Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
Fréttir
Grálúðustofninn að hruni kominn eftir ofveiði um árabil:
Færeyingar auka veiðar
en íslendingar skera niður
- nauðsynlegt að taka upp samninga, segir sjávarútvegsráðuneytið
„Við leggjum tii að á öllu svæðinu
verði veidd 20 þúsund tonn. Það er
svo annarra en okkar að ákveða
hvemig skiptingu veiða milli þjóða
er háttað. Þessar tillögur, sem gera
ráð fyrir allt að helmingssamdrætti
veiða, lýsa best áhyggjum okkar af
ástandi grálúðustofnsins," segir
Björn Ævarr Steinarsson fiskifræð-
ingur um mat Hafrannsóknastofn-
unar á ástandi grálúðustofnsins.
Björn Ævarr segir að grálúðustofn-
inn, sem íslendingar veiði úr, sé sá
sami og Færeyingar stundi í sínar
veiðar og inni í tillögu Hafrann-'
sóknastofnunar sé afli útlendinga.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef-
ið út kvóta næsta fiskveiðiárs. Þar
er gert ráð fyrir að íslendingar einir
veiði 20 þúsund tonn. í tilkynningu
ráðuneytisins um heildarkvóta á
grálúöu kemur fram að tillaga Haf-
rannsóknastofnunar sé samsvarandi
eða einnig 20 þúsund tonn.
Heildarveiði af grálúðu á árinu
1994 var 37 þúsund tonn. Þar af
veiddu íslendingar um 25 þúsund
tonn og aðrar þjóðir um 8 þúsund
tonn. Allar götur síðan 1988 hefur
verið veitt langt fram úr ráðgjöf fiski-
fræðinga. Árið 1989 voru veidd 61
þúsund tonn af grálúðu en ráðgjöfm
hljóðaði upp á 30 þúsund tonn. Árið
1991 komst aflinn næst ráðgjöfinni
þegar veidd voru „aðeins" 33 þúsund
tonn á sama tíma og ráðgjöfin var
upp á 27 þúsund tonn. Á fiskveiðiár-
inu 1992/1993 fór afli útlendinga að
vega þyngra í heildaraflanum þegar
Færeyingar juku sínar veiðar að
miklum mun eða frá því að vera á
bilinu 2 til 3 þúsund tonn og upp í
að vera tæp 9 þúsund tonn á árinu
1994. Á árunum 1989 fram á þennan
dag hefur grálúða verið ofveidd um
alls 75 þúsund tonn sé litið til tillagna
Hafró.
Eins og fram kom í DV í gær telur
Grétar Kristjánsson, skipstjóri á tog-
aranum Stefnf ÍS, að grálúðustofninn
sé gjörsamlega hruninn og bregðast
verði við því með alfriðun stofnsins.
Árni Kolbeinsson ráöuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu segir menn
þar hafa miklar áhyggjur af ástandi
stofnsins.
„Það eru allir sammála um að það
sé gengið mjög á þennan stofn. Það
er deilt um ýmsa aðra stofna en ekki
þennan. Hafrannsóknstofnun leggur
til 20 þúsund tonn í heildina séð og
við tökum upp sömu tölu en áætlum
ekki sérstaklega hvað aðrir veiða
mikið úr stofninum," segir Árni.
Hann segir aö ekki hafi farið fram
beinar viðræður við Færeyinga og
Grænlendinga um nýtingu stofnsins
en á fundum þjóðanna hafi málið oft
borið á góma.
„Það er alveg ljóst að við verðum
hið fyrsta að taka upp formlegar
samningaviðræður um stjórn á veið-
umúrþessumstofni,“segirÁrni. -rt
IMJíId ii/ M iJ mm árafei
- samanburður á tilllögum Hafró og afla -
þús.tonn
70.000
60.000
50.000
Tilskipun ESB um sumartíma:
Fagnað hjá
Verslunarráði
40.000
30.000
20.000
10.000
0
■ afll R
'89 '90 '91/'92 '92/'93 '93/’94 '94/’95 ’95/'96
tillaga Hafró
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, ESB, hefur sent frá sér til-
skipun um að sami tími gildi á sumr-
in innan aðildarríkjanna. Tilskipun-
in nær eiimig til landa á EES-svæð-
inu, þ.m.t. íslands. Verslunarráð ís-
lands hefur staðið fremst í flokki í
þeirri baráttu að taka upp sumar-
tíma á íslandi en í öllum öðrum ríkj-
um Evrópu er sumartími í gildi.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðsins,
sagðist í samtali við DV fagna þess-
ari tilskipun og vonandi tækju ís-
lensk stjómvöld við sér. Ef ekki sagði
Vilhjálmur lagalegan grundvöll vera
fyrir því að fara með málið fyrir eftir-
litsstofnun EFTA. Slíkt bréf væri þó
ekki komið af stað frá Verslunarráð-
inu að svo komnu máU.
VUhjálmur sagði íjölmarga kosti
þvi samfara að taka upp sumartíma,
bæði fyrir viðskiptalíf sem almenn-
ing. Sami tími gilti þvi aUtaf og er í
Bretlandi en ekki einum tíma á eftir
likt og nú.
„Fólk væri þá almennt að hætta
að vinna hálfþrjú eða þrjúá daginn.
Þá er ennþá heitt og sól hátt á lofti.
Hinn venjulegi íslendingur getur
verið meira úti við og notið þess að
vera heima hjá sér aö vinnu lokinni,
farið út í garð, grillað lambakjöt og
haft þaö gott,“ sagði Vilhjálmur. -bjb
í dag mælir Dagfari
Undanfarna sólarhringa hefur orð-
iö vart við jarðskjálfta á Reykjavík-
ursvæðinu sem eiga upptök sín á
HengUssvæðinu. Þetta hafa verið
tíltölulega vægir skjálftar en þó
fundist greinfiega og kona í Breið-
holtinu segir að hjónarúm hennar
hafi færst tU og hafi „þó bæði hjón-
in legið í því“. Reyndar fylgir ekki
sögunni hvort þau hjónin voru
léttavigt eða þungavigt en aUa vega
færðist rúmiö tíl án þess að þau
hjónin hafi haft sig í frammi tU að
koma þeirri hreyfingu af stað. Var
það lán í óláni að þau lágu aðgerða-
laus í rúminu vegna þess að annars
hefðu þau ekki áttað sig á að rúmið
hreyfðist af ástæðum sem áttu sé
náttúruleg upptök í HengUnum en
ekki í rúminu sjálfu.
Þetta sýnir fram á að hér eru á
ferðinni náttúruhamfarir sem rétt
er að taka alvarlega. Hjónarúm
færast ekki tU nema þeim sé skakað
af hálfu þeirra sem í þeim Uggja
og jarðsKjálftar gera ekki vart viö
sig nema verulegar jarðhræringar
eigi sér stað. Þeir hjá Veðurstof-
unni eru raunar aö kanna einnig
annað jarðskjálftasvæði í nágrenni
við HengUinn, þ.e.a.s. Brenni-
steinsfjöll. HeimUdir kveða ekki á
um neinar hæringar sem eiga sér
Æfingajarðskjálfti
upptök á þeim stað en jarðskjálfta-
fræðingar telja ástæðu tU að rann-
saka það sérstaklega þar sem sá
„grunur læðist að þeim aö þar gætu
orðið stórir skjálftar".
Sérfróðir menn á Veöurstofunni
segja að skjálftar upp á sjö á Ric-
hter geti leitt af sér verulegan
skaða á eignum og mannvirkjum
og höfuðborgarbúar veröa aö búa
sig undir slík tjón ef jarðskjálfta-
fræðingar ná einhverjum árangri
með rannsóknir sínar í Brenni-
steinsfjöllum. AUur er varinn góð-
ur, enda vara jarðskjálftafræðing-
arnir við því að eitthvað geti gerst
þótt ekkert sé beinlínis yfirvofandi.
Engir skjálftar hafa mælst á um-
ræddu svæði, fræðingarnir vita lít-
iö sem ekkert um svæðið og ein-
mitt af því að engir skjáUtar hafa
mælst og enginn veit neitt eru
meiri líkur á að eitthvaö gerist,
segja jarðskjálftafræðingar án þess
að þeir viti í sjálfu sér í augnablik-
inu hvort eða hvenær jörð fer að
skjálfa.
Þaö sem athygUsvert í sambandi
við þessa skjálfta sem hafa mælst
og svo hina sem ekki hafa mælst
en eru yfirvofandi þegar svæðið fer
í rannsókn er sú staðreynd að Al-
mannavamir eru aUs ekki undir
það búnar að þama fari að skjálfa.
„Þetta er eiginlega nýtt mál sem
Ragnar Stefánsson er aö koma með
og verður að taka alvarlega og
skoða miklu betur en við höfum
áður gert," ségir framkvæmda-
stjóri Almannavarna, Guðjón Ped-
ersen. Jarðskjálftinn, sem hann er
að tala um, hefur ekki ennþá fund-
ist og ekkert hefur bólað á honum
en Ragnar skjálfti er hins vegar
með þessa kenningu og hefur bent
á að Brennisteinsfjöfi séu jarð-
skálftavæði sem hann ætlar að
rannsaka án þess að hann sé þar
með að segja að jarðskjálftar séu
þar yfírvofandi.
Kenning Ragnars er að því leyti
góð að nú geta Almannavamir æft
sig fyrir skjálfta sem Ragnar hefur
fun(Uð upp, enda verður sú ályktun
dregin af ummælum framkvæmda-
stjóra Almannavama að það sé
ekki sama hvar jarðskjálftar eigi
upptök sín til að Almannavarnir
séu undir jarðskjálfta búnar. Má
ætla að Almannavamir bregðist
allt öðmvísi við ef skjálfti á upptök
sín í Henglinum heldur en í Brenni-
steinsfjöllum, enda þótt afleiðing-
arnar verði að mestu þær sömu.
Hjónarúm í Breiðholtinu munu
þannig hreyfast úr stað hvort held-
ur upptökin em í Henglinum eða
sunnan megin við hann nema hjón-
in séu þeim mun þyngri í vigt.
Væntanlega munu Almannavamir
senda út tilkynningu um að hjóna-
kom í Breiðholtinu og á öðrum
hættusvæðum hafist ekki að í rúm-
um sínum á meðan á rannsóknun-
um og æfingunum stendur.
Að öllu samanlögðu getur kenn-
ing Ragnars skjálfta og hugmynd
hans um nýtt jarðskjálftasvæði
haft alvarlega áhrif á hjónalíf í
austurbyggöum Reykjavíkur en
Almannavamir rnunu hins vegar
fá góða æfingu við aö búa sig undir
jarðskjálfta sem ekki em „yfirvof-
andi" en geta þó valdiö skemmdum
ef þeir verða sjö á Richter ef fólk
er ekki undir það búið að bregðast
við skjálftanum sem getur komið á
óvart ef Ragnar Stefánsson hefði
ekki bent á aö hann gæti komið.
Dagfari