnuleysinu þurfi
að auka fjárfestinguna og skapa ný
störf. Um þetta held ég að allir séu
sammála. Sú mynd sem erlendir fjár-
festar fá af ástandinu á vinnumark-
aði hér á landi um þessar mundir,
verkfall hér og verkfall þar, er því
ekki glæsileg. Það er ekki bara
Alusuisse-Lonza sem horfir á þetta.
Allir þeir erlendu aðilar sem eru að
velta fyrir sér að fjárfesta hér á landi
fylgjast meö þessu og spyrja hvers
konar ástand sé hér á vinnumark-
aðnum. Þess vegna eru þessi verk-
föll, sem verið hafa hér að undan-
förnu, grafalvarleg. Þess vegna þurfa
vinnuveitendur, ríkiö, verkalýðs-
hreyfmgin, eða hvaða aöili sem
nærri þessu kemur að hugsa sinn
gang í þessum efnum.“ sagði Finnur
Ingólfsson iðnaðarráðherra.
mmmmmmmmi
wmmmm
■ ^urf^660" y
^ ^fSJwaW6'ð— "„Þaö er miklu betra að grilla á kolagrilli... maturínn
verður miklu betri og stemmningin aldeilis frábær!“
Vindhlíf sEl;
Bónus Radíó, Grensásvegl 11, Rvk.
Radlóbúðin, Sklpholti 19, Rvk.
Nóatúns-verslanimar, Rvk. Kóp. Mos.
Blómaval, Sigtúni, Rvk.
Samkaup, Keflavik
Versl. Einars Ólafss., Akranesi
Kaupfél. Borgfirðinga, Borgarnesi
Vöruval, ísafirði og Bolungarvik
Kaupfél. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfirðingabúð, Sauðárkróki
KEA Nettó, Akureyri
Kaupfél. Þingeyinga Matbær, Húsavik
Kaupfél. Héraðsbúa, Egilsstöðum
Kaupfél. A.-Skaftfellinga, Höfn
Kaupfél. Árnesinga, Selfossi ’
Eyjakaup, Vestmannaeyjum
Fjarðarkaup, Hafnarfirði
Kaupfél. Rangæinga, Hvolsvelli
Kaupfél. V-Húnvetn., Hvammstanga
Höfn Þrihyrningur, Hellu
Verslunin Hamar, Grundarfirði
Kassinn, Ólafsvík
Verslunin Borg, Skagaströnd
Staðarkjör, Grindavik
Kárnseskjör, Kópavogi
KEA, Ólafsfirði
Sími: 588 6850'
Hi
\Ferðlaunasamkeppni
blaðsölubarna I júni
Nú getið þið unnið ykkur inn vasapening og tekið þátt
í skemmtilegri blaðsölusamkeppni hjá DV!
Allir geta komið og selt DV, við höfum næga vinnu fyr-
ir hressa og duglega krakka!
Glæsileg verðlaun í faoði fyrir duglega krakka!
Ef þú lendir í þríðja sæti hlýt-
ur þú glæsilegt Discovery DD
200 tjald frá Seglagerðinni
Æqi að verðmæti kr. 6.900,-
Komið oq skráið ykkur
milli kl. 10 oq II virka daqa oq
milli kl. 9 oq 10 á lauqardöqum.
Pað er til mikils að vinna!
Þverholti 14 • sími 563 2700
Ef þúverðursöluhðpst/urí
júnímánuði hlýtur þú hvorki
meira né minna en qlæsileqt
Diamond fjallahjól frá Markinu
að verðmæti kr 2A.000,-
Ef þú lendir í öðru sæti hlýtur þú
Bauer línuskauta frá Útilífi að verð-
mætikr. 8.500,-