Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 13 Sjómannadeilan Sjómenn og útgeróarmenn hafa staðið í illdeilum að undanfórnu. Þetta kristallast í því að harðvítugt verkfall hefur staðið í rúmar þrjár vikur og engar sættir í sjónmáli enn. Erfitt er segja til um lok deil- unnar en þó er ljóst að ljúki henni fyrir áhrif stjómvalda mun sú kergja sem sett hefur mark sitt á samskiptin halda áfram. KjaUaiinn Sérstaða Vestfjarða Margir hafa velt fyrir sér hver ástæðan sé fyrir þeirri hörku sem ríkir í samskiptum þessara sam- herja. Bent er á að eina svæðið á íslandi sem ekki er bundið heildar- samtökum útgerðarmanna og sjó- manna er Vestíirðir og þar eru verkfóll sjómanna fáheyrð. Þar sem undirritaður hefur reynslu af hvorutveggja; samning- Reynir Traustason blaðamaður Atökin að undanförnu hafa kostað þjóðina milljarða króna i beinu tapi og ómælt beint tap í formi minni veiðireynslu, segir Reynir m.a. í grein- inni. „Þaö hlýtur að vera skýr krafa þegar upp er staðið frá átökum eins og þeim sem nú standa yfir að valdir verði til friðargæslustarfa menn sem hafa vit og þroska til að fara með fjöregg sjávar útvegsins.“ um í heildarsamfloti alls landsins að Vestfjörðum meðtöldum og samningum í héraði á Vestfjörðum þá er gagnlegt að skoða muninn. Á Vcstfjörðum hafa lengi verið við stjórnvöl samtaka útgeröar- manna menn sem eiga virðingu og traust þeirra sem þeir eru að semja við. Þar fer í forystu Ingimar Hall- dórsson, varaformaður LÍÚ. Samn- ingar útgerðarmanna og sjómanna á Vestfjörðum hafa einkennst af hörðum hreinskiptum átökum án undirmála ogillmælgi. Persónulegt hatur milli manna er óþekkt og traust ríkir milli manna. Þess eru dæmi að gerðir hafi verið munnleg- ir samningar til nokkurra ára og allir hafa staðið við sitt. Það sem Vestfirðingar hagnast á því að hafa slíka samningamenn er ekkert smáræði. Þeir halda vinnufriði á svæðinu og sátt innan atvinnugreinarinnar. Lélegri samningar? Nú skyldi einhver halda að sjó- menn á Vestfjörðum búi við lélegri samninga en kollegar þeirra á öðr- um landsvæðum en því er ekki að heilsa því skiptaverð til sjómanna er hærra þar en annars staðar á landinu og almennt séð eru samn- ingar Vestfirðinga betri. Það er nærtækt að rifja upp þegar stefndi í stórátök milli sjómanna og útgerðarmanna haustið 1990. Þá var boðað verkfall yfirmanna um allt land í tvennu lagi. Farmanna- og fiskimannasamband íslands boðaði verkfall sinna manna um land að Vestfjörðum undanskild- um. Skipstjóra- og stýrimannafé- lagið Bylgjan boðaði samhliða verkfall á Vestfjörðum. Kröfugerð- ir voru mjög áþekkar í báðum til- vikum en samt var reyndin sú aö Vestfirðingar sömdu skömmu áður en verkfall átti að skella á. Samningar tókust aftur á móti ekki fyrir sunnan fyrr en verkfall var skollið á og hafði staðið í nokkr- ar klukkustundir. Þá varð niður- staðan sú að Farmannasambandið fékk aðeins hluta þess inn í samn- inga sem Vestfirðingar fengu fram- gengt. Þegar upp var staðið var því vandamálið enn til staöar þeim megin frá og engar raunverulegar sættir urðu við undirritun samn- ings. Á Vestfjörðum tókst mönnum aftur á móti að ljúka sínum málum með sátt og menn gátu gengið til verka sinna án þess að eiga óupp- geröar sakir hver við annan. Skiljanleg undrun Hin ömurlegu átök, sem átt hafa sér stað milli sjómanna og útvegs- manna annars staðar á landinu, eiga rót sína í því að traust ríkir ekki milli manna. Útgerðum og landsvæðum blæðir fyrir vikið og heildarhagsmunum þjóðarinnar er fórnað. Undrun útgerðarmanna í Þorlákshöfn og skilningsleysi á ástæðum þriggja vikna verkfalls er skiljanleg. Þeim væri þó nærtækt að skyggnast rækilega inn í raðir samningamanna sinna og leita þar meinhorna. Átökin að undanförnu hafa kostað þjóðarbúið miOjarða króna í beinu tapi og ómælt óbeint tap í formi minni veiðireynslu. Það hlýtur að vera skýr krafa þegar upp er staðið frá átökum eins og þeim sem nú standa yfir að vald- ir verði til friðargæslustarfa menn sem hafa vit og þroska til að fara með fjöregg sjávarútvegsins. Verk- föll eru vissulega fylgifiskur at- vinnulifsins en þau verða að fela í sér leið til uppgjörs og verða að eiga sér skiljanlegar og sanngjarn- ar ástæður. Reynir Traustason landinn og vímuefnin ÁTVR, Það er öllum hugsandi mönnum ljóst að verölag á áfengi og landa- kaup hanga saman. Jafnvel þeim sem við höfum kosið yfir okkur til þess að annast þessa hluti, það er að segja að halda utan um lög og reglur þessa lands. Þá vaknar spurningin um hvort einhver hafi hag af því að hafa hlutina svona. Það er alveg ljóst að það eru ekki foreldrarnir eða innflytjendur og ekki almenningur, heldur þeir sem hafa beinan hag af því, eins og til dæmis dópsalar, landasalar og smyglarar. Þeim er hampaö óbeint af ÁTVR. Svo eru að sjálfsögðu þeir sem hafa gnótt fjár og er því alveg sama (ráðamenn?). Strútarn- ir í áfengisvarnaráði hafa ekki um langan aldur dregið höfuðið upp úr sandinum til þess að gæta aö því hverjum þessi endemis vitleysa þjónar. Stjórntæki Verðlag áfengra drykkja í versl- unum ATVR er stjórntæki sem notað er til þess að stjórna neyslu- mynstri landsmanna á áfengum drykkjum, það er að segja að því hærra sem verðið er í verslunum ÁTVR því fleiri kaupendur áfengra drykkja fara yfir til landasalans því hann getur boðið svipaðan vínanda á raunhæfu veröi. Að kaupa landa og smyglaðan vínanda er sjálfsbjargarviðleitni þess sem ekki á aura fyrir tísku- KjaUaiiim Njáll Haröarson framkvæmdastjóri merkjum á okurverði í verslunum ÁTVR og sættir sig við að kaupa eftirlíkingar eða smygl hjá næsta landasala á eðlilegu verði. Upp á síðkastið hafa margir vín- veitingastaðir farið að dæmi al- mennings í auknum mæli. Landa- salinn er að sjálfsögðu hæstánægð- ur með þetta og þénar á sanngjarna verðinu á meðan ÁTVR okrar og fælir viðskiptavini frá verslunum sínum með yfirgengilegum bákn- hroka. Landasalinn hefur líka upp- götvað það að hann er ekki háður neinum aldurstakmörkunum varðandi kaupendur og svo getur hann lika selt þeim sitt hvað fleira til þess að lífga upp á tilveruna, eins og til dæmis hass, coke, engl- aryk og alsælu, svo að eitthvað sé nefnt. Þetta er aldeilis fínn bisness. Og svo þarf ekki að greiða neitt til ríkisins, framleiðslan hræbilleg og krefst ekki mikils búnaðar og kröfur viðskiptavinanna eru litlar, enda ekki hægt að setja miklar kröfur þegar niaður er aðeins fimmtán ára, auralítill og er að hraða sér í partí með smáaukasælu upp á vasann til þess að vera gjald- gengari það kvöldið og svo er þetta svo ódýrt maður, miklu ódýrara en í ríkinu, þrjár flöskur fyrir eina og smádóp í kaupbæti. „Besti vinur“ dópsalans Ekki býður ÁTVR svona vel. ÁTVR er því „besti vinur“ dópsal- ans og vill eindregið vera það áfram. Það yrði nú ljóta klandrið ef þeir tækju upp á þeim fjanda að lækka verðið verulega svo að venjulegt fólk á lögaldri hefði efni á að versla þar. Hvað yröi þá um landasalann? „Einkavin ÁTVR“. Hann yrði kannski að svara svona vitleysu með því að stofna Bónus Brugg hf. Þetta er skelfileg tilhugsun. Hvar eiga þá Utlu börnin okkar að verða sér úti um vín og dóp? Ekki örvænta, bruggari góð- ur, því fyrr skal ÁTVR í umboði ríkisvaldsins (þín) og í algleymi miskunnarleysis handmata börnin okkar á landa og dópi en að slaka á okurverði og einokun verslana sinna. Enda.þarf ÁTVR ekki að skamm- ast sín fyrir finu og glæsilegu versl- anirnar sínar. Er ekki ráð að lækka verðiö og losa okkur við óværuna áður en eiturlyfin taka völdin? Njáll Harðarson ------------------------------------- „Ekki örvænta, bruggari góður, því fyrr skal ATVR í umboði ríkisvaldsins (þín) og 1 algleymi miskunnarleysis handmata börnin okkar á landa og dópi en að slaka á okurverði og einokun verslana sinna.“ Meðog ámóti Bæjarfulltrúi gegni störfum embættismanns bæjarins Víkekkiundan skyfdu minni „Starf for- stöðumanns fram- kvæmda- og tæknisviðs er eins og hvert annaö starf fram- kvæmda- stjóra á sviöi sveitarfélags- ins. Það er ekki ölíkt starfi bæjarstjóra enda er það verkefni viðkomandi sviðsstjóra að gæta hagsmuna bæjarfélagsins. Það gildir ekkert annaö um þetta starf en starf bæjarstjóra hvað varðar setu í bæjarstjórn. Viö getum snúið þessu upp á ríkisstjórn. Ráðherrar eru hver með sitt svið framkvæmda í stjórnkerfi ríkisins og sitja jaíh- framt á Alþingi og taka þar þátt i atkvæðagreiðslu. Eini munur- inn er sá að ég sem bæjarfulltrúi segði mig úr bæjarráði ef ég yrði ráðinn forstöðumaður en ég myndi ekki að bregðast skyldum mínum sem kjörinn fulltrúí. í sveitarstjórnarlögum er ljóst aö mönnum ber aö hlíta þeirri skyldu og geta ekki vikist undan henni. í stórum sveitarfélögum hafa bæjarfulltrúar setið í fram- kvæmdastjórastöðum og í Hafh- arfirði sat skólafulltrúi i bæjar- stjóm 1982-1986 og engar athuga- semdir voru gerðar. Það er ekki vafamál að embættismaður er hæfur til að koma stefnu hvaða meirihluta sem er í framkvæmd. Hann hlítir bara þeim skipunum sem hann fær.“ Grundvallar- atriði „Það er grundvallar- atriði að bæj- ariélag eins og Ilafnar- fjörður, með yfir 17 þús- und íbúa, á að geta boðið upp á emb- ættismann ÁmiSverrissonforstj.W einsogbæjar- verkfræðing sem er yfir pólitíska gagnrýni hafinn og situr ekki beggja megin borðs. Það hefur verið bent á að þetta megi bera saman við pólitískan bæjarstjóra en ég er því ekki sammála vegna þess að hann er ráðinn tímabund- ið og kiósendur hafa möguleika á að kveða upp dóm yfir störfum hans á fjögurra ára fresti. í þess- ari stöðu hafa kjósendur val hvaö varðar bæjarfulltrúann Jóhann Gunnar ef þeir væru óánægðir með hans störf en myndu sitja uppi með hann sem bæjarverk- fræðing áfram. Einnig má benda á að sem fyrrverandi forstjóri Hagvirkis-KIetts hefur persóna Jóhanns tengst tugmilljóna tapi bæjarsjóðs á viðskiptum við fyr- irtækið auk þess sem mjög marg- ir setja samasemmerki milli fjár- hagslegs tjóns við gjaldþrot fyrir- tækisins og persónu Jóhanns. Með tilliti til þessa hlýtur það aö vera ábyrgðarhluti að skapa þær aöstæður aö sama fólk þurfi aö leita til Jóhanns með mál sem snúa að embætti bæjarverkfræö- ings. Þetta verður Jóliann að horfast í augu viö. Eitt af mark- miðum meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags er að bæta sijórnsýslu bæjarins." -GHS Jóhann G. Bergþörsson bðejarfulltrúi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.