Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsíngar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK, SiMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
Landeyðingarmenn
Landgræðslustjóri þykist ekki bera ábyrgð á landeyð-
ingu mývetnskra bænda, þar sem þeir hafi enn einu sinni
hunzað opinberar reglur um rekstur sauðfjár á afrétt.
Hann sleppur ekki svona ódýrt, því að honum er heim-
ilt að láta stöðva gróðureyðinguna með valdboði.
Með því að nota ekki vopnin, sem honum hafa verið
aíhent af yfirvöldum landsins, gerist landgræðslustjóri
meðsekur í athæfi, sem hann viðurkennir, að sé ekki
forsvaranlegt. Sem ábyrgðarmanni landgræðslunnar
ætti þetta að vera honum óbærileg tilhugsun.
Að þessu sinni hefur vorað seint og illa á Norður-
landi. Því má ætla, að afréttarlönd Mývatnssvéitar séu
mun verr haldin en í meðalári. Samt hrósar landgræðslu-
stjóri lögbrjótunum fyrir að vera einni viku síðar á ferð
en venjulega. Eru þeir þó fyrr á ferðinni en aðrir.
Landeyðingarmenn Mývatnssveitar hafa þegar rekið
fé á flall, löngu áður en aðrir bændur reka fé sitt á lægri
afrétti, þar sem gróður er mun lengra á veg kominn.
Mývetnskar kindur éta nálina um leið og hún kemur upp
úr melnum og móanum og valda þannig miklu tjóni.
Fyrir nokkrum árum fóru landeyðingarbændur Mý-
vatnssveitar með fé sitt í skjóli myrkurs á fjall- Núna
hafa þeir fært sig upp á skaftið, enda vita þeir af fyrri
hnku landgræðslustjóra, að ekkert verður gert í máhnu.
Þeir muni enn einu sinni komast upp með glæpinn.
Landgræðslan hefur reynt að rækta gróður í þessum
löndum. Það hefur hvorki gengið né rekið, enda fer gróð-
urnáhn umsvifalaust í kindurnar. Þetta er raunar ekki
landgræðsla, heldur kostulega dýr aðferð við að offram- ■
leiða óseljanlegt lambakjöt á kostnað ríkisins.
Landeyðing er meiri í nágrenni Mývatnssveitar en
annars staðar á landinu. Sandurinn er raunar farinn að
ógna Dimmuborgum, sem eru eitt merkasta náttúruund-
ur landsins. Bændur í sveitinni fá opinbera styrki til að
rækta tún og haga á sama tíma og þeir spilla afrétti.
Fréttir af ótímabærum og ólöglegum flutningi fjár á
afrétt Mývatnssveitar eru orðnar árvissar og undirstrika
þá ímynd landeyðingar, sem Mývetningar verða óhjá-
kvæmilega að sitja undir, meðan sauðfjárbændur sveitar-
innar haga sér eins og þeir hafa gert árum saman.
Með verkum sínum stimpla Mývetningar sig sem óvini
lands og gróðurs. Ábyrgðina bera nefrúlega ekki bara
sauðfjárbændur einir, heldur líka hreppsnefnd Skútu-
staðahrepps og landbúnaðarnefnd, gróðurvemdamefnd
sýslunnar og héraðsráðunautur Búnaðarfélagsins.
Alhr þessir aðhar geta kært lögbrotið og fylgt kær-
unni eftir. En þeir láta sér nægja að væla í kór með land-
græðslustjóra og gera ekkert í málinu. Þannig er glæpur-
inn ekki bara mývetnskra sauðQárbænda, heldur einnig
hreppsins, sýslunnar og opinberra embættismanna.
Þáttur landgræðslunnar er sorglegastur sem fyrr. Hún
fær stórfé hjá þjóðinni til að rækta landið, en ekki th að
bera vatn í hripum. Gera verður þá kröfu 111 hennar, að
hún velji sér verkefni, sem hún ræður við. Þar á meðal
reyni hún ekki að rækta svæði, sem jafnframt eru beitt.
Vond vom afdrif þjóðargjafarinnar frá 1984, þegar
dreift var áburði og fræi úr flugvélum á húnvetnskar
heiðar til þess eins, að bændur gætu troðið meira sauðfé
á afrétt. Niðurstaðan var ekki aukinn gróður á hálend-
inu, heldur aukin beit handa offramleiddu sauðfé.
Landgræðslunni hefur ahtof lengi tekizt að skjóta sér
undan ábyrgð og halda uppi falskri ímynd, þótt hún
haldi vemdarhendi yfir ólöglegri gróðureyðingu.
Jónas Kristjánsson
Arleg eftirspurn gæti orðið miklu meiri en það sem áætlað er að taka úr Seyðishólum, segir greinarhöfundur.
- Séð yfir Seyðishóla í Grímsnesi.
Gjafverð fyrir
Seyðishólana
Grein þessi er skrifuð í tilefni
þeirrar umræðu sem verið hefur
um útflutning á gjalli úr Seyðishól-
um í Grímsnesi til vegagerðar í
Svíþjóð.
Hvers vegna gjall?
Hvað er það sem gerir gjall fýsi-
legt til vegagerðar í Svíþjóð? Þegar
gerðar eru undirstöður fyrir mann-
virki, veg eða hús, á svæði þar sem
fyrirliggjandi jarðvegur er leir,
veldur allur umframþungi, sem
lagður er á leirinn, sigi sem tekur
langan tíma að koma fram ef ekk-
ert er að gert. Ein leið til að kom-
ast hjá sigi er að framkvæma jarð-
vegskipti, taka burt leirinn og setja
í staðinn léttara efni t.d. gjall. Farg-
ið, sem þannig er fjarlægt af leirn-
um, víkur fyrir fargi frá nýju
mannvirki og ekkert eða lítið sig
myndast.
Eitt vandamál er þó samfara
þessari aðferð í Svíþjóö og fleiri
löndum, það er skortur á gjalli. í
jarðvegsskiptin hafa því verið not-
aðar kúlur úr brenndum leir sem
framleiddar eru í snúningsofni viö
hátt hitastig. Verð á leirkúlum frá
framleiðanda í Svíþjóð er 200 til 250
sænskar kr/m3 fyrir tvö til þrjú
þúsund rúmmetra. Fyrir eitt bíl-
hlass hjá smásala er greitt um 540
skr/m3.
Hraunflutningabíll
á mínútu fresti
Svíar ætla á næstu árum að leggja
hundruð kílómetra af nýjum þjóð-
vegum. Að hve miklu leyti létt
hraun hentaði þeim sem fyllingar-
efni skal ósagt látið en áhugi þeirra
virðist greinilega vera fyrir hendi.
Ef sænska vegagerðin hefði þörf
fyrir létt fyllingarefni í eitt hundr-
að kílómetra þjóðveg árlega má
gera ráð fyrir að til þess þyrfti ca
þrjár milljónir rúmmetra af gjalli.
Efnið þyrfti að flytja frá Seyðishól-
KjaHarinn
Stefán Agnar Finnsson
verkfræðingur
um í skip í Þorlákshöfn. Til að flytja
þetta magn þyrfti líklega fjörutíu
bíla, sem gæti þýtt að um hlaðið á
Þrastarlundi færi hraunflutninga-
bíll á mínútu fresti 16 klst. á sólar-
hring 300 daga á ári.
Þrjátíu til fjörutíu
einstaklingar slasaðir
Til að flytja 12 milljón rúmmetra
af gjalli frá Seyðishólum í Þorláks-
höfn þarf 42 milljóna km akstur
flutningabíla. Samkvæmt reynslu
Norðmanna valda flutningabílar
með aftanívagni 0,85 slysum með
meiðslum á hverja milljón ekna
km. Því má gera ráð fyrir að fjöldi
slasaðra í umferðinni af völdum
flutninganna verði af stærðargráð-
unni 30 til 40 einstaklingar og
kostnaður vegna umferðarslysa
verði af stærðargráðunni 200 millj-
ónir króna. Þá er eftir að taka tillit
til slits á vegum en einn flutninga-
bíll slítur vegum margfalt á við
fólksbíl.
Markaður víða í Evrópu?
Ef það er raunin að markaður sé
fyrir létt fyllingarefni, hugsanlega
víða í Evrópu, þar sem aðstæður
eru svipaðar og að framan greinir
gæti árleg eftirspurn orðið miklu
meiri en það sem áætlað er að taka
úr Seyðishólum. Ég vil ekki mæla
gegn því að flytja út gjall en hvað
varðar flutninga á gjallinu innan-
lands verður að gera strangar kröf-
ur. Er ekki hugsanlegt að aðrir
staðir en Seyðishólar séu fýsilegri?
Er eðlilegt að láta gjallið streyma
út úr landinu án þess skilja nokkuð
eftir þegar upp er staðið annað en
ógreidda reikninga? Miðað við þær
upphæðir, sem menn eru fúsir að
greiða fyrir leirkúlur, væri t.d. vel
hugsanlegt að láta útflutninginn
greiða fyrir fjárfestingar í sam-
göngumannvirkjum sem tryggðu
að truflun á almennri umferð yrði
í lágmarki.
Stefán Agnar Finnsson
„Er eðlilegt að láta gjallið streyma út
úr landinu án þess að skilja nokkuð
eftir þegar upp er staðið annað en
ógreidda reikninga?“
Skoðaiúr aimarra
Nýtileg stefna í húsnæðismálum
„.Snarpar umræður urðu um húsnæðismál á Al-
þingi fyrir helgina.... Páll Pétursson, félagsmálaráð-
herra, fór ekki dult með þaö að húsbréfakerfið sé í
rúst eftir óstjórn síðustu ára og þurfi endurreisnar
við. En helsta nýjungin sem fram kom, var aö lán
þeirra, sem kaupa sína fyrstu íbúð, verði hækkuð.
... í stað þess að rífast og kenna hver öðrum um
hve óhönduglega hefur tekist til, væri alþingismönn-
um nær að koma sér saman um nýtilega stefnu í
húsnæðismálum, sem hvorki ofgerði þeim sem þurfa
þak yfir höfuðið né þeim sem leggja fjármunina til.“
Ur forystugrein Tímans 13. júní.
Óskemmtilegt pólitískt mál
„Hatrömmátök standa yfir um sjávarútvegsfrum-
varp ríkisstjórnarinnar, sem snýst fyrst og fremst
um leiðir til þess að takmarka afla trillubáta. ...
Póhtískt séð er þetta mál ekki sízt erfitt fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Trillukarlarnir eru persónugerving-
ar einkaframtaksins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur barizt fyrir alla tíð. Það er óskemmtilegt fyrir
flokk einkaframtaksins að fá þessa sérstöku fulltrúa
uppámótisér.“ ÚrforystugreinMbl. 13.júní.
Hver á dauða fiskinn?
„Einn af mörgum innbyggðum göllum kvótakerfls-
ins felst í því að mönnum er beinlínis refsað fyrir
að koma með allan fisk að landi. Viðurlög Uggja við
því aö fara framúr aflaheimildum, auk þess sem
menn freistast til að henda þeim fiski sem ekki fæst
hæsta verð fyrir. ... Trillukarlarnir á Austurvehi í
gær voru spurðir af fréttamönnum hvað réttlætti að
þeir hefðu hlutfahslega aukið veiðar meira en aörir.
Þeir spurðu á móti: Hver á dauða fiskinn sem hent
er í sjóinn?" Úr forystugrein Alþbl. 13. júní.