Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1995, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 1995
5
Fréttir
Bætir við sig starfsfólki:
Kögun hf. í örum vexti
Kögun hf. hefur verið að auglýsa
eftir starfsfólki nýlega enda er fyrir-
tækið í örum vexti. Hefur það aug-
lýst eftir gæðastjóra, tölvukerfis-
stjóra og gagnaverði. Gunnlaugur
Sigmundsson alþingismaður er
framkvæmdastjóri Kögunar. „Við
erum núna í dag með 22 starfsmenn
og erum að bæta þremur við. Hluti
af þeim er vegna vinnu fyrir Hugh’s
Aircraft í Kalifomíu. Svo er í tísku
núna að gæðastýra. Þá ætlum við að
fjölga um áramót og bætum 8 manns
við,“ segir Gunnlaugur.
Viö erum búin að vera með 20
manns í Bandaríkjunum, 18 í Kali-
fomíu og 2 í Maryland. Við emm
búin að flytja 8 heim núna og hinir
koma síðar á árinu. Við höfum unnið
að ratsjárkerfi sem undirverktakar
og viö höldum því áfram á íslandi.
Þess vegna erum við líka að fjölga.
Við skiljum einn eftir í Bandaríkjun-
um sem verður í verkefnaleit þar en
tæki og tól verða flutt hingað. Við
emm nú að auglýsa eftir gæðastjóra,
manni sem keyrir fyrir okkur tölv-
urnar og bókasafnsfræöingi, eða sú-
perskrifstofumanni." Gunnlaugur
segir Kögun smíða, viðhalda og reka
stærri hug- og vélbúnaðarkerfi.
Starfsfólkið er flest rafmagnsverk-
fræðingar en um áramótin bætast
nokkrir rafeindavirkjar við. Um það
sem fyrirtækið hefur verið að sinna
síðustu árin segir Gunnlaugur: „Að-
allega höfum við unnið að þessu
stóra og viðamikla kerfi fyrir NATO
sem ekki er búið að setja upp. Við
munum svo reka það en það verða
aðrir sem lesa úr merkjunum. Við
náðum samningi um þetta verkefni
árið 1989. Fyrirtækið var stofnað
1988, starfsliðið er yfirleitt mjög ungt.
Ég er langelstur héma, 47 ára gam-
all. Hitt er fólk sem við höfum ráðið
fljótlega eftir skóla og er í kringum
þrítugt." -GJ
Arthur Morthens um formannsslaginn 1 Alþýðubandalaginu:
Margrét talar mál alþýðunnar
- styð Steingrím, segir Arni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi
„Eg er þeirrar skoðunar að það sé
sterkt fyrir Alþýðubandalagið að fá
Margréti Frímannsdóttur sem for-
mann og flokkurinn verði þá fyrstur
fjórflokkanna til að velja sér konu
sem flokksformann. Margrét kemur
af alþýðufólki og talar mál alþýðunn-
ar. Það er hollt og gott fyrir Alþýðu-
bandalagið að fá slíka manneskju í
forystu og ég treysti henni vel til
þess að leiða flokkinn inn í nýja öld
með valddreifingu að leiðarljósi, til
að styrkja miðstjórn og fram-
kvæmdastjórn flokksins til mótvæg-
is við þingflokkinn og taka upp ný
og nútímaleg vinnubrögð í öllu
flokksstarfi," segir Arthur Morthens
varaborgarfulltrúi.
Formannsslagurinn í Alþýðu-
bandalaginu er í fullum gangi og
hefur vakið athygli að forystumenn
og þekktir flokksmenn eru tregir til
að gefa upp afstöðu sína af ótta við
harðvítugan flokkadrátt og deilur.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins, sagði til dæmis
í samtali við DV að hann hefði gert
upp hug sinn en vildi ekki gefa upp
afstöðu sína. Alþingismennimir
Bryndís Hlöðversdóttir og Kristinn
H. Gunnarsson hafa þegar lýst yfir
stuðningi við Margréti Frímanns-
dóttur og Steingrím J. Sigfússon.
„Ég mun styðja Steingrím. Ég tel
að hann sé mun færari til að takast
á við þau verkefni sem formaður
Alþýðubandalagsins þarf að takast á
við, bæði varðandi pólitíska stefnu-
mörkun, málefnavinnu og flokks-
starf og leiða flokkinn í harðri stjórn-
arandstöðu og stjómarmyndunar-
viðræðum á næstu árum,“ segir Ámi
Þór Sigurðsson borgarfulltrúi.
Ástráður Haraldsson, lögfræðing-
ur ASÍ, og Árni Þór teljast til helstu
stuðningsmanna Steingríms J. Sig-
fússonar. Birna Bjamadóttir, bæjar-
fulltrúi í Kópavogi, og Róbert Mar-
shall, formaður Verðandi, teljast
hins vegar til stuðningsmanna
Margrétar, svo nokkur nöfn séu
nefnd.
Framboðsfrestur vegna kosningar
nýs formanns Alþýðubandalagsins á
landsfundi 12.-15. október rennur út
á fóstudag. Steingrímur J. Sigfússon
hefur þegar skilað inn framboði sínu
og stuðningsmenn Margrétar skila
því inn á fimmtudag. Líklegt er að
varaformaður verði kjörinn á lands-
fundi þegar kjör formanns liggur fyr-
ir.
-GHS
Skoðunartilboð
Verum örugg í umferðinni á nýskoðuðum bíl.
Við bjóðum sérstakt skoðunargjald í tilefni versl-
unarmannahelgarinnar og skoðum bílinn þinn
fyrir 2.200 krónur þessa viku.
a™, ATHUGUN hf
Bifreiðaskoðunin Sundahöfn
sími 588 6660
J
Chevrolet Monte Carlo '78,
rauður. Verð 430.000
Peugeot 306 XN 1400 '94, 5
g., 5 d., rauður, ek. 50 þús.
km. Verð 960.000
Suzuki Swift GL 1000 '90. 5
g., 5 d., blár, ek. 100 þús. km
Verð 470.000
Daihatsu Charade 1000 '91,5
g., 3 d., rauður, ek. 40 þús.
km. Verð 620.000
MMC Lancer 1500 '89, 5 g„
4 d„ brúnn, ek. 104 þús. km.
Verð 630.000
Nissan Sunny station 4x4
1600 '91, 5 g„ 5 d„ grár, ek.
80 þús. km. Verð 960.000
Hyundai Scoupe 1500 '94,
ss„ 3 d„ rauður, ek. 12 þús.
km. Verð 1.070.000
á
MMC Colt GLXi 1500 '91 ss„
3 d„ grænn, ek. 77 þús. km.
Verð 880.000
Renault 19RT 1800 '93, 5 g„
4 d„ blár, ek. 40 þús. km.
Verð 1.060.000
Lada Samara Lux 1500 '94, 5
g„ 4 d„ grár, ek. 11 þús. km
Verð 650.000
JJ
Renault 19TXE 1700 '91, ss„
4d„ svartur ek. 49 þús. km.
Verð 870.000
Suzuki Swift GL '88, 5 g„ 3
d„ blár, ek. 54 þús. km.
Verð 340.000
Renault Clio RT 1400 '91, 5
g„ 5 d„ grænn, ek. 47 þús.
km. Verð 700.000
Volvo station '85, 5 d„ blár,
ek. 237 þús. km.
Verð 340.000
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12. SIMI: 568 1200, BEINN SIMI: 581 4060
5 - — -